Ísland


Ísland - 29.01.1898, Blaðsíða 3

Ísland - 29.01.1898, Blaðsíða 3
ISLAND. 15 hljóðfærunum niður í raddir. Yjer tökum þetta hjer fram að eins til þess að sýna hvað saungdómur hr. Á.Th. er byggður í lausn lofti, þó hann auðsjáanlega óafyitandi hafi rammað hjer á rjettan dóm. Það er einkennilegur smekkur hjá hr. Á.Tli., að fiana sárt til þess, að lagið: „Svo fjær mjer á vori“ eigi var sungið með miklum hraða!! Það er skoðutí hr. Á. Th., að ekki eigi við að blása horn innan- húss. E»að er þó víða gert og ekkert að fundið. Það geta ver- ið leingi deiidar meiningar um það, hvort hornalög sjeu heppilega vaS- in eða ekki. Foringi hornafjelags- ins valdi þau með hliðsjón af því, hvað þau gætu skemmt fólki yfir höfuð, en ekki fyrir þennan eina dómara. Það er mjög eðiilegt, að hornia sjeu notuð við ýms tækifæri hjer, þar sem svo fáir þekkja tii þess að fara með önn- ur híjóðfærí. Hornin Ijeku út af fyiir sig að eins 2 lög, og getnr það ekki talist. í sambandi við þennan samsaung „eilífur horna- blá3tur“. f>að kemur óneitanlega fyrir, að hornin eru ekki vel samróma; er það sumpart því að kenna, að þau eru í misjöfnu standi, t.d. alt- hornið, en þegar samsaungvar eru haldair, kemur það einkum til af því, að hitinn er svo misjafn á saungsviðinu, svo hornin raska hæð sinni á mjög stuttum tíma og auðvitað mismiláð. Það er því ekki hægt að áaaka hornblásend- urna cina um þennan galla. Það var dómur „musík“ stjór- ans á „Heimdal“ í suraar, að sum- ir af þeim, sem blása hornin hjer, gerðu það betur en þeirra eigin hornblásendur. Dómur hr. Á. Th. um hornblásturinn er mjög ósann- gjarn og tekur ekkert tiilit til þess, hve erfitt er að halda mönnum saman við æfingar hjer, nje þess, að Ioftleiðslan í húsi því, er samsaungurinn var haldinn í, er enn þá ekki í nógu góðu lagi. Vegna ónógrar loftleiðslu er og oft mjög örðugt að syngja, þar sem sungið var, eiakum þegar sungið er fyrir fullu húsi. Sem dæmi þess, hvað hr. Á.Th. skrifar dóm sinn af veikum mætti má geta þess, að hann kallar lag Helga Helgasonar nú „Potpourri" og segir: „Það sýna strofurnar við orðin: „Skali yfir eldhafið ólgandi logandi“ o.s.frv., þær koma stöðugt aftur í öllum erindunum“. Hr. Á.Th. skoðar því lagið „Pot- pourri“, af því að vissar setning- ar í því eru notaðar sem leiði- þráður og því teknar upp aftur og aftur, að þráðurinn (Lede-Mo- tivet) er ávalt það sama. En „Pot-pourri“ er lag, sem samsett er af fleiri eða færri ölílcum lög- um eða leiðiþráðum, ef til vill sitt í hverri tóntegund. Þá ber það heldur ekki vott um næga dómgreind til þess að dæmaum saunglaga gerð, að lofa aðal mergJagið í „Skarphjeðínn í brennunni", en lasta smá-tilbreyt- ingar (variationer), sem aðalkafl- arnir eru skeyttir saman með Það eru eingar reglur til fyrir því, hvernig þessar tilbreytingar skuli vera; getur saungdómari því ekki sett út á þær, nema ef raddsetningin (harmonian) er har moníufræðislega skökk. En. hr Á. Th. finnur ekkert að raddsetn- ingunni. Það geta verið deildar mein- ingar um það, hvort það eigi bet- ur við á þeasum stað eða hinum, að þeir, sem syngja með Iokuðum munni (púa) þræði ekki lög sóló- saungvarans; er það að eins saung- lagasmiða (komponista) meðfæri, að dæma um það, en mörg dæmi eru þess, aðpúið sje haft þannig, eins og nú var gert. Það ætti saungdómarinn að vita. Þá segir hr. Á. Th. „Hljóðfæra- kórið (Orchester) er enn þá ekki meðfæri fjeiagsins, og ætti það því að sleppa því“. Ef vjer ætt- um að fylgja þessari einkennilegu bendingu, þá mætti eins ráða t.d. ljósmyndasmiðnum til þess að hætta við að taka myndir, af því hann gerði það ekki eins vel og erlendis er gert, trjesmiðnum að leggja niður vinnu sína af því, að hann gæti lært iðn sína betur, o.s.frv. Munu ekki flestir byrja á því að vinna að starfi síuu með ófullkomiuní þekkingu, en með þeim ásetningi að láta sjer fara fram. Og hvers vegna megum við ekkf fara eins að? Að endíngu má geta þess, að þeirsem hafa stýrt samsaungvun um hjer síðan 1883 hafa ekki feingið einn eyri fyrir ómak sitt, og vjer vitum ekki til þess, að þeir hafi heldur feingið neina borgun, sem hafa tekið á annan hátt þátt í samsaungvunum. Flest- ír af þeim, sem síðari árin haía unnið að samsanngvum, hafa verið af iðnaðarmannna- og alþýðafiokki, haft tíma til þess af mjög skorn- um skammti, og ekki verið gefin nein hvöt til þess að auka saung- þekking sína af almennings hálfu. Hr. Á. Th. bendir „Musikfjelag- inu“ á, að „koma sjer upp föstu kóri, svo allt af væri sama saung- fólkið“. Eu hver á að borga því ómak stt? Og hvaða ráð getur hanu gefið fjelaginu til þess að geta haldið þessu kóri ár eftir ár hjer í bænum? Vjer höfum ekki skrifað þessa grein af því, að oss sje ekki fuíl- kunnugt um það, að samsaungv" unum sje í mörgum greinum á- bótavant, eu vjer höfum neyðst til þess, að sporna við því, að álíka villandi og órökstuddir dóm- ar um samsaungva hjer, verði boðnir lítt saungfróðum almenn- ingi framyegis. Það gæti leitt til þess, að fólk hjer í bænum foingi algerða ólyst á þyí, að etyðja ó- keypis samsaungva hjer eftir. Og svo er nauðsynlegt, að þjóðin þekki, að vjer höfum ekki marga hæfa dómara um saung, hljóðí'ærasiátt, samblöndun hljóðfæra (instrumea- tation), saungstjórn og saunglaga- gerð, ef hr. Á.Th. er nærgætnasti og glöggskyggcasti dómarinn. Musikfjelag Reykjavíkur. Frá fjallatindum til fiskimiða. Eftir skýrslu hr. bókavarðar Hallgrims Helsteð hafa næstliðið ár verið notuð á landsbókasafninu á lestrarsalnum 3763 bindi af 1468 lántakendum, en út lánuð 2004 bindi 1108 láatakendum. 650 bindi hafa safninu bæst á árinu. 5 handrit hafa verið keyft og 3 gefin. 29. des. f. á. hvolfdi pramma á ísa- firði með 2 mönnum, sem vóru á fugla- veiðum; missti annar byssuna ötbyiðis og laut eftir henni, en pað þoldi pramm- inn ekki. Þetta var nærri landi og varð öðrum manninum bjargað en hinn drukkn- aði; hann hjet Ásgeir Jónsson frá öildru- nesi, unglingsmaður um tvítugt. 29. nóv. siðastl. heingdi sig maður í fjárhúsi í Minnihlíð í Bolungarvík, Magn- ús Jónsson, fjármaður þar, 19 ára að aldri. 3. des. varð úti maður á Koilafjarðar- heiði vestra, Sigmundur öuðmundsson að nafni, bóndi á Fjarðarhorni í öufudals- sveít. Þeir voru þar tveir á ferð og sýktist Sigmundur en stórhríð var og 16 13 er ekki vert að setja mig á hestinn aftur", sagði Abdul Gafur og var æði þungbrýnn. „Jeg ætla að ganga heim með sahibnum í hægðum míaum, og svo getur hann Iátið fara með mig í fangelsið. Stjórnin ljær leigulansan bú- stað í mörg ár fyrir svona glæp“. Skógareinverau breytir skoðunum manna í mörgum efuura. Gisborne leit á Abdul Gafur og minntist þess, að hann var sjerlega góður þjónn; það sá hann líka, að ef hann feingi sjer nýjan ráðsmann, þá muudi þurfa talsvert umstang fyrsta sprettinn til þess að koma honnm í skilninginn um hvernig öllu ætti að vera hagað í húsiau, og hvernig sem færi, mundi eingin bót verða að skiftumxm. „Heyrðu Abdul Gafur“, sagði hann. „Þjer hefur orðíð mikið á, og þú hefur algerlega farið með æru þína og mannorð. Ea jeg ímyada mjer að þetta hafi komið að þjer allt í einu og óvart“. „Allah. Jeg hef aldrei hugsað um poningana fyr. Djöfuiiiun tældí mig þegar jeg leit á þá“. „Því trúi jeg vel. Farðu nú heim til mín aftur, og þegar jeg kem heim, þá skal jeg senda einhvern með peningana og láta Ieggja þá í bank- ann. Og svo skal vera útrætt um þetta. Þú ert of garnali tii þess að fara í fangelsi. Kona þín og dóttir eru líka saklausar. Abdul GUfur- úthellti beiskum tárum yfir reiðstígvjel Gisbornes. „Jeg þarf þá ekki að fara burtu?“ stundi hann upp. „Við sjáum til. Það er undir því komið hvernig þú hagar þjer þegar við erum komnir heim. Farðu nú á bak og ríddu hægt heim aftur“. ,,En djöflarnir? Skógarinn er fulíur af djöfluox. „Kærðu þig ekki um þá, faðir sæll! Þeir gera þjer ekkert mein nema því að eins að þú óhlýðnist fyrirmælum sahibsins, sagði Mowgli. „Þá gæti verið að þeim dytti í hug að reka þig heimleiðis aftur“. Abdul Gafar glápti steiuhissa á Mowgli. „Nú líst mjer á! Voru það þá hans djöflar? 0g jeg sem hafði hugsað mjer að skella sökinni á hann“. „Það var ekki sem vitlausast hjá þjer. Ea við verðum allt af að hug- leiða það áður en við leggjum gildruna, hvað dýrið sje stórt, sem á að veiða í hana. Jeg vissi það eitt, að einhver hafði tekið einn hestinn sahibsius. Jeg hafði ekki nokkurn grun um að það væri fyrirætlun þin að kenna mjer um það að hafa stolið frá sahibnum, því að þá skyldu djöflarnir mínir hafa tekið „Fullra þriggja daga vinnu eigum við fyrir höndum í nýja skóginum", sagði Gisborne. „Gott er það“, sagði Mowgli. „Allt af eiga menn að verja ungu trjen og hlynna að þeim. Það verður bráðum orðinn laglegur skógur úr þeirn, ef dýrin láta þau í friði. Yið verðura að koma villisvínunum burtu aftur". „Aftur? Hvað meiaarðu?“ sagði G-isborne og brosti við. „Þau voru að rífa upp jörðina og höggva með vígtöanunum í $aó!-trjáa- ungviðin í gærkvöldi, og jeg rak þau burtu þá. Þess vegna var jeg ekki við veröndína í morgun. Eu svínin ættu í rauninni ekki að vera hjerna megin skógarins. Við verðum að reyua að halda þeim kyrrum fyrir neðan upptök Kenylfljótsins". „Ef oinhver væri svo mikill maður, að hann gæti haft hemil á skýjum himinsins, þá kynni hann ef til vill að geta það líka. En Mowgli, fyrst að að þú ort nú, að því er virðist, dýragætir hjer í skóginum án þess aðþiggja laun fyrir eða hafa hagnað af . ..“ „Þ;.ð er skógurinn sahíbsins", sagði Mówgii og leit upp. Gisborne kvað þíð vera, þakkaði honum góðvildina við sig með höfuðbeygingu og hjelt svo áfram: „Væri það þá ekki betra að vinna fyrír stjórnina og fá borgunfyrir? Þeir sem hafa verið nógu leingi í þjónustunni fá svo Iífeyri“. „Dottið hefur mjer það nú í hug“, sagði Mowgli, „en skóggæslumenn- irnir búa í hreysum og loks að sjer, og jeg hef ýmigust á öllu þess konar. En sí.mt sem áður . ..“ „Hugsaðu þig vel um það og segðu mjer evo að hvaða niðurstöðu þú kemst. — Nú skulum við taka okkur árbita". „Gisborne steig af baki og fór að taka nestið upp úr hnakktöskunni. Það var að smá birta í skóginum, Mowglí lagðist í grasið við hliðina á Gis- borne og horfði upp í loftið. Að stundarkorni liðnu sagði hann dræmt: „Sahib, s.xgðir þú svo fyrir, &ð það ætti að brúka gráu hryssuna í dag?“ „Nei, hún er orðin gömul og feit og þar að auki er hún stinghölt. Þvi spyrðu að því?“ „Það er einhver að ríða henni og fer greitt — veginn sem liggur til járnbrautarinnar". „En hann er tvö koss hjeðan sá vegur. Það er vist bara spætur (fugl), sem þú heyrir til“.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.