Bergmálið - 24.10.1898, Blaðsíða 2

Bergmálið - 24.10.1898, Blaðsíða 2
110 BERGMALIÐ, MÁNUDAGINX 24. OKTÓBLR 1898. SBcröiUiilifc* QEFXD UT AD GIMLI, MANITOB A PRBITTAB I ^’E.BllTI'SiÆXIlT'CT „S VAT -A-“- Ritstjóri (Editor): G. M. Thompson. Business Manager : G. Thobsteinsson. r 1 ár . 81,00 BERGMÁLIÐ kostar: 1 0 inán. ... §0,50 (3mán. §0,25 Borgist fyrirfram. AUGLÝSINGAR: Smá auglýsingar í eitt skifti 25 cents fyrirl þuml. dálks- lengdar, 50 cents um mánuðinn A stærri auglýsingar, eða auglýsingar um lengri tíma, afsláttur eftir samningi. Viðvíkjandi pöntun, afgreiðslu og borgun á blaðinu, snúi menn séi til G. Thobsteinssonak, Gmr.i. Utanáskrift til ritstjórans er: Editor Bercjmálið, P. 0. Box 38, Gimli, Man. Sagnir um Jón biskup Yídalín. (Eftir hdr. á Landshókasafninu). ------------o---- (Framh.) Það hefir öllum sögnum horið sam- an um, að kona Jóns hiskups Vída- líns væri injög fóföst og aaum kona t.il útláta, og har þeim það oft í milli. Varð honurn því oft skaphj'átt, , er hann greip fljótlega örlæti og hjarta- gæði, sem mjög oft har að. Það var eitt sumar, að nábúi haus og leigu- liði, fátækur mjög og sauðfár, misti eftir fráfæru tvær heztu ærnar sínar af tólf úr undirhlaupi. Bar svo til einn morgun, að hóndi kom heim að Skálholti, hitti hann biskup, og ræddu þeir margt saman ; bar þá í tal að hóndi gat um missi sinn,og aumkv- aði biskup hann. Biskup gekk til konu sinnar og sagði þan skyldu nú gefa aumingjanum eina í skarðið aft- ur, sem búinn væri að missa tvær af svo fáum ; hún tók því ekki fjærri, og kvað hann skyldi því ráða. ‘Við skulum þá ganga á stöðulk segir hann, (því á mjöltum stóð); þau gerðu avo; biskup sagði bónda að koma með þeim. Húsfrúin eignaði sér eina á sérstaklega, var hún falleg, gráhosót t að lit. Biskup greip til Hosu og mælti: ‘Gef þú nú hjartað mitt aum- ingjanum hana Hosu þína, þú hefir aldrei betur varið hennih Hún hvað hann geta gefið manninum aðra á en þá sem húu eignaði sér að gamni sínu, úr því hann þættist hafa svo margar ærnar, ef hann gæti ekki ann- að við þær gert en að gefa þær. Bisk- up kvaðst vilja þá gefa; þótti þeim sitt hverju, og deildu um þetta. Bisk- upi varð skapbrátt, og mælti: Allir munu þó svo álíta, að ég eigi hálfa ána á móti þév, og nú skal þegar í stað skifta jafnt í milli okkar, og ráði síðan hvort fyrir sig sínum hluta eft- ir velþóknan*. Síðan greip hann korð- ann, og hjó ána sundur í miðju, í tvo parta í einu höggi og sagði hónda að hirða annan partinn, en gaf tvrer œr úr kvíunum aðvar. Húsfrú gekk heim f skyndi, afár hrygg og reið. Er þess ei getið, að biskup hafi viðleitast að hugga hana. Margt því líkt bar þeim í milli. Biskup Jón Vídalín var mikil). iðju- maður að náttúru; má það og ráða af ræðum hans, að honum var illa við letina; gekk hann oft að verki með mönnum sínum, þogar milli varð, jafnvel að veggjahleðslu, líka fór haDn á engjar með þeim og sló; var hann þá í bóndabúningi, en þó betri háttar: sortulit.um buxum, og silfur- hneptum hol. Kendi ekki förufólk hann í þessu gerfi, eður langferða- menn. Varð hann og með þeim hætti margra hluta vís, og vöruðust menn það ekki. Það var eitt sinn, er hann var á engjum við slátt með piltum sínum, að þar kom förukarl til þeirra, hann sýndist mjög brumur, og heilsar á mennina ; hiskup var fyrir svörum og spurði, hvei' hann væri, og hvað að fara; karlinn nefndi sig, og kvaðst vera að fara um, og hiðja ölmusu, því hann væri öreigi og uppgefinn. Biskup spurði hann vandlega að æfi sinni, og lífskjörum, en kar), leysti úr greinilega senniloga. Biskup ráðlagði honum að koma við á biskupsgarðin- um, kannske þér verði gert þar eitt hvað gott; hinn kvaðst ófús til þoss, því það orð fæi'iekkiafbiskupsfrúniii, að hún gei'ði mikið gott sér og sín- um líkum, væri það flestra sögn, að hún væri mesta járnsál við aumingja, og þætti vol fyrir goldið, ef hún ekki sneypti þá; ‘er ég ekki framfærinn við þessa stórhöfðingja, og got ég ekki beðið þá neins. Ég vænti hann sé góður og gjafalítill þessi hlessað- ur biskup líka. En sagt er að hann sé ekki stoltur við aumingjah Bisk- up hlýddi á alt þetta, og bar hann ámælið mjög af frúnni, en hallaði heldur á hiskup. Ráðlagði hann karl- inum að fara heim, því dagur væri þrotinn, og vera í nótt, og sjá, hvað gerðist; karlinn hlýddi því, og kastaði á þá kveðju sinni; bar ei fleira til. Morguniun eftir, þá inenn voru risn- ir, hoðaði biskup karlinn fyrir sig. Hann kom mjög auðmjúkur og varð honum mjög hverft við, er hann þóttist kenna biskup fyrir sama mann og þann, er hann ræddi við í grer á engjunum. Biskup spurði, hvort hann hefði fundið frúna,en hannkvað nei við ‘en þegið hefég gisting góða, sem ég bið guð að launa'. Biskup mælti: ‘Hér er lítilræði til ölmusu, sem kona inín sendi þér, og beiddi mig afhenda; er þér með því sýnt að lastleggja ekki náungann að óreyndu, livort sem að hann á að sér meira eða minna. Karlinn kraup niður af blvgð- an, og hoiddi biskup fyrirgefningar með tárum. Biskup tók því Ijúft, og gaf karlinum ríkulega ölmusu, sem kona sín hefði sent honum, lét hann síðan frá sér fara með skörpum áminn- ingum. (Framli.) Bakkusar-nöldur. ------o------- Nú skal á hakkus herja af heift, Og honum hið hráðasta úr völdum steypt. Bindindis-hetjurnar hervæddar standa Með heróp í hlöðunum, skakandi branda. Þær segja, að í helvíti sé hans staður, Því satans stálsleginn tollheimtumaður Hafi hann verið frá alda öðli, Kú eigi því þrællinn að steypast úr söðli. Á blíðu hann á ei hjákonum að kenna, Þær kvikan vilja liann steikja og brenna. Karlfuglinn hálf-smeikur kringum sig lítur, I kampinn samt hrosir, á jaxlana bítur. I herðarnar færist og hnefana stælir, Hóstar og ræskir sig, spýtir og mælir: ,,Skyldi þá enda svona mín saga? Séð hefég áður glaðari daga. Skyldi þá tízkunnj takast að slámigl Þeirtrúa þómargir-í hjartanu- á mig. En svo var það fyr, og svo er það nú, Við sin menn þora’ ei að standa trú, En tízkuna elta á handa-hlaupi, Þótt hjartans-fegnir þeir gleypi við staupi. Úr mönnnum allur kvalinn erkraftur, Kauske mér takist að styrkja þá aftur? Þeir muna núekki mannagreyin, Hve margur oft mín leytaði feginn, Að margan ég hnípinn hresti beim, Er hét að skjóta sig út út heim, Og kouur með heift minn góðleik gjalda; Þess gjarna mætti þó uiftin spjalda Minnast, að aldrei meydóm sinn Hún rnist hefði, ef ei sopinn minn í strákinn sett hefði þrek og þor, Og þar fyrir gekk hún brúðar-spor. Og óðsuillingar mér ættu sð þakka, Því all-flestir þeirra skárstu krakka Fæddust af minni líknarlind, Að launa inér svona, það er synd. Óð-gáfu skal ég af þeim taka, Svo aldrei þeim fæðist hrúkleg staka. Eú arnar- þeim svali úldinn -leir, Ég um þá hjrða skal ej meir. Ég held samt ég muni hjara í vetur, Ég hygg ei víst, hver sig standj betur, Ég án þeirra’ eða þeir án míu, —I þurra kulda oft hressjr vín.— Eg vona’ að því orkj minn kyngi- kraftur, Að komi þeir ílestir til mín.afcur. En því ég náungan við skal vara, Að varlega er bozt með mig að fara, Og hver einn kenni sjálfum sér, Ef sýpur hann meira’ en löglegt er. (19) Kvæði þetta fæddist daginn, sem atkvæðagreiðslan urn vínsölubannið fór fram, en barst oss ekki í hendur fyr en nokkru síðar, af þeirri ástæðu birtist það fyrst nú. Ritstj. NU ER ÉG AÐ BYRJA! Nýjar byrgðir # af vörum! Undirrjtaður hefir þá ánægju, að tilkynna fólkinu, að liann hafi nú komið með hyrgðir af vörnm, mai’g- breyttari on nokkru sjnni áður. SVO SEM : Groceries, álnavöru og harðvöru. Nú hef ég margar, ágætar og jafn framt ódýrar tegundjraf Reyktobaki, bæði skorjð og óskorið, þar á ineðal T&B (gömlu stærðina), sem öllum geðjast vel Komið og heimsæhið mig, skoðið þœr v'óru- tegundir sem ég hef, og sarm fœrist um, að verzlun mín hejir fram að bjóða. elcld einungis vandaðar vör- ur, lieldur jafnframt ódýrar. Gimli, 24. ol t, 1898. G, Thorsteinsson,

x

Bergmálið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmálið
https://timarit.is/publication/29

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.