Ísland - 10.07.1897, Side 1
ISLAND.
I. ár, B. ársfj.
Kringsjá.
Grikkir.
Eins og fyrr er sagt, vildu Tyrkir fá
Þessalíu aila af Grikkjum og geysimikið
fje í herkostnað; síðan kefur verið ráða-
gerð með stórveldunum og er svo að sjá
sem Rússar og Frakkar hafl staðið fast-
ast móti kröfum Tyrkjans; nú er sagt, að
Tyrkir hafl farið ofan af kröfunni um
Þessalíu, en haldi fast við herkostnaðinn
og skika nokkra norðan af Grikklandi, og
það er talið víst að þeir muni fá. — Hvern-
ig Grikkir geti lagt á sig þau fjárútlát
ofan á allt annað — það er öllum óskiljan-
legt. Þeir eru skuldugir í öllum löndum;
einginn vill lána þeim framar og þar að
auki er þar hallæri í ár og hungursneyð,
ósamþykki innanlands og tortryggni svo
mikil, að víða heldur við uppreisn. Sem
dæmi má nefna, að öeorg konungur er svo
óvinsæll i ríki sínu, að prestarnir fá ekki
að biðja fyrir honum á stólnum; ef ein-
hverjum klerkinum verður það á, þá rýk-
ur söfnuðurinn upp og hrópar einum munni,
að sá herjans svikari skuli fara norður og
niður með allt sitt hyski. Sama er að
segja um ráðgjafa konungs, að þjóðin tor-
tryggir þá og herinum trúa þeir svo illa,
aðbændur heingja hvern liðsforingja, sem
þeir ná í. Það er sannast að segja, að
flest geingur á trjefótum í Grikklandi,
þjóðin er fátæk og fákunnandi til verk-
legra og andlegra hluta og allra þjóða
tortryggust og óstýriiátust, svo sem vant
er að vera þegar sjálfræði fer eftir ósjálf-
ræði og fornri kúgun. — Hjer vil jeg að
eins benda á eitt, er sýnir þroskaleysi og
fákænsku þjóðarinnar: að hún neyðir Ge-
org konung til að fara í stríð við Tyrki,
þeir heimtuðu stríð með slíkri frekju, að
honum var annaðhvort að gera: segjaTyrkj-
um strið á hendur eða fara af landi brott.—
Síðan, þegar Gtrikkir hafa farið ófarirnar
fyrir Tyrkjum, með þvílíkri svívirðu, að
slíks eru fá eða eingin dæmi fyr nje síðar,
þá slást þeir upp á konung sinn, kenna
honum um allt saman, hann hafi lagt út
í stríðið eingaungu til þess að vinna al-
þýðuhylli og steyft Grikklandi í stríð og
volæði til þess að tryggja sjer og ætt
sinni ríkisstjórn, hann sje blauður og hafi
setið heima í Aþenu af geitarskap og sent
son sinn ragan og dáðlausan móti Tyrkj-
um. En Georg konungur sat heima fyrir
þá sök, að ef hann hefði farið með hernum,
þá átti haun visa tvenna fjandmenn: Tyrki
að norðan og uppreisnarher sunnan að.
Hann sat kyrr heima vegna þess, að þar
gat hann betur haldið niðri óeyrðarflokk-
unum innanlands.
Þetta vanþakklæti hinnar grísku þjóðar,
svo óviturlegt sem það er, verðut enn
heiinskulegra, þegar þess er gætt, að ef
Grikkland kemst stórskaðalaust út úr
þessum ófriði, þá er það einraitt Georg
konungi þeirra að þakka. Því ef Grikk-
land nær að losa Krít við Tyrki — eins
og útlit er fyrir — og láti lítii eða eing-
Reykjavík, 10. júlí 1897.
28. töluMað.
in lönd af hendi, þrátt fyrir allar ófarirn-
ar, þá er það ekki svo mjög að þakka
mannúðartilfinningu almennings i Evrópu
eða illri stjórn og óvinsældum Tyrkja,
ekki heldur þeim ljóma, sem af Grikklandi
stendur frá fornum tíðum, ekki kænsku
nje þreki Q-eorgs konungs, þótt hann sje
vitur maður og dugandi — heldur mest
og best því, að systir hans ræður lögum
og lofum á Rússlandi hjá syni sínum keis-
arannm; en með líússum standa Frakkar,
og enska stjórnin fylgir því máli hægt og
bítandi fyrir afli almenningsálitsins og á-
hrifum þeirra, sem standa drottningunni
nær _ prinsessan af Wales er systir Qe-
orgs konungs.
Þetta er þá sannast að segja af Grikkj-
um, að þeir heimtuðu ófriðinn, biðu ósig-
ur, ekki fyrir ofurefli óvina sinna, heldur
af dæmafáu hugleysi og hræðslu, gerðu
síðan uppreisn móti konungi sínum sak-
lausum og það þrátt fyrir það, að hann
einn gatmeð frændafla sínum borgið landinu.
Hátíðin á Einglandí.
í ár hefur Viktoría drottning setið að
ríkjum í 60 ár og þess vegna er haldin
hátíð mikil um allt Eingland. Einglend-
ingum þykir vænt ura drottninguna sína,
en enn þá vænna um gamla Eingland og
í raun rjettri halda þeir hátíð í minningu
þeirra ágætismanua, sem þeir hafa átt um
þetta 60 ára skeið, í minningu þeirra
framfara, sem Bretland hefur tekið á þess-
um á þessum tíma, hversu auður lands-
ins hefur vaxið við framfarir allra atvinnu-
vega, hversu frelsi innanlands hefur auk-
ist og menntun og iþróttir blómgast. Þeir
fagna því, að Iandið þeirra hefur geingið
í fararbroddi meðal þjóðanna um þessi ár,
í vísindum, í pólitík og eingu síður í iðn-
aði og verklegum framkvæmdum. Það
mætti skrifa langar bækur um viðgang
Jóns Bola á þessum tíma, því að þá yrði
um leið að segja frá framförum Evrópu á
þeim tíma, ekkert stórmál, er snerti alla
álfuna, hefur verið leitt svo til lykta, að
Bretar ættu þar ekki þátt í, margar fram-
farir annara Ianda, í iðnaði, vísindum,
listum, pólitik, hvar sem er í álfunni, eiga
rót sína að rekja til þeirra. Allir vita
hversu hátt sæti enskur varningur skipar
á heimsmarkaðinum, og að aðrar þjóðir,
sem nú standa framarlega í iðnaði, hafa
sent þangað menn til þess að læra, og
hvað vísindin snertir, þarf að eins að
nefna nöfn svo sem Darwin, Mill, Spen-
cer, Thomson, skáld og rithöfundar hafa
lifað á þessu timabili: Tennyson, Carlyle,
Swineburn, Browning og margir fleiri,
og stjórnvitringar og þingskörungar, sem
allir þekkja og hver maður lítur upp til,
sem við stjórnmál fæst, þeir Beaconsfield,
Qladestone, Peel, o.s.frv., og listin enska
þykir nú standa hærra en nokkru sinni
áður og skör ofar iþrótt annara landa.
Alls þessa minaist Jón Boli nú við 60
ára stjórnarafmæli drottningar sinnar.
Hátíðin fer fram með ýmsu móti, og
skulum vjer síðar geta hins helata.
Alþing.
Sj álfstj órnarmálid.
Þar lukum vjer í síðasta blaði frásögn
frá alþingi, er stjórnarskrárfrumvarp dr.
Valtýs var fram lagt í neðri deild. Þetta
frumvarp hljóðar svo:
í stjórnarskrá um hin sjerstaklegu málefni ís-
lands, 5. janöar 1874, breytist 3., 25., 34. og 61.
gr. ásamt 2. ákvörðun um stundarsakir, sem hjer
segir:
1. gr. 3. grein orðist svo: í þeim málef'num,
sem getið er í fyrra lið 1. gr., ber ráðgjafinn á-
byrgð á stjórnarathöfninni. Alþingi kemur fyrir
sitt leyti ábyrgð fram á hendur ráðgjafanum eftir
þeim reglum, sem nákvæmar verður skipað fyrir
með lögum.
2. gr. 1. liður 25. gr. orðist svo: Fyrir hvert
reglulegt alþingi, undir eins og það er saman kom-
ið, skal leggja frumvarp til fjárlaga fyrir tveggja
ára fjárhagstímabilið, sem í hönd fer. Með tekjun-
um skal telja bæði hið faata tillag og aukatillagið,
sem samkvæmt lögum um hina stjórnarlegu stöðu
íslands í ríkinu, 2. janúar 1871, 5. gr., sbr. 6. gr.,
er greitt úr hinum almenna ríkissjóði til hinna
sjerstaklegu gjalda íslands, þó þannig, að greiða
skuli fyrirfram af tillagi þessu útgjöldin til hinnar
æðstu innlendu stjórnar íslands, eins og þau verða
ákveðin af konunginum.
3. gr. 34. gr. orðist svo: Ráðgjafanum fyrir
ísland skal heirailt vegna embættisstöðu sinnar að
sitja á alþingi, og á hann rjett á að taka þátt í
umræðunum eins oft og hann vill, en gæta verður
hann þingskapa.
Ráðgjafinn getur eínnig veitt öðrum manui um-
boð til að vera á þingi við hlið sjer og láta því
í tje skýrslur þær, er virðast nauðsynlegar. í for-
íölluin ráðgjafa má veita öðrum umboð til þess að
semja við þingið.
Atkvæðisrjett hefur ráðgjafinn eða sá, sem kem-
ur í hans stað, því að eins, að þeir sjeu alþingis-
menn.
4. gr. 2. málsgr. 61. greinar orðist svo: Nái
uppástungan um breyting á stjðrnarskránni sam-
þykki beggja þingdeildanna, og vilji stjórnin styðja
málið, skal leysa alþingi upp og stofna til almennra
kosninga af nýju.
5. gr. 2. ákvörðun um stundarsakir orðist svo:
Þangað til lög þau, er getið er í 3. gr., koma út,
skal bæstirjettur ríkisins dæma mál þau, er alþingi
höfðar á hendur ráðgjafanum fyrir íslaud, eftir
þeim málsfærslureglum, sem gilda við tjeðau rjett.
Ekki kom mönnum frumvarp þetta á
óvart, þótt fáum muni hafa verið kunnugt
til hlýtar innihald þess. Því samræði Val-
týs við stjórnina var fyrir laungu á allra
vitorði og það talið víst undir eins og hann
kom upp hingað, að hann færi ekki einn
saman. Stjórnhollir Reykvíkingar litu því
sömu augum til dr. Valtýs og húsfreyjan
er vön að líta til þeirrar vinnukonunnar,
sem henni virðist húsbóndinn hafa talað
meira við en góðu hófi gegnir. En nú var
frumvarpið fætt og spriklaði í laugarkeri
neðri deildar. Og Ijósmóðirin leit i kring-
um sig hugsandi um hvort hún ætti að
færa það í reifarnar eða ekki.
Það þótti sem var, að frumvarpið ekki
tryggði það, að íslenskur maður yrði sett-
ur á ráðgjafastólinn, nje heldur að ráð-
gjafinn mætti á alþingi. í frv. var og ekk-
ert ákvæði um það, að ráðgjafinn ekki
skyldi eiga sæti í ríkisráðinu. Svo átti
stjórnarbaráttunui að vera lokið með þessu
og sú breyting gerð, að þingrof skyldi
ekki verða, þótt samþykktar yrðu stjórnar-
skrárbreytingar nema stjórnin vildi styðja
málið. Þetta fundu þingmenn að frum-
varpinu.
En áður frumvarp dr. Valtýs kom fram
hafði
Stjórnarsvarið
borist, fyrst í boðskap konungs til alþing-
is, sem fram kom að vanda við þingsetn-
ingu, og var þar sett þvert nei við þeim
kröfum, sem þingsályktunin frá síðasta
þingi hafði farið fram á. Og sama kvöld
komu stjórnartíðindin á flakk og höfðu að
færa meðai annars ráðgjafabrjef, dags. 27.
maí, og þar gerð grein fyrir neituninni.
En eins og menn muna höfðu tillögumenn
á siðasta þingi tekið fram þau atriði, er
þeim þótti mest um vert að breytt yrði í
hinni núgildandi stjórnarskrá og eru þau
þessi:
1. „Að eigi verði borin upp í ríkisráðinu nje
lögð undir atkvæði þess lög eða stjórnarathafnir,
er snerta hin, sjerstöku málefni íslands.
2. Að innlendur maður, er búsettur Bje á ís-
landi og mæti á alþingi, beri eigi að eins ábyrgð
á því gagnvart alþingi, að stjórnarskráin sje hald-
in, hetdur og á sjerhverri þeirri stjórnarathöfn, er
snertir hin sjerstöku málefni landsins; og
3. að hjer á landi verði skipaðnr dómur inn-
lendra manna (landsdómur) til þess að dæma þau
mál, or konungur eða neðri deild alþingis kann að
höfða gegn þeim manni, er hefði á hendi hina
æðstu stjðrn innlendra mála, út af embættisfærslu
hans“.
Þessu svarar stjórniu svo, að kröfurn-
ar sjeu hjer í öllum aðalatriðunum hinar
sömu sem áður hafi verið farið fram á af al-
þingi og þá verið neitað. Sú krafa, að
sjermál íslands eigi skuli borin upp í ríkis-
ráðinu, segir hún að byggð sje á misskiln-
ingi bæði á stöðulögunum og á hinni nú-
nildandi stjórnarskrá og sambandi þessara
laga við grundvallarlögin dönsku. Telur
hún það enn sem fyrri röskun á ríkis-
heildiuni, ef stofnað yrði „sjerstakt íslenskt
ríkisráð" eða ráðgjafi íslands yrði óháður
ríkisráðinu danska. Samkvæmt þessu neit-
ar hún einnig að flytja aðsetur ráðgjafans
frá Khöfn til Rvíkur og telur það þá einn-
ig eigi geta komið til mála að skipa sjer-
stakan íslenskan dóm, eins og ályktanir
þingsins fóru fram á, nema ráðgjafinn ætti
búsetu hjer á landi.
Neitun stjórnarinnar er þá byggð á þvi,
að eigi megi skilja íslandsráðgjafann við
ríkisráðið, því það sje gagnstætt grund-
vallarlögum Dana; eftir þeim eigi ráð-
gjafar konungs að sitja í ríkisráðinu. En
eins og kunnugt er, hefur því allt af ver-
ið haldið fram af hálfu alþingis, að grund-
vallarlögin gildi ekki hjer á landi og það
verið margsýnt, að þeim hafi ekki verið
fram fylgt hjer.
Stjórnartíðindin flytja einnig
brjef landsliöfðingja
til ráðgjafans og sjest þar hvað hann hef-
ur lagt til málanna. Tillögur hans við-
víkjandi 1. lið þingsályktunarinnar eða
setu ráðgjafa íslands í ríkisráðinu, eru
eindregið með þinginu og færir hann rök
fyrir því, að sjermál íslands skuli ekki
borin undir atkvæði ríkisráðsins. 2. liðn-
um er hann og samþykkur að því leyti,