Bjarki


Bjarki - 10.11.1903, Síða 3

Bjarki - 10.11.1903, Síða 3
3 B J A R K I. Quy- de Maupassant. Quy de Maupassant, sem nokkrar sögur hafa verið þýddar hjer eftir, er heimsfrægt skáld franskt, f. á herrasetrinu Miromesnil 5. ág. 1850. Hann gekk skóla- veginn og átti að verða embættismaður, en hvarf frá því og lagði fyrir sig ritstörf. Hann byrjaði á því undir handleiðslu skáldsins Flauberts, sem var guð- faðir hans, og ljet sjer eins ant um M. og hann hefði verið sonur hans. Flaubert eyðilagði fyrstu rit- smíðar hans hverja eftir aðra og kendi honum að vanda sig. 1880 kom M. fyrst fram sem rithöfundur með kvæðasafn og litla skáldsögu. En á næstu tíu árum ritar hann svo mikið að undrum sætir, mest stuttar skáldsögur, en þó einnig lánga rómana. Hann varð á skömmum tíma mjög frægur og skáldsögur hans voru þýddar áöll túngumál hins menntaða heims. Hann er talinn mestur „realísti “ ('ranskra skálda. En það lítur svo út sem hann hafi ofreynt sig á þessum árum. Síðustu bækur hans bera vott um þúnglyndi. 1802 fjekk hann heilasjúkdóm; hann grunaði, að þetta væri byrjun til brjálsemi, og gerði tilraun til að fyr- irfara sjer, en hún mistókst. Brjálsemina gat hann ekki umflúið, en dó skömmu á eftir, 6. júlí 1893. Frá Vesturíslendínsrum. Síra Oddi Gíslasyni er vikið úr kirkjufjelagi Íslendínga í Vesturheimi, og það af þeirri merki- legu ástæðu, að hann þykir fara með »kukl og galdra» í Iækníngastarfsemi sinni. I vestan- blöðunum hefur nú síðustu missirin mátt sjá mjög einkennilegar auglýsíngar frá þessum nútímans galdrakarli, og víðftægir hann þar lækníngar sínar bæði í bundnu og lausu máli. Á kirkjuþíngi Islendínga í sumar var honum boðið að láta af galdri sínum, eða vera burt úr kirkju Krists þar í landi, og kaus hann heldur hið síðara. Undanfarandi hefur hann haft styrk frá kirkjufjelaginu sem einn af trú- boðum þéss, en hefur jafnframt rekið erindi Kölska hjá sjúkum mönnum með galdri sínum. Nú er hann þá geinginn í Kölska þjónustu eingautigu. Pjetur Hjálmsson guðfræðiskandidat var ráðinn af kirkjuþínginu í sumar sem missións- prestur með 720 dl. árslaunum og sömul. sr. Einar Vigfússon frá Desjarmýri um fjögra mán- aða tíma. Jóhann P. Sólmuiidarson er orðinn prestur únítarasafnaðarins í Winnipeg. »Dagskrá II., sem Sig. Júl. Jóhannesson o. fl. hafa gefið út, er nú liðin undir lok sem blað, en á að koma út sem tímarit frá næstu ára- mótum. Síra Friðrik Bergmann verður næsta ár, eins og undanfarandi, kennari í íslenskum bókment- um við Wesley College í Winnipeg. Frú Huida Qarborg^ sem hjer var á ferð í sumar, hefur ritað laung og skemtileg ferðabrjeí í Dagblaðið í Kristjaníu. Hún fór landveg frá Húsavík til Akureyrar og með henni þýsk kona, frú H. Frú Garborg þykir landið fagurt og miklu byggilegra en hún bjóst við. Islensku torf- bæirnir þykir henni miklu fallegri en timbur- á gráa ótemju, sem jarðvarpaði henni strax, en síðan upp á áburðarhest, sem lagðist með hana. Kveðst hún hafa sagt honum óspart til syndanna, en hann sagði »já« við öllum henn- ar ávítum, skyldi ekki annaðhvert orð, sem hún talaði. Er því ílla farið þegar merkir ferðamenn út- lendir hitta á ónýta leiðsögumenn. Mjölnir kom frá útlöndum á fimmtudagsmorgun. Með honum voru á leið frá Ameríku sr. Halldór Bjarnarson í Presthólum og Páil útflutníngs- stjóri bróðir hans, ennfremur Sigurður Jónsson frá Helluvaði við Mývatn á ieið frá Skotlandi; hefur henn verið eftirlitsmaður með fjárflutn- íngunum frá norðurlandi í haust. Hjeðan fór Sigurður Jónsson til Vopnafjarð- ar og D. Östlund til Akureyrar, Fjárútílutníngurinn til Einglands hefur geingið vel í haust þar til nú með seinasta farminn, frá Borðeyri. Skip- ið hreppti óveður og var níu daga á leiðinni. Marga daga í röð var ekki hægt að brynna fjenu. 150 kindur drápust á leiðinni og margt af fjenu var sjúkt þegar til Einglands kom, Oddrúnarmálið. Bjarki hefur nú feingið að kynna sjer rannsókn Axels sýslumanns Tuliníusar á þessu máli. Rannsóknarprófin eru svo laung að ekki er hægt að gefa yfirlit eða skýrslu um þau í stuttu máli. En við yfirlestur prófanna hlýtur hver maður að gánga úr skugga um, að framburð- ur Oádrúnar getur ekki staðist, enda komst rannsóknardómarinn skjóttað þeirri niðurstöðu. Þar sem hann úrskurðar, að setja skuli hana í gæsluvarðhaid kemst hann svo að orði: »Dómarinn tilkynnti Oddrúnu S'gurðardótt- ur, að sökum þess að við vitnaleiðslur þær, sem íram hafa farið í májinu, hafi fram komið miklar líkur fyrir því, að húti vísvitandi hafi borið fram ránga st'ýrslu fyrir rjetti og að á- stæðulausu kært menn fyrir þjófnað, þar eð skýrsla hennar kemur í mótsögn við skýrslur vitnanna og jafnvel framburður hennar fyrir rjetti eigi kemur heim við skriflega skýrslu hennar, álíti hann rjett að hafa hana í gæslu- varðhaldi fyrst um sinn þar til málið verður betur upplýst.c Nokkur af vitnunum sem leidd hafa verið hafa svarið, að Oddrún hafi í áheyrn þeirra áður talið aðra nafngreinda menn valda að þjófnaðinum, og það eftir að hún hefði átt að hata fulla vissu um málið, ef skýrsla hennar væri rjett. Vottorð hafa verið lögð fram fyrir rjettinn um alibi annars af þeim mönnum, sem Odd- rún ákœrir, þegar þjófnaðurinn fór fram. Rannsóknardómarinn lýkur starfi sínu hjer í þetta sinn með þessum orðum: » . . var rannsókninni á Seyðisfirði frestað og ákvað dómarinn að taka Oddrúnu Sigurð- ardóttur með sjer á Eskifjörð til frekari rann- aður aðeins til þess að rannsaka framburð og skýrslu Oddrúnar. Vestanblöðin. Bjarki biður hjer með útsendíngamenn Vest- urheimsblaðanna íslensku að bæta við utaná- skriftina til sín: Via Copenhagen, eða: Via Stavanger, þvf þá mundu bloðin komast miklu fyr híngað, ekki flækjast frá Einglandi upp til Reykjavíkur og liggja þar, eða einhversstaðar á leiðinni þaðan, ef til vill mánuðum saman. Dáin er 17. f. m. Þórdís Eiríksdóttir, kona Jóns bónda Jónssonar á Skjöldólfsstöðum á Jökul- dal, merkiskona. Hún var tvígift. Fyrri mað- ur hennar var Þórður bóndi á Skjöldólfsstöðum Einarsson prests Hjörleifssonar í Vallanesi. Börn hennar af fyrra hjónabandi eru síra Einar alþm. í Hofteigi, Þórðar bóndi á Fossi í Vopnafirði og Þóra Margrjet, áður gift Þórði bónda á Arnórsstöðum, en dáin 1897. Þau Jón og Þórdís áttu eina dóttur, Þorvaldínu. Af vangá hefur niðurlag sögunnar „Á Ferð" fallið úr þessu blaði, en kemur í næsta blaði. Kvittanir; VI. ár: Sigfús Björnsson, Reykjahiíð. VI. og VII- ár: Jón Stefánsson, Litluströnd. VII. og VIII. ár: Jón Teitsson, Seyðisfirði. VIII. ár: Stefán Stemholt, Sf.; Páll Árnason, Sf.; Stefán Jóhannesson, Bæ, Skagaf.; Gunnar Ólafsson, Vík/Mýrdal; Vigfús Eiríksson, Sf.; Kr. Jónsson, Staf- felli; þorbjörg Björnsdóttir, Sf.; Kristm. Bjarnason, Sf. Erl. Erlendsson, Sf.; Jörgen Bqnediktsson, .Sf.; Pálina Vigfúsdóttir, ;Sf.; þorst. Jónsson, Brimnesi; Vil- hjálmur Árnason, Hánefsstöðum; Ól. Pjetursson, Sf; Jón Kristjánsson, Skálanesi, Árni Steinsson, Bakka- gerði; Finnur Einarsson, Sævaranda; Baldv. JóJiannes- son, Stakkahlið; Th. Tuliníus, Khöfn; M. Einarsson Thorshavn, Færeyjum; Ásgr. Guðmundsson, Húsey; B. Pálsson, Brekku; þórarinn Jónsson, Jórvík; Jón- as Eiríksson, Eiðum; G. Pálsson, Ásgeirsstöðum; Einar Þórðarson, Eyvindará; Porv. Jónsson, Upp- sölum; Sigbj. Björnsson, Ekkjufelli; Björn Hallsson Rángá; Sigbj. Björnsson, Litlabakka; Kr. Kristjáns- son, Ekkjufelli; Ermenrekur Jónsson, Rvík; Vilhjálmur Hjálmarsson, Brekku; Jón Jónsson, Sf; Porsteinn Jónsson læknir, Vestmannaeyjum; Sig. B. Jóhannes- son, Tjörn; Árni Jóhannsson, Sf.; Ben. Sveinsson, Firði. Jlífsábyrgdarfjelagið Dan í KAUPMANNAHÖFN tekur að sjer iífsábyrgðir á Islandi fyrir lægra iðgjald en nokkurt annað fjelag. I þessu fje- lagi geta menn með góðum kjörum- tryggt sjálfum sjer ellistyrk, -eða ættingjum sínum lífrentu, og hvergi er eins ódýrt að vá- tryggja börn á hvaða aldri sem er, og í þessu fjelagi. Af ágóða fjelagsins eru 8/4 hlutar borgaðir Q-e- lagsmönnum í bonus. Vátryggið því líf yðar eða barna yðar, eða kaupið yður lífrentu eða ellistyrk í DAN! Aðalumboðsmaður fjelagsins á íslandi gefur allar frekari upplýsíngar. St. Th. Jónsson Seyðisfirði. t'VVi't Á *» K i'iaíA I-Art „„í óánægð með fylgdarmann sinn frá Húsavík, i Axcl sýslumadur Tuiiníus hafi verið skipaður I 1 h. JÓHSSOn Jóhannes, því fyrst setti hann þýsku frúna upp j'til að rannsaka þjótnaðarmálið; hann var skip- j á Seyðisfirði

x

Bjarki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.