Ísland


Ísland - 20.03.1897, Side 3

Ísland - 20.03.1897, Side 3
ISLAND. 47 og þarf til þess að þvo svo mörg mjóikur- ílát, og svo tímasparnaður, búverkin taka upp minni tíma. Tími og eldiviður eru iíka peningar og það dregur sig saman um árið, þótt ekki sje neraa fáir aurar á hverju máli, þar sem einn eyrir sparaður um hvert mál eru 7 krónur og 30 aurar græddir á einu ári, sem er meira en nóg ívexti af peningunum, sem þarf aðleggja út fyrir skilvinduna. En besti kosturinn við skilvinduna er samt enn þá ótalinn og í honum getur einnig verið fólginn mikill peningagróði. Skilvindan er fyrsta skil- yrðið fyrir því að fá mjólkina og urn leið matinn úr henni vel hreinan, því hún hreinsar sjálf mjólkina miklu betur en hægt er að gjöra með nokkru sigti eða síu. Ókosturinn víð það að setja mjólkina upp og breiða hana út um mörg grunn ílát, er það, hversu gjarnt rjóman- um er að fá á sig ryk, sem blandast sam- an við hann og eingar síur ná nema því stórgerðasta úr aptur, svo hættir henni við að súrna í samarhitunum, en við þetta allt er maður laus, þegar mjólkin er skilin í skilvindunni. Að skilvindan drýgi rjóm- ann, mun ekki vera rjett að orði kveðið, en aftur á móti er einginn efi á því, að það er miklu auðveldara að verja rjóm- ann fyrir ódrýgindum með skilvindunni, heldur en með því, að setja mjólkina upp, og á mörgum heimilum mun af því geta geta leitt, að smjörsafnið verði meira, svo að ekki muni svo litlu. Svona hefur reyndin orðið á skilvind- unni hjer. Ekki kefur borið neitt ábilun á henni eða að ekki sje góð ending í henni, en auðvitað þarf hún góða hirðingu og meðferð eptir leiðarvísínum, sem henni fylgir. Eftir þeirri kynningu, sem jeg hefi af „Alfa Colibri" og „Butterfly“, vil jeg heldur ráða mönnum til að velja „Butterfly". Hjarðarholti, í febr. 1897. J. Guttormsson. ísland erlendis. í parlamenntinu enska hefur komið til tals, að Einglendingar sendi herskip til íslands í sumar til að vernda botnvörpuveiðara [iar, svo að rjetti þeirra Bje ekki misboðið. Dr. Valtýr GuðmundsBon hefur verið kvaddur af grænlenska vísindnfjelaginu tii að gjöra runnsókn- arferð til Grænlands og, ásamt Daniel Brun, er í fyrra fór til íglands í fornleifarannsóknir, að skoða gamlar tóftir forfeðra vorra þar í landi. Dr. Þorv. Thoroddsen er fyrir akömmu kominn heim úr för sinni til Eiristjaníu. Var hann kvadd- ur þangað af landfræðisfjelaginu norska tii að halda íyrirlestur um íeland og hagi þess nú á tímum. Pejlberg sá, er ferðaðist í fyrra sumar um Suður- °g Vesturland, hjelt nýloga fyrirlestur í Kaup- 'Qanuahöfn um búnaðarháttu íslendinga. Fórust honum vel orð um land vort og þjóð og kvað húnaðarháttum vorum hafa farið stórum fram hin síðustu 20 árin. í>að er ekki laust við, að íslandi og íslenskum bókmenntum hafi verið meiri gaumur gefinn á Norð- urlöndum á þessu ári en hingað tii. Dr. Georg Brandes hefur minnst mjög hlýlega á þýðingu þá á dönsku af sögum Gests Pálssonar, er út kom í fyrra, og vakið athygli manna á íslenskum bók- menntum yfir höfuð í grein sinni í „Politiken“ um ritgjörð Vilhjálms málfræðings Jónssonar, er birst hefur i tímariti, er gefið er út í Stokkhólmi og heitir „Nordisk Tidskr. for Vetenskap, Konst og Industri“. Lýsir Vilhjálmur þar yngri skáld- um vorum og rltum þeirra, að hverju leyti þau sjeu frábrugðin í anda og stefnu hiuum eldri kveð- skap vorum. Sömuleiðis er nú að koma út, neðan- wáls í „Verdens Gang“, norsk þýðing á sögum Gests. —■ Og enn má geta þess, að innan skamms mun birtast í „Tilskueren" ritgjörð um Bjarna Thorarensen og Grím Thomsen og þýðing á nokkr- um kvæðum þeirra, er (einn) danskur málfræðing- ur hefur þýtt. Jón Jónsson sagnfræðingur hofur nýlega feingið styrk til vísindaiðkana úr sjóði Hjelmstjerne Rosen- krone, 500 kr. á ári. Útdráttur á dönsku af rit- gjörð hans um Skúla fógeta hefur nýiega birst í „Historisk Tidskrift", og enn mun Jón hafa eitt- hvað nýtt á prjónunum, enda veitír ekki af, að einhver sögumaður haldi nú uppi heiðri sögulands- ins forna. Aðrir sagnfræðingar láta ekkert til sín heyra. Nýdáinn er í Khöfu Sigurður Jóusson Gudmund- sen, verslunarmaður, um tvítugt. „Hann var góður dreingur og vel látinn og harmdauði öllum þeim, er hann þekktu". Sömuleiðis andaðist í Höfn á Friðriksspítala fyr- ir skömmu íslensk kona, Sigrún Bergvinsdóttir frá Litlahóli í Eyjafirði. Kom húu þangað með siðustu ferð „Vestu" til lækninga. Sagt er, að dr. Jón Þorkelsson í Kaupmannahöfn muni ætla að fara að halda út tímariti í sambandi við færeyskan mann og eigi það að verða ritað bæði á ÍBlensku og færeysku, og mun stefna þess þá einkum verða sú, að útrýma dönskunni sem bókmáli þar í cyjunum, en færa málið nær íslensk- unni og hreinsa það. Tvö blöð koma nú út í eyj- unum og or annað, „Ðimmalætting“, ritað á hreinni dönsku, en hitt, „Föringatidindiu, á færeysku. Hið íyrnefnda er á stærð við „ísafold“, en hitt á stærð við „Dagskrá“, hvorttveggja vikublöð. Mundi rit þetta, ef það kemur út, verða til að auka við- skift.i og viðkynni íslendinga og Færeyinga og gætu báðir haft gott af. Dr. Finnur Jónsson háskólakennari í Khöfn ætl- ar að feiðast til íslands í sumar með frú sinni og ungum syni. Hann mun ekki hafa komíð hingað til lands siðan hann sigldi sem stúdent sumarið 1878. Chand. phil. Ólafur Davíðsson ætlar einnig að koma lieim hingað í sumar og or sömnleiðis langt síðan hann hefur heimsðtt gamla Frón. Dr. Heusler, hinn þjóðverski vísindamaður, sem ferðaðist hjer um land í fyrra, hefnr nú sagt Djóð- verjum frá ferð sinni og liggur honum mjög vel orð til íslendinga. Próf hafa tekið við háskólann í Khöfn: Helgi Pjetursson í náttúrufræði með 1. eink., Sæmundur Bjarnhjeðinsson og Kristján Kristjánsson báðir í Jæknisfræði mcð 2. eink., Oddur Gíslason í lög- fræði með 1. eink. Nýlega eru trúlofuð eand. jur. Oddur Gíslason frá Lokinhömrum og fröken Erika Hansen, dóttir stórkaupmanns Jens Hansens í Khöfn. Dr. Niels Finsen, sem fyrir fáum árum varð frægur fyrir „rauða herbergið“, hefur nú gert til- raunir með áhrif Ijósgeislanna á hörund manna og þykja stórmerkilegar. Til þeirra rannsókna hafa Danir í vetur komið upp stofnun, sem þeir nefna „Det medicinske Lysinstitut" og hefur hún kostað um 12,000 kr. Búist er við miklum árangri af rannsóknum hans. Fyrirlestur Dr. Þorvaldar Thoroddsens, sem um er getið hjer að ofan, hefur vakið mikla eftirtekt í Noregi og mikið verið um hann ritað í dagblöð- um þar. Um 900 manns hlustuðu á fyrirlesturinú. í Kristjaníu var dr. Þorvaldi haldin veisla af land- fræðisfjelaginu og komu þar maTgir menn og merk- ir. Forinaður fjelagsius, Haffner offursti, mælti fyrir minni dr. Þorvaldar, Gustaf Storm prófessor fyrir minni íslands, en prófessor Brögger fyrir minni dr. Þorvaldar sem jarðfræðings. í Khöfn befur dr. Þorv. Thoroddsen haldið fyrir- lestra í vetur i landfræðisfjelaginu og sótti þangað fjöldi manns, þar á meöal konungur. Nýtt íslenskt tímarit á nú að fara að koma út í Chicago. Útgefandinn er Stefán Pjetursson prent- ari, Bem vestur llutti hjeðan úr Reykjavik fyrir nokkrum árum, en ritstjórarnir eru tveir: Jón Ólafsson og Steingrímur Stefánsson, báðir bóka- verðir við sama bókasafnið þar í borginni, New- berry library. Yið hinn fyrnefnda ritstjórann kann- ast allir íslendingar, en hinn síðarnefndi flutti vest- ur fyrir sex árum síðan; hafði áðnr um nokkur ár lesið stærðfræði við háskólann í Khöfn. Kaupmannasamkundau í Höfn er að semja við Landbúnaðarfjelagið danska um flutning á íslensku sauðfje til Jótlands, ætlaðist hún tíl að það sje al- ið þar, eins og áður var gert í Einglandi, áður því sje slátrað, en síðan á ketið að flytjast til Eing- lands. Ditlev Thomsen farstjóri vill koma á fjárflutn- ingum hjeðan til Belgíu og Frakklands með til- styrk Zöllners og Vidalíns; gerir ráð fyrir að tak- ast ferð á hendur tll þeirra landa til að koma því máli áleiðis. í norsku blaði, sem gefið er út í Krisjaníu, stóð nýlega kvæði, sem heitir „íslandu, og hafa kaflar úr því verið teknir upp í önnur norsk blöð. Þar er farið óþvegnnm orðum um Danmörk og þvi haldið fram, að ísland ætti að fylgja Noregi. Dan- mörk er þar kölluð sjuki maðurinn norðurfrá, en suðurfrá hefur Tyrkinn leingi verið nefndur því nafni. Kafli úr kvæðinu er svona: Naar Sörensen om föje Tid skal atter ambuteres, vi har Qt Krav at sende did som nöje bör noteres. Men næste Gang der gaar en Bris, en Dönning over Jorden, vi kræve vil paa retslig Vis den syge Mand í Norden. Lad andre tage Sjællands Mö og alle Jyllands Borge, den gamle Runerister-0 skal kun tilhöre Norge. Frá fjallatindum Til fiskimiða. „Laura“ kom til Reykjavíkur á þriðjudagsmorg- uninn; hafði hfin eins og oftar tafist í Færeyjum, nú 5 daga. Með „Laura“ komu: Björn Guð- mundsson múrari, Geir Zoega kaupmaður, Friðrik Jónsson kaupmaðnr, Jón Jónsson skipstjóri i Mels- húsum, cand. mag. Helgi Jónsson, cand. med. Krist- ján Kristjánsson, stud. jur. Jens B. Waage, Han- nes Thorareusen verslunarmaður i Rvík, Páll Snorra- son verslnnarmaður frá ísafirði og Kristsmey ein til klaustursins i Landakoti. Góður árangur hefur orðið af ferð Björns Guð- mundssouar til Noregs. í næsta mánuði kemur gufubátur Frederiksens Mandælings upp hingað og á að hefja ferðir sínar hjer um Faxaflðann 6. maí í vor. Björn lætur vel af bátnum, segir hann bera 80 smál., hafa þrjú farþegarúm og taka 200 farþega. Allur er hann yfirbyggður. Báturinn bjet áður „Tönsberg", en er nú skýrður upp og hefur vel tekist nafngiftin. Báturinn heitir „Reykjavíku. Gufubátsferðir Austflrðinga annast þetta ár eins og í fyrra Thor E. Tulinius stórkaupmað. í Khöfn. í Sæfaratíðindum Dana er sagt frá því, að til þeirra ferða hafi hann nú keyft uýtt gnfuskip, sem „ Hjálmaru heiti, 330smál., en annarsstaðar er sagt, að „Bremnœsu eigi að verða til þeirra ferða. En hvort sem satt er, þá á skipið að fara sex ferðir milli Siglufjarðar og Hornafjarðaróss frá 1. maí til 24. seft., koma við á 23 stöðum auk þeirra tveggja og fara þess ntan 3 ferðir til Rvíkur og eina til Sauðarkróks. „V©sta“ er nú á ferð að austan norðan um land. Hún fór frá Khöfn eins og til stóð 1. mars. En það er frekar af ferðum hennar að segja, að farstjóra bárust kvartanir miklar og kiaganir frá Flateyíng- um yfir skipstjóra Corfitzson, sem, eins og kunn- ugt er, braut boð farstjóra og fór fram hjá Stykkis- hólmí og Flatey á síðustu ferð sinni í haust. Skip- stjóri bar fyrir sig skipsbækurnar og kvað ófært veður hafa hamlað förinni og bar skipshöfnin það með houum. Málafærslumftður hefur nú feingið málið til athugunar, en óvíst talið, að hægt sje fyrir farstjóra að koma fram ábyrgð á hendur hr. Corfitzson, þvi vitnÍBburður skipsbókanna má sín mikils í þeim efnum. Hitt er víst, að skipstjóri varð fyrir þungum átölum af farstjóra og er hon- um nú vikið frá stjórn „ Vestuu, en sagt er, að Gufuskipafjelagið hafi þegar feingið honum annað skip til meðferðar. „Vesta“ hefur feingið nýjan skipstjóra, I. 0. Svensson, sænskan mann eins og Corfitzson. Skaðabótamál gegn landskipsútgerðinni kvað Björn kaupmaðnr Sigurðsson ætla að hefja, en þó ef til víll búist við enn, að málið verði jafnað án málssóknar. Gæti svo farið, að þar bættist enn töluvert við Vestu“-kostnaðinn. Norðmenn ætla að fara að byrja hvalveiðar á Mjóafirði eystra; er því misjafnlega tekið af fjarðar- búum. Af Eyrarbakka var fyrst róið 6. þ. m., en lítið nm fisk þar, sömuieiðis í Þorlákshöfn. Hæst 6 i hiut, í Rangárvallasýsiu eru sagðir sujóar miklir, en veður góð. Búist við almennum heyskorti, ef ekki skifti bráðlega um. Fröken Ólafía Jóhannsdóttir hjelt 7. þ. m. lyrir- lestur á Eyrarbakka um bindindi. í bindiudisfjelagið I Ólafsvík hafa nú á skömm- um tíma geingið 70—80 manns. Undanfarandi hafa verið seldír áfeingir drykkir þar í kaupstaðn- um fyrir 8000 kr. Bestur styrktarmaður bind- indishreyfingarinnar þar vestra er Björn kauprn. SigurðBson í Fiatey. Sæluhúsið á Mosfellsheiði. í vetur lá leið mín yfir Mosfellsheiði. Jeg komst að sæluhúsinu kl. 2 um nóttina, þreyttur og heit- ur, í frostbil, og vildi jeg hvíla mig þar til næsta morguns. Þegar jeg kom inn fyrir hurðina óð jeg í báða fætur. Jeg skreið upp á pallinn og kveykti ljós til þess að litast um í húsinu. Gólfið var eitt vatnsflóð. Sá jeg að búið var að breyta þakinu yfir húsinu frá því er jeg hafði komið þar seinast, þar var komið járnþak í stað moldarþaks. Undir járnið hafði verið klastrað fúnum borðskifum, sum- staðar kantsettum að nafninu til. Á pallinum voru íjalir og setubekkur. Nú voru fyrir hendi tveir kostir, annaðhvort að standa, sitja eða liggja, því hreifingarlaus varð maður að vera þarna á klak- anum á þessum litla palli í miklum vindsúg, eða leggja aftur út í byl og náttmyrkur. Jeg fór strax að skjálfa. Eftir hálfa Btund fór jeg út úr hús- inu og klifraði upp á vegginn; fann jeg þá að hús- ið var rennuiaust. Járnið á vesturgafli þess náði ekki upp undir þakskeggið; þar á ofan var járnið illa neglt. Með þessum frágangi hefur smiðnum tekist að veita vatninu af þakinu ofan í veggina og inn í húsið. Jeg lagði af stað frá húsinu út í myrkur og byl og ásetti mjer, að ef svo færi, að jeg kæmist af heiðinni, skyldi jeg lýsa fyrir almenn- ingi þeim óhæfilega frágangi, sem er á þessu nauð- synlega húsi, og undir eins þeirri shömm, er hlýt- ur að hvíla sjerstaklega á yfirsmiðnum, ef svo færi, sem vel má verða, að einhver ferðamaður yrði þar til af kuida. Mjer hefur verið það fjærri skapi, að óska öðrum ills; þó gat jeg ekki annað en ósk- að þess, þegar jeg lagði af stað frá sæluhúsinu út í ófærð og náttmyrkur, votur og skjálfandi, að áðurnefudur smiður væri kominn til mín til þess að ryðja braut og rata í myrkrinu. Leingi býr að fyrstu gerð. Sæluhús þetta var og er óhyggilega formað bæði &ð byggingu og smíði. Þess vegna er vonandí, að húsið verði lag- að hið fyrsta, og þar til valinn sá maður, er bæði hefur vit og vilja á að leysa verkið vel af hendi. Ferðamaður. Reykjavík. Nú er farið að fjörgast í höfuðstaðnum ; skip koma og fara og meira líf á landi og sjó en verið hefur. Annars er allt stórtíðindalaust innan bæjar. Þorvaldarmálið og Valdimars var lagt i dóm á íimmtudaginn og skulu þeir nú bíða dómsúrslita i sex vikur. Maður andaðist hjer í fyrradag, Gísli bóndi Gísla- son frá Reykjahjáleigu íÖlfusi, hafði verið hjer til lækninga um tima. „Laura“ fer hjeðan í dag. í fyrradag fór hún til Akraness og Hafnarfjarðar. Með henni fara út: Ásgeir Sigurðsson kaupmaður, Björn Kristjánsson kaupmaður og konsúll W. G. Spence Paterson. Trúlofuð eru Kristján Bjarnason skipstjóri og ungfrú Jóhanna Gestsdóttir frá Brekku á Hval- fjarðarströnd. Skólaröðina i latínuskðlanura hafði „Þjóðólfur" fyrir leiðara í þriðjudagsblaðinu og setti með hrossa- letri. Hjer kemur hún nú í næsta blaði.

x

Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.