Ísland


Ísland - 08.05.1897, Blaðsíða 3

Ísland - 08.05.1897, Blaðsíða 3
ISLAND. 75 hann, spreingdu hann. Smærri jakarnir voru verkfæri í hendi árinnar til þess að ráða á þá stærri og ryðja þeim úr vegi. Öllum böndum varpaði áin af sjer, — að eins mjóar ísræmur voru eftir við bakk- ana og umhverfis bakkana.--------- Nú er hún frjáls. Róleg og hóglát rennur hún niðri í saudi eftir gamla farveginum. Stórir jakar, margvíslegir að útliti, liggja uppi á skörunum og bökkunum. Hún hefur kastað þeim þangað og þar bíða þeir og bíða — hvers? ... Það er blæjaiogu. Nesið liggur rauðbxúnt fyrir framan mig; einstakir Ijósir blettir eru á dældunum á stöku stað. Það glampaði á þá áður en sóiin seig til viðar, nesið var þá rauðleitara, og ljós- ari litblærinn yfir norðurbrúnunum á Rang- ársandi. En nú er hún sígin---------sólin! Jeg ætla að ganga austur á brúnina, austur að ánni, veðrið er svo gott. En það er hált, já, ekki eiginlega hált, en — sleipt er það. Fæturnir skreppa óvart niður af þúfun- um og gangurinn verður þyngri, dá- lítið þyngri. Það dugar ekki um að tala, — mig langar austur að ánni og þá verð jeg að fara þangað .............................. Fram undan Heliiseyrinni, — hún skag- ar út í ána rjett fyrir austan brúnina, — rjett við skörina synda sex svanir á ánni. Þeir synda saman í röð fram og aftur með skörinni. Þeir sveigja mjallhvíta hálsana alla vega, lyftast og lækka sig á vatninu. Við og við stinga þeir höfðinu og hálsinum niður í ána. Undir skararbrúnina hverfa þeir og aft- ur koma þeir fram. Lítið eitt leingra til suður, við eyrarodd- ann, situr sjöundi svanurinn á ánni. Ofur hægt vaggast hann á vatninu, og dökkann báruflötinn á straumnum ber við ljósu vængina hans og bjarta brjóstið, lík- an laufskurði. Hann teygir upp háa, mjallhvíta háls- inn og ber höfuðið hátt og tigulega. En hann syndir ekki áfram, — bara situr kyrr á ánni. Og nú hljómar svanasaungurinn til mín yfir eyrina, — undurfagri, hljómbjarti klið- urinn, hreinn, hugðnemandi, ljúfu, lífsglöðu tónarnir, sem harpa Beethovens og fiðla Paganinis aldrei hefur náð. List og þekking hefur aldrei lagt þessa tóna í fjötra sína, menntunin hefur ekki getað kúgað þá til þess að lúta sjer, — þeir eru ofar allri gagnrýni. Þeir eru hreinar náttúruraddir. En samt eru þeir unaðsfyllri og inni- legri en allir aðrir tónar, — í bylgjum þeirra titrar og bærist sál og líf, — sál mannsins bera þeir burt, — langt burt fer hún með þeirn, skjálfandi, í sæluþrungn- um, óljósum ótta og — gleymir sjálfri sjer.------------- — Fagurt syngja þeir, svanirnir sex, en Ijúfast er að lilusta á svaninn við eyr- aroddann. Tónarnir hans vekja göfgi og sjálfskennd í sálunni, en jafnframt harmblandna þrá, — þrá eftir einhverju ólýsanlegu, ósegjanlegu. Með hvaða orði á að tákna það?. . . „Hví syngið þið núna, svanir, þegar sól- in er hnigin?“ — — „Við erum svo glaðir, — ísarnir eru brotnir, — vötnín og himininn eru heim- ur okkar. Og í kvöld fljúgum við til dimmbláu vatnanna upp til fjalla. — Og sólsetursljóð okkar og burtfararsaung lát- um við nú hljóma yfir vatninu og upp í himininn11. — „Farið þið ekki í kvöld, góðu, bestu svanir, — farið þið ekki til fjalla! Áin er auð hjerna, — upp til fjalla er ís enn þá á vötnunum". — „Nei, leingra, Ieingra! — Við vilj- um og verðum að fara hjeðan — ísarnir eru brotnir og vakir á vötnunum. Áfram, áfram!“ Enn hljómar saungurinn leingi, leingi. Jeg stend grafkyrr og hlusta á. Allt í einu heyrist þytur, buldur og skvamp í ánni. Þeir fljúga burt syngjandi, áleiðis til fjallvatnanna, svanirnir sex. Sá sjöundi er eftir. Það er svanurinn við eyraroddann. Glrafkyrr situr hann á vatninu og hætt- ir að syngja. í fyrstu tek jeg ekki eftir honum, — jeg horfði á eftir svönunum hinum. Þeir fjarlægjast meir og meir, svana- saungurinn deyr í fjarska. Jeg stend eftir, ömurlegur í skapi og- lít út á ána. „Hvað ? Situr þú einn eftir, fallegi svanurinn minn? Ætlar þú ekki að fara líka frá mjer? Hví dvelur þú einn eftir?“ En svanurinn þegir, — að eins sveigir hann mjallhvíta hálsinn ofur lítið áfram og drúpir höfði niður. Svo lyftir hann sjer upp yfir árflötinn, en sest þegar aftur á vatnið. Annar vængurinn hangir máttlaus niður. Hann er vængbrotinn, veslings fal- legi svanurinn! „Svo þú ætlar að vera eftir hjá mjer?“ — „Já“. - — „Og þú ætlar enn þá að lýsa mein- unum huldu, sem mannleg augu sjá ekki, í svanasaungnum þínum? — — Já“. — Jeg horfði leingi á svaninn og hlustaði aftur á saunginn hans. Ómarnir hans voru sömu og áður. Hann fór ekki frá mjer — hann yfir- gaf mig ekki. Hann varð að vera kyrr, — hann gat ekki annað. Hann var vængbrotinn. „Skyldi haun ekki hafa farið, hefði hann verið fieygur og fær eins og hinir?“ Jeg spurði að þessari spurningu, svona rjett út í loftið, á leiðinni heim af brún- inni. Guðm. Guðmundsson. Frá fjallatindum Til fiskimiða. Almauakið segir að sumarið sje nú komið, en það er ósatt í þetta sinn. Það situr vængbrotið suður á Skotlandsströndum og þorir ekki enn að leggja móti stormunum norður á haíið. Eu með næstu sunnanvindum er líklegt að það haldi á stað. Lóan er komin. Við vorum tveir á gangi uppi á Landakotstúni hjerna um kvöldið. „Bí-bí“ heyrðum við rjett fyr- ir sunnan okkur. Þar flaug bún upp. Það var lóan. Og ekkert hljóð lætur vinalegar í eyrum en fyrsta lóukvakið. Það er heilsun frá sumrinu. — En hún þagnaði strax; hún var einmanaleg, flaug lágt og skammt og bældi sig aftur niður sunnan við vallargarðiun. Suðurfrá hefur hana dreymt um græn eingi og grösug tún. Hún hefur villst hing- að of snornma. En allir menn og allar skepnur óska lóuna velkomna. Veturinn, sem lagði á stað hjeðan um daginn, kom aftur ríðandi á Norðanstorminum. Hann var í grárri briðarúlpu, ljet keyri fylgja nára og reið í tröllsham gandreið yflr fjjöll og flóa. Þá varð ailt í uppnámi, fönnum kyngdi niður í fjöllin, hús ljeku á reiðiskjálfi, sjór gekk hátt á land npp, en hol- skeflur og brimboðar stigu risadansa meður orgi og óhljóðum um allan flóann. Tvö skíp frönsk losnuðu upp hjer á höfninni i norðanrokinu aðfaranótt sunnudagsins; annað var flskiskúta lítil og lenti í Söivhðlsvör, rjett vestan við Arnarhól, en hitt var spítalaskipið, „St. Paul“, sem komið var hingað til að safna saman sjúkum mönnum af fiskiskipaflota Frakka hjer við land. Það var að öllu sem best búið, hafði sex sjúklinga- rúm, læknir og nunnur til að hjúkra veikum mönn- um. Þar var og bænahús mjög vandað og lík- neski helgra manna. Þetta skip rak upp í klett- ana niður undan Klöpp i Skuggahverfl. Lá það þar á þurru um fjöru á sunnudagsmorguninn. En með flóðinu síðar um daginn reyndi „Heimdallur" að ná því út, en tókst ekki. Fleiri tilraunir voru og gerðar til að losa það, bæði af „Heimdalli" og eins af herskipinu franska, en allt reyndist ónýtt. Nú eru bæði skipin orðin að strandi. Annað spitalaskip, sem Frakkar gerðu út í fyrra til New-Foundlands, „St. Pjerre", fórst þar þá. Franska herskipið, „la Manche“ kom hingað á mánudaginn frá útlöndum. Eingar nýjar fregnir hafði það að færa af ófriðnum. Cand. med. Jón Jónsson frá Hjarðarholti var 1. þ. m. settur læknir í Vopnafirði. Hann hefur ver- ið utanlands í vetur, í Khöfn og Lundúnum, til að kynna sjer lækningar, en er nú staddur hjer í Reykjavík. Sýslufundur Árnesinga stóð frá 6. til 10. f. m. Hr. Eggert! Benediktssyni var leyfð sveitaverslun í Laugardælum. Þar var gufubátnum „Oddur“ veittur 2500 kr. styrkui og ákveðið, að hann færi 2 ferðir til Reykjavíkur og til 1 Þórshafnar. Styrkurinn, sem Helgi Jónsson cand. mag. hefur feingið úr Karlsbergssjóði til grasfræðisrannsókna hjer á landi og í Færeyjum í sumar er 2,700 kr. Helgi hefur verið hjer í Reykjavik um tíma, en fór til ísaijarðar með „Laura“ um daginn. Hann hefur verið á ferð aftur á bak og áfram hjer með fram ströndunum á dálitilli kænu og slætt upp frá sjávarbotni þang og þara, sem hann skoðar síðan í smásjá heima hjá sjer. í Mosfellssveit hefur einn bóndi í vetur misst 30 fjár úr lungnabólgu. Sæmundur Árnason, bóndi á Sólheimahjáleigu í Mýrdal rak sig í gegn með hnífi og valdi til þess verknaðar sjálfan páskadaginn. Stakk hann tvis- var á sjer, en lifði þó við verstu harmkvæli fram á næsta dag. Hann haiði verið geðveikur. Heyskrotur er nú víða orðinn hjer sunnanlands. Eins segja síðustu tregnir af Áusturlandi, að víða hafi þar verið orðið lítið um heybjörg. öufubáturinn „Oddur“ kom hingað á mánudag- inn frá Eyrarbakka til að sækja síld í íshúsið. Yerslunarstjóri P. Nielsen hefur tvisvar áður sent hingað eftir síld með 12 hesta lest. Nú geta Reykvíkingar og aðrir, sem við Faxa- flóann búa, farið að lyfta sjer upp milli kaupstað- anna. Því nú er „Reykjavíkin“ komin. Hún kom hingað í norðanrokinu snemma á þriðjudaginn, lagð- ist þá fast út undir Eingey, en fæTði sig nær morg- uninn eftir. Þ4 fóru menn að róa út til að skoða hana, þótt nokkuð væri hvasst. „Reykjavíkin" er ljósgrá á lit og lagleg til að sjá. Öll er húu yfir- byggð. Á henni eru þrjú farþegjarúm. Á því fyrsta geta setið yfir 30 manns; sætin eru þægileg og rúmið laglegt. Ánnað rúm er nokkru minna, en einnig dálaglegt. Þriðja rúm er þilfarið. Yfirleitt leist Reykvíkingum vel á gufubátinn og hugðu gott til að ferðast með honum í sumar. Sir Payn, sá er Elliðaárnar hefur keyft af Thom- sen kaupmanni, ætlar að byggja sjer þar sumar- bústað og lætur byrja á því í vor. Skipskaði varð nýskeð af Mýrum vestra. Á leið frá Straumfirði fórst bátur með 5 mönnum, form. var Sigurður Guðmundsson hreppstjóri frá Hjörsey. „Yaagen“, Galeas, Capt. Lunde, 72 tons, kom frá Leith. Alls konar vara til Ásgeirs Sigurðssonar. Skipalisti. „Cuckeo (55,50 sml.), skipstj. T. Andersen, troll- ari fráHull; „Fortuna“ (79,63), C. H. Dreioe, kaup- far til Eyþórs Felixsonar; „Emanuel" (128,46), skip- stj. H. C. Dam, kaupfar til W. Christensen; „Pe- rouse“ (86,26), Ledim, „Glaneuse“ (81,76), skipstj. Brouard, bæði frönsk fiskiskip; „Reykjavík“ (81,47), Bkipstj. S. A. Waardal, eigandi: Fredriksen & Co. Mandal, flutningaskipið; City of Manchester (79,18), skipstj. John Leo, fiskiveiðaskip keyft í Hull af Filippusi Filippussyn á Gufunesi o.fl.; „Marie Berthe“ (72,90), skipstj. Poilvet, „Jeanne“ (95,87), skipstj. Hamon, bæði frönsk fiskiskip. Reykjavíli. Þessa viku hefur verið sífellt norðanrok og kuld- ar. í gær hlýnaði töluvert og kyrrði, en í dag er aftur kuldarok af útnorðri. Reykvíkingar hafa nú þessa viku flakkað mikið út um Skuggahverfið og er það spítalaskipið strand- aða, sem leitt hefur til sín athygli manna. Allir harma foriög svo fallegs skips. Þó gátu margir ekki gert að sjer að brosa einn daginn. Þá voru líkneskjur helgra manna bornar í iand og kom Ei- ríkur gamli frá Brúnnm upp eftir klöppinni með sinn dýrðlingin uudir hvorri hendi, Maríu mey og P&l postula. Honum skrapp fótur 4 klöppinni og datt María þá í tvennt, en Páli kom hann ó- skemmdum. Guðbrandur Finnbogason konsúll hefur nú haft með sjer upp hingað þrjár talvjelar (Fonograf). Eina þeirra hefur hr. Sigfús Eymundsson nú keyft og kostaði hún 300 kr. Talvjelin getur geymt orð og hijóð sem inn í hana eru töluð svo leingi sem vera vill og skilar þeim aftur svo nákvæmlega, að lítill munur heyrist. — Talvjelin er svo út búin, að talað er í gegn um gummipípu inn í dálítinn stokk. Þrjár hliðar hans eru úr málmi, en ein er þunn glerplata. Hljómbylgjurnar setja sveiflur á glerplötuna, en áföst henni er nál með skörpum oddi og heggur hann þegar glerplatan tekur sveifl- urnar, misdjúp för á vaxsivalning, sem vjelin snýr meðan talað er, Þegar menn vilja fá hljóðið aftur út úr vjelinni, er húa iátin snúa sívalningum eins og áður; rennur þá nálaroddurinn sömu förin sem hann gerði fyr; við það komast sömu sveifiurnar á glerplötui.a og gefur hún þá frá sjer samskonar hljóð og áður Bettu hana í hreyfingu. í gærkvöld sýndi Sigfús talvjelina á Studenta- fundi og hafði hún þar upp drykkjulög, sem ein- hverjir dónar höfðu sungið inn í hana í Nýju-Jórvík. — Eddison fann upp talvjelina 1877, en síðan hefur hún verið bætt mikíð. Fyr hefur hún ekki sjest á voru landi. Hr. Sigfús Eymunds- son sýnir hana heima hjá sjer í dag kl. 4—5 e.m. hverjum sem hafa vill og geta menn feingið að heyra til hennar fyrir 25 au. Á stúdentafundi í gærkvöld var talað um að koma á íslenskri þjóðhátíð árlega. Yar mikið rætt um þetta mál og kom mönnum þar satnan um að velja til hátíðahaldsins 1. sunnud. í ágústmán. Á þetta mál verður betur minnst síðar hjer í blaðinu. Leikið verður i Iðnaðarmannahúsinu á morgun, kl. 8‘/2 e.m.: „Sakleysið 4 flóttaför“ og „Ærsla- drósin“ eftir E. Deligny. Með skipinu „Vaagen“, sem hingað kom í gær- kveldi hef jeg íeingið: I=-alsJáriiiö alþelx.ls.ta niiklar birgðir ágætt ödýrt. Leirvara alls konar. Margar teg. af IiamiorailQÍ Margerine. Lau.li.vtr. Döölur. Og margt lleira. _______ Ásgeir Sigurðsson. Kristján Þorgríuissou selur saltað kjöt. Kristján Þorgrímsson selur saitað flesk frá Danmörku fyrir l4gt verð. Kristján Þorgrímssou selur söltuð svinsllölllö frá Dan- mörku. Á „HÓTEL REYKJAYÍK“ eru hvít tóuskinn keyft hæstu verði. ‘ Einar Zoega.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.