Ísland


Ísland - 03.04.1897, Síða 1

Ísland - 03.04.1897, Síða 1
ISLAND. I. ár, 2. ársfj. Reykjavík, 3. april 1897. 14. tölublað. Annar ársfjórðungur „ÍSLANDS" byrjar nú með þessu blaði. Ekki verður annað sagt en að útbreiðsla blaðsins hafi geingið mæta vel, og kann- ast nú allir við, að aðferð sú, sem höfð hefur verið á útsending þess og innheimtu sje stórum mun haganlegri en hin eldri viðskiftaaðferð blaðamannanna hjer á landi. Þennan ársfjórðung,sem liðinn er, hefur blaðið verið sent beint frá Reykjavík til allra brjefhirðinga á landinu, án þess að pantanir lægju hjer fyrir. En nú verð- ur sú breytiug á útsendinguimi að blaðið verður framvegis sent frá Reykja- vík að eins á póstafgreiðslustððvarnar, en póstafgreiðslumenn senda það siðan, hver um sig, áleiðis til allra brjefhirðinga, sem liggja undir afgreiðslu þeirra. Til brjefhirðingamanna verður því ekki annað sent framvegis en það sem pantað er. En útgefandi mun sjá um að nóg verði til af blaðinuá öllum póstafgreiðslu- stöðvum, svo að kaupendur, þeir sem orðið hafa of seinir með pantanir sínar, þurfi ekki að bíða eftir blaðinu frá póststofunni í Reykjavík, en geti feingið það frá næstu póstafgreiðslu svo fljótt sem kostur er á. Annars eru áskrifendur framvegis beðn- ir að senda pantanir sínar svo snemma, að þær sjeu komnar á póststofuna í Reykja vík fyrir hver ársfjórðungamót, eða áður póstur fer hjeðan fyrsta sinn á hverjum árs- fjórðungi, svo að t. d. pöntun þeirra, sem kaupa viija ársfjórðunginn júlí—september, sje komin hingað áður póstar fara hjeðan fyrsta sinn eftir 1. júlí. Má áskrifendum þetta á sama standa, en fyrir útgefanda er það mikilsvert. Því póststjórnin tekur að eins þau blöð til flutnings, sem pöntuð eru. En nú má ætla, að margir, sem keyft hafa blaðið, vilji halda því fram- vegis, þótt þeir hafi orðið of seinir að panta það. Til þess að þeir menn eigi þurfi að bíða eftir blaðinu frá Reykjavík- ur póststofunni, sendir nú útgefandi það á póstafgreiðslustöðvarnar. En þetta er honum bæði ómak og aukakostnaður. Aft- ur á móti er fyrirhöfnin söm hjá póst- mönnum, hvort þeir senda fleiri blöð eða færri á sama staðinn. Það er nú ekki nema eðlilegt, þóttekki gangi þetta sem allra best í fyrstu, meðan menn eru aðferðinni óvanir, en með tím- anum ætti það að lagast. Töluvert liggur óselt aí blaðinu hjá póstmönnum til og frá um landið, og meiga nú nýir kaupendur fá Fyrsta ársfjórðung ókeypis svo leingí sem hann hrekkur á hverjum stað fyrir sig. Á öllum póstafgreiðslustöðv- um liggur meira eða minna óselt og geta brjefhirðíngamenn, sem selt hafa allt sem þeim hefur verið sent, feingið þar 1. árs- fjórðung ókeypis handa nýjum kaupend- um, meðan hann endist. En þó með því skilyrði, að þeir skrifi sig fyrir bæði 2. og 3. ársfj., og er það skilyrði sett að eins til þess að fá pantanir nógu snemma á póststofuna. Þeir sem vilja ná þessu kostaboði verða þá að gerast áskrifendur að „ÍSLAN1)I“ sem allra fyrst, áður en aðrir ná 1. ársfjórð. frá þeim. 2. I 4. — ’97. Þ. G. Verslunarmálið. i. Hið þarfasta verk, sem blöðin geta unn- ið, er vafalaust það, að flytja leiðbeinandi og skýrandi ritgerðir, um nauðsynjamál þjóðarinnar — hina svo kölluðu „leiðara". Sjeu þeir ritaðir hlutdrægnisiaust, og af þekkingu, þá geta blöðin með þeim unnið málefnunum mjög mikið gagn, og beint málunum í heppilega stefnu. En sjeu þessir „leiðarar“ ritaðir frá ein- streingingslegu sjónarmiði, og ekki með þeim ásetningi, að leita hins sannasta og og leiða það i ljós, eða af þeim mönnum, sem ekki eru málefnunum vaxnir, þá verða slíkar ritgerðir hinar óþörfustu sem blöðin flytja. Þó kastar tólfunum, ef „leiðararn- ir“ eru ritaðir í þeim tilgangi að dylja sannleikann, móti betri vitund. Þá verða „leiðararuir“ að „villu-leiðurum“. „Dagskrá" hefur nú færst í fang að fiytja einn þennan „leiðara" um verslunar- mál, en því miður má um hann segja, að hann sje einmitt einn af þessum villuleið- urum, sem vafasamar hvatir eða óþrosk- aðar skoðanir geta af sjer, málefnunum til spillingar. Eius og svo mörg önnur málefni vor, er verslunarmálið mjög á reyki; hugir manna og skoðanir um það eru hvarflandi. Flestir finna og sjá, að verslunarástandið þarf breytinga og umbóta. Eu á hvern hátt? Um þaðeru mjög skiftar skoðanir. Hið sama vakir og fyrir öðrum þjóðum. Einnig meðal þeirra eru skoðanirnar mjög skiftar um það, hvernig verslunarmálun- um verði best skipað, og margskonar til- raunir hafa verið gerðar til þess, að beina verslun og viðskiftum inn á nýjar brautir. í þessum málum var því sjerstök þörf fyrir góða „leiðara", sem hlutdrægnis og hleypidómalaust skýrðu frá hinum ýmsu stefnum, sem uppi eru meðal menningar- þjóðanna, og heimfærðu þær til ástandsins hjer á landi, og þeirra skoðana, sem hjer eru ríkjandi. Þetta hefur vakað fyrir „Dagskrá“. En — hún býður lesendum sínum steina fyrir brauð. Með kaupfjelagsskapnum hafa verið gerðar tilraunir til þess, að koma hreyf- ingu á verslunarástandið og beina því í nýtt horf, á áður óþekktar brautir. Mjög fáir munu enn sem komið er, gera sjer ljósa grein fyrir hvert þessar tilraunir stefna, enda eru þær enn mjög ófullkomn- ar og á tvístringi. Og enn færri eru þeir, sem setja þessar tilraunir í samband við sams konar hreyfingar, sem á seinni ár- um hafa geingið yfir allan hinn menntaða heim, og sem standa í nánu sambandi við nýjar skipulagshugmyndir, einkum að þvi leyti, er atvinnumálin snertir: framieiðsl- una, vinnuskiftinguna og úthlutun hins framleidda. Það er líklega tiltölulega Iít- ill hluti þjóðarinnar, sem rennir grun í það, að í kaupfjelagsskapnum—þótt ófull- kominn sje — sje fólgin framtíðarfrækorn til nýs verslunarfyrirkomulags, sem byggj- ast verður á nýjum grundvelli, allt öðr- um en þeim, sem hingað til hefur verið byggt á, nefnilega á samvinnu og sjálfs- ábyrgð almennings, en ekki á samkeppni og stjettaskiftingu. Allir menntaðir og hugsandi menn, sem leitast við að kynna sjer og skilja stefnnr og hreyfingar nútím- ans, hljóta að sjá og finna skyldleikann millum íslensku kaupfjelaganna og hinna erlendu samvinnu- (co-operativu) fjelaga. Að ganga fram hjá þessu, og látast fyrir- líta það, lýsir alls ekki menntun eða þroska, það lýsir heimskulegu drambi eða öðru enn verra. Og þetta hefur þó ritstjóri „Dagskrár“ gert í leiðara sínum. — í stað þess að skýra hlutlaust frá hinum ýmsu stefnum, sem hjer er bent á, rekja rætut þeirra og sýna til hvers þær miða sam- kvæmt eðlilegu lögmáli orsaka og afleið- inga, með heimfærslum til ástandsins hjer á landi, snýst „Dagskrár“-leiðariun upp í eins konar deiluritgerð frá sjónarmiði kaup- manna, sem rangsnýr starfsemi kaupfje- laganna, og ræðst á þau — ekki beinlín- is og beint framan að þeim, heldur með því, að gera umboðsmann kaupfjelaganna tortryggilegan í augum alþýðu, og telja henni trú nm, að kaupfjelagsskapurinn sje hættulegt spil, sem leikið sje með framtíð þjóðarinnar, að hann sje herfileg skrípa- mynd og skaðvænlegt athæfi; að kaupfje- lögin sjeu í raun rjettri einokunarfjelög, eða samtök til að tryggja umboðsmanni einokunar hagnað; að kaupfjelögin sje bundin á skuldaklafa við umboðsmann sinn, að hann einoki þau „án ábyrgðar fyrir sig upp á áhættu þeirra“, og margt fleira þessu líkt. Það er nú tæplega hægt að flytja þá kenninga, er fremur en þessi kitlar og æs- ir hinar lægstu hvatir og ástríður þraung- sýnna og þekkingarlítilla manna: tor- tryggnina gegn nýbreytingum, og þeim mönnum, sem einhverjar umbætur vilja reyna, einræningsskap og ófjelagslyndi, vantrú á eigiu þrótt, til umbóta og undir- lægjuskap undir viðteknar gaœlar kredd- ur; í stuttu máli, hinn gamla ómegðar og ábyrgðarleysis-hugsunarhátt gagnvart auð- ugri kaupmannastjett. Það, sem gerir kenningar „Dagskrár“ viðsjálastar, er, að höfundurinu grautar saman einokun og skipulagi. Hvorttveggja leggur bönd á sjálfræði einstaklinganna. Höfundurinn veit, að hugsunarlitlum og þraungsýnum mönnum hættir einmitt sjer- staklega til, að bianda þessu tvennu sam- an; og það notar hann til þess, að telja mönnum trú um, að umboðsmaður kaup- fjelaganna einoki verslun landsmanna. Hóti rjettara hefði verið að segja, að kaupfje- lagsmenn einokuðu sjálfa sig, sem þó er auðvitað vitleysa að öðru leyti en því, að einginn maður getur tekið þátt í nokkurs konar fjelagsskap, eða lifað skipulegu fje- lagslífi, án þess að leggja einhver bönd á sjálfræði sitt. En sje fjelagsskapurinn eðli- legur, og skipulagið gott, þá miða slík bönd eingaungu til þess, að tryggja ein- staklingunum eðlilegt jafnrjetti gagnvart öðrum einstaklingum. Einmitt þetta er mörgum svo torvelt að skilja. og einmitt þess vegna vinnur „Dagskrá“ tvöfallt tjón, með þvi, að rugla enn meir hugmyndum þeirra, sem lítið hugsa og skilja, um eðli- legan fjelagsskap og þegnleg rjettindi og skyldur. Óþarfara verk en þetta verður ekki unnið nokkru þjóðfjelagi. Að umboðsmaður kaupfjelaganna einoki umbjóðendur sína er í sjálfu sjer, og út af fyrir sig, rangt, þegar af þeirri einu á- stæðu, að eingir þeir samningar eru til, er skuldbindi fjelögin til að láta hann eiun selja eða kaupa varning fyrir hönd fje- laganna; þau geta þess vegna, á hverju því augnabliki, sem þau vilja, sagt um- boðinu upp, ef þeim þykir ekki vel með það farið. í þessu tilliti eru kaupfjelögin langt um óháðari sínum umboðsmanni en kaupmenn sínum. En „Dagskrá“ segir, að einokun sje tvenns konar, eftir því hvort hún sje skip- uð fyrir með lögum, eða ákvarðist af því ástandi, sem verslunarþegninn (sic) lifir undir; og ástand kaupfjelaganna sje það, að þau sje bundin á skuldaklafa við um- boðsmanninn; að hann hafi tryggingarrjett fyrir borgun skuldanna í söluvarningi fje- laganna; að verslun fjelaganna sje vöru- skifta verslun við umboðsmann, sem einn- ig hafi á hendi flutning vörunnar fyrir eig- iu reikning. Þetta ástand segir hann að valdi því, að fjelögin hafi „bundinn mark- að“ og sjeu háð einokuu umboðsmannsins.— Það er nú eingin smáræðis íþrótt sem til þess þarf, að gera slíkar sjónhverfingar, sem hjer eru gerðar, euda er ritstjóri „Dag- skrár“ listamaður. Að kaupfjelögin sje bundin á skulda- klafa við umboðsmann, er blátt áfram ó- sannindi. Það er einmitt meginregla kaup- [ fjelaganna, sem umboðsmaðnr sjálfur legg-

x

Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.