Ísland


Ísland - 15.01.1898, Blaðsíða 4

Ísland - 15.01.1898, Blaðsíða 4
8 ISLAND. slánaðift jneð upp á Hornaflrði í haust var sumt af því skemmt. Meðalverð sauða vorra er nfl þetta ár- ið: kr. 11,05, en ullarpund (bezta ull) 61—62. Skuld kaupfjel. er sögð aðvera rflmar 20(000) þús. kr. Þessir versla skuldlaust! í síðustu brjefum sínum fer Zölner fram á það, að vjer færum haust- gaungur vorar svo til, að fjenu verði skipað út í seftemberbyrjun. Honum dettur jafnvel í hug, að vjer ölum fje vort svo að hægt sje að flytja það á fltl. sölumarkaði i maí eða jflni. Bn slíkar lokleysur dettur vist eingum í hug að hafa neitt með, nema ef vera skyldu kaupfjel. stjörunum sjálfum. Um fátt er mönnum jafntíðrætt hjer, sem kláða- og böðunarmálið. Una flestir illa þeim skipunum, sem gjörðar hafa verið því viðvíkjandi. Flestum göml- um og vönum fjármönnum, sem reynt hafa hin algengu baðmeðul um mörg nndanfarin ár, kemur víst saman um það, að þau hafi reynst, ekki aðeins ðgagnleg, — heldur beinlínis skaðleg og hættuleg fyrir heilsu fjárins. Þykir mörgum, sem Stefán á Möðruv. fari með flimtan eina, er hann í „Stefnir11 í sum- ar bregður þeim um „vanafestu", „hjá- trfl“ og „hleypidðma, er ekki vilja baða. Enda hefur reynslan sannað mönnum hjer, að öll vosbóð er fjenu skaðleg á hauatdegi; að tóbakið er besta maur- drepandi meðal; og að allur fjárkláði sem hjer hefur þekkst er læknanlegur. Ög það hygg jeg, að St. þurfi ekki að þreyta neina fjárgleggð við vana fjár- menn hjer, hvað sem öllum hans vísinda- færleik líður. Enda virðist snmum það kynlegt, að hann skuli ekki láta í ljósi böðunarárangur sinn frá í fyrra vetur- Nokkrir menn reyndu hjer böðun í fyrra vetur á þann hátt, að þeir böðuðu fjeð allt í sumum húsunum, en „báru ofan í“ á „gamlan mðð“ í hinum. Og reynslan var undantekningarlaust sfl, það jeg veit til, að baðaða fjeð sýktist bæði fleira og hættulegar af kláðanum en hið óbaðaða. Reykjavík. í fyrradag framan af degi var hjer stórhríð í fyrsta sinni á vetrinum og kyngdi niður töluverðum snjó. Á sunnudagskvöldið hjeldu lærisvein- ar sjómannaskólans álfadans á Austur- velli og gekk hann vel. Eins og geing- ur var fjöldinn allur saman kominn til að horfa á. Ýmsir dreingir voru að leika sjer að því að kasta pflðurkerling- um um göturnar og voru sumir hræddir við: Verst bar ritstjóri „Þjóðólfs“ sig og hjelt, að það væru spreingikfllur. Lögreglan sektaði 15 dreingi, hvern um eina krónu. Á þrettándadagskvöld var haldinbrenna suður á melum og fylgdi henni töluvert slark, eins og oft vill verða við slík tækifæri. Þá um kvöldið var barinn til óbóta á götunni utan við „Hótel Reykja- vík“ utanbæjarmaður, Jóhannes snikkari Böðvarsson frá Lágafelli. Þeir voru tveir, sem börðu á Jóhannesi um kvöld- ið, að því er sagt er, fyrst Pjetur öuð- mundsson í Apótekinu og síðar Sigur- geir Sigurðsson. Fyrstu dagana á eftir taldi læknir tvísýni á lífl Jóhannesar, en nfl er hann í afturbata. Hann hafði feingið heilahristing. Að því er „Nýja Öldin“ segir, hafði næturvörður verið viðstaddur, er maðurinn var barinn, en einga tilkynning gefið lögreglustjóra um það, og frjetti hann það fyrst nokkrum dögum siðar. Hverja refsing þeir fái, sem verkið unnu, vita menn enn ekki. Á sunnndagskveldið hjelt cand. mag, Bjarni Jónsson einn af alþýðufyrirlestr- um Stódentafjelagsins í Iðnaðarmanna- hflsinu. 1 auglýsingu um fyrirlesturinn (i síðasta tbl. ,,ísl.“) hafði hann verið skýrður: „Verði ljós“. Almenningur hugsaði því, að fyrirlesturinn mundi verða um „gnðleysis“-fleipur sjera Jóns Helga- sonar í „Verði ljós“-inu og árásir hans á stúdentafjelagið, en um það mál var þá all-tíðrætt, og mættu Beykvíkingar svo fjölmennir, að ekki rúmaði hflsið nærri alla, sem inn vildu komast. En fyrirlesturinn var siðtræðislegs elnis. Og af því að töluvert mas hefur orðið út úr niðurlagsorðum ræðumannsíns, þá koma þau hjer orðrjett eins og hann talaði þau: „Þessi eilífa ljósþrá, sem fólgin liggur í eðli mannsins, hefur valdið því, að stfldentafjelagið rjeðst í að bjóða mönn- um þessa fyrirlestra, ef svo mætti verða að þeir gætu aukið þessa þrá og vakið menn til að hugsa um ráð til að ná sem leingst í áttina til takmarksins. Þetta er laungun fjelagsins og þetta hefur ver- ið laungun mín i kvöld. Hitt hefur hvorki því nje mjer komið til hugar að gera það hneyksli, að taka okkur al- mættisorð skaparans í munn. Hver dauð- legur maður, sem ofmetnaðist svo mjög, mundi iðrast slíkra orða alla sína daga, þegar hann sæi, bve aum og lítil só saltvíknrtíra væri sem hann gæti skapað. Þætti mjer og eigí ólíklegt, að hinn rjetti ljóssins faðir mundí slá þann mann með blindu, svo að hann mætti ekki greina hvítt frá svörtu, ljós frá skugga eða gaman frá alvöru, til þess að láta hann vorkennast. Það mundi jeg og stúdentafjelagið kalla að draga „það sem helgast er og dýrmætast hverjum sið- ferðislega óspilltum manni bókstaflega niður í sorpið“. Og ef mjer hefði orðið slíkt gæti jeg ekki búist við betri við- tökum hinumegin en „sálin hans Jóns míns“. „Leikfjelag Reykjavíkur" hjelt 1. árs afmæli sitt með samsæti í Iðnaðarmanna- húsinu á fimmtudagskvöldíð. Prentvillur í síðasta blaði eru í neðan- málssögunni: Bls. 1, 3.—4.1. a.n., slark- veiði f. s/rarkveiði; bls. 2, 10. 1. a. n., Zafur f. Gafur; bls. 4, 7. 1. a. n., kann f. hann. Pr. „LAURA“ 28. þ.m. koma meðal annars nokkur ton aí ROYAL OAYLIGRT Steinolíu, sem ekki mun verða dýrari en sú misjafnlega góða olía, er menn eiga að venjast hjer nú. B. H. Bjarnason. DUGLEGUR og reglusamur piltur getur frá 14. maí næstk. feingið vist í Bernhöfts bakaríi. NORSK PRÆDIKEM Söndag e.m. kl. 6 í Good-Templarlokalet. D. Östlund. Líkamsæfingar. Þeir, sem vilja taka þátt í líkamsæfingum hjá mjer, eru beðn- ir að gefa sig fram sem fyrst til þess, að ákveðið verði á hverjum tíma og í hverjum flokki þeir verði látnir æfa sig. Mig er að hitta í Vinaminni frá 4—5 virka daga í næstu viku. Magnús Magnússon. SA, sem hefur feingið bjá mjer „Staphs harmonium-Album" og skrifaða „nótnabók“, er beðinn um að skila mjer þeim tafarlaust. Einnig eru þeir, sem kynnu að vita hvar bækur þessar eru niður komnar, vinsamlega beðnir að gera mjer aðvart um það sem fyrat. Brynjólfur Þorláksson. Frímerki. Munið eftir, að einginn gefur meira fyrir íslensk frímerki en Ólafur Sveinsson, gullsmiður. Rvík. Muniö eftir að panta „ÍSLAND“ í tíma Opinberu auglýsingarnar verða allar prentaðar upp úr „ísa- fold“ í „íslandi“ þetta ár, þó svo að þær taki sem minnst rúm upp í blaðinu. Tóbak og Vindlar fást á afgr.stofu „íslands" Austurstræti 6. 6 7 aftur eins og búpening?“ sagði Giisborne og ofbauð honum fífldirfska mauusins. Hiun brosti aftur. „Nú jæja, komdu þá með mjer og skjóttu það með stóru byssunni þinni“. Gisborne fetaði í spor leiðtoga síns, og ýmist skreið eða klifraði eða smaug á milli trjánna á leiðinni gegn um skóginn. Hann var kafrjóður af áreynslunni og svitinu streymdi af honum. Loks nam Mowgli staðar og sagði honum að líta upp og gægjast yfir til bláleitu hálsbrúuarinnar, og var lítii tjörn var hjá. Par lá tígrisdýrið á bakkanum og teygði úr sjer og var að sleikja aðra framlöppina í meatu makindum. Það var orðið gamalt; tennurnar voru gular og það var víða hárlaust og hrúðrað, en all-ægilegt var það samt til að sjá í sólskininu. Gisborne fjekk ekkert samviskubit af því að svala drápgirni sinni þeg- ar um tígrisdýrið, mannætuua, var að ræða. Houum fannst ekki umtalsmál annað en að drepa þetta dýr svo fljótt, sem auðið væri. Hann hvíldi sig fá- ein augnablik til þess að kasta mæðinni; svo blístraði- hann. Tigrisdýrið sneri höfðinu hægt til hans og skimaði í áttiua, sem hljóðið kom frá. Það var ekki meira en tuttugu fet frá byssukjaftinum. Gisborne skaut á það tveimur skotum, öðru fyrir aftan herðakambinn og hiuu neðan til við augað. Þótt beinin væru stór og sterk, molnuðu þau eins og gler fyrir kúlunum af því að fjarlægðin var svo iítil. „Það er vist ekki til mikils að hirða skinnið“, sagði Gisborne þegar mesta reykinn lagði burt og dýrið lá í dauðateygjunum. „Hunds dauði hæflr hundi“, sagði Mowgli. „Það er ekkert hirðandi af þessu hræí“. „Jú, veiðihárin. Yiltu ekki hirða þau?“ sagði Gisborne, því að hanu vissi, að skóggæslumennirnir sóttust mikið eftir þeim. „Jeg? Eins og jeg sje einhver veiðimannsbiesinn og kæri mig um veiðihár á tígrisdýri. Nei, við skulum ekkert eiga við það. Þarna kemur líka einn kunningi þess“. Það var hrafn, sem kom, og fór að krunka yflr tígrisdýrinu. „Hvernig hefurðu þá kynnst tígrisdýrunum, ef þú ert ekki veiðimaður?11 sagði Gisborne. „Það er ómögulegt, að nokkrum sporrakka hefði tek- ist betur“. „Jeg hata öll tígrisdýr", svaraði Mowgli og varfremur stuttur í spuna. „Jeg skal bera byssuna sabibsins. Arré, en hvað hún er falleg. Og hvert ætlar sahibinn nú?“ „Heim til mín“. „Má jeg verða samferða? Jeg hef aldrei nokkurn tíma stígið mínum fæti inn í hvíts manns hús“. Gisborne leyfði honum það; hjelt hann nú heimleiðis. Mowgli vartindil- fættur á undan og gljáði á brúna skrokkinn í sólskininu. Hann leit stórum augum á veröndina og tvo stóla sem þar voru, þukl- aði tortryggnislega á gluggaskýlnnum, sem voru úr bambusreyr, og fór svo inn, en alit af horfði hann um öxl aftur fyrir sig til þess að gæta að Gis- borne, hvað hanu hefðist að. Gisborne hleyfti rennigluggatjaldi niður til þess að sólin skini ekki inn. Það varð dálítill skarkali þegar það rann niður og Mowgli stökk óðara út, er hann heyrði það; var hann kominn undir bert loft áður en gluggatjaldið var alveg runnið niður, dró andann ótt og títt og mælti: „Er þetta gildra?" „Hvítir menn veiða aldrei menn“, sagði Gisborne og brosti við. „Þú ert reglulegt skógarbarn". „Já, jeg sje það núna“, sagði Mowgli. „Það eru eingin agnhöld eða krókar á þessu. Jeg — jeg hef aldrei sjeð neitt eins og þetta fyr eu í dag“. Hann fór inn aftur og horfði stórum augum á húsgögnin í báðum her- bergjunum. Abdul Gafur var að bera morgunmatínn á borð, og leit hann eingum vinaraugum til Mowglis. „En það umstang við að borða, og það amstur sem þarf að hafa tii þess að geta látið renua í brjóstið á sjer á eftir“, sagði Mowgli og brosti. „Við höfum miuna fyrir því úti í skógarþykkninu. Það er dásamlegt um- horfs hjer. Það eru margir dýrmætir munir hjer. Er ekki sahibinn hræddur um, að það verði stolið frá honum? Jeg hef aldrei sjeð önnur eins djásn“. Hann starði á rykuga messingsskál frá Benares, sem stóð á hyllu einni ljelegri. „Það fer einginn að stela hjer nema einhver skógarþjófurinn", sagði Ab- dul Gafur og setti skál á borðið með harki miklu. Mowgli leit stórum aug- um á hinn gráskeggjaða Múhameðsmann. „Það er siður í mínu landi að skera geiturnar þegar þær jarma of hátt“, svaraði hann glaðlega. „En vertu óhræddur! Nú skal jeg fara“.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.