Bjarki


Bjarki - 10.11.1903, Page 1

Bjarki - 10.11.1903, Page 1
BJARKl Vlll, 42 Eitt blað á viku. Verð árg. 3 kr. borgist fyrír 1. júlí (erlendis 4 kr. borgist fyrirfram). Seyðisfirði io. nov. LJppsögn skrifl., ógild nema komin sje til útg. fyrir 1. okt. og kaupandi sje þá skuldlaus við blaðið. 1903 J. 0 S. Q Stúkan »Aldarhvöt no. 72> ' heldui fund í hinu nýa húsi sínu á Búðareyrí á hverjum sunnudegi kl. 4 síðdegis. — Meðlimir mæti. Nýir meðlimir velkomniir. Ti! auglýsenda. Hr. David Östlund tekur á móti auglýsíngum í Bjarka og semur um verð á þeim. Borgun fyrir allar auglýsíngar í blaðinu á að greiða til hr. Östlunds, en ekki til mín. Þorsteinn Gi'slason. oCög um ábyrgð ráðherra Jstands- —o — Bjarki flutti í sumar frumvarp til laga um ráðgjafaábyrgð, sern fram kom á þínginu, en því var breytt þar og var síðan samþykkt svo- hljóðandi: 1. gr. Ráðherrann ber ábyrgð á stjórnar- at höfninni, og má því krefja hann ábyrgðar fyrir sjerhver störf eða vanraikt starfa, er hann hefir orðið sekur um, ef málið er svo vaxið, að hann hefir annaðhvort af ásetníngi eða stór- kostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnar- skipunarlög landsins eða önnur lög þess, eða að öðru leyti fyrirjáanlega stofnað heill al- menníngs eða einstaklíngs í hættu. 2. gr. Það varðar ráðherrann ábyrgð eftir lögum þessum: a. ef hann útvegar konungsundirskrift undir bráðabirgðalög, tilskipanir eða ályktanir, er fara í bága við stjórnarskipunarlög landsins, sjerstaklega ef bann útvegar konúngsundir- skrift undir bráðabigðarfjárlög, án þess að þínginu hafi verið gefinn kostur á að leiða fjárlögin til lykta. Hið sama er og ef hann lætur farast fyrir að bera upp fyrir konúngi lög, tilskipanir eða aðrar ályktanir, er konúngs- undirskrift útheímtist til, eftir stjórnarskipunar- lögunum. b. ef hann framkvæmir sjálfur, fyrirskipar framkvæmd á eða lætur viðgángast, af ásettu ráði eða fyrir stórkostlegt hirðuleysi, að fram- kvæmt sje nokkuð það, er fer í bága við stjórnarskipunarlög landsins, eða lætur farast fyrir að framkvæma nokkuð það, sem þar er fyrirskipað eða veldur því, að framkvæmd þess farist fyrir. c. ef hann verður þess valdandi, að nokkuð það sje ráðið eða framkvæmt, er skert getur frelsi eða sjálfsforríeði landsins. 3. gr. Og enn varðar það ráðherrann ábyr;;ð eftir Jögurn þessúm, f harn veldnr því, að brotið sje gegn öðrum lögum landsins en stjórnarskipunarlögum þess: a. með því að leggja fyrir konúng til undirskriftar ályktan, tilskipun eða erindi, er fer í bága við lögin, eða með því að láta far- ast fyrir að útvega konúngsundirskrift undir ályktun, tilskipun eða erindi, þar sem konúngs- undirskrift er lögmæt. b. með því að framkvæma eða valda því, að framkvæmt sje nokkuð það, er fer í bága við fyrirmæli laganna, eða með því, að láta nokkuð ógert, sem heimtað er í lögum, eða verða þess valdur, að slík framkvæmd farist fyrir. 4. gr. Loks verður ráðherrann sekur eftir lögum þessum, ef hann ’ framkvæmir nokkuð eða veldur því, að framkvæmt sje nokkuð, er fyrirsjáanlega getur orðið almenníngi eða ein- staklíngi að tjóni, þótt eigi sje framkvæmd þess bönnuð í lögum. Hið sama er og, ef hann lætur farast fyrir að framkvæma nokkuð það, er fyrirsjáanlega gat forðað almenníngi eða ein- staklíngi við tjóni, eða veldur því, að slík framkvæmd ferst fyrir. 5. gr. Brot gegn 2. gr. varða embætt- ismissi, eða sektum frá 500—5000 kr., ef málsbætur eru. Brot gegn 3. gr. varða allt að 5000 kr. sektum eða embættismissi, ef miklar sakir eru. Brot gegn 4. gr. varða allt að 5000 kr. sektum. Hafi ráðherrann jafnframt brotið gegn hin- um almennu hegníngarlögum, bætist hegníng sú, er hann hefur unnið til eftir þeim, við hegníngu þá, er honum er gerð í lögum þessum. 6. gr. Sektír eftir lögum þessum renna í land_ sjóð. Verði sektin ekki öll greiód í ákveðinn tíma skal einfalt fángelsi koma í stað hennar og skal ákveða í dóminum, eftir öllum málavöxtum, hve langt það skuli vera. 7. gr. Hafi ráðherrann bakað almenníngi eða einstaklíngi fjártjón með framkvæmd eða vanrækslu, sem hegm'ngarverð er eftir lögum þessum, skal og, þegar þess er krafist, jafn- framt hegníngunni, dæma hann til að greiða skaðabætur, en um skaðabótaskyldu hans fer eftir almennum reglum. 8. gr. Málshöfðan eftirlögumþessumgetur eigi átt sjer stað, ef 5 ár líða frá því er brot var framið, án þess að alþíngi hafi tekið ályktun um málshöfðun. 9- gr. Ákvarðanir laga þessara ná einnig til landritarans, þegar hann gegnir ráðherra- störfum á eigin ábyrgð, enda dæmi hæsti- rjettur, þángað til öðru vísi verður ákveðið með lögum, í málum á móti honum, eftir sömu reglum og í málum á nóti ráðherranum. Sr. Matthias. —o— Úr ferðabrjefum, sem norska skáldið Vilhelm Krag hefur skrifað í Morgunblaðið í Kristjaníu frá ferð sinni til íslands síðastliðið sumar, prent- ar Kaupmannahafnarblaðið >Dannebrog« eftir- farandi kaíla með fyrirsögninni »Matthías Jochumsson:« »Matthías Jochumsson er almennt talinn fremstur af núlifandi ljóðskáldum íslands. Eft- ir hann liggur mikið, bæði sem skáld og rit- höfund, leikskáld og blaðamann. Titill hans er »pastor emeritus;« hann er fyrir nokkrum árum hættur við prestskapinn og hefur nú skáldalaun, allhá, eftir íslenskum mælikvarða. Þrátt fyrir það, að hann er nú 68 ára að aldri yrkir hann enn af fjöri og krafti og kemur árlega út eftir hann stórt bindi af Ijóðmælum. Eins og flest íslensk skáld frá hinum eldri »skóla« drekkur hann af hinni ótæmanlegu skáldskaparuppsprettu fornsagnanna; hann hefur beinlínis snúið sumum þeirra í ljóð — hamr- að gullin rímrósavirki upp úr hinu orðfáa, járn- þúnga sagnamáli, Því miður eru þessi verk nær óaðgeingileg fyrir útlendínga, en svo er ekki uin smæni kvæði hans. Fegurstu kvæði hans eru ef til vill erfiljóð eftir dána vini; þar gefur sorgin rödd hans þann kraft sem hrífur; það er eins og forndrápan hrynji þar yfir höf- uðsvörðum faliinna kappa. Á ferð minni norður um Island var jeg svo hepp- inn að hitta sr. Matthías á Akureyri, næst stærsta bæ eyjarinnar. Þar hefur hið gamla j tröllaukna skáld fastan bústað, Sr. Matthías elskar Eyjafjörð, hefur ort um hann fjölda ljóða og er nú að reisa sjer hús á hæð einni í bænum; þaðan getur hann hvern morgun þegar hann vaknar heilsað hinum gam- alkunnu fjöllum kríng um fjörðinn. Eins og allir þeir menn, sem á æskuárum hafa látið skírast undir kenníngu Grundtvígs, er sr. Matt- hías einlægur bjartsýnismaður með barnslega trú á mennina. I’að er eins og þessi barnslund^ gefi skáldskap hans í sífellu endurnýaðaæsku og líkama hans endurnýað æskuþrtk, Það var undravert að sjá skáldið, 68 ára gamalt, taka þátt í skemti- rcið, sem stóð yfir marga tíma, þótt haldið væri að mestu leyti áfram á hraðri ferð. Þeg- ar við komum til baka sat hann jafnrjettur á hestinum og þegar við fórum. Seinna um kvöldíð tók hann þátt í samsæti og var þar fullur af fjöri og lífi, hjelt hverja ræðuna á ; fætur annari — stuttar, ágætar ræður — og 0 /a <T 4$- »skáldi og kempu.« Það er óvenjulegt nú á dögum að hitta

x

Bjarki

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.