Ísland


Ísland - 20.11.1897, Side 4

Ísland - 20.11.1897, Side 4
188 ISliAND. Fleiri samskonar mál eru enn á seyði þar suður- með sjðnum. Nýlega setti sýslumaður einn af hreppstjórum siuum frá embætti vegna þess, að hann hafði ðhlýðnast banni amtmanns um viðskifti við botnverpinga í landhelgí. Norðanpðstur kom á laugardagskvöldið var og ná frjettir af Akureyri fram til 25. f.m. Á Eyjafirði var góður afli þegar róið varð vegna beituleysis, en á Austfjörðum sagt fiskilaust. Nýjan akveg er nó verið að leggja út frá Akur- eyrarkaupstað og er svo til ætlast, að hús rísi upp með timanum með fram honum. Leiðarþing hjeldu þingmenn Norðmýlinga á Seyðisfirði 7. f.m. Þar stóð orusta milli þeirra Jóhannesar sýslumanns og Þorsteins ritstjóra Er- lingssonar öðrumegin og Jóns alþm. frá Sleðbrjót hinumegin. Þeir Jóhannes sýslumaður og Þor- steinn eru Yaltýsmenn. Sjera Einar á Kirkjubæ sótti einnig fundinn, en varð að hverfa þaðan vegna þess, að þá frjetti hann, að bær hans var brunninn. Yinnumaður Hermanns búfræðings á Þingeyrum drukknaði nýlega í Húnaós. Þeir Hermann voru áleið utan af Blönduósi, en gættu þess á leiðinni, að þeir höfðu gleymt einhverju í kaupstaðnum og reið vinnumaðurinn til baka, en Hermann hjelt heimleiðis. Síðan hefur vinnum. ekki komið fram, en hestur og húfa hans fundust daginn eftir í hólma þar í vatninu og þykir víst, að hann hafi farist þar. „Þjóðólfur" fiytur í gær uppástungu, frá cand. mag. Vilhjálmi Jónssyni, um að stofnað sje tíl samskota til minnisvarða yflr Jónas Hallgrimsson. 16. þ.m. voru 90 ár liðin frá fæðingu hans og ætlast uppástungumaður til þess, að minnisvarðinn verði fullger eftir tíu ár, eða á 100 ára afmæli skáldsins. Stúdentafjelögin í Rvík og Khöfn ætl- ast hann til að gangist fyrir samskotunnm. Oss virðist uppástungan góð, og að fyrir laungu hefði átt að vera reistur minnisvarði yfir Jónas Hall- grimsson. 23. f.m. andaðist sjera Jónas öuðmundsson uppgjafaprestur á Skarði á Skarðsströnd. Hann var fæddur 1. ágúst 1820, tók embættispróf í guð- fræði við háskólann með 1. einkunn 1850, varð ári síðar kennari við lærða skólann i Rvík. 1866—67 var hann einnig settur kennari við prestaskólann. 1872 var honum veitt Hítardalsprestakall og bjó hann í Hítardal 1 ár, en flutti þá að Staðarhrauni, en það prestakall var þá sameinað Hítardal. Vorið 1890 hætti hann prestskap og fiutti þá fráStaðar- hrauni að Skarði. Kona sjera Jónasar var Elin- borg dóttir Krístjáns kammeráðs á Skarði. Hún lifir mann sinn. Úr brjefi af Akureyri 31. f.m.: „Þá er að minn- ast á pólitíkina. Prá þvi í sumar, að fyrst var farið að ræða stjórnarskrármálið á þingi, hafa margir, ef ekki flestir, betri og skynsamari menn hjer um slóðir fylgt þvi máli með athygli og eftir- tekt, því alls ekki eru menn hjer svo gerðir, að þeim standi á sama, hvernig því máii reiðir af, hvernig endaiok þjóðarinnar þýðingarmesta mál fær. Þegar í sumar heyrðist ánægja manna yfir framkomu þingmanna sýslunnar í þessu efni, sem berlega kom fram á leiðarþingum þeim, er þeir hjeldu á Hjalteyri 25. okt., Akureyri 26. og Grund í Eyjafirði 27. Á ieiðarþingum þessum mættu c. 250 manns, og sem sagt ekki ein einasta rödd, sem heyrðist gagn- stæð skoðunum þeirra, nema ef telja mætti Stefán kennara Stefánsson á Möðruvöllum, sem á Hjalt- eyrarleiðarþinginu talaði mest. En hvort hann var með frumvarpi Dr. Valtýs eða ekki, er eigi gott að segja, því i raun rjettri virtist hann ekki sjálf- ur vita með hverjum hann var. Það mun því með fullri vissu mega fullyrða, að þingmenn sýslunnar hafa í þessu máli komið fram í fullu samræmi við vilja kjósenda sinna. Hafi þeir þökk fyrir það. Frumvarp Dr. Valtýs mun hjer um slóðir eiga örfáa fyigjendur, ef það á annars nokkurn, og líkt mun vera víðar hjer norð- anlands, það sem til hefur frjest. Reykjavík. Veðrið hefur verið umhleypingasamt þessa vik- una, vindur staðið úr öllum áttum, ýmist verið frost eða þýða, ýmist regn, fjúk, krapahríðar eða sólskin. Á fimmtudagsnóttina gránaði ofan að sjó og út á ystu nes; það er fyrsta fölið á þessum vetri, sem fest hefur svo langt niður eftir. í dag er rifrildisstormur á sunnan. Annars tiðindalítið i höfuðstaðnum. Á bæjarstjórnarfuudi 18. þ.m. var lagt fram brjef frá landshöfðingja, þar sem hann spyr, hvort bæjar- sjóður mundi vilja styðja landspítala i Bvík, er rúmi 45 sjúklinga, og taka þátt í árlegum kostn- aði hans. Nefnd var sett í málið : Jón Jensson, Eiríkur Briem og Halldór Jónsosn. Beiðni kom fram á bæjarstjórnarfundinum um veg suður Skildinganesmela og annan milli Skóla- vörðustígs og Laugavegar. Þær eru nú hjá vega- nefndinni. Sipíöur Jónsflóttir, öMssiar, í Glasgow, kennir að lesa, tala og skrifa Ensk u. Hún er útskrifuð af Grammar School og hefur geingið á High School og kann það sem hún býðst til að henna. Lífsábyrgðarfj elagið STANDARD, stofnaö 1025, eitt hið elsta, stærsta og áreiðaniegasta á öllum Norðurlöndum, með 152 milj. króna í trygging *,rfje. Árstekjur yfir 19 milj. króna. Uppbætur (bonus) fallnar á lífsábyrgðar- skírteirii yfir 108 milj. króna. Útborgað Iífsábyrgðarfje frekar 306 milj. króna.n Nýjar iífsábyrgðir 1895: 85 miij. kr. Tryggingar nú í gildi: 4-1 P. milj. kr. Áreiðanlegt, gróðavænlegt, þægt í viðskiftum. Aðal-umboðamaður fyrir ísland: alþm. Jón Jakobsson, Landakoti, Reykjavík. „Me rcur^ hefur flutt þessar nauðsynjavörur í pakkhúsdeildina í versluninni ,EDINBORG‘ Kaffi — Kandis — Helís — Púðursykur. Margarine — Skipskex — Rúgmjðl Hveiti — Overheads — Hrísgrjón — Banka- bygg — Hænsabygg — Hafra — Hafra- mjöi — Klofnar bauuir — Steinoiía í tunnum og pottatali — Olíubrúsar. Blikkbala — Grænsápu handa þvotta- konunum. — Síldarnet 200—300 möskva 50—72 yards löng. — Netagarn — Línur l1/,, 2, 2G, 3, 4, 5, 6 punda. — Manilla Netagarn handa sjómönnum. — Þakjárn sljett og bárótt — Þaksaumur — Cement í nýju húsin. — Baðmeðalið besta, drýgsta, hættuminnsta. — Prjónavjelar — Járn- potta - Vatnsfötur — Skóflublöð — Skóleður. — Ásgeir Sigurösson. Dugleg vinnukona, sem kann matartilbúning og er vön framreíðslu matar, getur feingið góða vist og gott kaup á komandi vori, i kaupstað nálægt Reykjavík. Lyst- hafar snúi sjer strax til hr. konsúls Ohr. Zimsens, er semur um vistarráðin. Skipiö er komiö! Hvað hefur það að færa í verslunina EDINBORG? Furðu margt og flestu betra. Hvað er t. d. komið í Nýlenduvörudeildina ? Kafíi — Export-Kaffi — Kandis — Melis Kaffibrauð 12 teg. Tekex — Frey’s Cocoa — Van Houteus Cocoa. — Súpujurtir — Sucat — Sveskjur — Rúsínur — Kurennur. Kryddvörur o. fl. — Neguli — Pipar — Allrahanda — Möndlur sætar og beiskar — Vanille — Carry — Fisk- sósa — Picles — Edik — Borðsalt. Enos frugt salt. Epli — Syltaðir ávextir — Rospbery Jam — Straubery Jam — Apple Jeliy Rcspbery Jelly. Niðursoðið kjöt ogfiskmeti: Roastbeef Humer — Lax — Anchovis. Brjústsykurinn alþekkti 40 a. pundið. Confeet og annar brjóstsykur 52 teg. Osturinn frægi — Amerikanskur Ostur Sago — Hveiti — Karoi. — Ris. Ritfaung — allsk.: Alm. Skrifpappír — Sendibrjefapappír — Umslög — Penn- ar — Ræðupappír handa prestum — Prófpappír hauda námsfólkinu — Stíia- kompurnar á 5, 8 og 16 aura Bónorðsbrjefaqappír og Ásta- pappír í pökkum hand\ 25—30 unnustum. Vasabækur — Businesmannabækur með ævarandi biýant — Reikningabækur Skrifbækur. Reyktóbakið enska 18 teg. — Vindlar allsk. — Ilmandi vindlar (handa fríða kyninu) — Reykjarpípur — Pípu- bretti — Tóbakspungar. Soda — Þvottasápa hvít og græn. Pears Sápa. Hudsons sápu extrakt (er það besta, sem þekkíst, til að hreinsa með allskonar föt, Ijereft, höndur, gólf og allskonar máln- ingu, postulín, glervörur, marmara, hnífa, gaffla og allsk. leirvörur). Sá, er hefur reynt hana, notar hana upp frá því. Lampar: Hengi- Borð- Eldhús- Gang. Maskínuolía — Leirvara allsk. Servantar með öllu tilheyrandi. Eldhúsgögn 0. fl., t. d. Járnpönnur — Eplaskífupönnur — Katlar — Köku form — Kasserollur — Sáld — Strau- boltar — Straujárn — Kolaausur — Hnífapör —■ Hnífakörfur — Brauð- hnífar — Kaffikvarnir — Presenter- bakkar — Ofnbakkar — Mjólkur- ílát — Skolpfötur. Fægidupt á allskonar málm. do. á allsk. „meubler". Barnamjöi — Kolakveikjarar — Hengi- Iásar — Stipti — Aunglar — nr. 8. Vefjaritti. — Spil — Harmónikur, mjög ódýrar. ÁSGEIR SIGURÐSSON. .BJALHAR' D| |EEW fluttu í í versluninrti „EDINBORG“ Kommóðudúka — Hálfklæði, svart, biátt, grátt — Ullarábreiður — Pique — Pam 0’ shanter Húfur - Nansens Húfur Jóna Húfur — Kvennsokka, hv. og sv. Kvencpiis. Jersey kveuntreyjur Tauhanzka, hv., sv., br., gráa — Silkihanzka, fl. teg. Handklæði, margar teg. — Hvíta borð- dúka, ýmsar teg. — Borðdúkaefni. Tvisttauin breiðu, annáluðu. — Gráa fóðrið. Flonei, 5 teg. — Kjólatau svart. — Handklæðatau. Ljereftin aiþekktu, bleikjuð og óbleikjuð Nankiu 3 teg. — Karim. nærbuxur — Axlabönd — Flibba — Handstúkur — Barnasmekki — Shamaj — Murselin — Merino — Ullargarn — Heklugarn — Tvinna alls konar — Nálar — Kantabönd —- Blúndur. Yfirfrakkatauið ódýra, sem allir kaupa. Rcgnkápurnar þekktu, handa kouum og körlum. Regnhlífarnar ódýru — Vaxdúkar — Herðasjöl — Shetlandsgarn — Vindla- hylki — Peningabuddur — K trlm. slipsi. Vetrarsjðl, falleg og ódýr. Gardínutau, misl. í vetrargardínnr, mjög fallegt — Tvist 6 teg. — Kjólatau svart — Karlm. prjónatreyjur. Siifursilkið, sem nú er orðið víðfrægt, og fleira — margt fleira. Ásgeir Sigurðsson. Nokkrir menn geta feiugið stöðuga vinnu næsta vor og sumar við götur og rennur Reykjavíkurbæjar. Þeír sem vilja sæta þessari atvinnu geta samið við uudirskrif- aðan fyrir 1. desbr. þ.á. Tryggvi Gunnarsson. Cadburys COCOA er algerlega Lireint. Þykknar ekki í bollanum. Er þunnur hressandi drykkur eins og kaffi og te en miklu meira nærandi. Er ekki blandað á nokkurn hátt og er þess vegna sterltast og bost og ód^rast í reyndinni. Vinna, borguö eingaungu meöpeningum. Þeir, sem óska að fá langa og stöðuga vinnu við húsbyggingu iandsbankans næst- komandi sumar, eru búsettir í Re>kjavík og vanir grjótvinnu og trjesmíði, geta samið við uudirskrifaðan fyrir lok þ.m. En þeim sem búa út um landið og eru vanir grjótvinnu gefst frestur til 1. apríl næsta ár. 19. | 11. — 97. Tryggvi Gunnarsson,

x

Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.