Ísland


Ísland - 24.07.1897, Page 2

Ísland - 24.07.1897, Page 2
118 ISLAND. ÍSLAND. Ritstjóri: Porsteinn Gíslason. Skrifstofa: Laug'aveg' 2. Prentað í: Fjélagsprentsmiðjwnni. „ÍSLAND*1 kemur út hvern laugardag áhessum ársfjórðungj (júlí—október), 13 blöð alls. Áskrift bindandi þrjá mánuði. Hver ársfjórðungurborgist fyrirfram um leið og blaðið er pantaö og kostar í Reykjavík 70 au., útum land 79 au., erlendis 1 kr. Póstafgreiðslumenn og brjefhirðingamenn taka móti áskriftum og borgun fyrir blaðið og kvitta fyrir. r^l^ryr-l—t—]—y-l—TT—1—y—1—y—1—g—l~f—i-~T~ *—T’"‘,T"I—r"1— irnar hefur útgáfan þá ekki jafnmikla þýð- ingu og hún annars gæti haft. Bókmenntafjelagið ætti að kaupa af hr. Sigurði Kristjánssyni útgáfurjettinn að skáldritum Gröndals. Þ. O. Kringsjá. Frá Grikklandi. n. E»á er leikarinn Coqueliu dvaldi síðast í Kaupmannahöfn, sagði hann frá ferð sinni til Aþenuborgar og viðtökunum þar. Hann segir svo frá: „Laungu áður en jeg kom, rigndi yfir mig brjefum og hraðskeytum. Þá er jeg stje í land, vartekið á móti mjer með húrraópum og blómregni. Lýðurinn fylgdi mjer fullur áhuga allt til gestgjafahússins og blöðin fluttu lofgreinar um mig og buðu mig velkominn, en — í leikhúsinu voru um kvöldið ekki tíu manns! Við þetta tækifæri virtu blöðin morguninn eftir leik- ana ekki svo mikils, að þau minntust á þá og hvervetna mætti mjer ís-kuldi. Næsta kveld varð jeg að borga fyrir salinn fyrir fram og þar eð jeg hafði gleymt að semja við gasstjórann, ljet hann slokna á gasinu í miðju kafi. Þriðja daginn litu menn undan, er jeg mætti þeim á götu og þeg- ar jeg fór með skyndi á brott síðari hluta dagsins, var mjer sýnd aimenn fyrirlitn- ing“. Hverflyndi Grikkja, sem gerði við þetta tækifæri hinn mesta leikara heimsins hissa, hefur oft á síðan gert heiminn hissa. Og ef vjer með litum vildum sýna öll þau skoðanaskifti, sem orðið hafa á tveim síð- ustu mánuðunum (þ.e. mars cg apríl þ.á.) meðal Aþeninga, þá mundi oss auðnast að sjá litabelti, er bæri sjálfan regnbogann ofurliða og kastaði skugga á hann. Á tæp- um tveim vikum hafa Grikkir annað kast- ið verið frá sjer numdir af aðdáun að hers- höfðingjum sínum, en svo kallað þá land- ráðamenn og svikara, þeir hafa ásakað konunginn fyrir að hann Ijeti það drag- ast að hefja ófriðinn og særðu hann til þess að segja Tyrkjum stríð á hendur, og þegar þeir loksins höfðu feingið ósk sína upp fyllta, og stríðið var hafið, þá urðu þeir óðir og uppvægir, af því konungur- inn hafði ekki gætt friðarins. Þeir hafa kallað Delyannis frelsara landsins, þeir hafa steyft honum frá völdum, smánað að hann og hrækt á hann. Fyrir fjórtán dögum hrópuðu allir Grikkir á stríð og styrjöld, en nú mæna þeir eftir því, að stórveldin skerist í leikinn. Slíkt hverflyndi og slík ljettúð gæti átt heima hjá stúlku, en allt öðru máli er að gegna, þegar rætt er um karlmenn. Grikki vantar karlmanns einkunnir. Það sjest við sjerhvert verk þeirra, meira að segja jafnvel við sjerhverja hreifingu þeirra. Þá vautar karlmanns-hugrekki til að segja já og nei. Þeir segja ávalit eitthvað, sem þar er mitt á milli, og því hljóta þeir ætíð að blekkja þá, sem við eru. Þeir geta verið mjög innilegir og þægilegir. Þeir geta boðið vindling svoleiðis, að menn þakki fyrir það, eins og þeir hafi þegið 10 pund sterling og því hafa þeir aldrei fyrir að bjóða gestinum vindil, þeir kunna lagið á því að gera menn skuldbundna sér með smámunum, og það er orsökin til þess, að þeir gera mönnum ógjarnan verulegan greiða. Þeir eru kurteisir og það svo, að það bregður stundum fyrir auðmýkt Austur- landabúa, en menn komast skjótt að raun um, að þetta er einungis á yfirborðinu, því að undir býr kátlegt dramb. Grískir bændur, sem plægja MaraþonsvöII, plægja með allt annari tilfinningu heldur en dansk- ir bændur og því verður danska plógland- ið betur plægt heldur en Maraþonsvöllur. Á nýgrísku heitir vinnan „dulia“, þ.e. þræl- dómur og líkamserfiðí er yfir höfuð minnk- un fyrir Grikki. Heimspekingurinn Spinoza lifði af því að slípa gler, en að líkindum lifðu niðjar hans af því að þeir voru kunn- ir af Spinoza. Nýgrikkinn, sem gengur niður eftir Hermesargötu í nýsaumuðum klæðnaði — hann á aldrei nema einan klæðnað — geingur í skugga hinna stóru sálna framliðinna og það þarf risa, ekki dverg, til þess að fylla út skuggann. Róm- verjar, Gallar, Vestgotar, Austgotar, Van- dælir, Avarar, Slafar, Frankar, Venezíu- menn, FJorensborgarmenn, Genúabúar og Tyrkir hafa fótum troðið hinn forngríska þjóðflokk. Og það er ekki mikið, meira að segja uálega alls ekkert eftir af hon- um, en þrátt fyrir það ímyndar sérhver Grikki sjer, að hjarðguðinn Pan leiki enn á hljóðpípu í olíuviðarskógunum. Þessa þjóð verður að skoða frá alveg sjerstöku sjónarmiði, þessa þjóð, sem hef- ur í sjer fornalda-, miðalda-, og nútíða- blóð. Nú skal tjáð frá því, er bar við fyrir utan glugga minn. Lúðiaþytur heyrðist og fólksþyrping fór eftir götunni. í broddi fylkingar gekk ung stúlka í karlmannsfötum og bar hið gríska merki. Hvaðanæfa streymdu þar að strákar, landeyður og hermenn og þessi fregn barst sem eldur í sinu um alla borg- ina: Oríslc Jóhanna d’Arc er komin til Aþenu. Hin unga stúika, er gekk á und- an þessum æsta skrýl, var í mórauðum klæðum, hafði belti um öxl sjer og þar á púðurstikla og sítt hrafnsvart hár. Mjer virtist sem eitthvað mikið væri á seyði, skundaði út á götuna og komst í þyrp- inguna, sem nam staðar fyrir framan hrör- legt tvíloftað hús. Jeg sem var fregnritari vildi gjarna hafa tal af Jóhönnu d’Arc, ruddist því með hægð gegn um þyrpinguna og komst loks inn í húsið. Stúlkan hafði á meðan geing- ið út á svalirnar og æftu þá Aþeningar og hjetu henni hoilustu sinni. Jeg náði fundi stúlkunnar og mjer leist þegar í stað okki á svip hennar, því að hann var eigi iireinn, heldur bar vott um hrekkvísi. En Jdrei hef jeg sjeð jafnfagrar tennur; þó var eitthvað ekki eðiilegt við þær. En hún var ekki frá Makedóníu, eins og menn höfðu sagt, heldur dóttir smáborgara í Aþenu. Mjer varð ekki um sel, er jegsá þessa stúlku, en mjer var öllum lokið, er jegheyrði, að hún hefði gerst erindreki og uglýsing fyrir tannlækni, er hafði búið til nýjan tanngarð í hana. Þegar jeg minntist hetjuskarans í Lauga- skarði, rann kalt vatn milli skinns og hör- unds á mjer og það því fremur, sem jeg hinn sama dag, sem Grikkir fleygðu vopn- unum og lögðu á flótta fyrir skuggum sínum og hlupu 10 mílur danskar, las grafakriftina, er Grikkir settu yfir hinar föllnu hetjur í Laugaskarði: „Útiending- ur! segðu Lakverjum að vjer liggjum hjer hlýðnir hinum helgu lögum ættjarðarinn- ar“. Aldrei hef jeg á svo ógurlegan hátt verið minntur á einn hinn fegursta atburð veraldarsögunnar. Þó má segja, að þessi ósigur, svo hraparlegur sem hann nú var, hafi verið hressandi vindblær í hálfvelgjn- skvaldri, þyí að svo oft hafa grísku lýð- skrumararnir og þjóðmálaskúmarnirtaungl- ast og stagast á nöfnum sagnahetjanna. Það, sem þjakar og er til ógæfu fyrir Grikkland, er hin fagra fornöld, því að Grikkland er auðugt af ártölum og menj- um, en örsnautt af því, er vjer nefnum karlmenn. Það er mjög einkennilegt, að í því landi, þar sem menn á öilum aldri og öllum stjettum gefa sig mest í heimin- um við stjórnmálum, þar skuli enn ekki hafa fæðst einn einasti stjórnmálagarpur — í orðsins rjettu merkingu. Meðal Ný- Grikkja hefur ekki fæðst eitt einasta skáld, ekki einn einasti myhdasmiður eða málari, og í hernum virðist ekki vera einn einasti dugandi herforingi. Þessi misjöfnuðnr milli þess, sem Grikk- ir vilja vera, og þess, sem þeireru í raun og veru, er það, sem kastar ríkisfleyinu til og frá í hinu ólgandi hafi. Eftir flótt- ann hjá Larissa snerust Grikkir þegar í stað gegn konunginum. Þeir fundu til þess, að þeir höfðu ekki verið hetjur, en aftur á móti voru þeir sannfærðir um, að þeir mundu verða það, bara ef þeir feingju þjóðveldisstjórn. Það er mælt, að Georg konungur, er hann hafði feingið fregnirnar frá Larissa, hafi geingið niður í garð sinn og staðið þar hugsi í eina klukkustund og barið með stafnum sínum í runnaha; að því búnu sneri hann heim aftur til hallarinn- ar og tók Raleis fyrir ráðaneytisforseta. En konungur ljet sig það eingu skifta þó viðsjár væru miklar í borginni, brotn- ar væru upp vopnabúðirnar og menn þyrft- ust saman á götunum. Ef til vill hefur hann, þar sem hann sat við skrifborð sitt, heyrt ópin í skrýlnum, en einungis brosað að því, því að hann þekkir Gríkki. Fyrir mánuði1 var í þeim illur kurr, af því þeir feingju ekki að berjast, en nú er hann í þeim, af því þeir hafa feingið leyfi til þess. Ef konungur hefði mátt ráða, hefði Krít ef til vill komist að einhverju leyti undir Grikkland án þess til vopna væri gripið. En þjóðin setti konungi tvo kosti: annaðhvort stríð eða stjórnarbylting; og þegar Grikkir höfðu borið Iægra hlut í vopnaviðskiftam æftu þeir: „Það eru sam- an tekin ráð, Tyrkir eiga að sigra okkur og Rússar að hjálpa okkur! Það á að veita konunginum liðstyrk utan að frá gegn sinni eigin þjóð! Svik! Svik!“ Hjer má bæta þeirri athugasemd við, sem jeg hef lagt fyrir ýmsa Grikkja: Ef konungur í raun og veru hefði samið við Rússland og Tyrkland og ef það hefðu fyrir fram verið saman tekin ráð, að Grikk- ir skyldu bíða ósigur í Þessalíu, þá gæti það ekki komið heim við hina viðurkenndu kænsku kóngsins, að senda sonu sína eigi til Arta, heldur einmitt til Larissa, þar sem hann var viss um, að þjóðhylli þeirra mundi lokið. 1) Þetta er akrifað i maí. Þessari athugaseuid svöruðu Grikkir ekki öðru en því, að það væri þrátt fyrir allt saman tekið ráð og að Konstantín prins skyldi aldrei verða oftirmaður kon- ungsins svo framarlega sem.......og hjer slitnar samtalið af einlægum fettum og brettum. En í því tilliti er valla hætta á ferð- um. Það er jafnvíst, að Konstantín prins muni verða Grikklands konungur, eins og það er víst, að Grikkir muni koma sjer saman um það, að þegar öll kurl komi til grafar, þá væru það eiginlega Tyrkir, sem hefðu farið halloka við Larissa, og að Grikkir hefðu haldið heim til sín sem hetjur. Heidrekr. Ekkert geingur enn nje rekur í friðar- samningum milli Grikkja og Tyrkja. Tyrk- ir heimta að fá Þessalíu, en stórveldin vilja ekki ganga að kröfum þeirra; vilja þó láta þá fá nokkurn hluta Þessalíu, sem reyndar er að mestu óbygður. Járnbrautarslys varð stórkostlegt á Sjá- landi 11. þ.m. og hefur enn að eins bor- ist um það hraðfrjett hingað, send til Eing- lands eftir að „Laura“ fór frá Höfn. Slis- ið varð við Gentofte, rjett norðan við K- höfn. Svo stóð á, að hraðlest kom frá Helsingjaeyri á suðurleið til Hafnar og rakst á aðra lest, fulla af fólki, sem var að búa sig á stað frá Gentofte. Margir vagnanna brotnuðu, 40 manns fjekk bana, en yfir 100 manns meiddust meira eða minna, og það svo, að 40 af þeim Ijetust á næsta dægri. Mestur hluti þeirra sem fórust eða meiddust var jafnaðarmenn; höfðu þeir verið á skemmtiferð þar úti, eða við eitthvert hátíðlegt tækifæri. Með- al þeirra, sem nafngreindir eru, má uefna Sophus Michaelis, ungt skáld danskt og og konu hans. Þetta er í fyrsta sinn, sem stórkostlegt járnbrautarslys hefur orðið í Danmörku. Einn af helstu vísindamönnum Dana, J. Steenstrúp, áður kennari í dýrafræði við háskólann, dó í Khöfn 20. f.m. 84 ára að aldri. Hann ferðaðist hjer um land 1839 og 1840 með Jónasi Hallgrímssyni. Þeir Jónas voru mestu mátar og var Jónas hjá honum eitt ár í Sórey. Steenstrup hefur margt ritað og var frægur vísinda- maður. Æfisaga og mynd af honum er í „Sunnanfara“ II. ári, 12. tölubl. Almenningsviljinn og þingmálafundirnir. Það sjest oft í blöðum vorum orðið al- menningsvilji; það hljómar einnig á manna- mótum og alstaðar er þýðing þessoggildi í miklum metum haft, sem og vera ber. Það er álitið svo sem sjálfsagt, að fulltrú- ar þjóðarinnar, hver um sig og þingið í heild sinni, tali máli almenningsviljans, en þeir þingmenn, sem eru andstæðir hon- um, eru af alþýðu manna taldir vargar í vjeum og ótrúir verkamenn í víngarði fósturlandsins. Þetta er náttúrlegt og al- veg rétt. Því það er einmitt meiningin með kosnum fulltrúum þjóðarinnar, að þeir komi saman til þess að búa til lög fyrir þjóðina, sem byggð sjeu á almenningsvilj- anum. En hvernig kemur þá almenningsviljinn í ljós? Hvernig veit þingmaðurinn viija almennings í sínu kjördæmi? Flestir munu

x

Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.