Ísland


Ísland - 20.02.1897, Side 3

Ísland - 20.02.1897, Side 3
ISLAND. 31 og þóttist hafa tvær gíldar ástæður fyrir, að þetta væri. Önnur var sú, að hann gat skýrt gang stjarnanna á miklu ein- faldari hátt, en áður var. Kenning Ptolo- mæusar var, að jörðin væri heimsmiðja og stæði kyr, en himnarnir snerust utan um hana En nú tóku menn eptir þvi um tunglið, að það var misjafnlega langt frá jörðu og eins sólin o. s. frv. Því var það óhugsanlegt, að himnarnir, sem þessi himin- tungl væru fest við, snerust reglulegan hring utan um miðju jarðarinnar. En það var trú manna, að allir himnarnir væru reglulegar kúlur og að hringferðin væri þeim ásköpuð. Þá varð að leita annars- staðar að hringmiðjunni en í jarðarmiðju. Ályktuðu menn því, að miðja stjörnubraut- ar væri fyrir utan jarðarmiðju, en færi svo sjálf í hring utan um hana. Eins urðu menn að skýra það með hringum, að stjörn- urnar sýnast stundum ganga aptur á bak eða suús við á brautinni (retrograd-hreyf- ing; apturhvarf). Allar þessar hringa- skýringar voru mjög flóknar, en þetta leið- ir allt af sjálfu sjer eptir kenning Koper- nicusar, því trúðu menn, að náttúran færi jafnan stystu leið. Hin ástæðan var sú sama, sem leiddi Cusanus til að láta jörð- ina rýma alheimsmiðjusessinn. Það er þetta, að alla hluti verður að skilja og skýra eptir afstöðu þeirra við aðra hluti. Úr því hreyflng er til, þá getur verið, að maður sje sjálfur á hreyfingu, og sýnist manni því aðrir hlutir hreyfast (klettarn- ir sýnast hlaupa, þegar siglt er fram hjá þeim); líka getur verið, að maður sje kyr og hluturinn sje á hreyfing, sem sýnist hreyfast; og í þriðja lagi getur hvort- tveggja hreyfst. Það er því jafnan ástæða til, að rannsaka, hvert af þessu þrennu það er, sem er það rjetta. Kenningin var ekki sönnuð, en Koper- nicus trúði, að hún væri rjett. Þegarþess er gætt, sem áður var sagt um hugsunar- ófrelsi á þeim tímum, þá sjest það best, hve mikið þrek þurfi til þess, að risa móti öllum heimi, og hve sterk sú sannleiksást hefur verið, sem knúði manninn áfram. Og mun einginn lá honum, þótt hann hugsaði sig um. Þeir, sem næstir komu eptir hann og urðu forvígismenn og pislar- vottar kenningarinnar, hrósa honum mjög fyrir það hugrekki, sem hann sýndi í þessu. Meðan Kopernicus lifði, varð kenningin ekki alkunn. Þess vegna varð Kopernicus aldrei fyrir verulegum ofsóknum hennar vegaa. Enáefri árum hans tók þó kirkj- an að risa öfug móti menntun og frelsi því, er verið hafði þá til, þótt lítið væri. Nýr biskup, trúarofsamaður, sem áður hafði verið fremur slarkfeinginn, gerði Kopernicusi ýmsar skapraunir, bannaði honum að umgangast gamla vini, af því að honum þóttu þeir vantrúaðir. Síðustu árin var hann því mjög eiumana. Hann dó 1543. Drykkjuskapuriim og rjettyísin. í lögum vorum eru lagðar við ýmsar hegningar — og þær harðar — ef ein- hverjum verður á að gjöra nokkuð það, sem álíta mætti, að yrði mannfjelaginu til stórskaða, ef það feingi að viðgangast víta- laust. En það er líka til margt, sem lög vor 'eggja einga hegningu við, þótt það, að ^argra dómi, sje miklu verra en það, er oienu eru látnir sæta þungri hegningu fyrir. Eitt af þess kyns afb^otum er drykkju- skapurinu eða, rjettara sagt, verk þau, sem honum eru samfara opt og tíðum. Yjer tölum h j e r ekki um þá u n g u- herra, sem slarka á kvöldin og er helst að hitta á drykkjukrám og öðrum slíkum stöðum, eða þá eru aflæstir inni hjá ein- hverjum kunningjanum, því nú er þó svo komið, að fiestum er farið að þykja skömm að því að dtekka. Þessir menn eru sjálf- um sjer verstir. Þó er ekki svo að skilja, að þeim sje í minnsta máta bót mælandi. Þeir, sem átt er við hjer, eru heimilis- feðurnir — þeir heimilisfeður, er neyta áfeingra drykkja. Neyta þeirra svo, að þeir láta þarfir heimilisins sitja á hakan- um til þess að ná í sopann, sem eru svo svæfðir af drykkjufýsninni, að þeir heyra ekki bænstafi konunnar, þegar hún biður um brauð handa heimilinu, hoyra ekki þótt börnin gráti af hungri. En það er ekki þar með búið. Þessir menn verða svo æstir og eins og tryllast að meira eða minna leyti. Þeir þjaka konunni sinni og það svo, að það kemur ekki sjaldan fyr- ir, að hún leggst í rúmið af alslags illri meðferð á líkama og sál. Þeir berja börn- in sín svo þau bera þess jafnvel aldrei bætur og þessir aumingjar skjálfa eins og hrísla á beiuunum í hvert skipti, er þau heyra að einhver kemur, af því þau halda, að það sje þessi óttalegi faðir þeirra. Og svo endar þetta stundum með því, að þau komast líka í rúmið. Þá má segja, að eymdin sje komin á hæsta stig. Svo um- geingst maðurinn konuna og börnin, þann- ig á sig komin, með skömmum og ónot- um. Hann kemur ekki heirn fyr en langt er liðið af nóttu og þá með sínum fagra(I) forgangi. Leggst svo að lokum frá heim- ilinu, lætur allt eptir matarlaust, hjúkr- unarlaust, í köldum herbergjum og auð- vitað ljelegum rúmfötum. Allt fylgist að: Sorgin, hungrið, umönnunarleysið, kuldinn og klæðleysið. Hún feingi að deyja drottni 8i'num, ef ekki einhver góðfús náungi liti til hennar og barnanna og reyndi að sefa mesta hungrið og hörmungarnar. Hvað gjörir svo rjettvísin við þessa menn? Hún drepur ekki fingri við þeim. Þeir fá ekki einu sinni bróðurlega leið- beiningu eða hæverska áminningu úr þeirri átt. Einginn skiptir sjer af þessu; lík- lega er það af því, að þetta kemur svo opt fyrir — menn eru orðnir svo vanir þessu. Þess er ekki nógsamlega gætt, hvað þessir menn eru að hafast að. Hvað hafa þeir fyrir stafni? Þeir eru nú fyrst og fremst sjálfir að stíga æ leingra og leingra niður á við til lasta og svívirðingar. En það er ekki þar með búið. Þeir eru líka að reyna að smá- slíta líftórunni i konunni sinni. Þeir leika sjer aðþví að kvelja hana, þeir hlæja að tárum hennar, þeim er unun að angistarveini hennar; þeir eru, í einu orði sagt, orðnir þau örgustu fúlmenni, sem hægt er að hugsa sjer. Ef slíkir menu vildu taka sjer byssu í hönd og hleypa kúlu í gegn um hjarta heunar, þá væru þeir sem sak- lausir einglar hjá þessum ósköpum. Eu það meiga þeir ekki, því þá tæki rjettvis- in þá; þeir veija því aðra leið. Það kveður svo rammt að, að þessum mönnum er talið ýmislegt til afsökunar. Eins og t. d., að konan sje ekki nógu al- úðleg og blíð við þá, þegar þeir koma drukknir heim. Eu þessir menn eiga ekki annað skilið en að hún sýni þeim fyrir- litningu undir slíkum kriugumstæðum. Er nokkur furða þótt henni sárni, þegar sá, sem hún hefur falið sig á vald og hefur lofað henni: að reynast henni „trúr eigin- maður“, stígur langt niður úr því, sem manninum er sæmilegt — já, svo langt, að hann kemst á lægra stig en villidýrin. Líka er sagt, að konur eigi ekki að leggja lag sitt við slíka menn. En þeir voru ekki svona þegar þær giptust þeim, þá voru þeir álitnir heiðar- legir og almentiilegir menn. Þeir feingu sjer auðvitað hressingu í samkvæmum og við ýms hátíðleg tækifæri, svo þeir yrðu fjörugri(I) og skemmtilegti(I); en þá datt eingum í hug að átelja þá fyrir það, — það var svo sem sjálfsagt að vera með. En nú er þetta: að þeir voru með, búið að gera þá að mesta úrhraki mannfjelags- ins. Þessir menn kvelja líftóruna úr kon- unni sinni fyr eða síðar; berja börnin sín, svo þau verða stundum aldrei jafngóð; svelta þau, svo þau verða aldrei fullfær til vinnu; þau verða hjartveik, kjarklaus og í einu orði sagt: aumingjar að meiru eða minna leyti. Og hver er svo orsökin til þessa? Drykkjuvaninn. Búast má við, að sagt verði, að þetta sje bindindis-ofstæki. En þótt sorglegt sje frá að segja, má leiða menn að og sýna óræk dæmi upp á þetta. Já, þetta má finna hjer í sjálfum höfuðstaðnum, þar sem rjettvísin situr í hinum hæsta sessi þessa lands og læknarnir eru flestir, til þess að lækna meinsemdir manna. En ekki virðist allt þetta vera nægilegt til þess, að fá menn til liðs við sig til þess að bægja þessum ófögnuði úr landi voru. Menn segja: Þetta er Ijótt, svona illa má einginn drekka. En jeg vil hafa leyfi til þess að hressa mig mjer til skemmt- unar. En þeir hinir sömu gæta þess ekki — vitandi það, að meðan vínið er til i land- innu, helst þetta við —, að þeir segja um leið: Jeg drekk mjer til skemmtunar; jeg skemmti mjer við, að vita ungmennin eyðileggja sig og ergja foreldra sína og vandamenn; jeg skemmti mjer við, að vita drykkjumanninn kvelja konuna sína; jeg skemmti mjer við, að vita börn drykkju- mannsins örkumluð og niðurbeygð undir okidrykkjuskaparföður þeirra; jeg skemmti mjer við, að vita af allri þeirri eymd, sem vínsölunni og vínnautninni er samfara. Er ekki kominn tími til fyrir löggjafa vora, að afnema svona lagaðar skemmtan- ir með lögum? Templar. Málrófsskriðan. I. sýning-. Kaupmaður Grændahl (mætir kandid. Bergmann): „Góðan daginn, herra kandidat, hvaða ósköp flýt- ið þjer yður? Hvert ætlið þjer? Kandidat Bergmann: „Jeg ætla að bregða mjer til unnustunnar minnar. í gærkvöld, þegar við vorum á „broddaballinu“ kom jeg ofurlítið við herðablaðið á henni með títuprjónsoddi, þegar jeg var að hjálpa henni til að festa „slipsið" í háls- málið; það var auðvitað ekkert, en það getur þó auðvitað geflð mjer ástæðu til að líta inn til henn- ar nú í morgunmálið og spyrja um líðan hennar. Verið þjer sælir". II. sýning. Grændahl (mætir frú Jónsson): „Góðan dag, frú Jónsson; þjer eruð þá svona snemma á ferli. Hafið þjer heyrt, að hann kandidat Bergmann veitti unn- ustu sinni, henni fröken Andreu Möller, sár á háls- inn á „ballinu" í gærkvöld?" Prú Jónsson: „Guð hjálpi mjer! Nei, það hef jeg ekki heyrt. Drottinn minn! Ætli það sjesatt". Grændahl: „H inn sagði mjer það sjálfur einmitt núna. Hann var á hlaupunum til að vita hvernig henni liði. Hún er víst illa komin, veslings stúlk- an!“ Frú Jónsson: „Jesús minn! Veslings stúlkan!“ III. sýning. Frú Jónsson (hjá Guðrúnu „frænku“): „Heíurðu heyrt „tilfellið“ með hana fröken Möller, frænka?“ Guðrún „frænka“: „Nei, hvað er það?“ Frú Jónsson: „Ó, guð náði! Hann gamli Græn- dahl sagði mjer áðan, að kand. Bergmann hefði í gærkvöld sært unnustu sína, hana Andreu, svo háskalega á hálsinum með hnífsoddi. Fólk er hrætt nm, að hann sje orðinn brjálaður“. Guðrún: „Herrann góður! Þetta er óttalegt!“ IV. sýuing. Guðrún „frænka" (hjá systurdætrum sinum, frök- enunum Ólafsson): „Góðan daginn, börnin mín; hafið þið heyrt hvað skeði hjá MöUers í nótt?“ Systurnar Ólafsson (hver í kapp við aðra): „Nei, nei, segðu, æ, segðu!" Guðrún: „Þvílík ósköp! Hann kandidnt Berg- mann hefur skorið kærustuna sína á háls, blossun- ina hana Andreu okkar; hann kvuð hafa gert það með rakhníf. Það er víst öl! von úti með haua!“ Systnrnar (allar í cinu); „Guð! Sá óttalegi fantur! Nú ræðnr hann víst sjálfum sjer bana á eptir!“ V. sýning. Systurnar Ólafsson (hjá frú Petersen): „Vertu’ ekki hrædd, góða frú Petersen! — hún Andrea Möller, frænka þín“ ... Frú Petersen: „Guð hjálpi mjer! Hvað er um að vera? Jeg fæ aðsvif!“ Fröken Anna Ólafsson! „Kandidatinn hefur myrt hana Andreu í nótt“. ... Fröken Ólafia Ólafsson: „Klukkan hálftvö í nótt; stungið hana með saxi“ ... Fröken Carolina Ólafssan: „Og svo skotið kúlu gegn um höfuðið á sjálfum sjer!“ Frú Petersen: „Hattinn minn! Kápuna mína! Jeg fer sð finna Möllors“. VI. sýuing. Frú Petersen og allar Bysturnar Ólafsson vaða spreingmóðar inn í stofuna hjá Möllers. Þar situr unga parið í „sófanum“ og er að furða sig á ysn- um úti á götunni. Og þó verður Möllersfólkið euu andrunarfyllra, þegar aðkomendurnir fara að stynja upp heillaóskunum út af hinum fljóta bata ungu hjóuaefnanna! (Þýtt að nokkru). Ósk. Aðalfundur í Verslunarmannafjelagi Reykjuvíkur var haldinn á samkomustað fjelagsins, „Hotel Is- land“ fimrntndagskvöldið 28. f.m. Viðstaddir rúmir 30 fjelagar. Fjelag þetta er nú 6 ára gamalt, stofnað 27. júní 1891. — Fundarstjóri kosinn Sig- hvatur Bj:rnasou bankabókari. 1. Formaður, Joh. Hansen verslunarstjóri, skýrði frá störfum fjelagsins umliðið ár. Það hafði hald- ið almennan helgidag um sumarið í Ártúni 26. á- gúst f. á. sem tvö fyrirfarandi ár, sem í raun og veru hafa verið ekki aðeins hátíðardagar fyrir fje- lagið, heldur að miklu leyti fyrir allan bæinn, og ætti það að verða vísir til þess að Reykvíkingar geingjust fyrir, að koma upp almennum þjóðhátíð- ardegi í líking við margar aðrar siðaðar þjóðir: Bandamenn í Norður-Amnríku, Frakka, Dani og Norðmenn. Þá hafði og íjelagið haldið nú i vetur um mánaðamótin jó'.atrje fyrir nál. 150 fátæk börn bæjarins, sem ekki höfðu orðið aðnjótandi jólagleði i öðrum fjelögum. — Bókasafn fjelagsins hafði og aukist nokkuð á umliðnu ári. Það er að eins 4 ára gamalt og á nú hátt á 4. hundrað bindi: skáld- skaparrit, ferð-Bögur, landafræðisrit og sögu- og tímarit. Við ársbyrjun 1896 voru í fjelaginu 66 meðlimir, þar af sagði einn sig úr, en 5 nýir bætt- ust við, svo nú eru í því 70 meðlimir. 2. Fundarstjóri lagði fram endurskoðaðan reikn- ing fjelag8Íns fyrir umliðið ár. Hölðu tekjur fje- lagsins numið nál. 450 kr., en útgjöld undir 300 kr., og átti fjelagið nú í sjóði nærri 170 krónur. Reikningurinn Bamþykktur án athugasemda. 3. Rætt var um að gera sitt ítrasta til að fram- vegis verði haldnir fyrirlestrar í fjelaginu, og að það ræddi ýms mál, cr gætu orðið til framfara, og bæði fjelagsmenn varðaði og jafnvel almenning í heild sinn. 4. Kosin stjórn fjelagsins næstkomandi ár for-

x

Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.