Ísland


Ísland - 12.06.1897, Blaðsíða 3

Ísland - 12.06.1897, Blaðsíða 3
ISLAND. 95 sumri; hefur frjettaþráðafjelagið alkunna í Khöfn, sem venjulega er kallað „Store Nordiske11, tekið að ejeraðleggjahann, efaiþiugileggiframákveðinn árs- etyrk og evo ríkisejöður Dana eitthvað; einnig ætl- ast það til, að önnnr riki leggi nokkuð fram. Það má nú telja víst, að fyrirtækið hafist fram, fir því að þetta fjelag hefur tekið það upp á sina arma. Árstillag það, sem ætlast er til að alþingi leggi fram, eegja menn ekki ósanngjarnt og víst er einn- ig talið, að fjelaginu muni að miklu leyti kunnar hverjar undirtektir málið fái á ríkisþingi Dana og svo utanrikis, þar sem á verður leitað. Fjelagið kvað ætla, að á sex vikum megi leggja þráðinn milli landanna. Yestur-íslendingar hafa þrætt mikið um það í blöðum sínum í vor hvenær á árinu þeir skyldu halda þjóðminningardag sinu. Heimskringla hefur haldið fram 2. ágúst og þann dag hefur hátíðin áður verið haldin, en Lögberg hefur haldið fram 17. júní. í Heimskringlu hefur Jón Ólafsson mest ritað um málið. í fyrra mánuði var fundur hald- inn i Winnipeg og þar fastsettur 2. ágúst til há- tíðahaldsins. Frá fjallatindum Til fiskimiða. Gtestir og ferðamenn. Með „Vesta“ komu frá Höfn: Dr. Finnur Jónsson, docont við Hafnarháskóla með konu sína og son 10 ára gamlan. Þau verða kjer í Eeykjavík um tíma, en ferðast síðan norður um land. Dr. Finnur hefur ekki komið hingað til lands fyrr síðan sumarið sem hann útskrifaðist og eru nú 19 ár síðan. Jón Vídalin með konu sinni og verða þau hjer á landi i sumar. Frú Anna, kona Valtýs Guðmundssonar docents og alþm. Valtýr varð eftir hjá kjósendum sínum í Vestmannaeyjum og kom með „Laura“ í gær- morgun. Einar Hjörleifsson ritstjðri kom frá Korsiku. Dar hefur hann verið í vetur til heilsubótar og hefur feingið gððan bata. Sæmundur Bjarnhjeðinsson læknir Skagflrðinga; hann verður fram í næsta mánuð og fer þá norður til embættis sins. Þessir kaupmenn komu: H. Th. A. Thomsen, K. Riis, Sörensen, Bache, Herluf Bryde, Ólafur Ólafsson í Keflavík, Otto Wathne með konu sinni og Holgor Klausen, hann setur nú á fót nýja verslun hjer í Reykjavik. Vilhjálmur Jónsson málfræðingur, Skúli Árnason cand. med., Þórarinn Þorláksson málari. Stúdent- ar þrir frá háskólanum: Páll Bjarnason, Páll Sæ- mundsson og Sigurður Eggerz; Ólafur Eyjólfsson og Steindór Jónsson, verslunarmenn. Þrjár ung- frúr: Jónína Magnúsdóttir frá Grund í Eyjafirði, Hólmfríður Gisladóttir og Engel Jensen frá Akur- eyri. Frá Einglandi ungfrú Steinun frá Austurhlíð. Frá Ameríku komu: Jakob Liudal og Einar Guðbrandsson og ungfrúrnar Símonsson, hálfsystir dr. Valtýs, og Thorlacíus. Frá VeBtmannaeyjum kom Magnús Jónsson sýslu- maður, cand. Jón Þorvaldsson og Jón Þorsteins- son verslunarmaður. Dr. B. Kahll frá Heidelberg í Þýskalandi og ætlar hann að ferðast hjer um land í sumar til að kynna sjer ísl. tungu og bókmenntir. Cand. polit. Sigurður Briem; hann hefur verið i Höfn í vetur að kynnast póstmálum og sækir nú um póstmeistaraembættið. Cand. jur. Jón Krabbe frá Kaupmannahöfn. Sir Payn, sem keyft hefur Elliðaárnar af Thom- sen kaupm. Hann hefur nú látið reisa sjer litinn sumarbústað þar upp frá. Browning-Lund trúboði frá Lundúnum, som hjer hefur áður verið á ferð. En nú er dóttir hans ekki með. Og enn nokkrir Einglendingar. Með Agli kom að austan Guðmundur Seheving læknir með konu sinni og eru þau á leið veBtur til læknishjeraðs hans. Guðmundur ætlar að setjast að á Bæ. — Þorsteinn Halldórsson prestur í Mjóa- tirði Eystra; hann verður hjer fram ettir sumrinu. Með „Laura“ komu í gærmorgun: Dr. Þorvaldur Thoroddsen, hann ætlar að ferð- ast um landskjálftasvæðið i sumar og rannsaka breytingar þær, sem þar hafa orðið og svo svæðið kring um Langjökul. Stúdentarnir Jón Sveinhjörnsson og Kristján Sigurðsson, Bjarni Hjaltesteð. Dr. Jón Stefánsson frá Lundúnum og nokkrir enskir ferðamenn. Frú Karólína Jónassen amtmannsekkja, frú Guð- rún Hjaltalin frá Möðruvöllum. Aðkomandi eru hjer ofan úr sveitum: Andrjes Fjeldsted á Hvítárvöllum, Páll Blöndal læknir í Ey og sjera Ólafur á Lundi. Jón Jakobsson alþm. fór i gærmorgun með Rvík til Borgarness og ætlar þaðan landveg norður til að halda fund með kjósendum sínum. Þar fór og sjera Jón á Stafafelli. Helgi Jónsson cand. mag. fer nú með „Thyra vestur i St.hólm og þaðan landveg um Norðurland og Vesturland og heldur þar áfram náttúrufræðis- rannsóknum sínum. Hann ætlar upp á Snæfells- nessjökul. Magnús Jóhannsson stud. med. fór austur á Eski- fjörð og verður i sumar aðstoðarlæknir hjá Fr. Zeuthen. Þessum sex hreppum neitaði skiftanefnd jarð- skjálftasamskotanna um hlutdeild i gjafafjenu. Þingvallahreppi, StokkBeyrarhreppi, Landeyjahrepp- um báðum og Eyjafjallahreppum. Þótti tjónið þar eigi hafa orðið svo mikið í samanburði við önn- ur svæði, að skaðabætur kæmu þar til greina. Einnig útilokaði hún nokkra tiltekna efnamenn frá hlutdeild i gjafafjenu og neitaði að taka til greina skaðabótakröfu frá einum manni í Vestmannaeyj- um og þrernur í Kjalarness- og Mosfellshreppnm. Skaðinn allur hafði verið metinn á 260,000 kr., en með þvi að fella úr það sem nefnt hefur verið þokaði nefndin því niður í 150,000 kr. Fje það, sem hún hafði til umráða, var 130,000 kr. Af því óskiftu hafði netndin orðið að taka nokkuð til ýmislegra útgjalda, en nokkrum þúsundum hjelt hún eftir, ef nýjar kröfui kynnu að koma fram, sem rjettmætar þættu. Hver krónu-upphæð i skaða- matinu borgast þá þyggendum með 86—87 au. að meðaltali. Hver krónuskaði bætist fátækling- um með 90 au., en ríkari mönnum með 70—80 au. eftir efnahag. Hitt og þetta. Skagafjarðarlæknishjerað er veiti eand. med. Sæ- mundi Bjarnhjeðinssyni. Sagt er að Sigurður læknir Pálsson, sem verið hefur settur læknir í Skagaflrði, fái Blönduós, en Skúli Árnason cand. med. Ólafsvík. Skipalisti. „Arken“ (1871,16 sml.), skipstj. Bokmann, salt- skip til G. Zoéga; „Traflk“ (70,04), skipstj. Lunde, kaupfar til JónB ÞórðarBonar; „Vesta" (684,22), skipstj. Svensen; „Egil“ (240,05), skipstj. N. Olsen; „Láura“ (649,81), skipstj. Christjansen. Amtsráðsfundur í Vesturamtinu var haldinn 1 Borgarnesi 9. og 10. þ.m. Auk amtmanns mættu þar þcssir amfsráðsmenn: Ásgeir á KnaraneBi, Þórður á Rauðkollsstöðum, Torfl í Olafsdal, sjera Guðmundur í Gufudal, Skúli Thoroddsen sjera Kristinn á Söndum og sjera Páll a Prestbakk . Fvrir Vestur-Barðastrandarsýslu mætti einginn. Frá fundargerðum verður sagt i næsta blaði. „Thyra“ fer hjeðan i kvöld vestur um land. Reykjavík. Tíð hefur verið góð, hlýindi og regnskúrir við og við. Gróðri hefur farið mikið fram. Stór-Stúkuþing Good-Templara var haldið hjer 5.-7. þ.m. Þar voru mættir 30 fulltrúar frá undirstúkum. í fjelaginu eru nú hjer á landi um 1400 fullorðnir og rúm 500 unglingar. Á þessum fundi var rneðal annarB ákveðið að koma á tó unglingablaði. Nú er búið að dæma raál þeirra Björns og Han- nesar ritstjóra. Hannes er dæmdur i 80 kr. sekt og 20 kr. i málskostnað, fyrir að kalla Björn land- ráðamann, eða eitthvað í þá áttina, en Björn er sýknaður og fellur málskostnaður þar niður. Hafði hann þó kallað Hannes snyrtimenni og fleira þvi likt. Hannes hefur nú stefnt báðum málunum til yflrrjettar. __ Trúlofuð eru: cand. theol. Sigurður Sivertaen frá Höfn og fröken Þórdýs Helgadóttir lektors Hálf- dánarsonar. - cand. phil. Pjetur HjalteBted og fröken Soffía Finsen, dóttir 0. Finsena áður póst- meistara Sjera Jón Helgason embættar á morgun kl. 12. Blondin. Margir muna víst eftír, hvernig uppi var fótur og flt hjá Reykvikingum i fyrra vetur, þegar prent- arinn James Ferguson írá Glasgow var að sýna hjer iþróttir sínar. En hvað skyldi okkur hafa orðið við, ef við hefð- um sjeð hann Blondín, frægasta línuleikara í heimi ? Blondin er nú nýdáinn, svo sem nýlega hefur verið getið i blaði þesau og er því ekki fjarri sanni að geta karlsins með fáeinum orðura. Hann hjet rjettu nafni Emile Gravelet, en hafði tekið sjer nafnið Blondin frá því hann varð íþrótta- maður. Frakkneskur var hann að ætt og upp- runa, fæddur í bænum St. Omer á Frakklandi 28. fehr. 1824. Þegar hann var flmm vetra gamall sá hann línuleikara i fyrsta sinni, er kom þangað til bæjarins til þess að sýna iþróttir sínar. Allt ung- viði bæjarins komst í mesta nppnám og Emile litli tók að herma þetta eftir jafnskjótt og móðir hans var geingin út úr herberginu frá honum. Batt hann i því skyni bandi milli tveggja stöla, en þeg- ar dreinghnokkinn ætlaði að stíga upp á bandið valt allt um koll, svo sem nærri má geta, hann datt sjálfur á nofið og meiddi sig. Ekki ljet hann þó hugfallast, heldur gerði hverja tilraunina eftir aðra, datt aftur og aftur, en ljct þó ekki hugfall- ast. Fjekk hann sjer kaðal af skipi, er hann festi milli hfisa tveggja, en hafði fiskiveiðastaung fyrir jafnvægisstaung. Smámsaman tók honum að fara fram og loks varð hann hinn frægasti linu- leikari, sem verið befnr í heiminum. Var hann nefndur: „Konungurinn á háa reipinu“, „Niagara hetjan“, „Keisarinn af Manilla“ (kaðaltegund frá Manillaeyjum) o.s.frv. Þegar hann var 35 ára að aldri rjeðist hann í að ganga á kaðli yfir Niagarafossinn, 30.júníl859, og ekki nóg með það, heldur bar hann ýmist mann á bakinu eða ók honum í hjólbörum eftir linunni á undan sjer. Skömmu síðar fannst lík af manni einum í ánni úeðan við Niagara, er var alllikt Blondin, og hjeldu allir hann hafa drukknað í ánni. Var líkið jarðað i New-York með viðhöfn mikilli og hörmuðu menn mjög örlög Blondins. Æfiferill hans, iþióttir, dauð- dagi og jarðarförin komst í hvert blað vestur þar. Ekki er kunnugt hvort Blondin hefur átt nokkurn þátt i þesBum misskilningi, en æði mjög var hon- um skemmt, að sjá æflminningu sína í lifanda lifi og einn góðan veðurdag kemur hann i ljósmál á ný bráðlifandi og notaði atburð þenna til að gera nafn sitt enn kunnugra en áður var. Eitt sinn, er Blondfn sýndi íþrótt sínaiLondon, voru viðstaddir um 80,000 áhorfenda. Skrikaði honum þá fótur á línunni, er hann ætlaði að taka á móti kerru, er ekið var til hans. Áhorfendunum var sem kalt vatn rynní milli skinns og hörunds og hugðu hann dauðan. En Blondín varð ekki ráðafátt, því í því hann datt gat hann krækt öðr- um fætinum um linuna og hjelt sjer á knjesbótinni, brá að því búnu á sig sveifiu, náði linunni með annnari hendinni og var kominn á fætur á næsta augabragði. íþróttir þær, er Blondin sýndi, voru bæði marg- ar og miklar. Hann gekk eftir linunni með suðu- vjel og eldhúsgögn á baki sjer, setti það af sjer á miðri leið, kveikti eld og bakaði sjer pönnuköku. Lagði að svo búnu allt á bak sjer aftur og hjelt leiðar sinnar til enda. — Stundum lagði hann jatn- vægisstaungina eftir endilangri linunni, hjelt hvoru- tveggja með höndunum og stóð svo á höfði, — fór á hjólreið eftir línunni, likt og menn gera á sljcttum vegi, — festi uð miniista kosti kálfrar álnar langar málmsteingur neðan í skó sína og gekk á þeim á línunni líkt og börn leika sjer að ganga á öndrum, en að neðan voru steingurnar tviarmað&r, og gekk iinan upp í greipina. Margir, er linu ganga, eru vanir að láta festa net lárjett undir hana, er bjargi þeitn frá meiðsi- um eða bana verði þeim fótaskortur. Þetta þótti Blondin of lítilmótlegt. Á rikisstjórnarárum Mac Mahons forseta Frakklands, þá er ráðaneytið Bro- nlie sat að völdum, kom Blondin til Pansar og ætlaði að ganga þar á línu milli tveggja einhverra hinna hæstu bygginga borgarinnar, en lögreglu- stjórinn bannaði það nema þvi að eins, að ó)arg- net væri íest undir linuna. Varð Blondm þá reið- ur, hætti við og mælti: „Það væri nær fynr yð- ur að festa bjargnet undir ráðaneytið hans BrogUe svo það steyftist ckki á helvitis hausinn“. Varð það orð að sönnu, því ráðaneytið varð að vikja úr sessi rjett á eftir. Siðustu ár æfl sinnar var Blon,d.“o>æ“^-afaQ. sýna íþrótt sina opinberlega, en æfði sig Þó Ja an heima hjá sjer Hafðist hann við um nokkur ár á búgarði einum, nálægt Birmingham, er hann hafði keyft og þar dó hann, í vetur sem leið, 23. íebr., 73 ára gamall. (Sj. dig.J. Misprentast hefuri siðasta blaði í prófskýrslunni frá Möðruvallaskóla : Guðjónsson, á að vera: Guð- mundsson. Reykjavík, 11. júní 1897. Undirskrifaður leyfir sjer hjer með að til- kvnna heiðruðum almenningi að jeg hef opnað NÝJA yERSLIJN í Hafnarstr. nr. 8, og hef jeg þar á boðstólum alls konar manúfaktúr-vorur, vandaðar og ódýrar eftir gæðum, þar á meðal ýmislegt, sem ekki mun vera títt hjer áður. Jeg vona að allir muni sjá hag sinn í því, að kynna sjer varning minn, og vil jeg gjöra mjer ýtrasta far um að geðjast skiftavinum mínum. virðingarfyllst. Holger Clausen & Co. A. KRAUTWÁLD, Nörregade 42, Kjöbenhavn, borgar íyrir hvert hundrað af brúkuðum íalenskum frímerkjum, sem eru gallalaus: 3 5 a. . . . . kr. 2,00 Þjðnustufrimerki: A o 4,00 3 a.. . . . . kr. 3,00 1 50 5 a.. . . . — 4,00 16 a.. . . . — 9,00 10 a.. . . . — 5,00 20 a.. . . . — 6,60 16 a.. . . . —15,00 40 a.. . . . —10,00 20 a.. . . . — 8,00 — 30,00 50 a.. . . . —50,00 100 a.. . . . . — 40,00 Skildingafrímerki: 25 a.. . . . . kr. 2,00 SKB.IFARI, æfður og reglusamur, sem hefur haft á hendi bókhaldara- og skriístofustörf, óskar eftir atvinnu. Ritstjóri vísar á. _______________________ Kristján Þorgrímsson selur saltað flesk frá Danmörku fyrir lágt verð.____________ Kristján Þorgrímsson selur saltað kjöt. Vátryggingarfjelagið „Commercial Union“ tekur í eldsvoðaábyrgð lins, Ibæi, skip báta og alls konar lausafje hverju nafni sem nefnist, fyrir lægsta iðgjald sem tekið er hjer á landi. Aðalumboðsmaður á íslandi er Siglivatlir Bjarnasoil, bankabókari, Reykjavík. Umb.maður á ísafirði: Þorvaldur Jónsson, hjeraðslæknir. --------- Akureyri: Stefán Stephensen umboðsmaður. --------- Sauðárkrók: V. Claesen, kaupmaður (fyrir Húnavatns- og Skaga- fjarðarsýslu). Umb.maður á Seyðisfirði: Lárus Tömasson, barnakennari.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.