Ísland - 12.06.1897, Blaðsíða 1
ISLAND.
I. ár, 2. ársfj.
Heykjavík, 12. júní 1897.
24. tölulblað.
Kringsjá.
l in búnaðarfundi.
Ráðgjafaskifti í Danmörku.
Ráðaneytisforsetinn Reedtz Thott, sem
jafntramt var utanríkisráðgjafi, er nú far-
inn frá stjórn og fylgdu honum þrír ráð-
gjafar aðrir, Luttichau, fjármálaráðgjafinn,
Schnack, hermálaráðgjafi og Sehested,
landbúnaðarráðgjafi. í stað þeirra eru nú
komnir þrír nýjir: Alfred Hage, Styhr
biskup og Tuxen ofíursti. Nú er ráða-
neytið svo skipað: forseti er Hörring,
sem áður var innanrikisráðgjafl og er
hann nú jafnframt fjármálaráðgjafi, sjó-
hermálaráðgjafi Rafn er nú jafnframt orð-
inn utanríkisráðgjafi fyrst um sinn, Bar-
denfleth, sem áður var kennslumáiaráð-
gjafi, er nú orðinn innanríkisráðgjafi, Al-
fred Hage er landbúnaðarráðgjafi í stað
Sehesteds, Styhr biskup kennslumálaráð-
gjafi í stað Bardenfleths, Tuxsen hermála-
ráðgjafl í stað Schnacks, en Rump er dóms-
málaráðgjafi eins og hann var og jafnframt
ráðgjafi íslands eins og hann líka áður var.
Misjafnar eru skoðanir manna á því
hvort nokkurt tilboð muni koma fram frá
stjórninni í sumar um mál íslendinga.
Grikkir og Tyrkir.
Ekkert hefur markvert gerst í viður-
eign þeirra siðan seinast frjettist, en fyrsti
fundurinn, er ræða skyldi friðarsamning-
ana, átti að koma saman 3. þ.m. Nú á
síðustu dögum hafa hugir manna víðsveg-
ar um Norðurálfu orðið fráhverfir Grikkj-
um og hefur það víða komið fram í blöð-
unum, einkum hjá Pjóðverjum. Þykir
mönnum sem Gtrikkir hafi stofnað hjer til
ófriðar með lítilli forsjá, þar sem þeir ekki
höfðu við að styðjast fyrirheit neins ann-
ars ríkis um hjálp eða stuðning í ófriðin-
um. Frá hálfu örikkja hefur það verið
látið í veðri vaka, að ekki hafi þeir verið
svo einstæðir í byrjun ófriðarins, sem út-
lit sje fyrir og hafi þeir haft samráð við
Montenegrobúa, Serba og Búlgara og
skyldu aiiir þeirráða að Tyrkjum í banda-
lagi. Þykjast Grikkir hafa verið sviknir
af bandamönnum sínum. Af stórveldun-
um er það einkum Þýskaland, sem Grikkj-
um er nú frá>verft og hefur Tyrkjasoldán
nýlega sent Yilhjálmi Þýskalandskeisara
þakkarávarp fyrir framkomu hans i mál-
unum. Stórveldin vilja fá Tyrki til að
láta Þessaiíu af höndum, en því taka Tyrk-
ir fjarri, segir soldan að það mundi leiða
til uppreistar í Tyrkiandi og ef svo verði
reynt að þraungva kosti Tyrkja muni
þeir eingum friðarsamaingum taka.
Chamberlain, nýleuduráðgjafi Einglend-
inga, er nú grunaður um að hafa verið í
vitorði með dr. Jameson þegar hann vakti
óspektirnar í Transval. Þetta hefur vak-
ið mikla eftirtekt, en málið er óljóst enn.
1. maí kom jarðskjálfti á Vestindiaeyj-
um og fóru8t um 100 manns. Mestur var
jarðskjálftinn á eyjunni Guadeloupe.
II.
Um búnaðarfundi befur fremur fátt ver-
ið ritað nú á seinni tíð, enda þótt ýmsir
merkir menn bæði fyr og síðar hafi álitið
og álíti, að slíkir fundir geti haft afar-
mikla þýðingu fyrir búnaðinn. Það má
jafnvel komast svo að orði, að þess kon-
ar fundir sjeu fyrsti verulegi vísirinn til
umbóta búnaðinum, því orðin eru þó jafn-
an til alls fyrst. Einar heit. Ásmimdsson
í Nesi hefur skrifað ritgerð í „Búnaðar-
ritið“ 3. og 4. árg. með þessari yfirskrift:
„Hver ráð eru til að hvetja bændur al-
mennt til meiri framtakssemi í búnaðin-
um?“ — Ritgerð þessi er sannefnd her-
kvöt til bænda og búaliðs, og ættu menn
því að lesa hana og veita henni athygli,
enda þótt liðin sjeu nokkur ár síðan hún
var prentuð. — Eitt af því, er höf. telur
að verða meigi til góðs fyrir landbúnað-
inn eru búnaðarfuudir til þess að ræða
ýms búnaðarmál, sem sjeu á dagskrá hjá
þjóðinni. Hann ætlast til, að slíkir fundir
sjeu haldnir í hverri sveit eða búnaðar-
fjelagi og hverri sýslu jafnvel á hverju
ári. Einnig minnist höf. á það, hver nauð-
syn sje að halda búnaðarfund fyrir land
allt, og ætlast hann til, að sveita- og sýslu-
búnaðarfundir sjeu eins konar undirbún-
ingsfundir undir allsherjarbúnaðarfundinn,
sem haldinn sje fyrir allt landið. Sýnir
hann fram á hvílíka þýðingu þessir fundir
gætu haft fyrir framþróun landbúnaðarins.
En hvað er nú gert í þessu efni til að
hvetja bændur til meiri framtaksemi í
búnaðinum? Hvað er gert til þess að
auka áhugann og fá menn til að hugsa
ofurlítið meira en þeir gera“. Eigi verður
því neitað, að ýmislegt er þó gert frá
hálfu hins opinbera, til þess aðhvetja menn
til meiri framtakssemi í búnaðinum, og
má í því efni benda á styrkinn til bún-
aðarfjelaganna. Og hvað sem annars má
segja um þenna „styrk“, þá er það þó
víst, að hann hefur komið miklu góðu til
leiðar sumstaðar hjer á landi. — En að
þessu slepptu, þáhyggjeg, að fundir, sem
hafa þann tilgang að ræða alls konar bún-
aðar- og nauðsynjamál þjóðarinnar með
ráðum og dáð, sjeu þó eitt af því allra
fyrsta, er fái vakið menn til alvarlegrar
íhugunar, og opnað augun á mönnum fyr-
ir því, hvernig ástatt er, og hvað oss beri
að gera. En sannleikurinn er sá, aðþess
háttar íundir eru fáir og strjálir. Þeir
eru tæpast til nema þá rjett að nafninu.
Fundir þeir, sem haldnir hafa verið í þessu
augnamiði, í búnaðarfjelögum og einstök-
um hjeruðum eða sýslum hafa flestir verið
alvörulausir eða að minnsta kosti mjög
alvörulitlir, og hafa því eingan veginn
getað vakið bændur tii alvarlegrar um-
hugsunar um endurbætur á högum sínum.
Og enn síður hafa þeir verið mönnum
hvöt til meiri framtakssemi í búskapnum.
Nei, ástandið er þannig, að hver baukar
sjer, og margir forðast allan fjelagsskap
og samneyti við aðra, líkt og sjálfan fjand-
ann. Þeir eru ærið margir, er helst vilja
vera lausir við að sækja almennar sam-
komur, enda hvers konar sem þær eru —,
nema ef til vill helst kirkju. En þessi
deyfð og þetta rænuleysi á óefað að miklu
leyti orsakir sínar í því, hve flestir fuudir
og samkomur hjer á landi eru fjörlausar
og andlausar, lausar við allt, er getur
vakið menn, og hafið þá upp. Fundirnir
yerða því yfirleitt mjög óuppbyggilegir
og þreytandi. Þetta gildir þó einna helst
um allar þær samkomur, er snerta búnað-
inn, og skyldi maður þó ekki ætla það.
Á hreppa- og sveitarfundum er nú varla
minnst á búskap og búnað, nema þegar
verið er að koma ómögunum fyrir. En
sjaldan er mikið á þeim umræðum að græða.
Vera kann það og, að minnst sje stundum
á heyásetning og bændur hvattir til eða
áminntir um að setja varlega á hey sín.
Það er nú auðvitað góðra gjalda vert að
minna bændur á þetta og aldrei ætlar það
að verða of vel brýnt fyrir mönnum, að
gæta allrar forsjálni í ásetningi. Svo að
segja sýnir árleg reynsla, að bændum sje
það þó enn ekki fnlljóst, hvílíka þýðingu
það hefur fyrir Iandbúnaðinn, að tryggja not-
in af skepnum sínum með nógu fóðri. Naum-
ast kemur það ár fyrir, að ekki sje ein-
hversstaðar kvartað um heyskort á land-
inu, og hordauði mun því miður allt of
tíður, þó lágt fari. En jafníramt því, sem
bændur eru áminntir um skynsamlegan á-
setning, ætti vel við, að þeim væri sýnt
fram á, hvílíka þýðingu það hefði fyrir
þá, að afla sjer meira f'oðurs en þeir gera.
Þetta atriði er einmitt fyrsta skilyrðið
fyrir því, að bændum aukist efni, og að
hagur þeirra batni. Að afla meiri heyja
eða meira fóðurs handa kvikfjenaðinum er
því svo þýðingarmikið atriði í búskapnunr
að það má ekki gleymast, þegar verið er
að tala um heyásetning. Framfarir land-
búnaðarins byggjast á því, að meira gras
sje fram leitt af jörðinni, en skilyrðið fyr-
ir „meira grasi“ er auðvitað fullkomnari
jarðrækt.
Sigurður Sigurðsson.
Mitt „ideal“.
Mitt „ideal“ finnst ekki’ í fallþungum nið,
það finnBt ekki’ i alrúmsins glaumi;
það finnst ekki’ um lífvana sögunnar svið,
það sjest ekki bera himininn við;
það lifir í lífs mins draumi.
Á manna mótum það lætur sjer lágt,
það liggur þá niðri og dreymir;
í einveru minni það hefur sig hátt
og hoppar í kring um mig, leikur sjer dátt;
það lifir, ef líf mitt það geymir.
Er máninu sig hefur um miðnætur stund,
er mennirnir sofa og dreyma,
þá festir mitt „ideal“ eingan blund,
það eigrar um tómláta, þögula grund,
það langar ei lifinu’ að gleyma.
Er syngur i lofti at sorgklukkna hljóm,
er sveitin sinn forsprakka grefur,
það leynist á burt frá dauða og dóm
og dregur upp myndir og týnir Bjer blóm;
það lifir, ef líf mitt það hefur.
Jón Stefámson.
Sögubrot.
VI.
„Og þð snýst hún“.
Brano gat ekki látið sjer það lynda, að
Kopernikus hafði numið staðar við himin
fastastjarnanna. Hann reif gömlu bygg-
inguna alveg niður til grunna, svo að þar
stóð eigi steinn yfir steini. Himingeimur-
inn blasti nú við í endalausri ómælisvídd,
og jörðin var orðin örlítiil depill og ekk-
ert í samanburði við endaleysuna. Heim-
urinn var ekki leingur stór askja með
smærri öskjum innan í og jarðarberinu
innan í þeirri innstu. Hugur mannsins
hafði nú betra svifrúm fyrir vængina, en
meðan hann flögraði innan um öskjulokið.
Hann hafði nú líka nóg að starfa. Nú
þurfti að skýra eðli og hreyfingu hlutanna,
því að einglasveitirnar hurfu auðvitað með
himnunum, og varð nú eigi hreyfingin eign-
uð þeim og annað, sem í loftinu verður.
Sneru nú margir merkir menn huga sín-
um að þessu og komust að margvíslegri
niðurstöðu. Johannes Kepler (1571—1630)
hjelt fyrst, að hver stjarna hefði sál, er
stýrði henni, en í sólinni væri heimssólin,
sem stýrði hinum öllum. Heiminn hjelt hann
þá ekki stærri en áður hafði verið haldið.
En síðar fjekk hann á hendur athuganir
og reikninga frá Tycho Brahe. Hann var
danskur stjörnufræðingur og mjög frægur,
en hafði verið andstæður kenningum Koper-
nikusar og þóttist styðja mótmæli sín við
athuganir sínar, sem voru mjög nákvæm-
ar. Én það var í rauninni svo, að þess-
ar athuganir sýndu alit annað en hann
hjelt. Þegar Kepler hafði feingið þær i
hendur, þá leiddi hann út af þeim lögin um
gang stjarnanna, sem síðan eru kölluð
Keplers lög. Þau sanna kenning Koper-
nikusar og veltu alveg um koll eldri skoð-
unum Keplers sjálfs. Sá hann nú að þær
voru hugarburður einn. Aflið, sem rekur
stjörnurnar áfram, getur ekki verið sál,
segir hann, því að það minnkar eftir því
sem fjarlægðin vex. Fyrir orðið „sál“
vill hann setja „kraft“. Hann heimtar
með öðrum orðum, að leitað sje að eðli-
legum orsökum og lögum, sem gilda í allri
náttúrunni. Það kallar hann „sannar or-
sakir“.
Þetta verður upp frá þessum tíma aðal-
verkefni vísindanna, að finna þessar sönnu
orsakir. En við það leiðast menn smám-
saman tii rannsóknar á mestu vandaspuru-
ingunni, hvort sömu lög gildi fyrir andann
(sálina, þ.e. það sem hugsar, vill og finn-
ur til) og efnið (þ.e. það, sem fyllir rúmið
og hreyfist í því). Þegar svo langt er
komið, sjá menn, að það ríður meira á
að þekkja afstöðu þessara tveggja ríkja
innbyrðis heldur en nokkurn tíma gang
stjarnanna og skipun sólkerfa og sólna.
En tii þess að reka sig á þetta grund-
vallaratriði þarf ekki að fara út í himin-
geiminn, því það berum við í okkur sjálf-
um. Því að enn þann dag í dag hefur
einginn svarað þeirri spurningu, hvernig
sje sambandið miili sálar og líkama. Skift-