Ísland


Ísland - 15.05.1897, Blaðsíða 1

Ísland - 15.05.1897, Blaðsíða 1
iSLAND. I. ár, 2. ársfl. Reykjavík, 18. maí 1897. 20. tölublað. (slenskur þjóðminningardagur. Það er harla eðlilegt, að þjóð finni hvöt hjá sjor til að verja einum af ársins 365 dögum til að minnast tilveru sinnar, líta yfir liðið skeið og fram á komandi tíð. Öll trú og von á framtíðina á rætursínar í minningu fortíðarinnar og sprettur npp af henni. Og sú þjóð, sem eigi ber bjarg- fasta trú og örugga von til framtíðar sinn- ar, hún er „dauðans matur“; hún á eing- an rjett á sjer leingur í þjóðanna tölu. Hversu misjöfn sem fortíðin kann að hafa verið, og hversu sárar sem minningar hennar kunna að vera, þá hlýtur þjóðin þó, úr því að hún hefur þrótt og táp til borið að varðveita tilveru sína og ein- kenni sem þjóð, að geta í jarðvegi fortíðar- innar gróðursett sjer trú og von á auðnu- ríka framtíð. Qeti hún það ekki, þá er hún orðinn feyskinn stofn og rótlaus, dauð úr öllum æðum og hlýtur að hverfa úr heiminum sem sjálfstæð þjóð — æfi henn- ar og saga er þá úti. Eins og einsta'kiingurinn heldur árlega afmælisdag sinn, eins halda nú flestar menntaðar þjóðir sjer árlega minningardag. Pað er ekki nema eðlilegt, að vjer ís- lendingar gerum slikt hið sama. Því fá- mennari og kraftminni sem þjóðflokkur vor er, því síður er oss vanþörf á að glæða sem best þjóðlega meðvitund vora. Petta hefur án efa vakað fyrir þeim, sem í seinni tíð hafa farið að hugsa um að koma því á, að vjer íslendingar hjer heima1 skyldum fara að haida oss árlegan þjóðminningardag. Formaður stúdentafjelagsins hjer, herra kandídat Bjarni Jónsson (frá Vogi), sem vakti máls á þessu málefni í fjelaginu og bar fram tillögu um, að stúdentafjelagið byndist fyrir að koma málinu í frarakvæmd, á þakkir skildar fyrir það. Eins og líklega mun getið um annars staðar hjer í blaðinu fjekk sú tillaga ein- dregið fylgi, að reynt væri að koma því á, að árlega væri haldínn þjóðmiuningar- dagur. Á móti því heyrðist eingin rödd, og það mun meiga telja víst, að eingin rödd heyrist móti því hjá þjóðinni. Það virðist því meiga ganga að því vísu, að allir íslendingar geti orðið sam- dóma um það, að æskilegt sje að halda einu sinni á ári íslenskan þjóðminningar- dag. En þá liggur hitt fyrir, að hugleiða, hvernig slíku hátíðahaldi yrði best og hag- felldast fyrir komið. Þeir sem kunuugir eru frændþjóðum vorum, Norðmönnum og Dönum, þekkja nú án efa til þess, hvernig þeir halda þjóð- minningardaga sína (17. maí í Noregi og 5. júní í Danmörku), og þarf ekki því að lýsa fyrir þeim. En „íslendingadagurinn", sem landar vorir halda í Ameríku, er að mörga leyti besta fyrirmyndin, eins og hann er haldinn árlega í Winnipeg. Þar hefur nefndin, sem fyrir hátíðahaldinu hefur. *) Landar vorir fyrir vestan haf byrjuðu á þessu 1890 og hafa árlega gert það síðan. staðið, leigt fyrir daginn einhvern lysti- garð, annaðhvort í útjaðri bæjarins eða rjett utan við bæinn, til hátíðahaldsins. Þar hafa menn svo komið saman og þar hafa skemmtanir farið fram samkvæmt til- settri áætlun (Bprógrammiu); hafa þær verið fólgnar í íþróttasýningum, ræðum, saung, hljóðfæraslátti, stundum dansi að kvöldinu um stutta stund. Ræður hafa venjnlega verið þrjár til fimm fast ákveðn- ar, og kvæði sungin við hverja, ýmist orkt fyrir daginn í það sinn, eða þá eldri kvæði. Þegar ræður hafa verið þrjár, hafa þær verið fyrir minni íslands, íslendinga í Vesturheimi og Ameríku. Stundum hafa í stað hins síðast nefnda verið tvö minni, nefnlega Bandaríkjanna sjer í lagi og Ca- nada sjer. Það verða alls fjögur. Stund- um hefur og verið minni kvenna hið fimmta. Hvort sem kvæði þau, er sungin hafa verið með ræðunum, hafa verið orkt fyrir daginn í það sinn eða eldri kvæði hafa verið notuð, þá hafa þau (þrjú til fimm eftir atvikum) verið prentuð sjer á lausu blaði, svo að hægt væri að býta þeim út meðal allra og er það einkar-vel til fallið, svo að þeir geti sungið með sem vilja, en hinir fylgt efninu, sem ekki syngja. En jafnan hefur saungflokkur æft sig á lög- unum á undan og aðallega haldið uppi saungnum, svo að hann færi vel. Hafi orðið afgangur af þeim tíma, sem í áætluninni var ætlaður til ræðuhalda, hefur einum eða fleirum lysthafendum ver- ið boðið eða leyft að taka til máls. Að öðru leyti hefnr verið fylgt áætlun um röð skemmtana og tíma til hverrar. En auð- vitað getur oft svo til borið, að einhverj- ir haldi ræður í útjöðrum skemmtisvæðís, ef fólk vill því hlýða, annaðhvort meðan á einhverri íþróttaframning stendur, eða á millibilstímum þeim, sem óákveðnir verða milli annara ákvæðisathafna. Verður allt slíkt í fullkomnu frjálsræði eins og hvað annað, sem menn vilja skemmta sjer með, að eins að það fari svo fram, að það trufli ekki hinar ákveðnu athafnir. Hornleikaraflokkur hefur venjulega skemmt af og til um daginn með hljóð- færalist, í millibilum þeim, sem hljóta jafnan að verða milli annara ákveðinna skemmtana. Margvíslegar íþróttir eru þreyttar, og verðlaun veitt fyrir, þeim er öðrum taka fram eða sigr vinna. Menn þreyta kapp- akstur (með hestum) — hjer kæmu nú eðlilega kappreiðar í staðinn —, kappstökk ýmisleg (hástökk, langstökk o. s. frv.), kapphlaup (milli flokka á tilteknum aldri, milli kvæntra og ókvæntra manna, giftra kvenna og ógiftra, barna á tilteknum aldri o. s. frv.), kappróður (þar sem því verður við komið), glímur, aflraun á kaðli, hjól- reiðar. o.fl., o.fl. Menn hafa nesti með sjer út á hátíðar- staðinn, eða kaupa sjer þar mat og drykk eftir því sem hver vill. Það má t. d. byrja íþróttir kl. 10 að mojrgni dags og halda fram til hádegis, hafa svo hvíld, byrja svo ræðuhöld, svo hvíld að þeim loknum, svo framhald íþrótta, saung og hljóðfæralist á milli, og að öðru leyti skemmta menn sjer hver sem best getur og helst vill jafnframt hinum ákveðnu skemmtunum eða utan við þær. Vilji menn dansa, má opna danspallinn kl. 7 eða 8 og halda honum opnum til kl. 10 eða 11 — helst ekki leingur; því að ailar heils dags skemmtanir ættu að enda snemma, svo að menn daginn eftir vakni upp hresstir og endurnærðir af hvíldinni og skemmtuninni, en ekki þreytt- ir og slæptir. Það er jafnan mikilsvert atriði við allar skemmtisamkomur að kunna að fylgja hinni gullvægu reglu sjera Hallgríms gamla Pjeturssonar, „að hætta hverjum leik, þegar hæst hann fer“. Það er svo sem auðvitað, að þó að þessa fyrirkomulags hafi verið getið hjer, svo sem til sýnis, þá getur fyrirkomulag- ið verið með ýmsu móti, eftir því sem best þykir við eiga og faung eru til á hverjum stað og tíma. Hitt segir sig og sjálft, að það verður að vera komið eingaungu undir frjálsum vilja manna og samkomulagi, hve víða menn halda slík hátíðahöld, og hve víðlend svæði sækja að hverju slíku. Að eins virð- ist mega benda til þess, að ættu menn af víðlendum svæðum aðsókn á einn stað, hljóta það að verða tiltölulega færri, sem geta sótt samkomurnar. En æskilegast virðist að sem flestum gefist kostur á hlut- töku. Auðvitað verður dálítill beinlínis kostn- aður samfara sliku. Undirbúningur Iag- legs samkomusvæðis, tjöld, pallar, ræðu- stólar, verðlaun fyrir íþróttir, ýmisleg á- höld o. fl. kostar allt nokkuð. Hafl menn leigt sjer afmarkað svæði til hátíðarhaldsins, má selja aðganginn að þvi fyrir nokkra aura (50 au. eða 25 au. fyrir fullorðna t. d., og 10 au. fyrir börn). Ef menn láta gera sjer aðgaungumerki, t. d. prentað einkenni á silkiborða, sem hver hluttökumaður væri skyldur að bera á brjósti, þá er auðgert að gæta þess, að hver maður hafi greitt aðgangseyri, því að forstöðunefndin selur þau merki og eru þau þá sýnileg kvittun fyrir aðgangseyrinum. Kaupmenn, iðnaðarmenn og aðrir, sem þess eru um komnir og vilja hlynna að degin- um geta gefið einhvern eigulegan mun hver, sem hafa má að verðlaunum; nokkrir mundu gefa andvirði fyrir eina eða fleiri medalíur (úr bronsi eða silfri), sem geta verið snotur verðlaun íþróttamönnum. Menn, sem fá leyfi til að hafa veitingar á staðn- um, greiða eitthvað fyrir það leyfi (sem yrði boðið upp fyrir fram). Ef á þyrfti að halda, mætti og láta þá, er þátt vilja taka í að þreyta íþróttir til verðlauna, greiða einhvern lítinn hlöttöku- eyri, t. d. 5 eða 10 au. Talsvert afkostn- aðinum kæmi helst fyrir í fyrsta sinni, en ekki árlega, t. d. fyrir borð, palla, tjöld, aflraunakaðal o. s. frv. Má nota sömu munina ár eftir ár um langt árabil. Næst liggur þá fyrir að tala um tím- ann, þ. e. hvenær slíkan dag skyldi halda, því að Iögulegast er, að það sje einn og sami dagur um land allt, eða þá að minnsta kosti því sem næst, þannig, að miðað sje við einhvern hinn sama merkisviðburð í æfi þjóðarinnar. Hjer verður einkum tvenns að gæta: annað er það, að dagurinn sje miðaður við þýðingarmikinn merkisviðburð í sögu vorri; hitt, að valinn sje dagur um þann hlut árs, er auðið er að koma saman und- ir berum himni. Yeturinn með öllum sín- um ófærðum og illviðrum er með öllu ó- tækur til slikra hluta. Hjer hefa enn ekki heyrst nema tveir viðburðir til nefndir, er takandi væri 1 mál að miða við, enda eru ekki margir dagar um þennan tíma árs, að því er mönnum virðist enn hafa hugkvæmst, sem sagt verður að geti verið minningardagur um viðburði, sem hafi yfirgnæfandi þýðing fyr- ir þjóð vora. Annar er fæðingardagur Jóns Sigurðssonar (17. júní), en hinn er byrjun ágústmánaðar (1. eða 2. ágúst eða 1. sunnudag í ágúst), þegar stjórnarskrá íslands gekk í gildi. Það þarf eingum orðum um það að eyða, að hverjum einasta íslendingi er ljúft að heiðra minning Jóns Sigurðssonar, „föður vors unga sjálfsforræðis". En með hverju verður hún betur heiðruð en því, að halda í vegsamlegri minning ávextinum af œfi- starfi hans? En það er einmitt sjálfsfor- rœði íslands. Og minningardagur um sjálfsforræði ís- lands fær enn þá víðtækara svið, en minn- ingardagur um þess ágætasta son. Undir minningardaginn um sjálfsforræði landsins, þjóðarinnar, fellur eigi að eins eðlilega minningin um Jón Sigurðsson (hvernig á að minnast þess án þess að minnast hans?), heldur og lika minningin um allar lands- ins framfarir í fortíð, nútíð og framtíð, minningin um þá fleiri góða sonu, sem ísland hefur átt og mun eignast, og allar vorar framtíðarvonir. Sá minningardagur er sú sívíkkandi umgjörð, sem jafnan hlýt- ur að rúma allt, sem þjóðinni er og verð- ur dýrmætt. Því er nú svo háttað, sem betur fer, að jafnvel íslands ágætasti son- ur dregur sitt ágæti af því, að vera ís- lands sonur, og hafa verið því sá mikil- hæfi, tryggi og góði sonur, sem hann var. Island sjálft fremst og efst, og allt á- gæti þess sona í skjóli þess og skugga. Bandaríkin hafa fæðingardag Washing- tons að nokkru leyti fyrir helgidag, þótt eigi sje almennt hvíldardagur þá frá störf- um. Stjórnarskrifstofum og skólum er lok- að þann dag; á sumum skólum halda kenn- arar ræður fyrir nemendum um Washihg- ton; sumstaðar er nemendum sett fyrir á undan, að gera ritgerð um æfi hans og þýðing; sumstaðar eru samsæti að kveldi í fjelögum o. s. frv. Fánar blakta á hverri staung; en yfirleitt fer annars öll vinna fram þann dag sem aðra. En 4. júlí á frelsisdag landsins, þá er alger hátíðisdag- ur; þá er mest dýrð allra ársins daga, — og þá gleyma menn ekki Qeorg Washington. Eingum getur líklega blandast hugur um það, að síðan ísland glataði sjálfu sjer úr

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.