Ísland


Ísland - 15.01.1898, Blaðsíða 1

Ísland - 15.01.1898, Blaðsíða 1
II. ár, 1. ársfj. Reykjavík, 16. janúar 1898. 2. tölublaD. Póstafgreiðslumenn og brjef- hirðingamenn eru skyldir að taka á móti pðntun að „ís- landi" og útvega Maðið frá póststofunni í Reykjavík sto fljótt, sem póstgaungur leyfa. Þeir sem verða fyrir vanskil- um á blaðinu frá póstmönnum eru beðnir að tilkynna það út- gefanda sem fyrst. Minnisspjald. Landsba-ikinn opinn dagl. kl. 11 árdegis til 2 síðdegis. — Bankastjðri við kl. HVa—l'/i- — Annar gæslustjóri við kl. 12—1. Sbfnunarsjóðurinn opinn í barnaskólanum kl. 5—6 slðdegis 1. mánud. í hverjum mánuði. Landsbókasafnið: Lestarsalur opinn daglega frá kl. 12—2 siðd.; á manud, mvkd. og ld. til kl. 3 sd. — Útlán sömu daga. Forngripasafnið opið mvkd. og ld. kl. 11—12 árdegis. Bœjarsjómar-funiir 1. og 3 fmtd. i mán., kl. 5 slðdegis. Fátcekranefndar-fvLnÖLÍr 2. og 4. fmtd. í mán., kl. 5 siðd. Náttúrugripasafnið (1 Glasgow) opið hvern sunnudag kl. 2—3 síðdegis. Blöðin. Það hefur töluverð breyting orðið hjer á blöðunum í Reykja- vik nú við áraskiftin. „ísafold" og „Þjóðólfur" stækka sig og „Fjallkonan er að dubba upp á sig líka. Sum blöðin eru sífellt að flytja kvartanir úr ýmsum áttum um það, hve„blöðin sjeu orðin mörg" og er það undarlegur og óskiljan- legur heimsku-sónn. Mundi það geta verið almenningi til skaða, að einstakír menn kasti út pen- ingum til að gefa út ný blöð. Og er það ekki miklu fremur æski- legt fyrir þá, sem kaupa, aðhafa úr sem mestu að velja? Blaða- fjóldinn er eingum til skaða nema blaðamönnunum sjálfum og getur eingum öðrum verið til ásteyting- ar. Af innbyrðis keppni milii blað- anna leiðir það, að þau verða vandaðri og stærri en áður. Og jafnframt og blöðin stækka og hafa meira að bj^ða, hlýtur les- endnm þeirra að fjölga og kaup- endum yflrleitt. Og að sama skapi vex þá þýðing blaðanna og áhrif þeirra. Annað skilyrðið fyrir framför- um blaðanna en vaxandi blaðalest- ur og kaupendafjöldi eru auglýs- ingarnar. Eftir því sem sam- gaungur batna og viðskiftalífið fjörgast fara þær í vöxt. Erlend- is eru blöðin avo ódýr, að kaup- endur borga vart pappírinu; hitt borga auglýsendurnir. Það er verslunarstjettin erlendis, sem heldur uppi hinum stóru blöðum og svo gott sem gefar þau kaup- endum. Hjer ern kaupendurnir að kveina og kvarta yfir því, hve blöðin sjeu farin að flytja mikið af auglýsingum, gáandi ekki að því, að auglýsingarnar eru ekki einasta sendar þeim ókeypis, held- ur taka auglýsendurnir eigi lítinn þátt í að borga það lesmál, sem blöðin fiytja. „Pjalikonan" flytur þá kenning, að blaðafjöldinn standi bókagerð og bókakaupum fyrir þrifum. Á hverju skyldi það vera byggt? Keynslan mun þó sýna, að hvort- tveggja, bóka- og blaðakaup, hafa vaxið samhliða bæði hjer á landi og annnarsstaðar. Hverjir fimuu fyrst Aineríku? Kínverjar. Svo sem kunnugt er hafði Kristó- fer Kolumbus einga hugmynd um, að hann hefði uppgötvað nýja heimsálfu, en dó í þeirri trú, að hið ókunna land, sem hann hafði fundið vestan við hafið væri Ind- land. Nú eru sannanir feingnar fyrir því, að Kinverjar hafi þekkt meginland Ameríku laungu áður en nokkur maður frá Norðurálf- unni stje þangað fæti. Frá þessu er sagt í annálum Kínverja. Kinverjar eiga stóra annála, sem nefndir eru „Hinir 22 sagna- ritarar", þar er getið um Amer- íku og er sá kafli ritaður á 7. öld eftir Knsts fæðingu. Bæði ensk- ir og fianskir vísindamenn hafa rannsakað þessa annála og er kafli sá, sem hjer fer á eftir, ný- lega fundinn þar og þýddur: „Meðan konungaættiu Tsi sat að völdum, á 1. ári þess tímabils, sem kallað er (í Kínverjasögu) „hin eilífa uppspretta" (þ.e. 499 árum e. Kr. f.) kom Buddamunkur einn heim aftur til Kína frá landinu Fúsang og sagði svo frá: „Fúsang er 30,000 kínverskar mílur austur frá hinu stóra Han- landi, sem liggur austan við Kína. Þar vex mjög mikið af fúsang- trjám og hefur landið feingið nafn af því. Á meðan það trje er ungt likist það bambus. Ávextirnir af þessu trje eru hafðir til matar og líkjast rauðum perum. Úr berk- inum eru spunnir þræðir og ofn- ir úr dúkar til fatnaðar. Húseru þar byggð úr stórum trjebjálkum; virki og víggirðingar eru ekki til í landinu. Bókagerð er þarþekkt og er unninn pappír úr berkinum af Fúsangtrjenu. Vopa eru þar ekki til og vígaferli ókunn. Þar eru tvö fangelsi, annað nyrzt í landi, en hitt syðst; hinir verri glæpamenn eru geymdir í syðra fangelsinu, en hirir betri í hinu nyrðra. Karlar og konur, sem dæmd hafa verið í æfilangt fang- elsi, hafa leyfi til að giftast þar og eru börn þairra svo sett í þræl- dóm. Sá, sem glæp hefur drýgt, er dæmdur á almennum fundi, sem haldinn er í helli. Síðan er honum haldin veisla og hann kvaddur, svo sem hann sje burt að fara úr heimi hinna lifandi manna, og er ösku stráð á höfuð honum. Fyrir vonda glæpi nær hegningin einnig til barna og barnabarna og fyrir verstu glæpi allt niður í sjöunda lið. Konung sinn kalla þeir Ichi. Þegar hann geingur út eru trumb- ur barðar fyrir honum og horn þeytt. Á meðan hann er ungur ber hann blá klæði, síðan rauð, þá gul, þá hvít og loks svört. Nautin í Fúsanglandi eru svo stórhyrnd, að hornin af þeim eru notuð fyrir hyrslur. Hestum, naut- um og hjörtum er þar beitt fyrir vagna. Hirtirnir eru þar tamdir líkt og nautin í Kína og úr hjartarmjólk er gert smjer. Ávext- irnir af fúsangtrjenu halda sjer árið í gegn um. Þar er og mik- ið af eplum og sef, sem gerðar eru úr dýnur. Þar er kopar en járn ekkert. Um gull eða silfur skeytir þar einginn, því peningar eru ekki gerðir úr því. Til hjónabandanna er þar stofn- að á þennan hátt: Vilji maður eignast stúlku, þá, byggir hann sjer kofa fram undan dyrunum á því húsi, sem hún býr í og hreins- ar hann sjálfur og prýðir hvern morgun. Þegar þessu hefur fram farið eitt ár án þess að stúlkan komi til hans, þá rífur hann kof- ann og flytur sig. En vilji stúlk- an giftast honum, þá er brullaup strax haldíð og eru brúðkaupssið- ir líkir og i Kína. Þegar börn missa forsldra sína fasta þau í sjö daga, og öll skyldmenni fasta þegar ættingi þeirra deyr, en því skemur, sem hann er fjarskyldari. Þeir sem fasta sitja frammi fyrir mynd hins æðsta anda og horfa á hana daprir i bragði meðan á föstunni stendur. Áður fyrri var kenning Búdda óþekkt í Fúsang, en á ríkisstjórnarárum konungs- ættarinnar Lung, á öðru ári þess tímabils, sem kallað er (i sögu Kínv.) „hið mikla ljós" (þ.e. 458 e.Kr.f,) komu þangað fimm Badda- munkar, sem fóru um til að kenna hina sönnu trú. Þeir kenndu þar Buddatrú, mynduðu söfnuði og bættu siði manna". Svo segir munkurinn Hwui Schan. En til þess að komast eftir, hvar landið Fúsang sje, verðam við að leíta fyrir okkur annars- staðar í fornritum Kínverja. Til er og önnur frásögn, sem er ná- kvæmari en frásögn H. S., að því leyti, að þar er nánar ákveðin Iega landsins. Þar segir: „Frá landi "hinna máluðu manna" (en svo auðkenndu Kín- verjar eyjarskeggja á Aleuteyjun- um, er liggja milli norðaustur- hluta Asíu og norðvesturhluta Ameríku) koma menn til „lands ins mikla" og eru 5000 kínversk- ar mílur á milli". 5000 kínverskar mílur eru sama sem 1600 mílur enskar; eftir þessu ætti „landið mikla" að vera Alaska, tanginn mikli norðast og vestast á Ameríku. Á máii hinna innfæddu þýðir alaska einmitt: „stóra landið" eða „landið mikla". Hjer er því feingin sönnun fyrir þvi, að Kínverjar hafa þekkt norðurhluta Ameríku laungu áður en nokkur Európumaður stje þar fæti á land. En hvar er nú landið Fúsang? Hwui Schan segir á öðrum staðí ferðasógu sinni, að Fúsang liggi 2000 kínverskar mílur frá „land- inu mikla" (Alaska), en í r.irtur, ekki í norðaustur, frá Kína. Eít- ir því eru öll líkindi til, að Fús- ang sje Mexiko, og er^þá næst að athuga, að hve miklu leyti lýsing H. S. getur átt þar heima. Hann segir að landið sje nefnt eftir trje einu, er þar vaxi mjög, en á máli hinna innfæddu þýðir orðið „Mexiko" sama sem „agava- landið", en „agavi" heitir trje, sem mjög vex í Mexiko og er börkurinn af því enn í dag not- aður á sama hátt og hian forni Budda-munkur skýrir frá í Iýs- ingu sinni á Fúsang. Eitt er þó athugavert við lýs- ingu hans: Ávextirnir á agava- trjenu eru hvorki rauðir nje lík- ir perum; þar á móti kemur lýs- ingin heim við ávextina af öðru trje, er þar vex, en það er nopal- caktusinn. Viðvíkjandi lýsingu hans á sið- um manna í Fúsang má geta þess, að allir sem ferðast hafa um Mex- iko segja frá, að í öllum Indiána- þorpum þar í landi sjeu baðstof- ur neðanjarðar, og sjeu þær jafn- framt notaðar fyrir ráðhús og fundastofur. Einkum er mikið um þessar neðanjarðar-hvelfingar í norðurhluta landsins og eru sumar eigi minni en 160 fet að ummáli. Og bæði í gömlum og nýjutn ferðabókum um Mexiko er getið um þann sið, að verstu af- brotamönnum sje hegnt þannig, að þeir sjeu kæfðir i ösku. H. S. segir, að 5 Buddamunk- ar hafi boðað trú í Fúsang. Væri það rjett, sem hjer er fram hald- ið, ættu að sjást ávextir af starfi þeirra í menningu Indíána í Mexiko, líkt og menn hafa þóttst sjá menj- ar af menningu norðurlanda í forn- öld hjá Indiánum í Norður-Ame- ríku. Og bæði í trúarbrögðum og list- um hinna innfæddu Mexikobúa sjást ljós merki um áhrif frá Búddatrúnni. Guðalíkneski þeirra er ekkert annað en Búdda-mynd- ir Kínverja, og einkum er merki- legt, hve Palengue musterið í Chiapas í Mexiko líkist hinu nafn- kunna Búddamusteri í Boro-Budor á Java. Einnig kemur einkennis- takn Búdda, fíllinn, oft fyrir í myndasmíði Mexikóbúa í fornöld, enda þótt fíllinn væri annars ó- kunnur í Ameríku. í hinu merki- lega riti, Ollanta, sem enn er til, frá gullöld Indiana í Mexiko, segja menn að ljóslega sjáist áhrif frá skáldritum austurlandaþjóða, „Sakuntala" og „Vasantasena". í helgisögum Mexikobtta er og sagt frá miklum kennimanni, Que- zalcoatl, sem einkverntíman í fyrnd- inni á að hafa komið þar til Iands- ins og lifað ókvæntur. Er ekki ólíklegt, að slíkar sagnir hafi myndast um einhvern af Budda- munkum þeim, sem áður er um getið. Ef til vill er það Hwui Schan sjálfur, sem þjóðin minnist á þennan hátt, því nafn hans þýð- ir: „Hinn virðulegi gestur". Það er langur vegur frá Kína til Mexiko, en trúboðar hafa oft brotist langar leiðir. 600 árum fyrir Krists fæðingu bauð Budda lærisveinum sínum: „Farið og kennið hinn frelsandi lærdóm af meðaumkvun með heiminum, til gleði, heilla og frelsunar mönnun- um, en til gleði og vegsemdar guðunum". Og Budda-munkarnir fóru aðrar ferðir erfiðari, en þótt þeir hefðu farið frá Kína yfir til Mexikó. Miklu erfiðari voru ferð- ir þeirr'a um alla Austurálfu. Til Fúsang hafa þeir ekki fariðbeint yfir hafið, heldur ey af ey til Alaska og þaðan suður með ströndinni og allt til Mexikó. Skýrsla um heilbrigði manna á ísiandi ár- ið 1896, samin af landlækni Dr.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.