Ísland


Ísland - 08.05.1897, Blaðsíða 2

Ísland - 08.05.1897, Blaðsíða 2
74 ISLAND. ÍSLAND. Ritstjðri: JÞorsteinn Gíslason. Skrifstofa: Þingrholtsstræti 7. Prentað í: Fjelagsprentsmiðjunni „ÍSLAND" kemur út. hvern laugardag á Jieasum ársfjórðungi (april -jáli), 13 blöð alls. Áskrift bindandi þrjá mánuði. Hver ársfjórðungurborgist fyrirfram um leið og blaðið er pantað og kostar i Reykjavlk 70 au., útum land 79 au., erlendislkr. Póstafgreiðslumenn og brjefhirðingamenn taka móti áskriftum og borgun fyrir blaðið og kvitta fyrir. Reykvikingar og þeir sem 1 nánd við Rvik búa geta pantað blaðið í bðkaverslun Sigfúsar Rymundssonar, í verslunarbúð Björns Kristjánssonar, hjá kaupmanni Kr. Ó. Þorgrímssyni, hjá hr. Júlíus Jörgensen, Hótel Island, hjá útgefanda blaðsins. að Tyrkir drepi aðra en vopnfæra menn, en Grikkir myrða eingu síður konur og börn. Svo gekk það í Sitia og á fLeiri stöðum. Enn hafa þeir oft ginnt Tyrki til að leggja vopnin frá sjer og myrt þá síð- an varnarlausa. Frjettaritarar biaðanna skýra frá því, að meðai tyrkueskra fanga og flóttamanna sjáist oft konur og börn sem eyrun sjeu skorin af. Það er hvers eins eigin sök, hvort held- ur hann hallast að málstað Grikkja eða Tyrkja og margt annað verður að koma þar með í reikninginn en trúarmálaskoð- anirnar. Það má víst telja, að dagar Tyrkjaveldis sjeu brátt taldir og stjórnir Evrópuþjóðanna eigi nú það eitt eftir, að ráðstafa reitunum. En hvernig svo sem menn líta á óeirðirnar á Balkanskaga, þá ætti nafn kristninnar ekki að vera brúk- að sem pólitiskt skálkaskjól, eða til að æsa hugi trúgjarnra fáráðlinga". Önnur „gagnspá“. Altaf meðan íslenzkt mál ýtar tala’ og skrifa, firðar muna frater Pál og ferhendurnar lifa. J. Ó. Stutt leiðbeining. Eftir margra ára reynslu útlendra bænda hefur eftirfarandi aðferð á meðferð á fræi hinna ýmsu rófutegunda reynst mjög vel til að stytta dátíma þess og auka vöxtinn á annan hátt. Væri ekkert á móti því, að íslendingar notuðu þessa sömu aðferð, sem mjög líklegt er, að einnig geti heppnast hjer, því ekki er sumarið á íslandi svo langt, að oss veiti af að greiða fyrir starfi náttúrunnar, svo sem frekast vjer getum, til þess að auka vöxt og viðgang matjurta vorra, er vjer höfum svo mikil og marg- breytt not af. (xulrófnafræ (Dancus carot.). Tak fyrst fræ það, er þú vilt setja í garðinn (þó ekki meira í einu en að þú getir sáð því á tveim dögum), lát það í ljereftspoka, bind stein við opið, lát hann síðan í vatn, svo að yflr hann fljóti, og þannig má hann liggja 36—40 mínút- ur, svo fræið verði sem best blautt, — þar næst er fínum sandi mjög nákvæm- lega blandað saman við fræið eftir hlut- fölium, þannig, að saman við Va pd. af fræi blandist 8/4 skeffa af sandi, blanda þessi er svo látin á borð í hlýju herbergi eða helst sólarhita og breidd út, svo lag- ið verði ekki þykkra en c. 4—5 þuml. Þessari breiðu er svo snúið eiau sinní vandlega, síðan er það núið sundur milli handanna, svo frækornin ekki geti tollað saman, svo sem gulrófufræi er mjög gjarnt til, vegna hinna mörgu og kræklóttu anga, sem út úr því standa. — Þegar sandurinn og frækornin hafa legið saman 7—8 daga, þá er fræið farið að skjóta spírum, og er þá mátulegur tími til að sá því í garðinn.— Þegar svo er farið með gulrófnafræ, er vanalega komið upp í garðinum eftir 8 daga, en annars oft og tíðum ekki fyr en eftir 4—6 vikur. Það fræ, sem svo er látið skjóta spírum, verst frosti miklu bet- ur en hitt. í Danmörku er því oft sáð síðast í febrúar og tekið upp vel vaxið c. 4 pd. stykkið. —■ Jeg geri ráð fyrir, að ekki væri hægt að sá því hjer fyrri en seint eða snemma í aprílmánuði. Runkelrófufræ. Þetta fræ blandast með nýju kúataði, sem svo er breitt út á borði, þannig, að breiðan ekki verði þykkri en 1 þuml., síð- an er það geymt á hlýjum stað (í fjósi) og haldið röku nokkra daga, þar til hinar fyrstu spírur koma í ljós, er því þá plant- að út en ekki sáð eins og gulrófnafræinu; plönturnar koma svo í ljós eftir nokkra daga. — Þar, sem öðru vísi er að farið, liggur þetta fræ oft leingi í jörðu áður það kemur upp. Kartðflur (Salanum tuberosum). Þær eru látnar í poka, helst gisinn, og siðan látnar í fjós, eða annað hlýtt her- bergi, þar til þær byrja aðspíra, en helst ættu spírurnar ekki að vera leingri en 3 —4 línur. Það er skaðlegt, og kippir mjög mikið úr vexti kartöflunnar, að láta spírurnar standa upp úr moldinni, eins og sumra er siður bæði í Reykjavík og víðar hjer á landi. Margar frætegundir þola ekki þessa með- ferð, sem nefnd hefur verið, og sem jeg vil nefna frumspírun, en oft er þó líka hagnaður að fara þannig að: Bleit fræið í vatni, sem nokkuð af þunnskornum lauk hefur verið látið í (helst hvítlauk). Lygt sú og bragð það, er við þetta kemur af vatninu, heldur sjer við frækornið, og fæl- ast það öll skaðleg skorkvikindi. — Þess- ar frætegundir skal blanda saman við koparviktríóli, vatni og áburðarlög, hlut- fallslega þannig: 1x/2 gram koparviktríól er upp leyst í heitu vatni, hrært út með sterkum áburðarlög og saman við það blandað 1 pt. af fræi, þetta er svo hrært til og frá, svo að hvert frækorn geti vökn- að, þegar fræið er þurt orðið, sem oftast mun vera eftir 4 stundir; er það þá aftur bleytt í sterku áburðarvatni, síðan er stráð á það gipsi, trjeösku og soda, — getur dugað, ef einhverju einu af þessum efnum er stráð á fræið —, er því svo bilt við aftur og aftur, þar til maður sjer, að nokkuð loðir við hvert frækorn. — Kost- ur sá, er þessi meðferð frækornsins hefur í för með sjer, er meðal annars, að fræið kemur mjög fljótt upp í görðum og hefur það ekki litla þýðingu, t.d. á íslandi, þeg- ar seint vorar. Það sem fyrst tollir við fræið af þessum efnum, nærir fyrstu smá- ræturnar. Oísli Þorbjarnarson. Loftfarir og loftfarinn André. y. í hernaði hefur verið reynt að hafa not af loftförunum, eiukum með því, að ukoða úr þeim vígbúnað og fylkingaskipun óvin- anna. Var þetta fyrst reynt í hinni frakk- nesku stjórnarbyltingarstyrjöld, svo sem við umsátrið af Charlekois og í orustunni við Fleury, en svo kveður einn hershöfð- ingi Frakka, að það hafi orðið að litlu liði. — Þaðan í frá er loftfarsins að eingu getið í styrjöldum, þar til í ítalska ófriðn- um 1859, að loftfarið er örlítið notað fyrir sjónarhól á njósnarförum. — í þrælastyrj- öldinni í Bandaríkjunum, 1861—65, er loft- farið notað miklu meira í sama tiigangi, einkum eftir bardagann við Fair-Oaks. Hafði loftfari sá, er nefnist Lowe, tekið ljósmyndir af vígstöðum Suðurríkjanna milli Richmond og Chikahoming og gat Mc Clel- lon, foringi Norðurríkjanna, notað það við bardagann, og þótti það koma að góðu liði. — í styrjöidinni milli Prússa og Austur- ríkismanna 1866 voru loftför og notuð í sama augnamiði með 5 loftbelgjum, 4 hverj- um fram af öðrum, en hinn 5. yflr þeim, og var það gert til þess að forðast hring- snúning Ioftfarsins, sem er svo títt, en hann veldur því, að mjög örðugt er þess vegna að gera athuganir á jörðu niðri. Aldrei hafa loftförin þó verið notuð jafn- mikið og í styrjöldinni milli Frakka og Þjóðverja 1870—71. — Þá er Þjóðverjar höfðu hergirt París, voru gerðar 3 loft- fars-athugunarstöðvar í borginni, til þess að geta sjeð yfir herbúðir óvinanna. Voru loftförin höfð í tjóðri, svo draga mætti þau niður aftur. Eru slík loftför kölluð „Ballon Captio" á útlendum tungum og eru meðal annars notuð til skemmtunar, svo sem við sýninguna í Kaupmannahöfn 1888. — Fyr- ir utan tjóðruðu loftförin notuðu Parísar- búar 1870 einnig laus loftför, sem voru send út úr borginni, sumpart með menn, er komast þurftu á brott þaðan og sum- part með skeyti, blöð og brjef. — Sum loftfara þessara komust í hendur Þjóð- verja, en flest þeirra sluppu þó úr hönd- um þeirra. Eru loftfarir þessar einkum merkar fyr- ir þá sök, að þaðan var farin sú leingsta loftför, sem gjörð hefur verið enn í dag. Skal því minnst á hana nokkuð nákvæmar. Meðal loftfaranna, sem send voru úr París, var eitt, er nefndist „La ville d’Or- léans" og lagði það upp frá París 24. nóv. 1870, kl. 11.40 um kvöldið, hlaðið póst- brjefum, bæði frá stjórninni og einstökum mönnum; en fyrir því rjeðu loftfarar tveir, Rolier og Deschamps. Daginn eftir (25. nóv.) kl. 2.35 e. h. kom loftfarið niður á fjalli einu á Þelamörk í Noregi. Hafði það borist 215 jarðarmálsmílur á 14 stund- um 55 mín. eða rúmar 14 mílur á hverri klukkustund og með sama hraða hefði það þurft að eins 16 sólarhringa til þess að fara umhverfis jörðina. Loftfarar þessir segja þannig frá þess- ari för sinni: „Vjer lögðum af stað rjett fyrir miðnætti, en Ioftfarið bar brátt norð- ur á við. Klukkan hálfþrjú um nóttina komum við í svo þjetta þoku, að við sá- um ekki handaskil, en heyrðum ýmist hægari eða sterkari nið, er við hugðum fyrst vera skrölt í járnbrautarlest, en er þetta hafði varað nokkuð leingi, tók okk- ur ekki að verða um sel. Loks dagaði og þokunni ljetti upp og sáum við þá ekk- ert annað en opið haf svo langt sem aug- að eygði. Hafði það verið sjávar niður, er við hugðum járnbrautardyn vera. Ástand okkar var hið versta: við matarlausir og höfðum ekkert af hlýjum fatnaði með okk- ur. Hvergi var neina hjálp að sjá og hugðum við úti um okkur með öllu. Stundu fyrir hádegi var veðrið orðið nokkurn veg- inn bjárt og fór loftfarið nálægt 3000 feta hátt frá sjávarfleti. Fórum við fram hjá 17 skipum, en ekkert þeirra tók eftir neyð- ar merkjum okkar, og ef til vill fórum við harðara en svo, að hægt hefði verið að bjarga okkur. - Þjóðverskt skip skaut aðokkuren árangurslaust. Fjórðungi stund- ar fyrir hádegi sáum við frakkneskt Kor- vettskip, er svarar merkjum okkar. Rolier opnar blöðkuna og loftfarið iækkar, en áð- ur en við komum niður að sjávarfleti hef- ur okkur borið svo langt frá skipinu, að þaðan er eingrar björgunar að vænta. Á- stand okkar leit nú út miklu ver en áður. Við köstum öllum sandpokunnm útbyrðis og jafnvel brjefbögglum til ljettis. Þaut nú loftfarið hátt í loft upp og þannig þjótum við enn áfram yflr þettað heljar- breiða haf, nál. 12000 feta hátt frá sjávar- máli. Virtist ókleyft að umflýja dauðann og afrjeðum við að kveikja í loftfarinu til þess að stytta kvalir okkar, enda tók nú loftfarið að lækka með miklum hraða. Til allrar hamingju heppnast okkur ekki að kveykja — og í sama vetfangi kemur grenitrje eitt í Ijós upp úr stórri hæð, er öll var snævi þakin og rjett á eftir rekur karfan sig á hæð þessa. Rolier hleypur útbyrðis. Loftfarið ætlar þá þegar að Iyft- ast aftur og verður Deschamps því að stökkva niður úr háa lofti til þess að ber- ast ekki burt með því, en það berst burt með öll brjef og skeyti frá stjórninni, brjef- dúfur o. fl. — Allt í kringum okkur sáum við snæbreiðu eina en eingan vott neinn- ar lifandi skepnu. — Rolier finnur loks braut eftir sleða, fylgja þeir brautinni lang- an tíma uns þeir finna loks dálítinn kofa. Var kofinn tómur að öðru en því, að þeir finna dálítið af matvælum og eldiviði. Kveikja þeir eld og verma sig. Kofabú- inn (sem að líkindum hefur verið að skógar- höggi) er skamrnt í brott þaðan. Sjer hann reykinn og fer heim að kofanum, og bregð- ur ekki iítið í brún, að hitta þar tvo menn, er geta ekki gert sig skiljanlega fyrir hon- um. En er Rolier dregur upp mynd af loftfari á pappírsblað og ritar Paris undir myndina, skilur maðurinn hvernig á ferð- um þeirra fjelaga muni standa og veitir þeim hinar bestu viðtökur. — Urðu þeir fjelagar æði forviða, er þeir loks urðu þess áskynja, að þeir voru komnir til Noregs. Loftfarið fannst brátt með brjefunum. Voru skeyti til stjórnarinnar í Tours send með ritsímu frá Einglandi og 1. des. komu frjett- irnar um afdrif loftfars þessa með brjef- dúfu til Parísarborgar. IvammÍF. Rangá hefur brotið af sjer ísinn. í morgun braut hún hann af sjer, braust fram með háum gný og heljardrunum. Bergmálið tók undir með skruðningnum, brakinu og brestunum. Hvítu ís-skildirnir, hrufóttir, háir, breið- ir geystust áfram með flughraða, hver und- ir annan og hver á annan ofan. Hún braust fram, áin, hátíðleg, alvar- leg; hún rann yflr ísunum, undir ísana, — þeir sigu smátt og smátt og brotnuðu. Jakarnir rákust á, risu á rönd, rjettust við aftur. Og hún vaggaði þeim á bárunum og - rak þá áfram. Svo rjeðust þeiráfasta ísinn, brutu úr honum stykki, fóru undir

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.