Ísland - 08.05.1897, Blaðsíða 1
ISLAND.
I. ár, 2. ársfj.
Reykjavík, 8. maí 1897.
lí). töliiblað.
Sj álfstj ornarinálið.
í ritlingi Benediktar Sveinssonar, sem
nýlega er kominn út um þetta mál og áður
hefnr verið skýrt frá hjer í blaðinu, eru
eingar nýjar skoðanir á málunum, sem eigi
er heldur við að búast. Þar er að eins
skýrt frá gangi málsins á síðustu þingum
og menn hvattír til að halda því fram í
sömu stefnu og áður.
Þó er vert að geta þess, sem höf. segir
hjer um
Skilnaðinn.
Hann segir svo: „Færi svo ólíklega,
að þetta (þ. e. endurskoðunarbaráttan) ekki
leiddi oss til sigurs á gjörræði og mót-
þróa Danastjórnar væri auðvitað ekkert
annað fyrir oss að gera en annaðhvort
að beygja oss undir okið og leggja árar í
bát með allar frelsiskröfur gegn Dönum,—
sem vjer hyggjum þó eingan íslending
muni fýsa, þegar til alvöru kæmi — elleg-
ar þá fleygja fyrir borð viðurkenningum
Daua sjálfra, og byrja nýja stefnu byggða
4 grundvelli sögulegra, óskertra landsrjett-
inda íslands, til aðskilnaðar frá Danmörku,
jafnt í hinum almennu, sem í hinum sjer-
stöku málefnum landsins".
En höf. trúir enn á sigur endurskoðunar-
frumvarpsins. Látum svo vera; það er
gott, — að eins að sú trú væri þá al-
menn. En treystir hann sjer nú til að
safna þinginu enn um þetta frumvarp?
Spurningin er ekki um það, hvort hægt
væri að hamra því í gegn með eins eða
tveggja atkvæða mun til að geta hrósað
sigri yflr mótstöðumönnum þess hjer innan-
iands. Hjer er um það að ræða að fá
allt þingið á eitt mál.
Og af ýmsum ástæðum hefur endur-
skoðunarfrumvarpið feingið svo marga
mótstöðumenn á hrakningi sínum á undan
farandi þingum, að vart mun þurfa að
gera ráð fyrir, að það fái fyrst um sinn
svo almennt og eindregið fylgi, sem nauð-
synlegt er til þess, að það hafist fram og
nái staðfestu.
Að færa niður þær kröfur, sem gerðar
hafa verið í endurskoðunarfrumvarpinu,
ættu íslendingar síst að gera. Hitt er
annað mál, að krefjast annars og meira.
Endurskoðunarkrafan heldur gildi sínu fyr-
ir það.
Hún stendur eftir sem yfirlýsing um, að
með því fyrirkomulagi, sem þar er farið
fram á, viljum við halda sambandinu við
Dani.
En sje henni að eingu sinnt, óskum við
helst að vera lausir allra mála við þá.
Þ. O.
Kringsjá.
Grikkjastríðiö og kristindömurinn.
Hjer á landi munu menn almennt líta
svo til óeirðanna á Balkanskaganum, að
þar sje lítil, kúguð þjóð að berjast fyrir
frelsi sínu og mannrjettindum við aðra
sterkari. Þetta er og vafalaust rjett. Og
því bannsyngjum við Tyrkjanum í hvert
sinn sem við minnumst á stríðið, en ósk-
Grikkjnm gæfu og geingis. Annað get-
um við nú ekki, og Grikkir verða að láta
sjer nægja þessa liðveislu frá okkar hendi.
Nafnið Tyrki lætur líka illa í eyrura okk-
ar síðan þeir rændu Vestmannaeyjarnar,
þótt langt sje um liðið. Til og frá um
Norðurálfuna eru nú komin á fót fjelög
til að hjálpa Grikkjum, leggja þeim lið,
vopn og fje. En liðveislan er ekki nærri
því alstaðar iátin þeim í tje í nafni frelsis-
ins, heldur í nafni kristninnar. Grikkja-
vinirnir flnna, að liðsbón þeirra fær betri
undirtektir hjá alþýðu manna sje henni
sagt, að þarna eigi kristnir menn í stríði
við huudtyrkjann, heldur eu þó sagt væri,
að þar væri þjóðflokkur að berjast fyri’-
rjettindum sínum og frelsi.
Til að sýna mönnum, hvernig sumir líta
á þessi mál, er hjer þýdd grein, sem stóð
í danska blaðinu „Vort Land“ 20. apríl
síðastl. og er eftir dr. J. Ostrup. En mað-
ur sá er einkum kunnur fyrir það, að
hann hefur dvalið um tíma i Arabíu með
Bedúínum og kom þaðan riðandi norður
til Danmerkur, einhestis, fyrir tveimur ár-
um síðan. Greinin hljóðarsvo:
„Þessa dagana hefur komið út í Mikla-
garði pólitiskt flugrit um þrætumál Grikkja
og Tyrkja og eru þar upp talin ýms hryðju-
verk, sem unnin hafa verið af kristnum
Krítverjum á Tyrkjum. Það er nýtt og
ekki ómerkilegt, að þar austur frá skuli
nú einnig vera farið að heyja stríð með
bleki og penua. Og ekki er það óhyggi-
Iegt af Múhameðstrúarmönnum, að leggja
aðal-áhersluna á að sýna, að það sje trúar-
ofsinn, sem sje aðal-orsök óeirðanna og
hryðjuverkanna. Með því að ota fram
trúnni, er enn sem fyrri hægast að spila
á hjörtu mannanna. Þarna austur frá, þar
sem hvorki þekkjast pólitiskir flokkadrætt-
ir nje föðurlandsást, kemur trúaráhuginn í
stað hvorsiveggja.
Á hinn bóginn er það einnig auðsætt,
að sú hlutdeild, sem flestar Norðurálfu-
þjóðir hafa sýnt sæði Grikkjum og Armeníu-
mönnum í viðureign þeirra við Tyrki, á
rót sína að rekja til þess, að þær þjóðir
kallast kristnar. „Þetta eru trúarbræður
okkar“ kveður alstaðar við, hvort heldur
er verið að ræða um fjárstyrk eða aðra
hjálp.
Og Grikkir hafa allt af í ófriði sínum
við Tyrki veifað merki kristuinnar. Þetta
sýndi sig best, þegar þeir mitt í frelsis-
baráttu sinni rjeðust á Albaua, sem eins
og sjálfir þeir höfðu barist við að varpa
af sjer oki Tyrkjasoldáns. En Grikkir
gerðu þá að óvinum sínum og eingaungu
trúarinnar vegna. Það var ekki harðstjórn
Tyrkja, sem barist var móti; það voru
Múhameðstrúarmenn, allir ekkikristnir,
sem átti að útrýma. 0g oft hefur það
geingið svo í óeyrðunum þarna austur frá,
bæði í Tyrklandi og í Litlu-Asíu, að Gyð-
ingar hafa fylgt Tyrkjum að málum. Því
stríðið hefur staðið milli kristinna manna
og ekki kristinna og stendur svo að nokkru
leyti enn í dag.
Það er merkilegt að Norðurálfan, þar
sem trúarbrögð eiga annars eingin áhrif
að hafa á stjórnmálin, er nú allt í einu
orðin svo hákristin, sð ekkert heyrist þar
annað, þegar um Grikki er að ræða, en:
„þetta eru trúarbræður okkar“.
Hver trúarflokkur verður að dæmast eft-
ir því siðalögináli, sem felst í trúarjátniug
hans. Það er ranglátt að heimta kristi-
legar dyggðir aí þeim mönnum, sem ekki
eru kristnir.
Kóraninn, trúarbók Múhameðstrúar-
manna, kennir, að brjóta skuli með valdi
alla, sem öðru trúa, til hlýðni, en kristiu-
dómurinn boðar mannúð og jafnrjetti. Samt
sem áður eru Múhameðstrúarmenn yfir-
leitt vægir í dómum sínum um þá sem
öðru trúa, en kristnir menn þvert á móti.
Á hverri jólahátíð í Betlehem rífast og
berjast prestar hinna ýmsu kristnu þjóð-
flokka, sem þar búa, og tyrkneskir her-
menn verða að halda vörð um kirkjuna
til að koma þar í veg fyrir blóðsúthell-
ingar. Þetta er á helgustu stund krist-
inna manna og á helgasta bletti kristn-
innar, við gröf Krists. Og er það kynlegt,
að Múhameðstrúarmenn horfi undrandi á
það, hvernig kristnin minnist þess guðs
og frelsara, sem hjer flutti gleðiboðskap
mildi, mannúðar og kærleika?
En þótt kristnir menn sjeu grimmir
þegar þeir eigast við innbyrðis, þá eru
þeir auðvitað hálfu verri þegar þeir eiga
í stríði við aðra trúarflokka. Og þar sem
nú er svo mjög talað um hvílíka kúgun
kristnir menn verði að þola þar austur
frá, að svo má segja, að gremjunni yfir
ágangi íslams-trúarmanna sje stöðugt hald-
ið vakandi, þá er ekki nema rjett að líta
til baka og gá að hvernig þeir, sem kall
að hafa sig kristna, hafa komið fram í
hinni laungu styrjöld, sem nú hefur stað-
ið yfir nær þvi í heila öld.
Svo sem kunnugt er, var það byrjuuiu
til frelsisstríðsins gríska, að nokkrar óeirð-
ir urðu í Galacz og Jassy í Rumeníu og
var þar ráðið óvörum að saklausum borg-
urum og þeir myrtir. En 2. apríl 1821
hófst uppreistin á Morea. Á fyrsta mán-
uðinum drápn Grikkir 15,000 tyrkneskra
manna, og rjeðust á þá eiun og einn, flesta
óvopuaða, í þorpunum til og frá um land-
ið, þar sem þeir uggðu ekki að sjer og
áttu einskis ófriðar von. Ætlun Grikkja
var eingin önnur en sú, að strádrepa alla
Múhameðstrúarmenn; þá myrtu þeir bæði
konur, börn og gamalmenni. Einginn
tyrkneskur maður þurfti griða að biðjast;
þeir voru drepuir hvar sem þeir hittust,
drepnir strax, vægðarlaust og með köldu
blóði. Hin illræmdu grimmdarverk Tyrkja
á eyjunni Kíos voru hefnd fyrir þetta.
Hinn 22. apríl 1821 gáfust 600 Tyrkir
upp í kastalanum Salome og höfðu Grikk-
ir setið um hann í þrjár vikur. Skilmál-
arnir voru, að þeir hjeldu lífi, limum og
æru. En skömmu síðarvoru flestir þeirra
myrtir; hinir, sem lífi hjeldu, voru seldir
í þrældóm.
Hinn 22. jan. 1822 rjeðust Grikkir á
Korintuborg og voru fjölmennir. Tilvarn-
ar voru þar Tyrkir og Albanar um 600
að tölu og var einn þriðji hluti liðsins Al-
banar. Þeim reis hugur við fjölmenni
Grikkja og gerðu við þá samning sjerstak-
lega; skyldu þeir yfirgefa borgina og áttu
að flytjast á fjórum skipum grískum með
vopnum og eignum til Lepantó. Á Ieið-
inni var helmingur þeirra myrtur. Fjór-
um dögum síðar gáfust Tyrkir upp í borg-
inni, þó með þeim skilmálum, að þeir mættu
flytja eignir sínar burt með sjer. Eu und-
ir eins og Grikkir höfðu feingið vald yfir
þeim, tóku þeir alit af þeim, og flestir
þeirra voru myrtir á meðan þeir biðu eft-
ir skipunum, sem áttu að flytja þá yfir
til Litlu-Asíu, en konur þeirra og börn
voru sett í þrældóra; fyrirliði þeirra, Ka-
mil Bey, var píndur.
Hinn 21. júní 1822 gáfust Tyrkir upp
á Akropolis í Aþenuborg vegna vatns-
skorts. Alls voru í víginu 1150 manns,
en þó að eins 180 vopnfærra manna, hitt
voru konur og börn, og var svo að þeim
sorfið, að margt dó rjett eftir að vígið
hafði verið gefið upp í hendur Grikkja.
Fangarnir voru hafðir í gæslu meðan skip
voru feingin tíl að flytja þá burtu. Og
erkibiskupinn í Aþenu ljet hina grísku
skipstjóra vinna eið að því, að þeir skyldu
í þetta sinn halda friðarsamningana. Nú
tafðist koma skipanna og ljet þá sendi-
herra Frakka og Austurríkismanna flytja
burt 250 fanga á skipum, sem þeir höfðu
ráð yfir. Þetta vakti uppþot í borginni
og daginn eftir voru 500 af faungunum
drepnir af borgarskrílnum og embættis-
menn Grikkja horfðu rólegir á. Þetta verk
var ekki unnið í stundarbræði, því þetta
var þrem vikum eftir að Tyrkir gáfu upp
vígið. Franskt herskip, sem þá kom þar
að, bjargaði þeim sem eftir voru af faung-
unum.
Hinn 14. júní 1823 gáfust Tyrkir upp
í Fort Kandano á Krítey og hafði þá kom-
ið upp meðal þeirra skæður sjúkdómur.
Skilmálarnir voru, að þeim leyfðist frjáls
brautför með vopn og eignir. En á leið-
inni til Kanea rjeðust Grikkir á þá, drápu
marga og mundu hafa geingið af öllum
dauðum, ef óvænt hjálp hefði ekki borið
að höndum. Tyrknesk kirkja stóð þá eft-
ir í Kandano, sem Tyrkir höfðu gert að
sjúkrahúsi og lágu þar 200 sjúklingar.
Grikkir báru eld að kirkjunni og brenndu
sjúklingana inni.
Þetta eru að eins smáatriði, sem hjer
eru sögð af hinu mikla stríði, en því mið-
ur hefur margt gerst þar þessu líkt. Tyrkir
unnu á hinn bóginn samskonar grimmdar-
verk. En það sem jeg hef viljað benda
á er það, hvernig Grikkir hafa haldið uppi
nafni kristninnar þar eystra. Því í skjóli
þessa nafns krefjast þeir hjálpar trúar-
bræðra sinna um alla Norðurálfu.
Og viðburðirnir síðastliðinn vetur á Krít
sýna allt of vel, að Grikkir eru enn öf-
um sínum líkir. Gái menn að því, að
hvergi þar sem skýrt er frá bardögunum,
sem nú hafa orðið á Krít, er þess getið,