Bjarki


Bjarki - 23.12.1903, Blaðsíða 5

Bjarki - 23.12.1903, Blaðsíða 5
BJ ARKI. 6 máli bæjarins á þíngi og leita hjálpar lands- ins til framfara honum bæði til lands og sjáv- ar. En nú heyrist mjer margir .segja: Hvað kemur honum þetta við ? Og jeg játa, að jeg er að masa um mjer óviðkomandi mál. En byrji jeg á annað borð að tala við þig, þá er eins og jeg hafi ekkert taumbald á túngunni. Jæja, nú eru þá jólin í nánd! Það er með sjerstökum tilfinníngum að jeg óska þjer gleði- legra jóla! Jeg hef síðastl. hálfan mannsaldur feingið að halda jólin hjá þjer, og minníngin um þau jól er, eins og áður er sagt, meðal björtustu endurminnínga minna og fólks míns. Oft munum við með þakklæti draga þær fram og gleðja okkur yfir þeim. Færðu svo að endíngu öllum borgurum þín- um, og sjer í lagi okkar mörgu vinum, okkar allra hlýjasta þakklæti fyrir allar þær ánægju- legu jólastundir, sem við höfum lifað saman, Og óskaðu þeim frá okkur gleðilegra og há- tíðlegra jóla. Og að síðustu vil jeg í sam- bandi við þetta óska þjer og borgurum þínum að hið næstbyrjandi ár, 1904, megi verða bjartara en það sem nú er að kveðja. Jeg er hræddur um að innan veggja þinna sitji margur sem efnin ekki leyfa að halda feit jól. Öðru- vísi getur það ekki verið, þar sem bænum hef- ur farið aftur að því er atvinnuvegina snertir. En megi jólaljósið frá hæðum samt sem áð- ur skína sem glaðast í bíbýlum þínum! Og svo kveð jeg þig, kæri vinur! En jeg skamm- ast mín gagnvart vinum og kunníngjum á Hjer- aði. Jeg lofaði í sumar að senda þeim kveðju, en það hefur enn ekki orðið. Gjörðu mjer nú þann greiða, að biðja Bjarka að segja þeim, að jeg ætli nú eftir nýárið að enda það lof- orð, og biddu hann að færa þeim jóiakveðju mína og þökk fyrir að þeir hafa látið að beiðni minni um að sýna »Framtíðinni« sömu velvild sem jeg áður naut hjá þeim. Þinn einlægur Sig. Johansen. Úr Presthólasókn. — o — Ekki alls fyrir laungu hefur borist híngað pjesa- skömm nokkur að heiti »Kirkjustjórn vor í upphafi 20. aldar«, útgefandi Sigurbjörn Jóns- son. Pjesi þessi er ein ámátleg ýlfran um lok Pfesthólamálanna, eða hversu Sigurðar- staðaskottu tókst að yfirstíga þá Sauðanesmóra og Grenjaðarstaðaboia — til að stæla orðaval þeirra fjelaga — og herhvöt að láta ekki deig- an síga við það, beldur reyna að vekja ófögn- uðinn upp aftur. Það tekur helst tii vor Núpsveitúnga að andmæla ritskömm þessari, og það því frem- ur sem oss er borin þar sú ósvinna, að vjer eigum upptökin, eða hlutdeild í henni. Slíkt er sem sje tilhæfulaus uppspuni. Pjesinn kom oss gersamlega á óvart hjer í sveitinni; enda geta menn nærri getið, að ef »helstu menn« í sveitinni hefðu fundið skyldu hjá sjer »til að leiðrjetta álit manna um Presthólamálin«, þá hefði einhver þeirra tekið að sjer að túlka það mál, og hefðu ekki feingið til þess þann sem á pjesanum stendur, hálfgeðveikan fáráð, Sig- urbjörn Jónsson, Veisil svo kallaðan, sumar- smala á Sauðanesi og þess á milli flökkukind hjer um norður-sýsluna. Vjer tökum ekki svo niður fyrir oss hjer í sveitinni. í pjesanti er tínt ýms vottorð og eitthvað fleira miður góðgjarnt í garð síra Halldórs úr rjettarskjölum Presthólamálanna. Jeg læt þetta hlutlaust. Skilríki þau hafa verið vegin og ljettvæg fundin af dómstólunum, og þýðir ekki að vera að elta ólar um þau. En þar sem pjesinn hefur máls á því, að »Presthólaveit- íngin 3. seft. 1901 sje eflaust það mál, sem vakið hafi mestan óvildarhug hjer norðanlands og austan gegn kirkjustjórn vorri*, þá vil jeg leyfa mjer að vísa ummælum þeim aftur ofan í höfund þeirra, því þau eru gegn öllum sanni að því er sneríir söfnuð Presthólakalls. Mjer er óhætt að segja, að svo lángt sem elstu menn muna hefur ekkert glatt söfnuð þessa kalls, eða meirihluta hans, eins mikið og einmitt veitíng sú. Hvað má og vera gleðilegra en að sjá rjettinn hrósa sigri í lángvinnum ójöfnuði og sannleikann fá viðurkenningu ofan í lýgina? Hitt má satt vera, að veitíngin hafi verið mjög óþokkuð sumstaðar utan kallsíns, en það má kirkjustjórnina víst giida einu, og fátt má betur sannfæra hana um, að óvildin við síra H. var ekki þar sem henni var sögð hún. Það hefur verið gert óskaplegt orð á óvild- inni við síra H., en í raun og veru hafa verið miklu minni brögð að henni en af hefur verið látið. Meir að segja gegnir furðu, hve lítið kveður að slíku, jafn kappsamlega og reynt hefur verið, og enn er reynt, að kveikja úlfúð og sundurlyndi. Einu ófriðartundrinu á fætur öðru hcfur verið þveitt inn yfir sveitina og nálega öllum mögulegum meðulum verið beitt árum saman til að siðspilla fólki og koma því í bál og brand við síra H., en samt heldur sjer hjá flestum mjög góður þokki til hans. Jeg segi þetta ekki af neinu meðhaldi með síra H., heldur áf því að það er svo, og hver skynbær maður getur raunar lesið það út úr atvikum þeim sem gerst hafa með oss. Utan kallsins bafa menn staðið á stálma af óstand- inu hjá oss og kristilegri þrá að fá það lagfært, en vjer, sem höfum átt við óstandið að búa, höfum getað haldið oss í rónni. Innan kallsins hefur ekki borið á neinni þörf til að láta til sín heyra, en utan þess hafa rnenn ekki getað komist af án fundarhalda um bjárgráð við oss, blaðagreina og flogrita. Þessi óbeðna hjálpsemi við »kristilegt samlíf« vort er góð til að átta sig á Presthóla-málunum. Hún er sú alda, sem hefur borið þau uppi ðg á énd- anum áorkaði svo miklu að losa embættið. En þegar svo var komið lýsti sjer óvildin við síra H. þannig, að meiri hluti safnaðarins tjáði sig eindregið fyigjandi honum, og þó embættið væri haft á boðstólum lánga leingi og fyrirsjáanlegt að meiri hlutinn yrði látinn ráða, ef annar pflestur feingist ekki í það, reyndist rígurinn í minni hlutanum við sjera H. ekki svo spælinn 20 dala, bóndi úr Pognembin. Hann gaf Bartek olbogaskot. — Heyrðu, Bartek, sagði hann. Bartek sneri sjer að honum og góndi á hann eins og hann væri hugsi mjög. — Þú glápir eins og kálfur sem til slátr- unar er leiddur — sagði Gwizdala í hálfum hljóðum; — nú það verður heldur ekki lángt þángað til þú kemst undir brytöxina, aumíngja ræfillinn. — Æ,-ja-jæ-ja — sagði Bartek, og stundi við. — Ertu hræddur ? — spurði Gwizdala. — Því skyldi jeg ekki vera hræddur? Kvöidroðinn varð enn þá rauðari. Gwizdala rjetti út hendina, benti á hann og hvíslaði: — Sjerðu 'bjarmann þarna ? Veistu hvað það er, flónið þitt ? Ha ? Það er blóð. Hjer er nefnilega Pólland, landið okkar, skilurðu það? En þarna leingst í burtu, þar sem lýsir af bjarmanum, þar er Frakkland. — Komum við þángað bráðum ? — Og, ætli þjer liggi á ? Það kvað vera 21 sú óra andskotans leið þángað. En vertu óhrædd- ur; Frakkarnir koma svo sem á móti okkur. Nú varð Bartek að leggja sitt Pognembfu höfuð í bleyti. En svo tók hann til máls aft- ur eftir litla stund og sagði : — Wojtek ? — Hvaða þjóð eru annars þessir Frakkar? Hjer sá hinn vísi Wojtek allt í einu fyrir framan sig það regindjúp er honum var alls ómögulegt yfir að komast. Hann vissi að Frakk- ar, þeir voru Frakkar, og hann hafði heyrt eldra fólk tala eitthvað um þá og segja að þeir legðu það í vana sinn að drepa alla menn. Bartek spurði aftur : — Hvaða þjóð eru þeir ? — Það má fjandinn vita. Wojtek þekkti nú samt 3 þjóðir: Pólverja í miðið og svo »Moskóvítana« til annarar hand- ar en Þjóðverja til hinnar. Og af því hsnn áleit það meira vert að vera skýr, heldur en svp hárnákvæmur, þá sagði hann; — Hvaða þjóð Frakkar eru ? Ja — hvernig 22 á að útlista það fyrir þjer. Þeir eru eigin- lega nokkurskonar þjóðverjar, nema hvað þeir ern enn þá miklu verri. — Og bölvaðir nokkuð! Híngað til hafði Bartek gagnvart Frökkum ekki haft neina aðra tilfinníng en ákafa hræðslu. Nú fyrst fann þessi prússneski landvarnar- maður hjá sjer einskonar þjóðrækilegan við- bjóð á þeim. Samt hafði hann ekki ’skilið Wojtek fyllilega og spurði því enn á ný:' — Nú, Þjóðverjar ætla þá að fara að berja á Þjóðverjum ? Hjer þótti Wojtek handhægast að fara að ráði Sókratesar og svara með likíngu: — Eins og þinn hundur fljúgist ekki oft á við minn hund ? Bartek leit gapandi á fræðara sinn. — Jú, það er satt. — Austurríkismenn eru svo sem líka Þjóð- verjar — mælti Wojtek enn fremur — og þó urðu okkar menn að berjast við þá. Hann Swierszcz gamli var með í því stríði, og sagði oft frá því þegar Steinmets kallaði til þeirra;

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.