Ísland - 10.07.1897, Qupperneq 2
110
I8LAND.
I **=T=»=l=i ^I='Fi=ii=T=t=i=r=i=ii=r^ ^Ef3S^Ej=I
L
ISLAND.
Ritstjóri: JÞorsteinn Gíslason.
Skrifstofa: Laug’iiTeg' 2.
Prentað í: Fjelagsprentsmiðjunni.
„ÍSLAND" kemur út hvern laugardag á þeasum
ársfjórðungi (júlí—október), 13 blöð alls. Áskrift
bindandi þrjá mánuði. Hver ársfjórðungurborgist
fyrirfram um leið og blaðið er pantað og kostar
i Reykjavik 70 au., átum land 79 au., erlendislkr.
Póstafgreiðslumenn og brjefhirðingamenn taka
móti áskriftum og borgun fyrir blaðið og kvitta
fyrir.
!
j
að hann leggur til, að skipaður sje sjer-
stakur ráðgjafi fyrir ísland með þeirri á-
byrgð, sem þar er ákveðið og mæti hann
á alþingi. En hann telur þó sjálfsagt, að
ráðgjafi sá verði að vera búsettur við hlið
konungs, í Khofn. Samkvæmt því leggur
hann einnig móti 3. lið þingsályktunarinn-
ar, um landsdóminn; með því að æsta stjórn
íslands hljóti að sitja í Kköfn, þá verði
einnig að sækja ráðgjafann þar að lögum.
Þingiö og stjórnin
eru eftir því stjórnarsvari að dæma, sem
hjer er nú fram komið, eingu nær því en
áður að komast að sameiginlegum skiln-
ingi á þeim greinum, sem verið hafa frá
upphafi höfuðatriðin í endurskoðunarbar-
áttu íslendinga. Stjórnin lýsir því yfir
enn sem fyrrj, að væri kröfum íslendinga
sinnt og sambandi íslands við Danmörku
komið í það horf, sem þar er farið fram
á, þá væru brotin grundvailarlög Dana og
ríkisheildinni raskað. Aftur á móti segir
þingið, að Grundvallarlög Dana hafi aldrei
öðlast gildi hjer á landi og ríkisheiidin
stæði jafnóröskuð eftir sem áður, þótt
sambandi landanna væri fyrir komið á
þann hátt, sem við óskum. Og nú hefur
þingið skýlaus meðmæli fulltrúa stjórnar-
innar hjer á landi til að fylgja þessum
kröfum fram. Hjer standa tveir málsaðil-
ar hver gagnvart öðrum með mótsettar
skoðanir. Og ekki geta þeir skotið máli
sínu til neins dómstóls; annar málsaðilinn
er dómarinn. En hvaða andsvar frá al-
þingis hálfu liggur beinast við svari stjórn-
arinnar? Ekkert annað en þetta: Úr
því þið álítið, að ekki sje unnt að koma
sambandi íslands og Danmerkur fyrír á
þann hátt, sem við teljum nauðsynlegt
fyrir velferð okkar lands, án þess að brjóta
grundvallarlög ríkisins, þá er það helst
ósk okkar, að sambandið sje leyst. Meðan
þingið ekki vill eða þorir að svara svo,
stendur það eiginlega svarlaust uppi gagn-
vart stjórninni. Dví ekki er til neins að
þræta um lagaskilning, þar sem einginn
dómstóll er til, sem úrskurðí hvor skiln-
ingurinn sje rjettari. Og að standa allt
af í sömu sporum og ákalla sífellt rjett-
lætistilfinning stjórnarinnar, er líkast því,
ef þyrstur maður hlypi upp á háan fjalls-
hnúk, stæði þar kyr og heimtaði að vatnið
rynni upp til sín. Við höfum spreitt okk-
ur á að tína tii ýmislegt, sem sýni, að
grundvallarlög Dana hafi aldrei gilt hjer
á landi. En það vitum við allir, að hjer
var allt stjórnarfar á riugulreið eftir að
grundvallarlögin voru gefin. Og stjórnin
hefur ekki haft fyrir að tína til þau tilfelli,
þar sem við ef til vill höfum viðurkennt
gildi þeirra. Og þó við í blöðum og tíma-
ritum okkar hjerheima færum fram spreing-
lærðar og hárfíuar röksemdir fyrir málstað
okkar, þá hefur það ekki haft áhrif á
stjórnina fremur en skvett væri vatni á
gæs. Nú hefur þingið, með allan sinn
vilja til að sanufæra stjórnina, sjaldan orðið
ásátt um, hvernig það ætti að fara að þvi.
Sumir hafa viljað fara miðlunarveg, taka
það sem unnt væri að ná og láta hitt bíða
betri tíma. Þessi stefna hefur aldrei kom
ið eins bert fram á þinginu og nú og er
þá aftur þar að að hverfa, er fyr var frá
horfið og minnast á
frumvarp Valtýs.
Þegar það var fram komið, mun flest-
um hafa þótt í því svo litlar umbætur að
því væri vart sinnandi. Á laugardags-
kvöldið kallaði forseti sameinaðs þings
alla þingmenn á leynifund og er svo sagt,
að þar talaði dr. Valtýr fyrir frumvarpi
sínu, en einginn annar þingmaður mælti
þar orð frá munni. Vildu þeir fyrst heyra
hverju stjórnarfulltrúinn svaraði til máls-
ins. Þessa dagana voru viðsjár með mönn-
um, sumir vildu fella frumvarpið frá ann-
ari umræðu, aðrir vildu setja nefnd í það
og byggja á þvi nýtt frumvarp og enn
vildu nokkrir taka því eins og það lá fyr-
ir. En allur almenningur beið þess með
eftirvæntingu, að
umræður
byrjuðu um málið á þinginu. Það var
tekið á dagskrá á þriðjudaginn og voru
þá áheyrendapallar neðri deildar svo þjett
skipaðir, að hvergi var autt rúm og urðu
margir frá að hverfa.
Dr. Valtýr hjelt fyrst langa tölu með
frumvarpi sínu. Kvaðst hann telja þá að-
ferð heppilegasta í stjórnarbaráttunni, að
taka smátt og smátt þær rjettarbætur sem
hægt væri að ná. Ýmsar af kröfum vor-
um sagði hann að rjettast væri að láta
liggja milli hluta, þegar ræða væri um
stjórnarskrárbreyting. Svo væri um setu
ráðgjafans í ríkisráðinu, skipun efri deild-
ar og landsdóminn; til þess að fá þessu
breytt þyrfti ekki stjórnarskrárbreytingar.
Að lokum skoraði hann á landshöfðingja
að lýsa því yfir, hvernig stjórnin mundi
taka í málið.
Landshöfðingi kvað stjórnina ekki hafa
Ieitað tillaga sinna í þessu, en umboð
sagðist hann hafa írá henni til að lýsa
yfir því tyrir hönd stjórnarinnar, að hún
geingi að frumvarpi, sem gerði þær breyt-
íngar á stjórnarskránni:
1. að ráðgjafinn beri ábyrgð eigi að
eins á stjórnarskrárbrotum, heldur á allri
stjórnarathöfninni, og
2. að ráðgjafinn mæti á alþingi á sama
hátt og nú.
Ekki skyldi hann hafa önnur stjórnar-
störf á hendi. 61. gr. stjórnarskrárinnar
vildi stjórnin og fá breytt á sama hátt og
farið er íram á í frumvarpi dr. Valtýs.
Ólafur Briem tók þá til máls og kvað
frumvarpið ekki einasta fara of skammt,
heldur geingi það í öfuga átt. Það mið-
aði að því að draga vald úr höndum
landshöfðingja og færa það út úr landinu.
Hann sagði, að það teldu allir íslending-
ar stjórnarskrárbrot, að ráðgjafi íslands
sæti í ríkisráðinu, og hvernig væri það
þá hugsandi, að nokkur íslendingur feing-
ist í ráðaneytið með þeim skilyrðum.
Dr. Valtýr svaraði ræðunum og kvað
nú vera komið fram tilboð frá stjórninni
til samkomulags og kvað þingmálafundi
flesta hafa verið því meðmælta, að sam-
komulag kæmist á við stjórnina. Hann
andmælti því, að frumvarpið miðaði til
þess að draga valdið út úr landinu. Ekki
kvaðst hann telja það stjórnarskrárbrot,
að ráðgjafinn sæti í ríkisráðinu, því hún
talaði ekkert um, hvort hann skyldi sitja
þar eða ekki.
Þá var umræðum frestað til næsta dags
og hófust þær þá aftur og stóðu yfir frá
kl. 12 til 3 og á eftirmiðdagsfundi frá kl.
5 til 8. Klemens Jónsson tók fyrstur til
máls og andmælti frumvarpinu harðlega,
vildi láta fella það frá annari umræðu og
ekki sinna því að neinu. Sagði, að eing-
in ástæða væri til að ætla, að nokkuð yrði
farið eftir tillögum ráðgjafans í rikisráð
inu og væri bann þá eingu betur settur
til að semja við þingið en landshöfðingi
eins og nú stæði. Kvað einga tryggingu
fyrir því í frumv., að ráðgjafinn yrði ís-
lenskur nje heldur að hann mætti á þing-
inu. Sagði einnið, að frumv. færi í þá átt
að færa vald landshöfðingja út úr land-
inu.
Þorlákur Q-uðmundsson mælti móti frv.
en vildi láta setja nefnd í það.
Benedikt Sveinsson hjelt þá klukku-
tíma ræðu og lastaði frumv. mjög; kvað
hann það grundvallarstefnu og afleiðingu
frumv., að alþingi kveði já við ríkisein-
ingunni við Danmörku, sem það hafi áður
neitað.
Þórður Guðmundsson vildi ekki láta
þingið eyða tíma sínum til að ræða frumv.
heldur fella það strax.
öuðlaugur Guðmundsson vildi láta setja
nefnd í málið og byggja á frumv. sem
grundvelli til samninga við stjórnina og
sníða upp úr því nýtt frumv. Honum
þótti frumv. ekki koma rjetta boðleið til
þingsins og höfðu fleiri fundið það að því.
Hann var mótmæltur breytingum á 61. gr.
stjórnarskrárinnar og sagði, að stjórnin
hefði komið henni inn í frumv. í hrossa-
kaupum.
Guðjón Guðlaugsson talaði móti frumv.
og þótti ekkert varið í ráðgjafaábyrgðina,
ef hann ætti að sitja í ríkisráðinu. Hann
vildi og ekki taka breytingu frumv. á 61.
gr. stjórnarskrárinnar nje nokkurri skuld-
bindingu um að hætta sjálfstjórnarbarátt-
unni.
Jón Jensson hjelt þá langa ræðu og
varði frnmv. og Yaltý kröftuglega. Hann
sagði, að Valtýr hefði orðið fyrir vanþökk
og rangsleitni, þar sem hann ætti skilið
þökk og viðurkenningu fyrir sína fram-
gaungu. Hann sagði, að þingmenn hefðu
aldrei samþykkt endurskoðunarfrumvarpið
í þeirri fullvissu, að það geingi fram ó-
breytt og vildi Iáta þingið taka frumv.
Valtýs.
Tryggvi Gunnarsson mælti móti frumv.
og vildi að konungur nefndi nokkra menn
af íslendingum og Dönum til að ræða mál-
ið og komast að samningum um úrslit
þess.
Valtýr hafði, þegar hjer var komið,
livað eftir annað haldið ræður til varnar
frumv. Viðvíkjandi setu ráðgjafans í ríkis-
ráðinu sagði hann, að hann væri þar sam-
þykkur því, að hún ætti ekki að eiga sjer
‘úað, en þessu feingist ekki breytt og væri
það ákvæði tekið upp í frumv. yrði það
til að fella það. Líka sagði hann, að ó-
víst væri, þegar til kæmi, hve ieingi Dan-
ir kærðu sig um að halda honum. Hann
átaldi landshöfðingja fyrir að hafa ekki
farið til viðtals við stjórnina til að semja
um málið og skoraði á hann að segja álit
sitt um frumv.
Landshöfðingi kvaðst ekkert umboð hafa
feingið frá stjórninni til að mæla fram
með frumv. Valtýs og af eigin sannfær-
ingu kvaðst hann ekki geta það.
Þá var stungið upp á 7 manna nefnd
og samþ. með 13 atkv. gegn 10 að við-
höfðu nafnakalli eftir ósk 6 þingmanna.
Þessir voru móti því, að nefnd yrði kosin
í málið: Klemens Jónsson, Ben. Sveins-
son, Guðj. Guðlaugsson, Jón frá Múla, Pjet-
urJónsson, Sighv. Árnason, Sig. Gunnars-
son, Tr. Gunnarsson, Þórður Guðmunds-
son og Þórður Thoroddsen. Þá beiddu 8
þingmenn, að hlutfallskosningar færu fram
og voru þá kosnir: Benedikt Sveinsson,
Klemens Jónsson, Valtýr Guðmundsson,
Sigurður Gunnarsson og Pjetur Jónsson.
Fleiri feingu ekki næg atkvæði. Þá var
kosið um tvo óbundnum kosningum og
fjekk einginn næg atkvæði, þá var kosið
um og hlaut þá kosningu Guðl. Guðmunds-
son með 12 atkv. Aðrir feingu eigi næg
atkv. Þá var kosið bundnum kosningum
um Skúla Thoroddsen og Tr. Gunnarsson
og var Skúli kosinn með 14 atkv.
Málið verður að líkindindum hálfsmán-
aðar eða þriggja vikna tíma hjá nefnd-
inni og mun síst þurfa að búast við því,
að allir verði þar á eitt sáttir.
Það sem mjög er nú rætt og misjafn-
lega um dæmt er
framkoma dr. Valtýs
og milliganga hans milli stjórnarinnar og
þingsins. Hún hefur feingið stranga dóma
bæði utan þings og innan. En þeir dóm-
ar eru ástæðulausir. Að ámæla honum
fyrir það, að hafa gert tilraun til samn-
inga, það er ekki rjett. Það lá beint við
eftir stefnu þingsins síðast, þegar sam-
þykkt var þingsályktunartillagan, að þing-
menn þeír, sem henni stýrðu, hefðu skor-
að á landshöfðingja að fara þá utan til
viðtals og samninga við stjórnina, því af-
stöðu landshöfðingja gagnvavt tiilögunni
hafa þeir hlotið að þekkja. Og hefði svo
verið gert, þá hefðu þeir verið lausir við
að dr. Valtýr eða nokkur tæki að sjer
milligaunguna af sjálfsdáðum.
Á skrifstoíu þingsins eru: Steingrímur John-
sen skrifstofustjöri, Brynjólfur Þorlákssou og Yil-
hjálmur Jónsson.
Skrifarar i efri deild: Halldór Jónsson og Jón
Þorvaldsson. í neðri deild: Morten Hansen, Jó-
hannes Sigfásson, Jón Ólafsson og Haraldur Níels-
son.
Þessar eru helstar nefndir:
1 fjárlaganefnd: Sig. Gunnarsson (formaður),
Jón frá Möla (skrifari), Pjetur Jónsson, Tryggvi
Gunnarsson, Guðj. Guðlaugsson, Þórður Thorodd-
sen, Einar Jónssou.
Læknaskipunarmál: J. Hjaltalín (fm.), Þorleifur
Jónsson (skr.), Sig. Jensson, sjora Þorkell, Gutt-
ormur.
Landsreikningar og fjáraukalög: Ói. Briem (fm.),
Guðl. Guðm. (skr.), Valtýr.
Holdsveikramál: Tr. Gunnarsson (form.), Þórð-
ur Thor. (skr.), Klemens, Þorlákur og Þórður Guð-
mundsson.
Botnvörpuveiðarnar: Kr. Jónsson, Jón Jak.,
Sig. Stefánsson.
Fjárkláðinn: Þorlákur, Guðlaugur, Sighvatur,
Benedikt, Jón frá Mála.
Samgaungumál: Skúli, Klemens, sjera Jens,
Valtýr og Björn Sigf.
Alþýðustyrktarsjóðir: Hallgrímur biskup, Þor-
leifur og Jón frá Sleðbrjót.
Bólusetningar: Þ. Thor., Eiríkur Gíslas., Ein-
ar Jónsson.
Refaeyðíng : Þorlákur, Bj. Sigf., Guðlaugur.
Útibúin hans Halldörs.
Jeg hef lesið grein hr. Halldórs Jóns-
sonar, sem mun hafa átt að vera svar til
mín. En jeg hef ekki fundið neitt svar í
henni. Hann hefur ekki nefnt einn ein-
asta banka í heimi, sem hafi útibú með
því fyrirkomulagi, sem hann hugsar sjer.