Ísland - 12.06.1897, Blaðsíða 2
94
IS’LAND.
i^=T=lr=l=i ^í=i=l=T=*=l=T=i=»=T=J^-i=r=i=T=i=T=T=T=i=T=lIí
ÍSLAND.
Kitstjöri: Þorsteinn Gíslason. !j
jl Skrifstofa: Laug’aveg 2. (j
Bl Prentað í: Fjelag&prentsmiöjunni ití
r
í1
| - - - m
U „ÍSLAND“ kemur út hvern laugardag áþessum p
U ársfjórðungi (april—jtlli), 13 blö» alls. Áskrift !j
jj bindandi þrjá m&nuði. llver ársfjðrðungur borgist (:
. p
(| í Reykjavik 70 au., útum land 79 au., erlendislkr. Ij
jj Póstafgreiðslumenn og brjefbirðingamenn taka Jj
p
(| fyrir. Beykvikingar og þeir sem í nánd við Jtvik !|
■jj búa geta pantað blaðið _ jj
mI í h/íkovprolnn Siwfrtafti* T^vmnnHaannoi* l|l
í verslunarblíð Björns Kristjánssonar, jj
hjá kaupmanni Kr. Ó. Dorgrímssyni, I
hjá hr. Július Jörgensen, Hótel Island, Ij
hjá útgefanda blaðsins. jj
ast því vísindin í tvennt. Önnur grein
þeirra er sú, sem fæst við rannsókn á and-
legu lífi og eðli þess, en hin fæst við efnið
og eðli þess. Þessi skilnaður verður fyrst
óafvitandi og leiðir af þvi, að þessar stóru
uppgötvanir og byltingar í öllnm hugs-
unarhætti og lífskoðun, sem þetta sögu-
brot fjallar um, verðnr óskiljandi nema
því að eins, að efni skýri efni og andi
anda. — Kepler tók það fram um Koper-
nikus, að hann hefði verið frjáls í anda
(animo Iibero) og er það svo að skilja, að
hann hafði auðugt ímyndunarafl og var
því nærgætinn um samband milli hluta og
viðburða, þar sem aðrir sáu það ekki.
Þess vegna kom haun með þessa getgátu
(hypothese) um heimsskipanina, sem síðar
reyndist alveg rjett. Sumir sögðu þess
konar getgátur ekki eiga neinn rjett á
sjer í vísindunum og væru þær gerðar af
handahófi. Eu Kepler svarar því, að þær
sjeu nauðsynlegar í vísindum, en megi eigi
vera gerðar af handahófi, heldur þannig,
að þær skýri samband hlutanna. Sam-
bandið milli hlutanna sjer maður ekki,
heldur að eins hlutina. Hitt er ályktun. En
þessi ályktun er fyrst ekki annað en get-
gáta, þ.e. manni dettur í hug, að þetta
ákveðna samband sje á milli hlutanna. T.d.
bárur á sjó og víndur fara ávallt saman.
Þetta sje jeg, og get mjer þá til, að annað-
hvort sjeu bárur orsök vindarins eða vindur-
inn orsök þeirra. En nú finn jeg til vind-
ar, þótt jeg sje langt frá öllum vötnum
og bárum, og sje jeg af því, að bárur eru
ekki orsök til vindar. Jeg álykta þá, að
vindurinn orsaki bárur. En þessi ályktun
er ekki annað en getgáta alla þá stund,
sem jeg hef ekki rekið mig úr skugga
um, að aldrei sje vindur á sjóinn og þó
bárulaust. Nú kemur það ekki fyrir.
Segi jeg þá, að getgáta min sje sönnuð
af því að hún kemur heim við reynsluna.
Auk þess þykir mjer ástæða til að kveða
nánar á um gildi setniugarinnar, t.d. að
fleira geri bárur en vindur, að vindurinn
geti verið svo lítill, að hann ýfi ekki sjávar-
flötinn v.s.frv. En þessa raunsókn hefði
jeg aldrei hafið, hefði rajer ekki dottið í
hug, að þetta samband væri milli báru og
vindar. Þetta er vegur allrar rannsóknar.
Af einstökum athugunum (bárur og vind-
ur fara saman, en vindur er og á landi)
eru leiddar almennar setningar (vindur
gerir bárur). Þetta eru aJ-leidd rök (in-
ductiv sönnun). Ef bárur koma af vindi,
þá getur aldrei verið bárulaus sjór í vindi.
Þetta eru a/’-Ieidd rök (deductiv sönnun).
Sýni nú reynslan, að þetta sje einmitt svo,
þá hef jeg sannað með afleiddum rökum,
að það sje rjett, sem jeg byggði á aðleiddu
rökunum. A þessu sjest tvennt: 1. að
getgátan brýtur ísinn og 2. að aðleiðsla
og afleiðsla haldast allajafna í hendur. —
Mikið af þessu liggur í vörn Keplers, en
öalilei tók þetta skýrt frara, og er það
aðdáanlegt, hversu Ijóst hann hefur sjeð
og skilið eðli mannlegrar skynsemi og
hversu vel og ljóst hann markaði stefnu nátt-
úruvísindanna.
Áður höfðu menn álitið, að slíkar breyt-
ingar sem sólaruppkoma og sólarlag væru
verulegar breytingar, en væru ekki ein-
gaungu miðaðar við augað, sem sjer það
af jörðinni. En þessar breytingar hverfa,
ef jörðin hverfur. Ef við sætum hjerinn-
an í eða á glerkúlu í stað jarðarinnar, þá
kæmi aldrei nótt, eingin sólaruppkoma og
ekkert sólarlag, einginn vetur. Það er því
ekki eiginleiki sólar að koma upp og ganga
undir. Einn maður finnur þef, þar sem
annar finnur eingan, sami maður finnur
stundum þef af því, sem hann finnur eing-
an þef af á öðrum tíma, og væru allir
neflausir, þá væru allir hlutir þeflaus-
ir. Sumum sýnist grænt, það sem öðr-
um sýnist blátt, öllum sýnast litir öðruvísi
við Ijós en við dagsbirtuna; sumir sjá eing-
an lit; og ef allir væru augnalausir þá
væru allir hlutir litarlausir. Af þessu sjest,
að slíkt eru ekki eiginleikar hlutanna,
heldur áhrif þeirra á skilningarvit manns-
ins, en þessi áhrif verða ýmisleg af sama
hlutnum, eftir því, hvernig skiiningarvitið
er. Lögun, stærð og afstaða (hreyfing eða
hvíld) er það eina, sem mundi verða eins,
þótt einginn væri til að sjá, heyra, þreifa,
þefa eða bragða. — Þetta tekur Galilei
skýrt fram. (Þetta felst líka í málshætt-
inum: Sínum augum lítur hverá silfrið).
Hann endar eins og Cusanus á ignorantia
docta. Einginn kemst að neinu upphafi
eða endi, allt er samanburður.
Galileo Galilei er fæddur í Písa 1564.
Hann var af gamalli aðalsætt, en faðir
hans var fátækur. Þó var Galilei settur
til mennta og gekk honum mjög vel allt
nám. Þegar á unga aldri sýndi hann með
tilraunum, að kenning Aristotelesar, um
að þungir hlutir falli með meiri hraða on
Ijettir, væri raung. Aðferð hans var sú,
að hann Ijet misþunga hluti með jafnstóru
yfirborði falla niður af skakka turninum í
Písa og komst að þeirri niðurstöðu, að all-
ir hlutir falli með jöfnum hraða. Þetta
voru hans fyrstu tilraunir, en þar fóru
margar á eftir og hann hefur gert marg-
ar uppgötvanir, sem hjer er ekki rúm til
að telja. Þó verður að geta þess, að hann
fann fyrstur lögmálið fyrir hreyfingunni
(aldeyfulögin, hallandafall, fallhraða). Hann
sá einnig glöggt, að þau voru lykillinn að
allri þekkingu á náttúruviðburðunum. Þeg-
ar hlutir fá eiginleika, sem þeir hafa ekki
haft áður, þá eyðist ekkert og ekkert verð-
ur til af nýju, heldur raðast partar hlut-
arins öðruvísi, og á því breytingin rót sína
að rekja til hreyfingarinnar. Þetta segir
hann og sýnir með því, að hann sá hvað
hreyfingarlögin voru stórmerkileg. Allar
þessár setningar fann hann með aðleiddum
rökum eða tilraunum og kenndi um leið
þá einu rjettu aðferð, sem dugir til að
leiða almennan sannleik út af eínstökum
athugunum. Hann sannaði þær svo með
afleiðslu, enda hefur hann sjálfur tekið
það allra manna skýrast fram, að þær á-
lyktunaraðferðir haldist í hendur.
Galilei varð háskólakennari í Písa 1589,
en 1593 í Padua og 1610 aftur í Písa.
Meðan hann var í Padua, sem laut Feney-
dig á þeim tíma, heyrði hann, að sjónauki
hefði verið gerður í Hollandi. Bjó hann
þá til annan og var vel launað af stjórn-
inni í Feneyjum, sem þótti gott að geta
sjeð skip fjandmanna, áður en þau kæmu
mjög nærri eyjunum. En Galilei sá í hon-
um marga merkilega hlnti á himni. Hann
sá tungl Jupiters, hann sá fjöll í tunglinu,
hann si kvartihskifti á Venus og Mars
og bletti í sólinni, sem hurfu stundum og
komu svo í ljós aftur. Rjeði hann af því,
að sólin snerist um ás sinn. Þetta allt
var til styrktar kenningu Kopernikusar.
Gerðist nú úlfaþytur mikill í kennimönn-
um og kváðu slíkt ósamkvæmt ritningunni
og Aristótelesi. Yar þá Galilei bannað að
koma með slíkar kenningar eða halda
þeim á loft (1616). Tók hann þá þaðráð,
að semja samtal, þar sem mælt er með og
móti báðum kenningunum, Ptolemæusar og
Kopernikusar. Sem betur fór kom bókin
út, en þótt Galilei lýsti því ekki yfir, að
hann væri með Kopernikusi, þá var hann
þó kærður um goðgá og stefnt til Róma-
borgar. Þar varð hann að sverja, að það
væri villukenning, sem hann fór með, að
jörðin snerist; sverja, aðhann skyldi aldr-
ei fara með slíkt guðleysi, og lofa að ljósta
því upp, ef hann vissi aðra fást við slíkt.
Það varð hans eldur. Sannleikselskur og
háfleygur andi neyddur til meinsæris og
hneftur andlega fjötra (1633). En þrátt
fyrir allt þetta starfaði hann enn að nátt-
úruvísindum og gaf út bók um „nýju vís-
indagreinina“, ný vísindi um gamlan hlut.
Það var hreyfingarfræði hans. En allt af
var hann hafður í gæslu og dó 1642 blind-
ur og margmæddur og saddur lífdaga.
Það er ekki sönn saga, sem nú skal
sögð: Þá er Galilei hafði svarið eiðinn
og stóð upp aftur, stappaði hann niður
fætinum og sagði: „Og þó snýst hún“.
En þó að þetta sje ekki satt, þá er það
víst, hann hefur hugsað það.
«t» *
*
Þetta sögubrot er að mestu gert eftir
heimspekissögu eftir Harald Höfíðing há-
skólakennara í Höfn og kennara minn
(Den nyere Filosofis Historie af Harald
Höfíding, Kh. 1894). Þar sem jeg talaði
um lífskoðun miðaldanna hef jeg auk þess
stuðst við Viktor Rydberg (V. Rydberg:
Middelalderens Magi) og á einstaka stað
hef jeg haft hliðsjón af „Historisk Physik“
eftir Paul La Cour og Jac. Appell. — En
greinina hef jeg skrifað til þess að menn
geti borið þessa menn saman við þá, sem
selja sannfæring sína fyrir góð orð og lít-
ið verð.
Bjarni Jónsson
frá. Vogi.
Hettusóttin.
í síðasta blaði var getið um, að hettusöttin væri
að breiðast út suður í Yogunum og böfðu þá ný-
lega borÍBt hingað fregnir um, að nú væri hún
komin á þrjá bæi, en áður hatði hún um alllangan
tíma haft aðsetu á einum bæ þar suður frá. Þess
var og getið til, að lítið mundi gert til að hefta
íör hennar. En þetta hefur læknunum hjer í fivík
þótt óþörf tilgáta eins og sjá má hjer á eftir.
Landlæknirinn skrifar svo:
Herra ritstjóri!
í blaði yðar frá í dag komist þjer þannig að
orði, þar sem getið er hettusóttarinnar: „Menn
kvíða......án þess að tilraunir sjeu gjörðar til
að hefta tör hennar“.
Ef yður fýsir að vita sannleikann, að því er
þessa hettusótt snertir, þá er hann þessi, að í
byrjun maímánaðar kom veikin upp í Móhúsum í
Miðneshreppi og var þá bærinn Móhús þegar í stað
afkvíaður og allar samgaungur stranglega bannað-
aðar og svo mun vera enn, þar fleiri veiktust á
bænum, en einginn þar í grennd var farinn að
veikjast þegar jeg kom suður i Keílavík 28. f.m.
Skömmu eftir 20. f.m. kom veikin upp á tveim
bæjum í Yogunum (i Tumakoti og Nýjabæ — þar
sem sá maður hafði gist, er fyrstur veiktist í Mó-
húsum) og þeir þá strax afkvíaðir eins og Móhús
og allar samgaungur stranglega bannaðar og Bótt-
varnarreglur viðhafðar. Jeg hef ekki heyrt, að
voikin hafi komið upp á öðrum bæjum, að minnsta
kosti hefur hjeraðslæknir Thoroddsen, sem hefur
sýnt mikla alúð og varfærni, ekki tilkynnt mjer
það.
Er nú rjett að breiða það út um landið, að eing-
ar tilraunir hafi verið gerðar til að hefta för hettu-
sóttarinnar einmitt þegar allt er gjört sem hœgt
er að gera til þess að varna útbreiðslu hennar?“
Með virðingu.
J. Jónassen.
Hjeraðslæknir Guðm. Björnsson segir í leiðrjett-
ingu, sem hann sendir blaðinu, meðal annars svo:
„Fari nú svo, að veikin breiðist víðar, þá er það
ekki hjeraðslækninum að kenna eða yfirboðurum
hans, heldur mótþróa og hirðuloysi alþýðu manna.
Það er enda mjög vafasamt hvort yfirvöld hafa
nokkurn rjett til þess að beita sóttvarnarlögunum
nýju gegn hettusótt. í lögnm þessum segir, að
landshöfðingi geti eftir tillögum landlæknis skipað
að vörnum skuli beita gegn öðrum næmum sjúk-
dómum en fastákveðnir eru í lögunum, „þegar þeir
sjúkdómar eru skæðir eða ganga víða“, þetta á-
kvæði er, eins og allír sjá, einkar-klaufalegt, því
það er rjett eins og lögin ætlist til þess, að yfir-
völdin bíði eftir því með ráðstafanir sínar, að sjúk-
dómurinn komistvíða! Hettusóttin er ekki „skæð“,
verður nær því aldrei að bauameini; — hún gekk
ekki „víða“ í Gullbringusýslu; og þó efastjegekki
um, að allir sjeu yfirvöldunura þakklátir fyrir það
að hafa gert það sem hægt er til þess að hefta
för hennar.
Þá vil jeg að menn minnist þess, að í fyrra
komu mislingar til Seyðisfjarðar. Þeir eru hverri
veiki næmari og því mjög erfitt að stöðva þá. Yfir-
völdunum á Seyðisfirði, E. Briem sýslumanni og
G. Scheving lækni tókst þó að hefta för þeirra og
ætti þjóðin að vera þeim einkar þakklát fyrir
verkið.
Jeg veit þjer munið vitna í kíghóstann. Hann
byrjaði á Vestfjörðum í fyrra sumar og er mjer
ókunnugt um upptök hans þar. En þaðan barst
hann hingað í fyrra haust með kaupafólki og kom
þá npp í Beykjavíkur-læknishjeraði á svo mörgum
stöðum í senn (Seltjarnar-, Mosfells-, Kjalarness-
og Kjósarhrepp), að eingin tiltök voru að stöðva
hann. í Eyjafjarðarsýslu byrjaði hann á einum
einasta bæ (í stúlku sem kom að vestan) að því er
mjer hefur sagt Halldór kennari Briem, en þrátt
fyrir aðvaranir hjeraðslæknisins þar barst hann von
bráðar á aðra bæi — milli 10 og 20 og hefur síð-
an farið víðar; nú vitið þjer, að hjeraðslæknirinn
á Akureyri er manna ötulastur til allra framkvæmda;
rekur að því, sem áður er sagt, að það er oftar
hirðuleysi og mðtþrói alþýðunnar en aðgerðaleysi
yfirvaldanna, sem ryður landfarsóttunum veg“.
Virðingarfyllst.
O. Björnsson.
Island erlendis.
Holdsveikraspítalinn.
Útlent mannvinafjelag, sem er mjög útbreitt víða
um lönd og heitir: Odd-Fellowsreglan hefur nú
tekið að sjer að reisa hjer holdsveikraspitala á eig-
in kostnað. Svo er ráðgert að hann verði eins stór
og um var talað að hann yrði, ef landið stofnaði
hann, tæki 60 sjúklinga. Formaður hinnar dönsku
deildar þessa fjelags, Dr. Petrus Beyer, læknir í
Khöfn, ætlar að koma hingað í miðjum næsta mán-
uði til að gera ýmsar ráðstafanir viðvíkjandi bygg-
ingunni, kaupa hússtæði handa spitalanum o.s.frv.
Þegar spítalinn er kominn upp ætlar fjelagið að
gefa landinu hann með vissum skilyrðum. Fjelag-
ið var byrjað að safna gjöfnm til þeBsa fyrirtækis
í fyrra sumar, áður en jarðskjálftasamskotin byrj-
uðu erlendis, en þegar þau komu til sögunnar drðgu
þau auðvitað frá þessu. Annar er sagt, að fjelag
þetta sje auðugt.
Samskotin, sem sjera Jón Sveinsson katólskra
prestur í Ordrup á Sjálandi hefur safnað, mest í
Frakklandi, segja menn að muni vera orðin um
20,000 kr. Ekki er það enn víst, hvort sá sjóður
verður lagður til þessarar spitalastofnunar eða ekki,
en þar ræður úrskurður Jóhannesar v. Euch, bisk-
ups katólskra manna á Norðurlöndum.
Frjettaþráðurinn.
Nú kvað það að lokuin vist, að frjettaþráður verði
lagður hingað til lands frá Skotlandi á næsta