Ísland - 20.02.1897, Blaðsíða 2
30
ISLAND.
ÍP“
SE[=i=T=l=r=i=i=t=ifcr3 =75 I=t=^=t=Eí^i=t=i=i
I
íií
fi
ÍSL-AND.
Ritatjöri: Þorsteinn Gíslason.
Skrifstofa: Þing-holtsstræti 7.
Prentað í: Fjelagsprentsmiðjwnni
„ÍSL.4ND" kemur út hvern laugardag á þessnm
áraf)6rðungi fjanúar—rnars), 13 hlöð alls. Áskrift
bindandi þrjá mánuði. Hver ársfjórðungurhorgist
fyrirfram um leið og blaðið er pantað og kostar
1 Reybjavik 70 au., útum land 79 au., erlendislkr.
Póstafgreiðslumenn og brjefhirðingamenn taka
móti áskriftum og borgun fyrir blaðið og kvitta Ifl
fyrir. Reykvikingar og þeir sem i nánd við Rvik
búa geta pantað blaðið
í bðkaverslun Sigfiisar Eymumlsaonar,
í verslunarbúð Björns Kristjánssonar,
hjá kaupmanni Kr. Ó. Þorgrímssyni,
hjá hr. Júlíus Jörgensen, Hðtel Island,
hjá útgefanda blaðsins.
^T=l=T=l=1=l=f=l=T=l=T=l=T=i=T=i-=r~r ~r=i=T=l=T=l=T
3®
ist. Menn haía nú byrjað að rækta tún
og mýrar, en það hefur onn þú einginn
ræktað skóg, og þó er það afar-þýðingar-
mikið. Áf því, sem jeg þegar hef ritað
um þýðingu skógarins fyrir gróður og jarð
veg, sjá menn, að þeir eru afarnauðsyn-
legir; það er næstum því óþarfi að taka
það fram, að fyrir þjóð, er verður að kaupa
hverja spítu dýrum dómum frá útlöndum,
er það svo brýn nauðsyn, sem framast má
verða, að rækta skóg í landinu. En menn
verða að reyna fyrir sjer, finna út hverj-
ar trjátegundír þrífast best, og þær til-
raunir á landssjóður að kosta; og þessar
tilraunir á að byrja sem fyrst, og til þess
að framkvæma þær, á að útvega duglega
menn, er færir eru um að leysa verkió af
hendi. — Þegar tilraunirnar hafa sýnt,
hverjar trjátegundir eru best falinar til
ræktunar á íslandi, eiga bændurnir að taka
við og rækta skóga á jörðum sínura, þar
sem unnt er, en landið á að sjá um, að
þeir fái leiðsögn við starfið og þekking
þeirra sje aukin sem framast má verða
viðvíkjandi þessu og öðru.
Það er ekki nóg að hætta að drýgja
sömu syndir og forfeðurnir, heldur verður
þessi kynslóð að byrja á því mikla verki,
að bæta fyrir brot forfeðranna. Forfeð-
urnir hafa eytt gróður landsins svo að
segja milli fjalls og fjöru, en yðar verk
er að rækta landið milli fjalls og fjöru.
Ef þjer hefjið það starf og haldið því á-
fram með hyggindum og dugnaði, munuð
þjer með því reisa yður þann bautastein,
er stendur um~;aJdur og æfi.
Kaupmannahöfn, í jan. 1897.
Helgi Jónsson.
„Forlegin” meðul.
L
Vjer þekkjum allir það alþýðu orðtak
um meðul, sem þykja aðgjörðalítil eða of
seinvirk: að þetta sje „forleginn fjandi“.
Meiningin er, að meðalið sje búið að standa
svo leingpá hyllunni hjá lifsölumanninum
eða lækninum, að það sje búið að tap i
hínura upprunalega krapti sínum.
Enda þótt þessi dómur um læknismeð-
ulin kunni opt að vera ástæðulaus sleggju-
dómur, þá er þó hugsunin á rökum byggð,
og þstta á vlð um svo mörg anuars kon-
ar hjálparmeðul; þau geta tapað hinum
læknandi eða lífgandi krapti sínum, orðið
„f')rlegin“. ef þau eru ekki yngd upp eða
aukin krapti jafnóðum og stundir líða
fram.
Stjórnarfyrirkomuhgið, í hverri grein
sem er, f'rá hinu lægsta stigi til hins æðsta,
og allar fjelagslegar framkvæmdir, sem
heill einstaklinga, smærri eða stærri hluta
þjóðfjelaganna eða heilla þjóða er undir
komin — alit þetta eru „forlegin“ meðul,
ef það ekki tekur þeim breytingum, sem
tíminn krefur, og nauðsynlegar eru til
þeirrsr framþróunar og útliðunar, er að
rjettum eðlislögum hlýtur að eiga sjer stað
hjá öllum siðmenningarþjóðum.
Sje þessi þjóðlífs-hjálparmeðul „forleg-
inn fjandi“, geta þau heft og hindrað
framsóknina um skemmri eða leingri tíma.
Og þetta á sjer stað hjá allmörgum þjóð-
um meira og minna. Af þjóðlöndum Norð-
urálfunnar eru líklega tvö: Rússland og
ísland, byrgust af slíkum meðulum.
Og heilsu-ástand þjóðanna, er lönd þessi
byggja, er ljósastur vottur um þetta.
En iátum nú veslings Rússann um sitt,
og lítum á fátt eitt heima fyrir. „Hver
er sjálfum sjer næstur“.
Það má þá fyrst benda á landsstjórnar-
fyrirkomulagið. Um það ber öllum saman,
hversu skiptar sem skoðanirnar eru um
einstöku atriði, að það sje óþolandi að hafa
stjórn þessarar eyjar, er liggur norður und-
ir heimskauti, í höndum þjóðar, er býr
suður undir miðju álfunnar við alls-ólíka
háttu og ókunn tungu og högum eyjarbúa.
Þetta band, sem teingir oss við Danmörku,
er nú orðið svo fornt, svo „forleginn fjandi",
að það dugir ekki leingur til að vera oss
hjálparmeðal til þjóðhagsbóta.
Auðsætt má því vera, að vjer þurfum
eingra verulegra þjóðþrifa eða framfara
að vænta, fyr en vjer komum oss saman
um ráð til að teygja svo á þessu bandi, að
það hindri oss eigi í hreifingum, eða að
öðrum kosti slíta það með öllu.
Á sama hátt má halda niður á við og
benda á forneskjuna í flestu.
Rjettarganguriun byggist að flestu á svo
gömlum grundvelli og er svo þungfær og
kostnaðarsamur, að óhæfa er fyrir svo fá-
menna og efnalitla þjóð. Margur maður
verður þvi að láta rjett sinn, og margir
hafa orðið öreigar fyrir að halda máli til
streitu — og að síðustu þurfa að eiga
úrslitin undir dómi annarar þjóðar dóm-
enda, sem í raun rjettri ekkert vita hvað
þeir dæma um!
Þá er embættaskipunin. Væri dóma-
skipaninni breytt, mætti fækka um helm-
ing sýslumönnum, og yfir höfuð er ósköp
lítil ástæða til að halda stjórn svo spak-
látrar og fámennrar þjóðar æ í sama horfi
og jafn dýrri, þó samgaungur greiðist og
menntun aukist hjá alþýðu, eins og nú er
komið.
Fátækralöggjöfin er i mörgu úrelt og
óhagkvæm. Af því stafa sveitarþyngslin,
þessi óbærilega skattálaga á þjóðinni, auk
þess sem það hefur spillandi áhrif á hugs-
unarháttinn, drepur sómatilfinninguna hjá
þiggeudum en mannúðina hjá gjildendum
— áhrifin eru þjóðspillandi.
Hið sama má að miklu leyti segja um
hina kírkjulegu löggjöf, og mun rjettast
að hafa eigi um það fleiri orð að þessu
sinni.
Þá er aðferðin við atvinnureksturinn í
ýmsum greinum ekki síður „forlegin",
gömul og úrelt, þjóðinni fremur tii heilsu-
spillis en þrifa. Þar er verslunina fyrst
að telja. Hún er enn víðast um land í
mörgu með eldgömlu ólagi. Sama má
segja um marga búnaðarhætti til lands og
sjáfar. Þetta þarf allt að breytast, ef
nokkur framsókn á að geta átt sjer stað.
í sams konar „forlegu“ eða ellingar-
ástandi eru einnig sum fjelög þau, er
mynduð hafa verið í þeim iofsverða til-
gangi í fyrstu, að styðja framfarir í at-
vinnurekstri. Má t. d. nefna búnaðarfje-
lögin og þá sjerstaklega hið verulegasta
þeirra og efnugasta: „Búnaðarfjelag Suður-
amtsin8“.
Samkvæmt lögum þess, sem halda sjer
breytingarlítið frá því það varð til, er
stjórnarnefndin búsett í Reykjavík, og
fundir þess ætíð haldnir þar. Má því svo
heita, að fjelagið sje algjörlega í höndum
nokkurra manna í Reykjavík, sem auðvit-
að verða að hafa öll afskipti af því í hjá-
verkum, þar sem flestir þeirra eru em-
bættismenn, sem eingar sjerstaklega knýj-
andi hvatir geta haft til að vinna fyrir
fjelagið. Það er ekki lögum fjelagsins nje
fyrirkomulaginu á stjórn þess að þakka,
þó heppnast hafi að skipa stjórnina mönn-
um, sem eptir ástæðum hafa staðið furðu
vel í stöðu sinni, og má hin núverandi
stjórn fjelagsins ekki síst eiga það lof.
En þar er líka mest undir komið með
framkvæmdir fjelagsins, sem stjórnarnefnd-
in er. Fundirnir bæta ekki mikið úr
slíku. Á þeim mæta opt þetta i kring
um 10 embættismenn úr bænum — eða
rjettara sagt, líta inn í fundarsalinn allra
snöggvast. Og ekkert er það óvenjulegt,
að fundarsalurinn tæmist áður en öll mál,
sem fyrir liggja, eru upp borin, svo að
stjórnarnefndin situr ein eptir.
En fundirnir eru spegill fjelagsins. Eins
og þar lýsir sjer áhugaleysi fjelagsmanna
og skeytingarleysi um störf fjelagsins, eins
má heita, að það sje allt líflaust og fram-
faralaust — nema það sem stjórnarnefnd-
in heldur reikningana og safnar í sjóð, og
gjörir einhverjar smávægilegar tillögur
um framkvæmdir, að mestu sí og æ í sömu
stefnu, en lítið sem ekkert gerir fjelagið
til að glæða nýtt fjör og líf í landbúnað-
inum.
Og þetta er eðlileg afleiðing af því, að
lögunum er ekki breytt, eptir því sem
búnaðarástandið og menntunarástandið
breytist í landinu.
Með rjettu fyrirkomulagi geta slík fjelög
haft ómetanlega mikla og góða þýðingu.
Skal jeg síðar skýra meining mína um
þetta nákvæmar.
Ufeigur Teitsson.
Sögubrot.
IV.
Copemicus yir maximo ingenio et
quod in hoe exercitio magni mo-
menti est, animo libero.
KEPLER.
Nikulaus Kopernicus fæddist 19. Febr.
1473. Foreldrar hans voru efnaðir og
bjuggu í Thorn. Það hefur verið þráttað
um, hvort hann hafi verið pólskur eða
þýskur. Er það talið sennilegast, að hann
hafi verið þýskur að þjóðerni, því aðeing-
inn veit til, að hann hafi taiað eða ritað
pólsku. Hann sótti háskólann í Krakau
og las þar Iatínu og grísku og stærðfræði
og stjörnufræði. Þegar hann kom heim
aptur var hann gerður kórsbróðir og átti
hann það að þakka Ermlandsbiskupi frænda
sínum. Því næst fór Kopernicus til Ítalíu
og var þar tíu ár samfleytt og lagði stund
á stjörnufræði og læknisfræði í Padúa,
Róm og Bologna. Það er sagt um kenn-
ara hans í Bologna, að hann efaðist um,
að kenningar þær um heiminn væri rjett-
ar, sem kenndar voru við þá Aristoteles
og Ptolemæus. Sje þetta rjett hermt, þá
eru iíkur til, að þessi efi kennarans hafi
vakið Kopernikus til umhugsunar um þetta.
Af Ítalíu fór hann aptur heim og var með
Ermlandsbiskupi nokkur ár. Þá var það,
að honum hugkvæmdust aðalatriðin í kenn-
ing hans um sólkerfið. Þetta var á 33.—
36. aldursári hans. En árið 1506 fór hann
að rita bók sína um það.
Þar sem Kepler talar um Kopernikus,
segir hann um hann, að hann hafi verið
„vir maximo ingenio et, quod in hoc exer-
citio magni momenti est, animo libero.
Það er á íslensku: mesti gáfumaður og
frjáls í anda; en það er áríðandi í þessari
fræðigrein (o: stjörnufræðinni). Þar sem
hann segir, að hann hafi verið frjáls í
anda, þá þýðir það, að hann hafði nógu
ríkt ímyndunarafl til þess að líta á hlut-
ina frá öðru sjónarmiði en áður hafði ver-
ið gert. En það er alkunna, að auðugt
ímyndunarafl einkenuir alla mikla vísinda-
menn. Þeir geta hugsað sjer, hvernig
heimurinn mundi líta út frá því eða því
sjónarmiði, borið svo saman og valið úr.
Þess verður vel að gæta, að menn sjá að
eins hlutina, en ekki sambandið á milli
þeirra. Það verður jafnan að ráða af lík-
um og þá er auðug ímyndun ómissandi.
Kopernicus hafði hana, eða var frjáls í
anda eins og Kepler segir. Þetta kemur
ljóslega fram í aðferð hans. Öllum sýnd-
ist og sýnist jörðin vera kyr og sólin
hreyfast. Eingum datt í hug, að það gæti
verið öðruvísi. Ea Kopernicus spyr, hvern-
ig oss mundi sýnast gangur himintungl-
anna, ef sólin væri kyr og jörðin hreyfð-
ist. Rit hans hnígur allt að því að sýna
og sanna, að okkur mundi sýnast allt eins
og nú er það.
En Kopernicus geymdi rit sitt von úr
viti og hafði ekki almennilega hug á að
gefa það út. Raunar samdi hann lítið á-
grip af því og varð skoðun hans því kunn
nokkrum mönnum. Ungur háskólakennari
frá Wittenberg fór til Frauenburg til Ko-
pernicusar og var þar full tvö ár til að
kynna sjer rit hans. Hjelt hann síðan
fyrirlestra um þetta og breiddi þannig út
þekking á þessari nýju kenningu. Og að
lokum fjekk hann kennara sinn Kopernicus
til að gefa ritið út. Höfundurinn fjekk
fyrsta eintakið á banasænginni, þá er hann
var orðinn meðvitund irlaus.
Kopernicus gaf ekki sjálfur út ritið.
Það gerði prestur einn, er hjet Osiander.
Sá hinn sami maður reit formála fyrir
bókinni, þar sem hann segir, að það sje
nógu gaman að sjá, hvernig heimurinn
gæti hugsast frá þessu sjónarmiði. En
hitt gefur hann i skyn, að þetta sje gert
til gamans, en höfundinum sje ekki alvara
með, að þetta sje svo í raun og veru.
Þetta varð til þess, að menn iásu ekki
bókina, af því að þeir hjeldu, að höfundur-
inn væri að ieika sjer að því, að leiða
alls konar fjarstæður út af setningum stærð-
fræðinnar. Lúther gerði gis að því og
Melanchton þótti það skammarlegt, að
vanbrúka svo skarpleik sinn og gáfur, að
vera að gera ráð fyrir hinu og þessu, sem
kæmi ekki heim við orð ritningarinnar.—
Allan þennan misskilning leiðrjetti Kepler
nokkru síðar, er hann sannaði, að formál-
inn væri eptir Osiander, en ekki Koper-
nicu8 sjálfan.
Eins og áður var getið, er bók Kóper-
nikusar lýsing á því, hvernig heimurinn
mundi líta út, ef jörðin hreyfðist og er
þar sannað, að allt mundi sýnast eins og það
er. En þar er ekki sannað, að jörðin hreyf-
ist. Þó trúði Kopernicus því, að svo væri,