Ísland - 01.05.1897, Page 1
9
I. ár, 2. ársfj.
Reykjavík, 1. maí 1897.
18. tölublað.
Kringsjá.
Grikkjastríðið.
Þess var getið í síðasta blaði, að upp-
reistarsveitir grískar hefðu ráðist, inn yfir
landamæri Tyrkja og þar orðið nokkrar
orustur. Um nokkurn tíma höfðu þá her-
sveitir Grikkja og Tyrkja beðið báðumeg-
in landamæra og ekkert að hafst. Höfðu
stórveldin látið það boð út ganga, að ráði
Rússa, segja menn, að þeir sem fyrri rjeðu
á hina yrðu taldir friðspillar og skyldu
refsingu sæta. Urðu nú Grikkir til að
brjóta þetta bann stórveldanua. Og þótt
eigi væri þetta eftir opinberri skipan
Grikkjastjórnar með fyrstu, kom það skjótt
í ljós, að hjer var það eitt byrjað, er tii
var stofnað með margra manna ráði. Því
Grikkir vildu stríð hafa og ekkert annað.
Óx nú vígahugur hjá báðum og laust upp
fullkomnum ófriði um páskahátíðina. Fyrsti
aðalbardaginn var háður á hæðunum sunn-
an við Olympsfjall, hina fornhelgu fjall-
borg Gfrikklands. Veitti Grikkjum miður
og ljetu þeir undan síga niður á sljett-
lendi Þessalíu; það eru vellir, fagrir og
frjóvgir. Tvær borgir standa þar, Turna-
vos og Larissa og er hin síðari höfuðborg
Þessalíu. Turnavos er lítill bær, á stærð
við Reykjavík. Þá borg tóku Tyrkir á
þriðja páskadag. Voru Tyrkir þá hinir
kátustu og geingu fram með hlátrum og
sigursaungvum. En Grikkir bjuggust nú
fyrir í Larissa og var þar saman kominn
aðalher þeirra undir forustu Konstantins
konungssonar. Lið Qrikkja þar er sagt
um 60,000, en Tyrkja um 80,000. Þar
skyldi nú til skarar skríða og stóðu sakir
svo, er síðustu fregnir bárust til Eing-
lands áður „Vesta" fór þaðan 22. þ.m.
Lítið var mannfall í þeim orustur sem
orðið höfðu og stóð þó bardagi eitt sinn
samfellt í 36 stundir. — Vestur í Epírus
höfðu einnig orðið smá-orustur og G-rikkj-
um vegnað þar betur.
Ekki hafa stórveldin enn sem komið er
gefið sig fram í þessar síðustu óeirðir. Eu
svo lítur út sem Grikkir sjeu fullráðuir í
að fara sínu fram hvað sem þau segja,
enda hafa þeir þjóðirnar með sjer, þótt
stjórnirnar sjeu þeim erfiðar og eiga þeir
marga styrktarmenn í frelsisbaráttu sinni
víðsvegar um lönd í Norðurálfu. Kenna
þeir því um ófarirnar hina fyrstu daga,
að Tyrkir hafi haft betri vígstöð og stór-
skotalið meira.
Frá Danmörku
er það sagt, að ráðaneytið muni bráðum
víkja sæti. Er því spáð af sumum, sem
aðrir telja þó allra óiíkast, að Estrup eigi
aftur að taka við stjórnartaumunum. Þar
hefur nú staðið yfir fjárlagadeila um til-
lög til hersins og til kaupa á vopnum og
verjum, og stjórnin krafist 200,000 kr. meir
en fólksþiugið vill veita. — Þar sem ráða-
neytið danska er nú að velta úr sessi er
ekki við að búast að stjórnmálum íslend-
inga verði sinnt þar nokkuð að þessu sinni.
Með „Laura“ er skrifað:
Ráðaneytið á í miklu stappi út af fjár-
lögunum, og hefur því tekist að koma ár
sinni svo fyrir borð, að svo má heita, sem
það hafi nú báðar þingdeildirnar upp á
móti sjer. Þrætueplið er eins og vant er,
útgjöldin til hers og flota. Vildu hægri
menn í fyrstu að veittar væru 200 þús.
krónur, fram yfir það sem venja er til, til
hermálaefna, en vinstri menn settu sig
öndverða á móti því. Reyndi nú ráða-
neytisforseti Reedtz-Thott að miðla málum
og fara meðalveg til að koma á samkomu-
lagi. En það hefur enn ekki tekist og er
Danmörk því enn ekki búin að fá nein
regluleg fjárlög og ósjeð hvort hún fær
þau nokkur á þessu ári. Ymsir eru að
spá því, að Reedz-Thott muni leggja nið-
ur völdin og draga sig til bakavið lítinn
orðstír og er ekki ólíklegt að svo muni
fara. Þá missum við íslendingar líka
okkar góða Rump — en það er bótín að
við fáum annan í staðinn.
„L’institut de droit internationale (al-
heims lögfræðisfjelagið) heldur 18. ársfund
sinn í Kaupmannahöfn í ágúst í sumar.
Nansen
er nú kominn heim úr för sinni suður um
löndin. Hann fór til Lundúna, Parísar,
Berlínar og kom við í Khöfn. Rigndi á
þeirri för hvervetna yfir hann lofræðum,
orðum og titlum. Hann er nú gerður að
prófessor í dýrafræði við háskólann í Krist-
janíu.
Hann kom til Hatnar 6. apríl. Danir
vildu ekki verða minnstir. Hjeldu þeir
Nansen stórmikla veislu og var þar sam-
an komið flest stórmeuni þeirrar borgar.
Afhenti krónprinsinn, sem er heiðursfor-
seti landfræðisfjelagsins danska, honnm
heiðurspening úr gulli með kórónu á. Hafa
sum blöðin þennan heiðurspening í skopi,
og þykir sæmdin ekki eins mikil og til
hefur verið stílað. — Stúdentar hjeldu
blysför fyrir Nansen.
Með „Laura“ bárust eingar stórvægi-
legar fregnir af Grikkjastríðinu og geing-
ur þar allt í þófi. Um leið og ófriðnum
laust upp, ljetu Tyrkir það boð út ganga,
að allir Glrikkir skyldu vera burt af Krít
innan hálfs mánaðar, ef þeir vildu halda
lífi og limum.
Á sjónum hefur Grikkjum geingið betur
síðustu dagana; hafa þeir brennt upp eigi
lítið af matforða fyrir Tyrkjum og skotið
bæ niður.
Tyrkir hafa skift um yfirhershöfðingja
og var sá sem frá fór háaldraður.
Bolgarar hafa neitað að veita Tyrkjum
fylgi, en 4 hersveitir Armeninga hafa geing-
ið í lið með örikkjum.
Áskorun
um liúsbygging á Þingyöllum.
Vjer undirskrifaðir, sem höfum geingið
í fjelag8skap með að koma upp húsbygg-
ing á Þingveili, er bæði gæti verið fyrir
samkomur innlendra manna og til afnota
fyrir erlenda ferðamenn, sem eins og kunn-
ugt er, sækja fjölmargir á hverju ári til
Þingvalla og Giejsis, leyfum oss hjer með
að bjóða almenningi á íslandi að taka þátt
í þessu fyrirtæki með því að kaupa einn
eða fleiri saman tuttugu og fimm króua
hluti í hinni fyrirhuguðu byggingu.
Áætlað er, að húsið muni kosta allt að
5000 krónum eða um 200 hluti alls, og
er gert ráð fyrir, að það geti verið full-
gjört áður en ferðamanna er að vænta
næsta sumar. Það er ákveðið, að hlutir
þeir, sem koma inn, skuli geymast í spari-
sjóði Reykjavíkur; en eigi verður byrjað
á byggingunni fyr en sjeð verður, að nóg
fje muni fást, að öðrum kosti verður pen-
ingunum skilað aftur til eigendanna.
Komist byggingin upp, eins og að fram-
an er sagt, skulu hluta eigendur njóta
tiltölulega ágóða af húsinu, þann, er verð-
ur umfram viðhald og umsjónarkostnað,
eftir árlegri skilagrein.
í hússtjórnarnefnd skal kjósa 3 menn,
þannig, að formaður Þjóðvinafjelagsins
nefnir einn, sýslumaðurinn í Árnessýslu
annan og ferðamannafjelagið í Reykjavík
hinn þriðja. Nefndin skal kosin til 2 ára
í senn, í fyrsta sinn jafnskjótt og húsið
er fullgjört.
Allt það, sem að framkvæmdum bygg-
ingarinnar lýtur, önnumst vjer undirskrif-
aðir.
Hluta-upphæðir skulu sendar til gjald-
kjera fjelagsins, Sigfúsar Eymundssonar,
með glöggri skýrslu um nöfn og heimili
hluta eigenda, og sendir hann þeim þá
hlutabrjef með fyrsta pósti, eða afhendir
þau þeim, sem borga utan pósts. Til þess
að hægt sje að byggja húsið næstkomandi
sumar, verða fjelagshlutir að vera borgað-
ir innan loka þessa árs.
Vjer treystum því, að góðir menn veiti
þessu máli góðar undirtektir, bæði vegna
landsmanna sjálfra og vegna þess, að slík
bygging mundi einkum, ef henni fylgdi
skemmtibátur til veiða og siglinga á Þing-
vallavatni, stuðla mjög að því að auka
heimsóknir erlendra ferðamanna til íslands,
sem hingað til hafa ekki getað vegna
skýlisleysis haft neina dvöl á hinum forna
víðfræga þingstað íslendinga.
Reykjavík, 24. apríl 1897.
Benedikt Sveinsson. Uelgi Helgason.
Tryggvi Gunnarsson Sigfús Eymundsson
formaður. gjaldkeri.
Signrður Kristjúnsson. Ditlev Tliomsen.
Hannes Porsteinsson.
Bráðafárið erlendis.
Menn hafa allt til þessa ætlað, að bráða-
sóttin í sauðfje ætti ekki annarsstaðar
heima en á íslandi, í Færeyjum og Noregi.
Nú er það fram komið, að sýki þessi hef-
ur miklu meiri útbreiðslu; það er sem sje
sannað, að fjárveiki sú, sem kölluð er
„Braxy“ og mjög er algeing bæði í Eing-
landi og Skotlandi, er ekkert annað en
bráðafárið íslenska. Nýlega er og sýnt,
að veikin er til í Svíþjóð. Yfirdýralæknir
Svía í Karlskróna hefur fundið drepandi
sýki í fje þar i hjeraðinu umhverfis, en
hefur því miður enn sem komið er ekki
haft tækifæri til að rannsaka hanu ná-
kvæmlega. En eftir vitnisburði annars
læknis er nú fullyrt, að þetta sje sama
sýkin og kölluð er hjer bráðafár. Veikin
er einnig í Þýskalandi og hefur gert þar
mikið tjón í sumum hjeruðum. 1890 sýndi
dýralæknir einn, að hún væri algeing í
Meklenborg og nefndi veikina „Bradsot“,
en því nafni kalla Danir bráðafárið. Vís-
indalega hefur veikin verið rannsökuð
bæði í Rostock og Berlin, en þó er það
fyrst nú nýlega, að nokkuð hefur verið
ritað opinberlega um hana á þýsku. Nú
er því haldið fram, að auk þess sem veik-
in vinnur hið mesta ógagn í Meklenborg,
muni hún vera víðar á Þýskalandi og er
sagt, að ef til vill hafi henni sumstaðar
verið blandað saman við miltisbrand. Fyrir
skömmu hefur þýskur dýralæknir lýst því,
að veikin sje í Liineborg, og í Bretagne á
Frakklandi kvað hún einnig vera ný-
fundin.
Þetta er tekið úr mánaðarriti danskra
dýralækna, 8. b. 12. h., 1897.
Fjárkláðimi.
Vjer höfum nú spurt dýralæknirinn ýtar-
lega um ferð þá, sem hann fór til að
rannsaka fjárkláðann í Mýrasýslu, og skýr-
ir hann svo frá förinni:
„Jeg lagði af stað hjeðan úr Reykjavík
að morgni hinn 30. mars með „Slangen"
upp í Borgarnes. leigði þar hest og mann
og reið upp í Arnarholt til sýslumanns;
kom jeg þangað 31. mars um kvöldið.
Daginn eftir byrjaði jeg fjárskoðanir og
skoðaði tvo næstu daga á bæjum þeim í
Stafholtstungum, er eigi hafði verið baðað
á, og auk þeirra á nokkrum bæjum öðr-
um, þar sem baðað hafði verið. Á flest-
um bæjum fann jeg nokkrar kindur grun-
samar, en ekki gat jeg fundið kláðamaur
á fje nema á einum bæ, Hamraendum, þótt
hann að öllum líkindum hafi verið þar
víðar. En orsökin til þess, að svo erfitt
var að finna maurinn, er að mínu áliti sú,
að menn voru nýbúuir að „bera í“ kláða-
blettina og eru þeir stöðugt að því. En
við það skríða maurarnir burt á aðra staði
og sumir þeirra drepast, en mjög er óhægt
að finna dauða maura með litlu stækkun-
argleri. Aftur á móti fann jeg ekki all-
fáar kindur með útbrotum eftir fellilús