Ísland


Ísland - 15.05.1897, Blaðsíða 2

Ísland - 15.05.1897, Blaðsíða 2
78 ISLAND. r r=t=t=i ÍSLAND. Ritstjóri: t»orsteinn Gíslason. Skrifstofa: ÞinjfíioLtsstræti 7. Prentað í: Fjelagsprentsmiðjunni „ÍSLAND“ kemur út hvern laugardag áþessum ársfjórðungi (aprli—júll), 13 blöð alls. Áskrifl bindandi þijá mánuði. Hver ársfjðrðungurborgist fyrirfram um leið og blaðið er pantað og kostar í Reykjavik 70 au., útum land 79 au., erlendislkr. Pðstafgreiðslumenn og brjefhii ðingamenn taka mðti áskriflum og borgun fyrir blaðið og kvitta fyrir. Keykvikingar og þeir sem i nánd við Rvik búa geta pantað blaðið í bökaverslun Sigfösar Eymundssonar, í verslunarbúð Björns Kristjánssonar, hjá kaupmanni Kr. Ó. Þorgrímssyni, hjá hr. Júlíus Jörgensen, Hðtel Island, hjá útgefanda blaðsins. =i=t=i=i=I=t=ú=i=1=íí=i=t=i=i=i=t=I=i=i=t=1=i=i=E J ríkja tölu og gekk uudir konungsvald, hefur einginn viðburður orðið í sögu þess í nokkurn námunda jafn þýðingarmikill eins og sá, er það fjekk formlega og undir- stöðulega (principíel) viðurkenning fyrir rjetti sínum til að stjórna sjálft sínum eig- in málum. Og þetta kom fyrst til fram- kvæmdar í byrjun ágústmánaðar 1874, er stjórnarskráin gekk í gildi. Vestan hafs heyrði jeg örfáar raddir (hjer hef jeg einga slíka heyrt) í þá átt, að úr því að vjer íslendingar værum óá- nægðir með ýmsar ákvarðanir stjórnar- skrárinnar og vildum fá þeim breytt, þá væri það sjálfu sjer ósamkvæmt, væri mót- sögn mót endurskoðunarbaráttunni, að minnast stjórnarskrárinnar, sem fagnaðar- ríks og þýðingarmikils atburðar í þjóðlífi voru. Jeg má játa, að mjer er slík hugs- un allsendis óskiljanleg. Jeg hef aldrei orðið þess áskynja, að menn greindi neitt verulega á um það, að stjórnarskráin væri ófullkomin mjög; allir vildu víst fegnir fá umbætur á henni, þótt menn greini á um veg og aðferð. En hins mun einginn heldur hafa orðið var, að nokkur maður með fullri rænu óskaði, að vjer hefðum heldur einga stjórnarskrá, en þá sem vjer höfum. Framfarir vorar, þótt smáar sje ef til vill í samanburði við það rek, sem aðrar þjóðir eru á, hafa þó verið svo margar og miklar síðustu 23 árin, að undir algerða rjettleysisástandinu, sem áður var, urðu þær aldrei eins miklar á 1—2 öldum, eins og nú hafa þær orðið á 23 árum.. Það er þarft og gott, að bera oss sam an við aðrar þjóðir, til að minna oss á, hvað oss er ábótavant; það er þarft að vekja athygli vora á „uppblæstri" lands ins, til að hvetja oss til aðgerð.i. En það er eingu síður þarft, að minna oss á, hvað oss hefur orðið ágeingt, til að styrkja sjálfstraust vort og glæða von vora og trú á framtíðinni, treysta trú vora á mátt vorn og megin. Að telja það upp, sem oss hefur þokað áfram síðan 1874, yrði hjer of langt mál. Sem sjónarvottar að breytingunum erum vjer kannske heldur gjarnir á að veita þeim minni eftirtekt. En þeir sem muna, að allar vorar eimskipssamgaungur við útlönd voru þá fólgnar í 4—5 eimskips- ferðum á ári milli Reykjavíkur og Kaup- mannahafnar; að vjer höfðum eitthvað fjóra lækna á öllu landinu, eingar strand- ferðir, landpóstferðir frá Reykjavík til fá- einna staða út um land fjórum sinnum á ári, þilskipaútgerð sárlitla, við Faxaflóa t. d. nær einga, eingar brýr á ám, eingan færan vegspotta á landinu, einga skóla ut- an Reykjavíkur, helmingi fleiri mean á sveit, en nú eru, og ótal margt því um líkt, — þeir sem þetta muna og líta vilja opnum augum á það, sem þeir nú sjá, þeim mun ekki dyljast, að hjer eru mörg og stór spor stigin til framfara, og öll ávöxtur af stjórnarskrá vorri. Ekki hefur nein önnur þjóð látið sjer það í vegi standa fyrir að minnast sjálfsforræðis 8Íiis, þótt stórgallar hafi verið á stjórnarskrá hennar. Þrælahald og fleiri ófógnuður var löghelgað í stjórnarskrá Bandaríkjanna fram til þrælastríðsins; en eingum datt í hug, að eigi væri vert fyrir því, að minn- ast sjálfsforræðis landsins. Meiri hluti Dana mun vera harðóánægð- ur með stjórnarskrá sína, eins og hún hef- ur reynst; en einginn lætur fyrir þið und- ir höfnð leggjast að halda helgan minn- ingardag hennar. Jeg er viss um, að eiaginn íslendingur, hvort sem hann er „aðskilnaðarmaður4* eða „endurskoðunarmaður" eða „ávarps- maður“, mun vera blindur fyrir þeirri þýðing, sem stjórnarskráÍD hefur, þeirri þýðingarmiklu viðurkenning fyrir eðlileg- um rjetti vorum til sjálfstjórnar, sem bæði ósjálfrátt og beinlínis er gefin með stjórnar- skránni, þótt honum sje ekki enn að öllu fullnægt með henni. Jeg get varla hugsað mjer, að menn geti greint á um það, að þetta sje merk- asti viðburðurinn í sögu vorri, sem eðli- legastsje að binda þjóðminningardaginn við. En þá koma praktísku ástæðurnar. Allur vortíminn og sumartíminn er dýr- mætur bjargrœðistími, og dýr hver dagur- inn, sem úr fellur. Eftir miðjan júní standa kaupstaðar- ferðir (lestir) hæst yfir mjög víða um land. Vegir geta sumstaðar verið misjafnir; örð- ugt fyrir vinnufólk að fá hesta til reiðar. MiIIi kaupstaðarferða eru menn og víða bundnir við jarðabætur, húsagerðo.fl. Mis- viðra er þá og miklu fremur von í hin- um harðari hlutum landsins, heldur en síðar á sumri. Aftur í ágúst er há heyskapartiminn, og sje óþurrkatíð, getur hver dagurinn verið dýrmætur. Það er nú þjóðlegur siður hjer á landi, að miða eins vel við vikudaga í mánuði eins og við mánaðardaga. Þjóðhátíðar- dagur vor, er stjórnarskráin gekk í garð, var fyrsti sunnudagur í ágústmánucíi. Væri hann valinn, þá þyrfti einginu virkur dag- ur úr að falla. Ef presturinn á staðnum, þar sem hátíð er haldin, væri fyrstl ræðu- maður dagsins og flytti stutta andlega ræðu á hátíðarstaðnum, þá meira en ynnist upp það messufall, sem yrði í kirkjunni, því að hann mundi hafa miklu fleiri áheyr- ondur þar en við kirkjuna. í Reykjavík, og ef til vill fleiri kaup- túnum, þar sem heyskapur heldur ekki að, kynnu menn heldur að óska að hafa rúmhelgan dag. Þar gætu menn þá val- :ð 2. ágúst, sem fellur á rúmhelgan dag 3ex ár af hverjum sjö. í þessa átt geingu eindregið tillögur stúdentafjelagsins, og verð jeg að álíta þær mjög heppilegar. Því var hreyft þar, að æskilegt væri að tá alþingi til að löghelga daginn nú þeg- ir. Jeg fyrir mitt leyti verð að vera samdóma þeim, sem álitu að heppilegast væri að leita fyrst fyrir sjer með að koma þessu hátíðardagshaldi á með frjálsum sam- tökum og láta reynsluna sýna, hvað ofan á yrði hjá þjóðinni. Síðar mætti þá lög- helga daginn, ef æskílegt þætti, þegar sú athöfn yrði ekki annað en staðfesting á því, sem venjan hefði komið á. Auðvitað ætti slík löghelgun aldrei að vera fólgin í iögþvinguðum helgidegi almennt, svo að vinnubrögð væru bönnuð búendnm og vinnu- fólki almennt, heldur að eins í því, að stjórnarskrifstofur og opinberar stofnanir (og ef til vill sölubúðir?) væru lokaðar þann dag. En það er ætíð nægur tími að tala um það. Sjálfu þjóðminningardagsmálinu óska jeg geingis og góðra manna hylli. Jón Ólafsson. Kringsjá. Ófriðurinn. Eftir bardagann í Milounaskarði páska- dágana og er Tyrkir höfðu hrakið Grikki niður á ÞessalíuvöIIu og tekið borgina Tyrnavo, bjuggu hersveitir beggja sig til orustu á ný, og að nokkrum dögum Iiðn- um var háð orusta mikil hjá borginni La- rissa, höfuðborg Þessalíu. Sóttu Tyrkir borgina en Grikkir vörðu. Orustan stóð samfleytt í 3—4 daga (22. — 24. eða 25. apríl að likindum). Liðsmunur var afar- mikill, 45,000 örikkja mót nálega 80,000 Tyrkja. Er einginn efi á, að Grikkir hafa sýnt hrausta vörn, er þeir áttu við slíkt ofurefli að etja, því að kveldi hins síðasta orustudags voru þeir enn kyrrir í sömu sporum. En þá tóku Tyrkir að sveigja báða fylklngararma til beggja hliðaGrikkj- um. Treystn Grikkir þá ekki vígstöðvum sínum og óttuðust, að Tyrkir mundu um- kringja sig sökum liðsmunar og rjeðu því af að halda liðinu undan nóttina eftir á betri vígstöðvar. En þá vildi Grikkjum það óhapp til, að felmtri miklum sló á lið þeirra. Varð hergangan að óreiðu einni, flýði hver sem fætur togaði undan og hugði Tyrki á hælum sjer og skildi vopn og far- angur eftir. Hraðskeytaritari fjelagsins „Reuther“ segir svo frá, að hann og ýms- ir aðrir frjettaritarar hafi komist í vagn og haldið áfram með liðinu, en svo var ó- gangurinn mikill, að vagninum var velt undir þeím, og þóttust þeir eiga fótum fjör að launa, og komust slippir og fót- gangandi þangað, er Grikkir reistu að nýju herbúðir sínar. Þrátt fyrir óhapp þetta tók8t yfirforingja hersins, Konstan- tinusi krónprins, að safna hernum saman að nýju og reistu Grikkir herbúðir sínar hjá Volo og Phersalae 5—6 mílur suður frá Larissa, og bjuggust þar til varnar. Þá er Tyrkir vöknuðu morguninn eftir, söknuðu þeir vinar í stað, er Grikkir voru horfnir. Ekki er Ijóst, hvort þeir hafi þá fyrst tekið Larissa eða unnið hana meðan á orustunni stóð. Bjuggust þeir til að veita Grikkjum eftirför, en ekki hafði þeim þó lent saman á ný, er síðast frjettist. Óljóst er hvort Osman pasja hafi verið hershöfðingi Tyrkja í orustunni við Larissa eða það hafi verið Edhem pasja, þó mun Osman hafa verið með bonum og höfðu lausafregnir borist um það að hann mundi hafa fallið í orustunni. Þá er fregnin um undanhald Grikkja barst til Aþenu, varð uppþot mikið í borg- inni, en var þó í rjenun er síðast frjett- Í8t. Hugði Georg konungur að segja af sjer konungdómi, en hvarf þó frá því ráði aftur og kvaðst mundi sitja hverju sem viðraði meðan sætt væri og meðan þjóðin fylgdi sjer að málum. Var hershöfðingi sá, er Smolenski er nefndur, settur krón- prinsinum tii ráðaneytis við herinn til að hjálpa til að ráða úr vanda þeirn, er her- inn var staddur í. í Epírus geingur Grikkjum stöðugt bet- ur en Tyrkjum, en þar er svo lítill liðs- kraftur saman kominn, að þótt Grikkir vinni þar nokkrar smáorustur, ríður það eingan baggamun, nema ef það kynni að æsa íbúana til uppreistar gegn Tyrkjum. Á sjó veitir Grikkjum stöðugt betur, en ekki er getið um, að þeim hafi lent sam- an við Tyrki í hfeinni aðal-sjóorustu. Vassos hershöfðingi lætur fyrirberast á eynni Krít með hersveitir sínar og hefur nokkurn hluta eyjarinnar á valdi sínu. Nokkrar borgir hafa Tyrkir aftur í hönd- um sjer. Floti stórveldanna heldur eynni að nokkru leyti í hergirðingum enn, og varnar Tyrkjum og Grikkjuui að berjast á eynni. Haldið er, að stórveldin muni verða ásátt um, að skipa þar landstjóra, sem sje háður soldáni í Miklagarði að eins að nafninu til. En svo er hatrið milli Grykkja og Tyrkja megnt þar í eynni, að óttast er fyrir, að verði aðrir látnir fá yfirhönd muni þeir ganga á milli bols og höfuðs á þeim, sem lúta í lægra haldi. Ástand gríska hersins er sagt bágborið: Allir kallaðir til vopna, sem vopni geta valdið, er etja þarf gegfi að minnsta kosti helmingi meiri liðfjölda og ríkisfjárhyrslan tóm. Voru sum ensk blöð tekin að kveða upp úr með, að nú væri kominn tími til fyrir stórveldin að skerast í leikinn. Hvern- ig — er þó ekki gert uppskátt enn. Mætti það fádæmum sæta, ef hinar svo nefndu menntuðu þjóðir Ijetu Tyrki hrekja. Grikki suður í Lívadíu og Grikkir ættu eftir að hrekjast með smán úr Þenuspylæ, hinum fornhelga stað, sem eingin þjóð á slíkan í sögunni, og aðEvrópa, sem aldr- ei getur þvegið þann smánarblett af sjer, er hún ljet Tyrki taka Konstantínópel 1453, bætti nú þeirri svívirðing á svívirðirg of- an, að líða Tyrkjum að taka Aþenuborg, og meðal annars að öllum iíkindum brjóta leyfar þær, sem eftir eru af Parþenon, niður til grunna. Uppreistar hefur orðið vart á ýmsum stöðum í Albaníu, en þó ekki í stórum stíl enn, enda kvað megin þorri Albaua vera Tyrkjum fylgjandi að málum. Heyrst hefur, að Serbar(?) hafi gjört soldáni kröfur um skipun biskupsembættis eins, ef til vill að ybba á þrætu, sem hægt sje að byggja ófrið á, enda hafa Serbar mjög í huga að ná undir sig öllum norður- hluta Balkanskaga og stofna öflugt slav- neskt ríki með 8—10 milj. íbúa. En það er hægra sagt en gjört, því þá þurfa þeir ekki að eins að ná Albaníu af Tyrkjum, heldur einnig fá Bosníu og Herzegowíum hjá Austurríkismönnum, sem Austurríki fjekk til verndar með Berlínarsamningnum 1878, en sem það kastaði eign sinni á síðar þegjandi og hljóðalanst. Sagt er, að Rússar sje þó letjandi þess, að Serbar blandi sjer í ófrið þann, er nú stendur yflr. Austræna málið er því enn sá neisti, sem getur kveikt í Evrópu allri þegar minnst varir. Á Suður-Afriku eru óeyrðir miklar, eink- um í Transwaal, sökum Uítlendinga og er helst búist við, að af því leiði fullan fjand- skap. Hafa óeyrðir þessar nú komist til Kap og standa Einglendingar og Hollend- ingar þar öndverðir hvorir öðrum. Pjetur nokkur Accianto, ungur maður úr flokki stjórnleysjngja, gerði fyrir nokkru

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.