Bjarki


Bjarki - 23.12.1903, Qupperneq 3

Bjarki - 23.12.1903, Qupperneq 3
BJ ARKl. 3 Undir núpi’ á lágu landi liggur dalur í skugga falinn. Hvað er að sjá á flötura frjóum? Fornmannshaugur blasir við augum. Sljett er hið ytra allt að líta, innra’ er dýran málm að finna. Gripir fornir geymast í djúpi, ’gátur huldar og rúnir duldar. (Brynjúlfur J ónsson.) Dökknar loft og dimmir og þykknar, drúpa ský yfir háum gnúpum, þrumum mögnuð, þrungin regni, þjettar skúrir úr lofti detta. Renna tár yfir kaldar kinnar, kveikja gróður og blóma rjóðan. Verður hregg að vörmum döggum. Valda nornir að snemma þornar. (Kristján Jðnsson.) Líttu’ á haukinn hraðflug taka háa leið um vegu bláa, hafið kominn handan yfir heitn á ný úr víðum geimi. Lángt var fiogið, ljett var flugið, lás nje hlekki þolir hann ekki. Lífsfræ nýtt af freisi’ hann flutti fósturmold, en hverju’ er goldið? (jónÓlafsson.) Yfir dal jeg horfi’ og hóia. Hvað er þetta? Ljúkast upp klettar: álfaborg og salur á súium silki tjaldaður, gulli faldinn. Lít jeg og undir lága skúta, líða þar svipir fyrri tíða. Sjást í hylling háar sem fjöllin hetjuslóðir úr forntíð þjóðar. (Indriði Einarsson.) Logn er að morgni’og mollu-rigníng, muggu þjettri' upp bráðum ljettir. Sunnanvindur af sænum stendur, svala leggur um allan dalinn. Hvass þótt finnist hafvindur þessi hollur eyðir hann dauða-mollu. Dvínar veður og dregur niður, dagur er setstur snemma’ í vestri. (Gestur Pálsson.) Hvað er hjerna? f’að eru þyrnar, þjett á greinum rósir spretta; yndislegan ilm þær senda. Eingin rós án þyrna er feingin. Oft af þyrnum svíður og sárnar, samt menn kjósa þær vegna rósa. Heldur sviðann en hai'na fríðum hreínum og ijósum vorsins rósum. (Þorsteinn Erlíngsson.) Hann er á vestan; var ei á austan? Vakar á áttum, laufin blaka; dögg er á mörgurn, situr þar sorgin, samt er ei dáin vorlífs þráin. Hvað mun vindur að vestan anda? Vonir nýjar lifna með honum. Sól skín á tinda, sjatnar í iandi sorgin í dag, en glatt er á morgun. (Einar Hjörleifsson.) Dátt með listum leikur á kostum ljettur fákur á harða spretti; skjótt, sem leiftur er skín á lofti, skeiðar gammur um fjöll og heiðar. Frjáls og svalur úr fjalla-sölum fjör hans bindur ei snarpur vindur. Viidi’ eg, að þetta veður hjeldist, vindur þessi svalar og hressir. (Hannes Hafstein.) Kveður bergmál hám í hlíðum, hellir tekur undir í felli. Fögur er baldursbrá í haga, brunnar glitra tárgum unnum. Dagur er yfir dökkum skógi, daggarúði’ yfir grænum skrúða.— Suðrænn blær er af sæ og heiði, samt er andinn úr voru landi. (Bjarni Jónsson, Vogi.) Hafið dimmblátt horfi’ eg yfir, háa boða’ að sjá og skoða. Köld og þúng er undiralda, undarlega kyr þó stundum. Margt býr djúpt í duldum sorta, drottnar auður á mararbotni. Hjúpaðar unn í huldu dýpi hreinar munu perlur leynast. (Einar Benediktsson.) Líttu’ á fiðrildrið fagra og ljetta, frjálsa’ og glaða vængjum baða, flögra’ og sveima blóm af blómi, bikar teiga hunángs-veiga. Lit á bjarta litaskrautið, lángar þig það ekki að fánga? Lát það frjálsa flugsins njóta, frelsið þess er mesta hressíng. (Hannes Blöndal.) lifna fögur lauf á stofni, lindir streyma, er myndir geyma; morgunvindar á austan anda, úng eru listahljóð á kvistum.— Ó, að vildi það áfram halda, eigi má svo fagurt deyja. (Þorsteinn Gíslason.) Breytileg eru skýja skautin, skuggamyndir og geislarindar, voðir bjartar bryddar svörtu, biksvört tjöld með gullnum földum; tindótt fjöll og hrika-hellar, hraun og klettar og víðar sljettur. Undarlega það alt er blandað, yndi þykir að slíkum myndum. (Guðmundur Friðjónsson.) Gnoð að Iandi skrautleg skríður, skín á tröfin gulli stöfuð. Leika við brjóst á gammi glæstum glitrandi’ af úða hafsins brúðir. Fánar blakta’ á háum húnum, hnossin færir hann landi kæru. Greiðast för hans láti lýður, landi’ er smán ef skipið strandar. ( Guðmundur Guðmundsson.) Ut í skóginn lystir að leita lítinn stúrinn fugl í búri. Frjálsan þröst í þraungu helsi það er synd að láta binda. Megi’ hann ljettum fjöðrum fljúga frjáls og glaður um dal og hálsa, úngur vorfugl sætt mun sýngja sigurljóð um hið fagra' og góða. (Guðmundur Magnússon.) Vetur er úti, vor er í sveitum, — vor á ný með sumri hlýu. Einginn veit, hvort sumarið sýngur sólarljóð eða hvað er í óði. Ný mun öld með úngum skáldum ýngja blóðið í hjarta þjóðar. Æ mun sýngja íslensk túnga, æ munu hljóma skálda rómar. Aths. Erindi þessi eru brot úr leingri drápu, sem kveðin var um sumarmál 1901. Þar er minnst nokk- urra helstu íslenskra skálda á 19. öld,— eins í hverju erindi. V. B. (Úr Aldamótum.) Skína geislar á grænu túni, glóa daggir i laut og móa; i4 — Hin heilaga guðs móðir varðveiti þig! — Vertu sæl. Og gættu nú vel að hús- unum. Kona hans fjell grátandi um háls honum. — Guð veri með þjer. Svo kemur síðasta augnablikið. Konurnar kjökra, og litla stund heyrist ekkert annað en grátur og vein. Æ, vertu nú sæll! En nú var búið að raða hermönnunum sjer í ferjafn- hliða og tvíjafnhliða, sem hreifa sig eins ná- kvæmlega og reglulega og vjel væri. Svo er skipað: »Stígið uppí! Fer- og tvíjafnhliðarnir brotna sundur í miðju, nálgast lestina í mjóum röðum og hverfa síðan inn í vagnana. Leingst fyrir framan hvæsir eimreiðin og spýr frá sjer reykjarskýjum. Hún frísar eiiis og dreki og þeytir úr sjer gufustrókum að neðanverðu. Kvein kvennanna eru komin á hræðslustig. Sumar skýla andlitinu með svuntum sínum, en sumar rjetta út hendurnar eftir vögnunum. Með grátekkarómi nefna þær nöfn manna sinna eða sona. — Vertu sæll, Bartek — kallar Magda neðan 15 af stjettinni. — Og mundu mig nú um að halda þjer í skefjum. Hin heilaga guðsmóðir varðveiti þig. Vertu sæll. — Æ, guð misk- uni sig yfir okkur. — Og hafðu nú góðar gætur á húsinu — kallar Bartek. Allt í einu kom hnykkur á lestina, Vagn- arnir rákust saman, og svo fór allt af stað. — Mundu eftir því að þú átt konu og barn — kallaði Magda og tifaði eftir lestinni, — Vertu sæll, í nafni föðurs sonar og heilags anda, vertu sæll! Smátt og smátt komst meiri ferð á Iestina sem flutti með sjer stríðsmennina frá Pognembin, Efri- og Neðri-Krzywda, Niedola og Mizeron. II. í aðra áttina gekk Magda ásamt hóp grátandi kvenna leiðina til Pognembin, en í hina áttina þaut lestin, út í gráan fjarskann, með byssu- stíngjaskóginn—og Bartek. Fyrir endann á þess- 16 ari gráu móðu leingst í burtu er ómögulegt að sjá. Það er naumast að sjáist til Pognem- bin. Það glitrar rjett á linditrjen og glamp- ar á kirkjuturninn, af því að sólin skín á þau„ En brátt hverfa iinditrjen líka og gyllti kross- inn verður eins og dálítill ljósdepill að sjá. Og á þennan depi! glápti Bartek meðan hann gat eygt hann, en þegar hann hvarf líka þá varð örvæntíng hans voðaleg. Einhver _ ákaf- leg deyfð yfirþyrmdi hann, og honum fannst kraftar sínir vera algjörlega að þverra. Hann fór þá að horfa á riðilsstjórann, því nú var, að guði undanskildum, einginn annar yfir hann settur. Það er höfuð riðilsstjórans sem gerir nú úti um það hvað af Bartek verður. Sjálf- ur veit Bartek hvorki nje skilur nokkurn hlut. Riðilsstjórinn situr reykjandi úr pípu sinni á bekk með byssuna á milli hnjánna. En oft sjest ekki hið alvarlega geðvonskuandlit hans fyrir reyk. Og það er svo sem ekki Bartek einn sem glápir á þetta andlit. Onei. Allra augu úr öllum hornum vagnsins mæna á þenn- an mann. í Pognembin og Krzywda eru allir

x

Bjarki

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.