Ísland - 05.06.1897, Qupperneq 3
ISLAND.
91
fjallahlíðum, autt láglendi Góðviðri byrjaði þar
fyrst þesaa vikuna. Síldarafli og íiskiaíli mikill.
Útskrifaðir af bönaðarskól. í Ólafsdal 7.-8. f.m.:
Benedikt Kristjánsson (5,67); Benjamín Benjamíns-
son (5,48); Halldór Stefáusson (5,38); Rögnvaldur
Hjartarson Líndal (5,31); KrÍBtján Jónsson (5,02);
Gunnlaugur Gunnlaugsson (4,41).
Tveir menn drukknuðu 25. f.m. í Hvítá í Borgar-
flrði, Jón Tómasson bóndi á Ferjubakka og Jóbann
sonur bans. Jón var hniginn á efra aldur en Jó-
hann um tvitugt. Heir voru að leggja laxanet og
Bökk bátnrinn. Líkin eru enn ófundin.
Eiukennileg pest kom upp i vetur í einu af fjár-
hbsum Stefáns kennara á Möðruvöllum. Á kind-
urnar sótti megn mæði og þegar veikin barðnaði
bætti kindin að jeta og lifði eftir það sjaldan
leingur en 1—2 daga. Ef kindin lifði 5 daga eft-
ir að hfln fjekk pestina tók veikin að rjena og
batnaði þá algerlega á stuttum tima. Alls hafa
veikst 38 kindur af 44, sem í húsinu voru, og 20
af þeim hafa drepist, 19 lömb og ein kind fullorð-
in. Lungun úr fyrsta lambinu, sem drapst, voru
rannsökuð og fundust i þeim ormar 2—4 þuml á
leingd. Ormarnir vorn skoðaðir í sraásjá og kom
þá fram, að þeir eru af snýkjuormakyni því, 'er
„strongylus11 nefnist og telst til þráðormanna.
Skipalisti.
„Thrift“ (52,66 sml.), skipstj. E. Pedersen, timb-
urskip til Björns múrara; „Elliða“ (89,65), skipstj.
C. Georgsen, timburskip frá Mandal til Bryde :
„Bethania“ (118,65), skipstj. Kristian Tomsen lausa-
timburkaupmaður frá Mandal; „Delphin11 (170,50),
skipstj. Barron, með salt til Bryde; „Thyra“, skip-
stj. Carl Hartvig Ryder.
Á þingmálafundi á Framnesi i Dýrafirði 27. apríl
síðaBtl. var meðal annars samþykkt svolátandi grein:
„Pundurinn skorar á þingmenn kjördæmisins, að
gangast fyrir að atofnað sje af þingmönnum al-
mennt pólitiskt fjelag fyrir land allt, er hafi það
mark og m;ð að vekja pólitiskan áhuga í landinu11.
verið venju fremur illt, því hvorki er það rjett, og svo
mætti einnig með jafngildri afsöknn mæla hverjum
glæp bót. Og það er i sjálfu sjer Ijótara að drepa
skepuur sínar úr hor, en að drýgja ýmsa af þeim
glæpum, sem baka mönnum fangelsisvist og æru-
mÍBSÍ.
Austan úr sveitunum, Bnnnanfjalls, eru sögð góð
fjárhöld, og maður sem nú í vikunni kom austan
nndan Eyjafjöllum, sagði gróður þar miklu meiri
en hjer ura kring.
Reykjavík.
Þessa viku hefur verið inndælt veður, sólskin og
logn, og oft sterkur hiti um daga, kvöldin fögur
og skemmtileg. í gær lá heiðmyrkur yfir landi og
sjó íýrri hluta dags.
„Reykjavíkin" ljetti atkerum hjer á höfninni í
gærmorgun eitthvað um kl. 10 í heiðmyrkrinu og
ætlaði til Borgarness. Með henni var landshöfð-
ingi, frú hans og nokkrir farþegar aðrir. Nokkru
síðar flaug sfl fregn um bæinn, að gufubáturinn
væri strandaðnr og hefði rekið sig á Eingey miðja.
En ekki sást út þangað fyrir þoku. í fyrstu lögðu
menn þó lítinn trúnað á þetta, hjeldu það flugu-
fregn og kenndu því um, að illa stæði á tungli.
En litlu síðar komu farþegjarnir til lands og sögðu
allt rjett fregnað, og þegar þokunni ljetti síðar
um daginn, sáu menn „Reykjavík" liggja uppi í
Eingeyjarlendingunni. Með flóðinu var hún svo
dregin út og færð inn ao bryggju. Ekki var hún
skemmd að öðru en því, að járnverjan undir skrúf-
unni hafði skekkst lítið eitt bvo að skrúfan gat
ekki snúist. Er nfl (á föstud.kvöld) verið að gera
við hana og talið víst, að allt verði jafngott að
morgni. Múgur og margmenni þyrptist niður á
bryggjuna þegar báturinn kom og öskuðu honum
allir góðs bata, því báturinn er uppáhald Reykvík-
inga. En klaufaskapur þótti það að hleypa hon-
um á miðja Eingey, þótt ekki sje hún stór og þð
þokan væri nokkuð dimm.
Sjera Júlíus Dórðarson messaði í dómkirkjunni á
sunnudaginn var.
Það var rjett sem sagt var hjer í blaðinu síð-
aet, að Bjora Geir Sæmundsson tónaði í dómkirkj-
unni fyrra sunnudag og tónaði mjög vel. En hitt
var ekki rjett, að þar gleymdist að geta þess, að
hann fór lika í stólinn.
Á morgun verður eingin eftirmiðdagsguðsþjón-
usta í dómkirkjunni.
Nú er byggður dálítill viti inni í Skuggahverfinu
til að vísa skipum leið inn á höfnina í myrkri.
Magnús Einarssondýralæknir er flutturfrá Vina-
minni og í Glasgow.
Sexmannafar var sent bjeðan í gærkvöld upp í
Borgarnes í stað Reykjavíkurinnar.
Nú er hún komin á stað suður, jafngóð að mestu
leyti.
í gærmorgun var Einari Benediktssyni birt stefna f
til málshöfðunar frá landshöfðingjanum yfir íslandi
út af aðdróttun um fölsun á reikningum landsins,
er fram var sett í síðustu bankagrein Eiríks Magn-
ússonar i „Dagskrá“.
Stór-Stúka íslands kemur saman í Good-Templar-
húainu í kvöld.
Það er sagt að tveir menn sigli hjeðan úr Rvík
með næsta póstskipi til að kaupa samtals 8 ný þil-
skip fyrir hina og þessa.
Einar Joehumsson prjedikar í kvöld eins og er
auglýst annarsstaðar í blaðinu.
Misprentast hefur í 19. tbl. „íslands" síðu 74:
Gulrófnafræ, les: Gulrótarfrœ; og Dancus Carot.,
les: Daucus Carota.
Hitt og þetta.
— Frakkneskur fræðimaður, Paul d’Enjoy, þyk-
ist hafa fundið menn með rófu (o: Rudimentær
rófu; þess konar rðfa er t.d. á dverghundum) á ferð-
um sínum á Austur-Indlandi. Fáir voru þeir, og
að ýmsri háttsemi voru þeir öpum líkari en mönn-
um. Frakkneskt tímarit, „L’Antropologie“, er ein-
gaungu fæst við mannfræði, eins og nafnið bendir
til, segir frá þeesu, en ýmsir merkir visindamenn
enskir eru enn vantrúaðir á sögu þessa.
— Mörgum þykir það furðu gegna, að skip skuli
vera smiðuð úr járni, því að menn eru vanari við
að sjá það sökkva í vatni en fljóta. En þeas ber
að gæta, að járnið er miklu sterkara en trje, og
geta járnplöturnar, sem skipið er smíðað flr, því
verið langt um þynnri en plankarnir í trjeskipun-
um þurfa að vera, og munar það svo miklu, að
járnBkipin eru að meðaltali 27 pCt. Ijettari en trje-
skip jafnstór.
— Kennarinn: ,,.Tá, já, Kari, hvað geturðu þá
sagt mjer um pungdýrin ?“
Karl: „Þau hafa pung á kviðnum".
Kennarinn: „Rjett! Til hvers hafa þau hann?“
Karl: „Þau skríða inn i hann þogar þau verða
hrædd“.
— Prófessorinn: „Hvernig haldið þjer nú að
hefði farið, ef Hinrik IV. hefði ekki verið myrtur?"
Kandídatinn: „Hann hefði dáið einhvern tíma
seinna“.
— Gæfa, sem aðrir geta ekki tekið þátt í með
oss, er eins og ógjaldgeingur peningur. Einginn
hefur neitt gagn af honum, allra sist eigandinn.
— Læknirinn: „Hvernig stendur á þeBSu? Þjer
hafið drukkið 3 bjðra á dag núna tvo undanfarna
daga, og jeg hef ekki leyft yður að drekka nema
hálfan bjór á dag“.
Sjúklingurinn: „Það stendur svo á því, að jeg
hef tvo aðra lækna, sem hvor um sig leyfir mjer
að drekka hálfan bjór á dag“.
— Endurminningin er eins óg vínið: hfln verð-
ur eftir því betri aem hún eldist meir.
— Einginn er svo heimskur, að hann skorti
kænsku til þess að draga sjáltan )sig;á tálar.
Um 60 fjár hrakti í norðanveðrinn 1. f.m. í Selá
á Langadalsströnd og átti Ásgeir Ólafason bóndi á
Skjaldfönn flest af því.
Hettusótt kvað nfl ganga suður í Vogum og víð-
ar suður þar. Er nokkur tími síðan fyrst spurð-
ist til hennar og hafði hún komið frá Færeyjum.
Menn kvíða því, að hún muni breiðast út hjer um
landið eins og venja er til um flesta sjúkdóma sem
hingað koma, án þess að tilraunir sjeu gerðar til
hefta för þeirra.
Oddur Jónsson, áður aukaiæknir í Dýrafii
nú orðmn aukalæknir i Flateyjarhrepp 0g
og Gufudalshreppum í Barðastrandarsýsln
Aflabrogð eru nú ágæt hjer við Faxaflóann oe
liggur við sjálft, að þorskur og sild hlaupi á lanr
upp sjálfkrafa. V m
Eins er nú sagður besti afli á Vestfjörðum.
Skonnortan „Dagmar“, sem leingi undanfarandi
bafði flutt hingað lausavið frá Noregi, sást í vor
á hvolfi Buður undan Vestmannaeyjutn. Talið er
VÍst, að skipshöfnin hafi farist. Með skipinu var
eigandi þess N. T. Nielsen.
Nú situr jarðskjálftaniðurjöfnunarnefndin hjer í
Reykjavík og er að skifta gjafafjenu. í nefndinni
eru 5 menn úr Rvík : Julíus Havsteen amtmaður,
formaður, Björn Jónsson ritstjóri, fjehirðir, Jón
Helgason prestaskólakennari, skrifari, Björn Olsen
rektor og Tryggvi Gunnarsson bankastjóri. Full-
trúar úr Rangárvallasýslu: sjera Skúli Skfllason í
Odda og Eyjólfur Guðmundsson sýslunefndarmaður
\ Hvammi. Fulltrflar úr Árnessýslu: Sigurður
Ólafsson sýslumaður í Kaldaðarnesi og sjera Magn-
ús Helgason á Torfaetöðum. Og enn eru við skift-
in skoðunarmenn nefndarinnar : Þórður Guðmunds-
son amtsráðsmaður á Hálsi og Jón Sveinsson snikk-
ari í Reykjavík. Fundina heldur nefndin á bæjar-
þingstofunni og situr að verki sínu frá morgui til
kvölds.
Á framtalsþingi í Mosfellssveitinni í gærdag
spurði sýslumaður hreppsnefndaroddvitann hvað
hæft væri í því, sem bjalað væri um horfelli þar í
svoitinni, og nefndi þá oddvitinn, Guðmundur í
Blliðakoti, 8—10 bændur, sem taldir væru sekir.
Verður nú án efa hafin rannsókn gegn þeim. Á
þessu vori mun hordauði töluvert almennur víða
um land. En það bætir ekki um, og þýðir ekkert
aðafsaka horfellismennina með því, að árferði hafl
Reykvíkingar bafa leingi haldið, að hjer í bæn-
um væri til nefnd, sem þeir hafa kallað „heil-
brigðisnefnd" og hugsuðu þeir, að i henni sæti
bæjarfógeti, bjeraðslæknir og einhver þriðji maður.
En nú komust þeir að því á bæjarstjórnarfundi í
fyrradag, að þessi netnd er ekki til og hefur aldr-
ei verið nema í ímyndun bæjarmanna. Svo stóð á,
að Valdimar ritstjóri fór þess á leit við bæjarstjórn-
ina, að saurrenna væri lögð frá hflsi sínu og fjekk
vottorð hjeraðslæknis um, að eingin vanþörf væri
á að þrifa r.okkuð til þar í kring. En bæjar-
stjórnin vildi láta skjóta máli sínu til beilbrigðis-
nefndarinnar. Þar á fundinum var þá staddur á
áheyrendabekkjum Guðmundur hjeraðslæknir og
fjekk hann leyfi til að tala, þótt ekki sje það
venja að aðrir tali þar en fulltrflarnir. Hjelt hann
því nfl fratn, sem hann einnig hafði sagt á kosn-
ingarfundinum i vetur, að heilbrigðisnefud væri
hjer eingin til og því ónýtt að skjóta málurn und-
ir álit bennar. Þetta vakti töluverðau kur hja
sumum af fulltrúunuui. En bæjarfógeti lýsti þvi
þá yfir, að hann væri nú sömu skoðunar og bar
einnig fyrir sig saras konar álit iandsböfðingja.
En svo er mál með vexti, að árið 1890 var hjer
sett heilbrigðisnefnd samkv. sóttvarnarlögum frá
1805 og átti að verja innflutningi næmra sjúkdóma
af skipum. En svo var ákveðið, að í henni skyldu
sitja lögreglustjóri, læknir og einn maður hinn
þriðji. Nú er þeim lagaákvæðum launga breytt, en
hugmundin um ósýnilega keilbrigðisnefnd hefur lif-
að bjá Reykvíkingum. Nú varð þetta til þess, að
bæjarstjórnin kom sjer saman um að gera ráðstaf-
anir í þá átt,, að þrifnaðarnefnd verði sett í bæn-
um og verksvið hennar ákvarðað, enda sýnist svo,
sem hún gæti feingið ærið að starfa.
í vikunni sem leið kom Halldór Briem kennari
á Möðruvöllum hingað til bæjarins og verður hjer
í sumar.
Skúli Thoroddsen kom hingað til að sitja á
amtsráðsfundinum í Borgarnesi. Hann fer vestur
aftur um rniðjan mánuðiun.
Sjera Jón á Stafafelli próf. og alþm. fer ekki
austur aftur fyrir þing. En um miðjan mánuðinn
ferðast hann norður í land.
Skaíti ritstjóri og Ingibjörg dóttir hans bíða
hjer næatu skipsferðar austur, 10. þ.m.
Jón Hjaltalín skólastjóri á Möðruvöllum kom
hingað i gær.
W. Paulson agent, er hjer nú með níu vestur-
fara. Þar á meðal er Einar Jochumsson og dóttir
hans 18 ára.
Bezta baðlyfið
er án efa JEYES FLUIÐ.
Þegar eg var í Skotlandi f vor, grennslaðist eg eptir lijá ýmsum bændum,
hvaða baðmeðul þeir helzt brúkuðu, og komst eg eptir, að þau meðul, sem flestir not-
uðu og almennt eru álitin reynast bezt, eru
JE5 YE3S PLUIÐ.
Á Þýzkalandi er þetta baðlyf betur þekkt undir nafninu
Úr 1 Grallon (47/i0 potti) má baða 80 til 100 kindnr, og þar eð 1 gallon kost-
ar £tc3 elns -4: lir., kostar að eins 4—5 aura á kindina.
JBYBS FLIJIÐ er alveg óeitrað, svo engin hætta
fylgir að fara með það, eins og t. d. getur átt sér stað með karbólsýru.
Bændur! Kaupið í samlögum, þá get eg selt baðlyflð ódýrar.
Einka-umboð fyrir ísland hefur
Ásgeir Sigurösson,
kaupmaður. Reykjavík.
Stiídentarnir árið 1887
eru beðnir að minnast þess, að vjer kom-
um oss saman um að eiga mót með oss,
þá er 10 ár væru liðin frá stúdentsprófl.
Við undirritaðir leyfum okkur þessu
samkvæmt að skora á alla bekkjarbræður
okkar að mæta í Reykjavík 11. dag ágúst-
mán. næstkomandi.
Reykjavík, 8. maí 1897.
Ólafur Helgasou, G. Björnsson,
prestur 4 Eyrarbakka. hjeraðslæknir i Eeykjavik.
Soltirningar eru beðnir að
taka „lsland“ í sumar á „Hotel Reykjavík".
Nýjasta nýttl
Eiaavj elar af ýmsum
stærðum fæ jeg, sem brenna STEINOLÍU.
Björn Kristjánsson.
Reynið ÖIÍÖ frá C. Zimsen.
Slotsmöllens Eabrikker:
Slotsbryg- 16 au.
Pilsner- 15 au.
Lager- 14 au.
IjÖ.ger-, hjer látið á flösk. 12^2 e.
óáfeingt öl:
Doppelt-öl 15 au.
______________Hvitt öl nr 1. 13 au.
í kvöld kl. 7—8
prjedikar Einar Jochumsson í leikhúsi W. 0. Breið-
fjörðs kaupmanns. Textinn verður: 1. veraldar-
ríki, 2. kirkjan og kenniug hennar. Ræðan varir
1 kl.tíma. Prjedikarinn óskar sjerstaklega, að guð-
fræðingar verði viðstaddir. Inng. kostar 25 au.
Muniö ©rtir að panta
„ísland“ á rjettam tima.
Yfirfrakki dálítið hrúkaður fæst keyptur fyr-
ir gott verð. Upplýsingar fást í Fjelagsprentsm.