Ísland - 01.05.1897, Blaðsíða 2
70
ISLAND.
^SrSf=Ej=Er=Lrj=pV=l=1=l=1L=f=r5T=l=T=J^T=.'=T=»=T=l=T^?
ÍSLAND. Ritstjóri: JPorsteinn Gíslason. j Skrifstofa: Þing-holtsstræti 7. !j Prentað í: Fjelagsprentsmiðjunni „ÍSLAND“ kemur út hvern laugardag á þessum j! ársfjóröungi (aprll—júli), 13 blöS alls. Áskrift jj bindaudi þrjá mánuði. Hver ársfjórðungur borgist 0 fyrirfram um leið og blaðið er pantað og kostar S 1 Eeykjavlk 70 au., útum land 79 au., erlendislkr. t| Pðstafgreiðslumenn og brjefhirðingamenn taka tj mðti áskriftum og borgun fyrir blaðið og kvitta j| fyrir. Beykvikingar og þeir sem 1 nánd við Rvlk jj búa geta pantað blaðið !j í bókaverslun Sigfúsar Bymundssonar, ij í verslunarbúð Björns Kristjánssonar, j; hjá kaupmanni Kr. Ó. Þorgrímssyni, p hjá hr. Júlíus Jörgensen, Hótel Island, hjá útgefanda blaðsins. D
fr^=ien=i=I^l=T=l=va=i=I=pI=i=I=T=l=T=l=T=r=T=r=fSE
(trichodectes sphærocephalus), sem vírðist
vera talsvert almenn þar um slóðir. •
Næstu tvo daga skoðaði jeg á flestum
bæjum í Þverárhlíð, en fann þar fáar kind-
ur grunsamar. Einkum var það fellilús,
er olli þar útbrotum á fje.
Næstu þrjá daga, 6., 7. og 8. apríl skoð-
aði jeg á flestum bæjum í Norðurárdal;
fann jeg þar á mörgum bæjum fleiri eða
færri kindur grunsamar, en kláðamaur
fann jeg þar á fjórum bæjum, Hreinstöð-
um, Hvassafelli, Hraunsnefi og Desey.
Fellilús er þar mjög almenn á fje.
Daginn eftir, 9. apríl, skoðaði jeg í
Munaðarnesi og fann þar kláðamaur með
miklum bióma, en hinn 10. skoðaði jeg í
Langholti, fyrir framan Hvítá og fann
þar einnig kláða.
Mánudaginn 12. apríl hjelt jeg frá Arnar-
holti niður í Borgarnes, var þar veður-
tepptar í þrjá daga og kom aftur til
Reykjavíkur 16. apríl.
Frá ráðstöfunum sínum á meðferð kláð-
ans skýrði dýralæknirinn svo:
Alls hef jeg skoðað um 4,500 fjár og
komist að raun um, að kláði er talsvert
almennur á fje um þessar slóðir. Þó get-
ur hann ekki kallast illkynjaður og frem-
ur er hann hægfara, því að á hverjum bæ
fyrir sig eru að eins fáar kindur svo kláð-
ugar, að á þeim sjái, enda gera bændur
sjer víðast talsvert far um að halda hon-
um í skefjum með því að skoða fje sitt
við og við og taka þá þær kindur, er á
má sjá og bera í þær ýms kláðalyf, sem
auðvitað er betra en ekki neitt, þótt eigi
sje íburðir þessir einhlítir til að lækna
kláðann. Þar sem nú fje um þetta leyti
árs er orðið mjög ullarmikið og ullin flók-
in og langt er liðið á meðgaungutíma
lambfjár, gat jeg ekki ráðið til að baða
allt fje að svo stöddu, enda er mjög tor-
velt og nær ómögulegt að lækna kláða á
fje í alull, en einginn getur vegur verið
til þess, að bændur geti fært fje úr ull
svo snemma á vori, þar sem þá mundi
vanta hey til að gefa því inni þangað til
hlýnaði í veðri. Jeg rjeði því til að taka
allt grunsamt fje frá og lækna eftir prent-
uðum leiðarvísi, er jeg útbýtti meðal bænda,
og jafnframt hafa stöðugar gætur á öllu
fjenu og taka frá og lækna jafnóðum þær
kindur, er sýkjast kynnu, en svo þegar
fje væri geingið úr ull í vor, skyldi baða
það allt tvisvar á átta daga fresti, áður
en það væri rekið á afrjett.
Jeg gerði mjer og talsvert far um að
skýra og útlista fyrir bændum gagnsemi
góðra baðlyfja og baðana, enda virtist
þess full þörf, að því er marga snerti.
Dómar.
í meiðyrðamáli þeirra Þorv. lögregluþj.
og Yald. Ásmundssonar var kveðinn upp
dómur fyrir bæjarþinginu í fyrradag með
þeim úrslitum, að hin meiðandi ummæli
um Þorv. í 47. tölubi. Fjallk. f. á. voru
dæmd dauð og ómerk, Vald. dæmdur í 40
kr. sekt eða 15 daga einfalt fangelsi og
30 kr. í málskostnað. — Undir málinu
hefur Vald. leitt fjölda vitna til að sanna
ummæli sin um stefnanda, en dómarinn
segir í forsendum dómsins, að sýknunar-
ástæður stefnda sjeu sumpart ósannaðar
og sumpart, að því leyti sem þær verða
að teljast á rökum byggðar, þó eigi þann-
ig vaxnar, að þær geti rjettlætt hin um-
stefndu ummæli; er því, þrátt fyrir það
„þótt þau eigi geti talist innihalda aðdrótt-
un um það, að stefnandi hafi framið þau
verk, er mundu gera hann óverðugan
virðingu samþegna hans, verða að álítast
bæði móðgandi fyrir hann og virðast miða
til að hnekkja virðingu hans.
Árið 1890 lagði hreppsnefndin í Húsa-
víkurhreppi 260 kr. aukaútsvar á kaup-
fjelag Þingeyinga, en stjórn fjelagsins neit-
aði að borga útsvarið nema að því leyti,
sem það ræki verslun á Húsavík með því
að hafa þar söludeild, sem væri sjálfstæð
stofnun. Kærði fjelagsstjórnin því útsvarið
til sýslunefndar, sem svo úrskurðaði. að
hæfilegt útsvar á söludeild K. Þ. væri 20
kr., en vísaði málinu að öðru leyti frá
sjer. Höfðaði því hreppsnefndin mál á
hendur fjelaginu til greiðslu á hinum eftir-
standandi 240 kr. og vann hún það mál
fyrir undirrjetti. — Formaður kaupfjelags-
ins áfrýjaði síðan málinu til landsyfirrjett-
arins og fjell dómur þar mánudaginn 26.
apríl með þeim úrslitum, að dómur undir-
rjettar var staðfestur og kaupfjelagið dæmt
til að greiða 240 kr. í útsvar auk vaxta,
en málskostnaður látinn falla niður. —
Kaupfjelagið hefur haldið því fram undir
málinu, að söludeild fjelagsins væri sem
hver önnur verslun, er rekin væri á Húsa-
vík, útsvarsskyld til Húsavikurhrepps og
greiddi það því þegar 20 kr. þar, er sýslu-
nefndin úrskurðaði á söludeildina, en hins
vegar hefur það neitað að greiða hinn
hluta útsvarsins 240 kr., með því að hann
væri lagður á þá starfsemi fjelagsins á
Húsavík, sem snerti vörupöntunina eina
og sem ekki væri neitt atvinnurekandi
fyrirtæki eða stofnun og væri alveg laust
við söludeildina. Þetta feilst yfirdómur-
inn ekki á, heldur álítur, að vörupöntunar-
starfsemi fjelagsins sje svo samtvinnuð
söludeildinni á Húsavík, að hvorutveggja
verði að skoðast sem ein starfsheild, ein
starfsemi eða eitt fyrirtæki, hvernig svo
sem reikningsfærslunni sje hagað, og þar
sem.einginn vafi sje á því, að söludeildin
sem önnur verslun sje útsvarsskyldug sam-
kvæmt lögum 9. ág. 1887, þá leiði beint
þar af, að heildin, sem söludeildin aðeins
sje einn hluti af, öll starfsemi kaupfjelags-
ins á Húsavík, sem þar reki arðsamt fyrir-
tæki eða stofnun, hljóti að teijast útsvars
skyld. ______
Bítir Björmtjerne Björnson.
IX.
Það var daginn eftir í hlöðunni þarna
á sama bænum. Árni haí'ði í fyrsta sinni
á æfinni drukkið sig fullan, hafði orðið
veikur og legið þar í hlöðunni nær því
heilt dægur. Nú sat hann þar, studdi
hönd undir kinn og talaði við sjálfan sig:
----Það er allt saman tómt hug-
leysi. Að jeg ekki hljóp burt meðan jeg
var strákur, var af hugleysi; að jeg hlýddi
föður mínum fremur en móður minni, var
hugleysi; að jeg saung fyrir hann þessar
ljótu vísur, var hugleysi. Jeg vildi sitja
hjá; það var af hugleysi; — að lesa —
já, þaðvarlíka af hugleysi: jeg vildi flýja
sjálfan mig. Jeg hjálpaði ekki móður minni
móti fóður mínum og það þótt jeg væri
orðinn stálpaður, — hugleysi. Að jeg ekki
nóttina góða — ó! — hugleysi! jeg hefði
ef til vill beðið, og látið hann drepa hana;
----- mjer fannst óþolandi heima á eftir —
hugleysi; þó fór jeg ekki burt — hug-
Ieysi; jeg gerði ekkert, jeg sat hjá —
hugleysi. Jeg hafði reyndar lofað móður
minni að vera kyr; þó var jeg svo hug-
laus að jeg hefði óðara rofið það, hefði jeg
ekki verið hræddur við að koma saman
við aðra menn. Jeg er mannfælinn og
mest af því jeg hugsa að þeir sjái hvern-
ig jeg er. En af því jeg fælist aðra, tala
jeg illa um þá — skammarlegt hugleysi!
Jeg yrki vísur af hugleysi. Jeg þori ekki
að hugsa mínum eigin hugsunum blátt á-
fram, því er jeg að setja mig inn í ann-
ara hugsanir — og það er að yrkja!
Jeg ætti að gráta þangað til flyti yfir
hæðirnar, það ætti jeg að gera; en svo
segi jeg: „Þey, þey“ og leggst niður og
svæfi sjálfan mig. Og í vísunum mínum
er hugleysið; væri það ekki, þá væru þær
betri. Jeg er hræddur við stórkostlegar
hugsanir, hræddur við allt, sem er stórt
og sterkt; nálgist jeg það, þá er það í
æði og æðið er hugleysi. Jeg er skynugri,
duglegri og þekki fleira en margir halda,
og jeg er betri en dæmt verður af því sem
jeg tala; en jeg er svo huglaus að jeg
þori ekki að vera eins og jeg er. Jeg
drakk brennivín af hræðslu, drakk það
eins og kvalastillandi meðal! Kvaldi því
niður, drakk samt, drakk samt; drakk
hjartablóð föður, fann það og drakk samt.
Jeg er fram úr öllu hófi huglaus; en verst
af öllu er þó, að jeg skuli geta setið hjer
og þulið allt þetta upp fyrir sjálfum mjer!
....Drepa mig? Nei. Jeg er ofhug-
laus til þess. Og svo trúi jeg á Guð —
já, jeg trúi á Guð. Til hans vil jeg gjarn-
an fara, en hugleysið skilur mig frá hon-
um. Til þess þarf mikla breytingu, og
það er hún, sem huglaus maður aldrei
þorir að leggja út í. En ef jeg reyndi
eftir því, sem jeg get? Almáttugi Guð!
Ef jeg reyndi? En ekki er bein í mjer
framar og ekki brjósk heldur; það ereitt-
hvað lint, afllaust ónýti. En ef jeg reyndi
— með góðum og meinlausum bókum, —
jeg hræðist þær æstu; það ættu að vera
talleg æflntýri og sögur, eitthvað gott og
meinlaust; og svo húslestur á hverjum
sunnudegi og bæn á hverju kvöldi. Og
svo reglubundna vinnu, til þess að trúin
geti fest rætur; í iðjuleysi er það óhugsan-
legt. Ef jeg reyndi; góði, mildiríki Guð!
Ef jeg reyndi!“
En þá var lokið upp hlöðudyrunum og
geingið inn eftir gólfinu; það var móðir
hans; hún var náföl og þó draup svitinn
niður af henni. Hún var að leita Árna.
Hún kallaði á hann með nafni, en stóð þó
ekki við til að hlusta; hún kallaði og skim-
aði um kring, þar til hann svaraði úr hey-
stálinu, þar sem hann hafði legið. Þá
hljóðaði hún upp, hoppaði upp á stálið
tindilfætt eins og ungur dreingur og fleygði
sjer niður hjá honum:---------„Árni, Árni,
ertu þá hjer! Þarna fann jeg þig; jeg
hef leitað þín síðan í gær; jeg hef leitað
í alla nótt! vesalings-aumingja Árni. Jeg
sá, að þeir höfðu eitthvað gert þjer; mig
langaði svo til að tala við þig!------------
Árni, jeg sá að þú drakkst! Ó, öuð minn
almáttugur! Láttu mig aldrei framar sjá
það!“ Svo leið laung stund áður en hún
gæti haldið áfram. „Jesús minn góður
hjálpi þjer barn, jeg sá þig drekka! —
Þú hvarfst allt í einu burt frá mjer; þú
varst drukkinn og það lá illa á þjer. Jeg
spurði eftir þjer í hverju húsi; jeg fór út
um allt eingi; jeg fann þig hvergi; jeg
leitaði í hverri lægð; jeg spurði hvern
mann eftir þjer; jeg kom líka hingað, en
þú svaraðir mjer ekki — Árni, Árni! Jeg
gekk meðfram ánni, en hún er hvergi svo
djúp. —“ Hún þrýsti honum að sjer.
„Þá datt mjer í hug að þú hefðir farið
heim og hljóp þangað á einu kortjeri; jeg
lauk upp og leitaði alstaðar, og þá mundi
jeg fyrst að jeg hafði lykilinn sjálf; þú
hefðir ekki komist inn. — Árni! í nótt
leitaði jeg báðumegin við veginn. Að foss-
inum þorði jeg ekki! — Jeg veit ekki
hvers vegna mjer datt í hug að fara hing-
að; einginn hefur hjálpað mjer; en það
var eins og Drottinn hvíslaði að mjer að
hjer værirðu!
Hann reyndi að þagga niður í henni.
„Árni, jeg vona að þú drekkir ekki fram-
ar brennivín!" — „Nei, það máttu vera
viss um“. — „Þeir hafa verið vondir við
þig. Voru þeir það?“ — „Nei, það var
jeg sem var huglaus"; hann lagði áherslu
á orðið. „Jeg skil reyndar ekki í, að þeir
þurfi að vera vondir við þig, en hvað
gerðu þeir þjer? Þú vilt aldrei segja mjer
nokkurn hlut“, og hún fór aftur að gráta.—
„Þú segir mjer ekki heldur neitt“, sagði
Árni blíðlega. „Það er meira þjer aðkenna,
Árni; jeg var orðin því svo vön að þegja
meðan faðir þinn lifði. Þú hefðir átt að
ganga á undan og hjálpa mjer. Guð minn
góður! nú erum við bara tvö, og höfum
þolað svo mikið hvort með öðru“. — „Við
skulumívita, hvort það geingur ekki bet-
ur eftirleiðis“, sagði Árni lágt. —---------
„Næsta sunnudag ætla jeg að lesa fyrir
þig Iesturinn“. — „Guð blessi þig fyrir
það!“-----------„Þú, Árni?“ — „Já“.—
— „Það var dálítið, sem jeg ætlaði að
segja þjer“. — „Já, gerðu það, móðir
mín“. — „Jeg hef gert þjer órjett; jeg
hef gert Fdálítið, sem jeg átti ekki að
gera“. — „Þú, móðir mín?“ og það fjekk
svo á hann, að móðir hans, sem allt vildi
gera fyrir hann og var svo þolinmóð,
skyldi nú ásaka sjálfa sig fyrir að hafa
gert honum rangt, að hann faðmaði hana
að sjer og gat ekki stillt sig um að gráta.
„Já, jeg hef gert það; mjer fannst jeg
verða að gera það“. — „Þú hefur aldrei
gert mjer neitt rangt“. — „Jú, það hef
jeg gert ... En Guð veit, að það var
að eins af því hvað vænt mjer þótti um
þig. En þú verður að fyrirgefa mjer það?“—
„Já, jeg skal fyrirgefa þjer það“. — „Og
svo skal jeg segja þjer það einhvern tíma;
en þú verður að fyrirgefa mjer!“ — „Já,
já, móðir mín!“ — „Það er víst af því
jeg hef fundið að jeg var sek við þig, að
jeg hef átt svo bágt með að tala við þig“. —
„í guðs bænum, talaðu ekki svona, móðir
mín!“ — „Nú er jeg ánægð, af því jeg
hef sagt svo margt“. — „Við skulum tala
meira saman!“ — „Já, það skulurn við
gera, — og svo ætlarðu að lesa fyrir mig