Ísland


Ísland - 29.01.1898, Blaðsíða 4

Ísland - 29.01.1898, Blaðsíða 4
16 ISLAND. samferðamftðurinu að skilja við hann. Daginn eftir fannst hann með litlu lífs- marki og dö áður honum yrði komið til bæja. Óeyrðarsamt segir „Þjóðv. ungi“ verið hafa í ísafjarðarkaupstað á nóttum í vetur; þó eru þær óeyrðir annars eðlis en þær, sem kvartað heflr verið um hjer í Reykjavík. Því ísfirðingar hafa farið með ránum og gripdeildum, en Rviking- ar gengið um til kvennfanga. Reykjavík. Um helgina var gerði kafaldshríðar og hjeldust fram eftir vikunni; var þákom- inn töluverður snjór og lagði í skafla. Bn á fimmtudagsnóttina kom hláka með hvassviðri og rigningum og hefur hald- ist síðan, svo að nfl er jörð að mestu auð aftur. Pálsmessa var á þriðjudaginn. Það er einn af heiztu merkisdögum veður- fróðra manna. Þessa visu kváðu gömlu mennirnir: „Þá heiðskýrt er og himinn blár helgri Páls á messu mun þá verða mjög gott ár; maður, gáðu að þessu.“ Pálsmessa spáði ekki góðæri í þetta sinn, og ættu menn fremur en hitt að vera við þvi bflnir að eftir gangi, því ekki er rjett að fyrirlíta með ölln reynslu og fræði gamla fólksins. Önnur mes3a og eigi ómerkilegri er á miðvikudaginn kemur. Það er Kynd- ilmessa. Þá eiga menn að gá vel að sólsctrinu, því svo segir í gamalli visu: „Þegar í heiði sólin sest á sjálfa Kyndilmessu snjóa vænta máttu mest, maður, upp frá þessu.“_ „Hið ísl. kvennfjelag11 hjelt 4 ára af- mæii sitt á miðvikudagskvöldið og sóttu þangað á 2. hundrað konur. Steingrímur skáld Thorsteinsson hjelt þar ræðu og lýsti þjóðkvæðum á Norðurlöndum; einn- ig las hann þar upp nokkur kvæði. — Porseti fjelagsins, Þorhjörg Sveinsdóttir, talaði fyrir fjelagsskap kvenna. „Leikfjelag Reykjavíkur'' hefur leikið við og við og leikirnir verið vel sóttir. Tvo nýja leiki hefur það nfl sýnt, auk þeirra sem áður er getið. „Sagt upp vistinni" eftir Carl Möiler og „Aprils- narrana" eftir J. L. Heiberg. Á leikina yfir höfuð verður minnst hjer nánar síð- ar, þegar rúm er til. Nýlega er dáinn Bjarni Oddsson í Garðhúsum hjer vestan við bæinn. „ísiand" hefur ekki viljað neita „Mfl- sikfjelagi Reykjavíkur" um rúm til að svara dómi hr. Árna Thorsteinsson um samsönginn 15. og 16. þ. m. jafnvel þótt blaðið áliti að fjelagið hefði ekki átt að taka þeím dómi eins og það hefur gert. Það er víst, að saunglistin er ekki langt á veg komin hjer á landi; en þvíaðeins má við bflast að henni þoki áfram, að þeir sem vit hafa og vilja á að leiðbeina þar, liggi ekki á liði sínu. Og eitt af því, sem verðamættisaungmenntinnihjer í bænum til framfara, er það, ef blöðin vendu sig á að sýna hinum opinberu samsaungum, sem nú er farið að haida á hverjum vetri hjer í bænum, þann sóma, að íæra þeim, sem þar eiga hlut að máli, áiit saungfróðra manna úr flokki áheyrenda, um frammistöðu þeirra. Þetta hefðu sjálfii þeir best átt að finna. Pje- lagið ætti að sjá, að því er miklu meiri sómi sýndur með því, að flytja því dóm jafn saungfróðs manns og hr. Árni Thorsteinsson er, jafnvel þótt hann þylji því ekki tóm lofsyrði, heldur en þótt því sje flutt marklaust og vellulegt lof frá mönnum, sem það veit, að ekkert vit hafa á því, sem þeir dæma um. Vill það heldur dóma t. d. „Þjóðólfs" oftir Hannes Þorsteinsson, ef þar er að eingu fuudið, þótt vanþekkingin og smekkleysið drjflpi þar af hverju orði? — Grein hr. Árna Thorsteinssonar virtist vera rituð bvo hlutdrægnislaust sem framast má vcrða. Og það er kunnugt, að hann er flestum eða öllum hjer færari um að dæma um þetta efni. 23. þ. m. hjeldu þau Einar Hjartarson og Anna Jónsdóttir í Bollagörðum á Sel- tjarnarnesi gullbrúðkaup sitt á „Hótel Reykjavík"; var það rausnarleg veisla og sátu hana um 60 manns. Á bæjarstjórnarf. 20. þ. m. var ákveðið að leingja Lækjargötu út i tjörnina fram á móts við barnaskólastæðið á túni síra Eiriks Briem. Þar á síðan að reisa brfl yfir lækinn. Pátækrafulltrúi er kosinn Magnús Magnússon í Ofanleiti í stað Sigurðar Þórðarsonar á Klapparstíg. 26. þ. m. var aukafundur haldinn í bæjarstjórninni til að kjósa 3 af bæjar- fulltrflunum til að mæta á sýslunefndar- fundi Kjósar- og Gullbr.-sýslu og taka þátt í gerðum hennar um afnám fiski- veiðasamþykkta Suðurnesjamanna. Kosn- ir voru: Halld. Jónsson, Jón Jensson og Ól. Ólafsson. Innan í Bmágrein í „Pj.k.“, þar sem sagt er frá grein Árna Thorsteinssonar í síðasta hlaði „íslands“ stendur mynd, og skýrir blaðið ekki með einu orði frá, af hverjum hún sje. Ókunnugum væri því næst að ætla, að hjer væri sýnd mynd af einhverjum þeirra, sem við samsaung- inn voru riðnir; en nfl er ekki svo. Að því er vjer höfum komist næst, mun myndin eiga að vera af síra Matthiasi Jochumssyni. JÁRNS MÍÐ ANÁM. Tveir UDglingapiltar geta feing- 3ð plása á stóru járnsmíðaverk- stæði frá 14. maí. Semja má sem fyrst við Þorstein Jónsson, járn- smið, Vesturgötu 33, Reykjavík. W. Christensens verslun liefur ágæt JARÐlflPLI (kartöflur) Lauk Citroner Niðursoðin matvæli, mjög margs konar Allar nauðsynjavörur OST, margar tegundir Spegepilsu, tvær teg., mikið góðar Skip til sölu. Skonnortan ,.Te Venner“, 37,29 Register-Tons að stærð, byggð í Dtnœörku, 'Ó.ST OÍlS., er til sölu, hvort heldur sem vill a/, partar skipsins eða skipið allt, með öllu tilheyrandi. Skipið er í ágætu standi, einn- ig segl og allur útbúnaður. Listhafendur snúi sjer til undir- skrifaðs, sem semur um kaupin. Guðbr. Fiimbogason. Ágæt or>li fást í verslun S. E. Waage. Reykjavík. í P 1 1 fí ver^ur * Iðnaðar- JUUiKiU mannahús. ámorgun (sunnudaginn 30. þ. mán.): „UETj artBlAttur Emilíu" og Iljai’tslAttur Emils". Enn fremur: Aprilnarrarnlr. XT"D Hjartsláttur Emiliu og Hjartslátt- ur Emils vorDa á þessum vetri að eins leiknir þetta oi.X5.il skiftl. Hjá undirskrifaðri fást enn þá talsverðar eftirstöðvar af pappír og skriiíaungum, sem selt er með vægasta verði. Reykjavik, 28. jan. 1898. M. Finsen. ry'f 1 sölu torfbær með matjurtagarði. D. Daníelsson. Áburður. 'HJ Skó- og vatnstígvjelaábnrður fæst hvergi betri en hjá mjer. Jeg ábyrgist, að hann mýki betur skinnið en nokkur annar áburður, sem hjer fæst. Jóhaimes Jensson, skósmiður. Q Kirkjustræti ÖL Norsk prædiken í goodtemplar- hóset söndag em. kl. OV2- D. 0stlund. Uppboð. Laugardagana 16., 23. og 30. næstk. aprílm. á hádegi, verður haldið opinbert uppboð á húsi Kristjáns heitins Illuga- sonar í Stykkishólmi. Húsið er einloft- að og metið til húsaskatts á 1650 kr. Pyrsta og annað uppboðið verður haldið á skrifstofu sýslunnar, en hið þriðja við húsið. Söluskílmálar verða til sýnis hjá Lárusi sýslumanni Bjarnasyni nokkru fyrir hið fyrsta uppboð. 14 Mowgli skyggði hönd fyrir augu. „Dað er stór bugða á veginum frá bunga!ow-húsinu“, mælti hann, það er ekki nema eitt koss hjeðan þangað, sem haukurinn flýgur; og hljóðið færist í sömu stefnuna og haukurinn. Eig- um við að gæta betur að þessu?“ „Hvaða vitleysa! Ekki nema það þó, að fara að hlanpa heila mílu í þessum hita tii þess að forvitnast um, þó að eitthvert þrusk heyrist í skóg- inum!“ „Rjett er nú það, en þetta er hesturinn sahibsins. — Jeg átti nú reynd- ar bara við þtð, að við skyldum kallaáhanu hingað. Það er þá ekki hundr- að í hættunni þó að það væri ekki sahibsins hestur. Og ef það er hann, þá ræður sahibinn hvað hann gerir. Honum er annars riðið fremar iila“. „0g hvernig heldurðu að þú getir feingið hanu hingað, flónið þitt?“ „Hefur sahibinn gleymt hvernig jeg fór með bláa uxann? — Jeg fer náttúrlega alveg eins að því“. „Nú jæja, hlauptu þá, úr því að þjer er svona umhugað um það“. „Ja nei, nei, jeg þarf ekki að hlaupa neitt“. — Hann bandaði hendi tíi þess að gefa Gisborne það til kynna að hann yrði að hafa hægt um sig, og svo rak hann þrisvar upp einkenuilegt djúpt kverkhljóð, sem öisborne hafði aldreí áður heyrt. „Hún kemur, við megum reiða okkur á það“, sagði hann. „Yið skuíum bíða hjerna í íorsælunni“. Það kom allra mesta værð á hann í morgunkyrrðinni, og laungu augnahárin hans skyggðu yfir augun hvössu. Gisborne beið þolinmóður; víatvarum það, aðgeggj&ður varMowgli, hugsaði hann, en haun var samt svo skemmtilegur lagsbróðir, sem nokkur skógarembættismaður gat á kosið. „Hó, hó“, sagði Mowgii Ietilega og var með augun aítur. „Hann er dottinn af baki. Fyrst kemur reiðskjótinn og svo maðurínn“. — Svo hljóð- aði hann aftur á sama hátt og áður, og þá heyrðist hestur hneggja. Aðþrem mínútum iiðnum kom Grána Gisbornes á fleygiferð, inn í rjóðrið þar sem þeir sátu — söðluð en mannlaus — og þaut rakleiðis til Mowglis. „Henni er farið að volgna“, sagði Mowgli; „það er líka svitagjarnt í þessum hita. Nú fáurn við bráðum að sjá þann, sem reið henni. Það er ekki von, að hann sje kominn enn, því að maðurinn er seinni á fæti en hest- ur — einkum þegar hann er gamali og feitur“. „Það veit sá, sem allt veit, að þetta er ekki einleikið“, sagði Gisborne og stökk á fætur; hann heyrði ýlfur inni í skógarþykkninu. 15 „Vertu óhræddur, sahib! Honum skal ekkert mein verða gert. Hann segir nú samt sjálfsagt líka, að þetta sje ekki einleikið. Hlustaðu nú! Hver er það?“ Það var málrómur Abdui Gafurs sem heyrðist; röddin skalf af hræðslu og hann var að ákalla þau ókunnu regin, er hann hugði að valda mundu hrakförum sinum, og bað þau að sýna sjer, gráhærðura öidungnum vorkunn og vægð. „Jeg get ekki geingið einu skrefi leingra“, veinaði hann; „jeg er orð- inn gamall og túrbaninum mínum hef jeg týnt. Arré! Arré! En jeg vil kom- ast átram! Jeg verð að flýta mjnr! Jeg má til að hlaupa! Látið þið mig í friði vítis árarnir, jeg er sanntrúaðnr Múhameðsmaður“. Og nú kom Abdul Gafur fram úr runnunum, turbaaslaus og skólaus; klæðin flöktu frá konum og headurnar voru allar ataðar mold og leðju og andlitið eídrautt, Þegar hann sá Gisborne, rak hann upp óp mikið og fleygði sjer fyrir fætur houum; haun var gersamlega örmagua af þreytu og stóð á öndinni af mæði eftir hlaupin. Mowgli brosti. „Það er ekkert gaman á ferðum“, sagði Gisborne með alyörnsvip. „Mað- urinn getur vel dáið af þessu, Mowgli“. „Hann deyr ekki. Hann er bara hræddur“. Abdul Gafur reis nú á fætur stynjandi; hann skalf allur og titraði. „Það voru töfrar — töfrar og djöflagangur“, sagði hann voiandi og þreifaði inn á brjóstið. „Fyrir sakir synda minna liafa iliir andar elt mig um skóginn. Jeg iðrast. Takið þjer við þeim, sahib!“ Haun rjetti að hon- um óhreiuan verðbrjefaböggul. „Hvernig stendur á þessu Abdul Gafar?“ spurði Gisborne, og skildi hann þó auðvitað undir eins hvernig í öllu lá. „Setjið þjer mig í dýflissu — peningarnir eru allir hjorna — en lokið þjer vei, til þess að djöflarnir nái ekki í mig. Jeg hef brotið á móti sahibn- um, hvers salt jeg hef borðað; og hefðu þessir bannsettir skógardjöflar ekki komið til sögunnar, þá hefði jeg keyft mjer jörð langt í burtu og lifað í ró og friði það sem eftir er æfinnar“. Hann barði sjer á brjóst af örvílnan út af smán þeirri, er hann hafði bakað sjer. Gisborne handljek seðiana. Það voru öll launin hans fyrir níu mánuðina síðustu — peningaböggullinn sem lá í skúftunni hjá brjefuuum heiman að frá konum. Mowgli horfði á Abdul Ga- fur og hló dátt með sjálíum sjer, en ekki ljet hann hiáturinn heyrast. „Það

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.