Ísland


Ísland - 22.02.1898, Blaðsíða 2

Ísland - 22.02.1898, Blaðsíða 2
30 ISLAND. „±sxjA]sri>“ kemur út á kverjum þriðjudegi. Áskrift bindandi 6 máuuði, í Rvík 8 mán. Kostar fyrirfram borgað til útg, eða póst- stjórnarinnar 3 kr. 20 an., annars 4 kr. í Rvík 3 kr., erlendis 4 kr. 50 au. Ritstjóri: Þorsteinn Gíslason Laugaveg 2. Reikningshaldari og afgreiðslumaður: Hannes Ó. Magnússon Austurstræti ö. Prentað i Fjelagaprentsmiðjunni. aldar; en því verðnr samt ekki neitað, að einginn maður hefur kunnað betur að vekja miklar og ákaíar tilfluning.ir í brjðstum þegna sinna; eingiun hefur kunnað betur en hann að leika á streingi til- finninganna, svo að allt annað gleymdist fyrir frægð og frama ættjarðarinnar. Hugur Frakka er ávallt hinn sami, viðkvæmur, barnslegur, brennheitur, þegar ein- hver er til að hvetja hann. Eft- ir ófariruar 1870—1871 greip ein- hver örvænting Frakka og þöttust þeir sjá í óförunum reiði guðs, sem hegndi þjóðinní fyrir syndsamlegt líferni, og tóku að smíða kirkju þassa, eins og börn, sem vilja fá fyrirgefningu óhlýðni sinnar, ekki með því að breyta líferni sínu, heldur með því að kjassa föður sinn. Þessi kirkja er Sicré-Cjeur á Montmartre-hæðinai. 0g jafn- framt og þeir lögðu eins mikið í söiurnar til að fá frið við Þjóð- verja og þeir gjörðu, tóku þsir að sífna gjöfum til kirkjusmíðarinn- ar. Á stuttum tíma safnaðist mikið fje, og var þegar tekið til kirkjugjörðarinnar; en sú varð reyndin á, að gjafirnar voru ekki nærri nógar, og því er kirkjan ekki fullgerð enn. Peningarnir streyma ekki inn, eins og í byrj- uninni. Fyrsti ákafinn er horfinn, og í staðinn er komin smásmygl- isleg óak hjá gefendunum, að hafa sjálfir not af guðsgjöfiDiii. Þess vegna gefa menn nú steina til kirkjunnar, og sjá um, aðnafn gefandans sje á hverjum steini.— Með þessu móti sameinast það tvennt, að borga fyrir syndir þjóð- arinnar, og eiga sjálfir dálítið til góða, þá er hinn mikii reikings- skapardagnr kemur. Það er ein- kennilegt að koma inn í kirkjn þessa, sem er að eins hálfgerð, en þar sem samt sem áður farafram messur á hverjum degi. Hún er svo stór, að hver hiiðarkapelia rúmar marga tugi manna, og þess ber líka að gæta, að undir allri kirkjunni er önnur kirkja (ucdir- kirkja), sem að öllu er eins og sjálf yfirkirkjan með kór og kap- ellura, og fór fram messa í einni þeirra einmitt þegar jeg kom þang- að niður. Jeg tók eftir því, að nær því aílir tilheyrendurnir voru nunnur. Et mig minnir rjett, skoðaði jeg þar alls 22 kapellur. í hverri þeirra er altari myndaf Maríu mey, Jósefi eða einhverjum öðrum dýrlingi, og sá jeg þar margar konur, er fluttu þangað fóruir sínar, blómvendi eða íog- j andi korti. í flestum kaþólsktim ; kirkjum situr koaa fytir innan dyrnar, er selur kerti hinum trú- uðu, og svo rcikla barnslega trú má finna hjá þessari ofmcantuðu þjóð, ef jeg má svo að orði kveða, að þegar einhver ósk kviknar í brjóstum Frakka, ætla þeir, að guðmuni uppfylla hana, ef þeirgefa honum kerti, sem kveikt cr á. Það er ein af þessum mótsögnum, sem mjer fianst jeg rcka mig á við hvert fótmál. Stærð kertisins fer efdr því, hversu mikii óskiu er; það má því ajá logandi kerti í öllum stærðum. og hefur þetta undarieg áhrif á oss mótmæiead- ur, að sjá þetta. Jeg gleymi aldrei þeim degi, er jeg skoðaði hina gömlu kirkju Notre-Dame de la Vidoire, er hefur einkaræikið orð á sjer i Parísarborg fyrir bænir, sem fullnægt Iiaíði verið, enda var hún troðfull, þótteingin messa væri þar þá, og kapella Maríu meyjar alsett logandi kert- um, stórum og smáurn. Kona sú, er með mjer var, hafði eina ósk að bera fram,. og á meðan hún kveykti á kertinu og Iá á bæn, hafði jeg nægan tíma til að virða fyrir mjer og hugleiða allt þetta. Hjer voru gömul andlit og hrukk- ótt við hliðina á ungum og fögr- um, gamiir garmar við hliðina á silki og silkiflosi; en allir þráðu þeir liið sama, að óskir sínar mættu rætast. Það lá við, að mjer vökuaði um augua við að sjá öll þossi áhyggjufullu andlit í hinni hálfmyrku kjrkjn eftir glauminn og gleðina í sólskininu úti á strætunum. En svo jeg víki aftur að Sacré- Coeur, má mjer ekki gleymast að segja frá öllum þeim her, bæði konum og körlum, sem sðlja hjer allð konar menjagripi. Það er okki nóg, að hjer er búð við búð, þar sem selt er myndir, huífar, penna- sköft o. fl. með mynd af Sacré- Coeur-kirkjunni, keldur ganga hjer um karlar og konur með litla, gyllta miunispeninga, litiar bæna- bækur, o. s. fry., sem næstum her- taka ferðamenn, og það stoðar ekkert, þótt ferðamaðurinn segi, að hanu vilji ekkert kaupa; þáer honum þegar svarað, að munirnir sjeu gefins, og nauðugur viljugur tekur hann þá eitthvert lítilræði; og þegar hann þá spyr, hvað hann eigi að borga, þá er svarað: „Ekk- ert, en þjer eruð sjálfráðir, hvað þjer viljið gefa mjer til hugnun- ar“. Jeg þóttist heppin, er jeg slapp loksins úr klónum á þessum búsgaungum, sem ekki höfðu látið mig hafa írið til að njóta útsýn- ieins í næði, útsýnisins, sem kvað vera mjög fagurt, þegar himininn er heiðskír, Þennan dag var því miður þoka eða rjettara sagt móða yfir borginni. Á leiðinni tii baka hafði jeg þá fullnaðargjörð, að kona nokkur spurði mig til vegar, og jeg gat frætt hana um það til lilítar. Með því að jeg er hrædd um, að þreyta lesendurna með því að draga þá með mjer úr einu horni Paríaarborgar í annað, skal jeg einungis biðja þá að fyigja mjer enn þá á þrjá staði, þrjú söfn, áður en jeg tek fyrir annað atriðið: borgarbúi, siði þeirra og hætti. ((Framh.) jÞöra Friðrihsson. Árásir „ísafoldar“ á 1. þm. Eylirðing-a, sýslum. Klemens Jónsson. Ritstjóri „ísafoldar“ hefði gott af að fara einstaka sinnura í kirkju og hlusta á hinn unga bróðursou konunnar sinnar, er hann brýnir fyrir söfnaðinum með heitum orðum að elska og stunda sannleilMnn, því djöfullinn gangi um kring sem öskrandi ljón ieitandi sð þeim, er hann fái uppsvelgt. Ritstjórinn hefur nú sem sje hvað eftir annað í blaði sínu sýnt ræktarleysi sitt við hina fögru kenningu um sann- leikann og borið rangfærslur og mishermi á borð fyrir söfnuð sinn. Hann segir, að blaðið „Stefnir“ á Akureyri riti um politik eftir innblæstn sýslumannsins og þinginannsins á Akureyri. Hin eina grein, sam Klemens Jónsson hefur ritað í „Stefni“ síðm þing ieið, eru átölur og aðfinningar við framkomu „Stefnis“ í tóvinnu- vjelamólinu, og Býnir það bert, hve mikið haun muni innblása ritstjóru „Stefnis“ eða vera við blaðið riðinn. — En það er nóg með það. „ísafoid“ þykir ekki nógu mikill mergur í þossum á- burði sínum, heldur atar hún þingmanninn þeim ósar.nindasaur, að fyrir hans munn sje sagt í „8tefni“, að biskupinn hafi átt að leiðast af því, að hann hafi átt að verða fyrsti ráðgjafinn. Þó að „Stefnir“ flytji þessar frjettir, hef- ur Klemen3 Jónsson hvergi sagt þetta „fullum fetum“, eins og „ísafold" gefur i skyn. En jeg veit hvað hefur stung- ið hinn „svarta“. Fyrst það, að nokkrum skyldi koma til hugar, að herra biskupinn væri að hugsa um veraldleg metorð og guilskrúða- prjál, og það annað, að hann hef- ur fundið sig snortan af tilgátu „Stefnis“ um að „ísafo!d“ ljeti tilhugsun um slíkt fáfeingi hafa áhrif á sinar föstu, frjálslyndu og þolgóðu skoðauir, og í þriðja lagi varð vonska og illrætni Bjarnar ritstjóra að bitna á þeim manni, sem barðist ósjerplægnast gegn Valtýsfrumvarpinu, sem fram- sögumaður stjórnarskrármálsins í neðri deiid í sumar. Vilhj. Jönsson. „Góðgjörðir og fátækt í Iteyk,j;ivík“. Maður nokkur hefur nýlega skrifað greinarstút með þessari yfirskrift í 90 bl. „Dagskrár“ 16. þ. m. og nefnir hann sig „Fr.“ — Mig varðar ekkert um þó höf. kunni að heita allt annað eða hver hann er. — Hann á þakkir skilið fyrir að hafa talað máli hinna bágstöddu, því jeg efast ekki um, að það hafi verið gjört af einlæg- um huga. — En á hiun bóginn er grein hans æði ósanugjörn í garð Thorvaldsensfjeíagsins, þd þó það kunni að gera færri og smærri kærleiksverk en við mætti búast, væri rangt að vanþakka því svo það, er það hefur gjört, að telja það að eingu nýtt. Það hefur haldið ókeypis handvinnu- skóla fyrir fátæk stúlkubörn 2—3 mánuði á ári hverju nú um mörg ár, og er einginn efi á því, að slíkt hefir eins mikla þýðingu fyrir fátæklinga, að kunna eitt- hvað og starfa, og þó fátækling- um væru gefnir nokkrir aurar eða lítið eitt af matvælum. Það hefur ennfremur gefið fjölda fátæks fólks að borða tvo síðustu veturna, svo það er í fyllsta n.áta rangt, að segji, að ekkert velgjörðafje- lag sje til hjer í bænum. Það geta verið skiftar skoðanir á því, hvernig heppilegt sje fyrir góð- gjörðafjelag að afia sjer fjár, og tilraunir „Th.fjel.11 að afla þess með söIu3amkomum, hlutaveltum og sjóuleikjum hlýtur að vera jafn-rjettmæt og þótt fjár væri aflað á annan hátt, enda efast jeg um, að jafa mikið fje hefði feing- ist, hefði aðeins verið auglýst að þe3si eða hinn tæki 4 móti gjöf- um til fátækra. — Þó er ekkert á móti því. að „Th.fjel." tæki jafnframt upp nýja aðferð, nfl. að hafa safnpyngjur hingað og þang- að og þangað á opinberum stöð- um, sem þeir gætu stungið ein- hverju í, er gætu og vildu miðla einhverju til bágstaddra. Það getur að sönnu verið, að „Th.fjel.“ þekki nokkuð iítið til þarfa manna, en hvers vegna fara ekki þeir menn til þess og benda því á, hvar helst sje hjálparþörf, sem vita hvar eymdin er mest. Það er einginn efi á, að það mundi taka á móti góðum bendíngum í því efni. Þjer, sem haflð efni til, styrkið íjelag þetta tii að láta enn þá meira gott af sjer leiða en hing- að tii. Það hefur þó sýnt, að það gerir eitthvað, þegar aðrir gerðu ekkert. Að mínnsta kosti æpir það ekki og hrín í kærleik- ans nafni aðeins til að halda líf- tórunni í sínum eigin meðlimum. En hr. „Fr.“ veri það sagt, að úr því hann þekkir „hús hjer í Vík, þar sem beinlínis er hætta búin lífi manna sakir langvarandi hungursli. — Því fór hann ekki þegar með þær 10 kr. er hann ætlar að gefa bágstöddim, í stað þess að bíða eftir því, að honum verði bent á, hvert hann eigi að snúa sjer með gjöf sína. Gfjöf hans getur orðið að eins miklum notum, þó haun básúni hana ekki fyrir fram í einu eiuasta frjetta- blaði. — Hj. Sig. Frá fjallatindum til fiskimiða. Eyrarbakka 4. febr.: „Til þessa tíma hafa menn verið að draga grjót í veg- inn, er leggja á næsta snmar frá Seifossi og niður á Eyrarbakka; hafa Bakka- menn margir haft þar vinnu og það kom- ið sjer vel. — Bíndindismálinu miðar hjer stðrum áfram og eru öll líkindi til, af hið nafntogaða „Bakkabrennivín“ detti bráðum úr sögunni. Frjettaritari „Þjðð- ðlfs“ getur þess fyrír stuttu, að bindind- inu miði hjer lítið, en það hlýtur að stafa af því, að bjórinn geingur allt af vel út á Selfossi. Fyrir stuttu var hjer haldinn fyrir- lestur, er nefnist „Lífið á Eyrarbakka" og hjelt hann Sigurður orgelleikari Ei- ríksson. Fyririesturinn var vel sóttur, en fleiri munu hafa farið heim óánægðir en ánægðir, því þar mátti heyra margt misjafnt, sjerstaklega í garð verslun&r- manna og voru þeir ærlega „teknir í hnakkann". Sjðnleikir hafa verið haldnir hjer öðru hvoru síðan um jól. Fyrst var Ieikið: „Fólkið í húsinu“ og „Sagt upp vistinni11, til Sgf>ða fyrir góðgcrðafjelag hjer, er nefnir sig „Kvenfjelag“. Síðan hafa Stokkseyringar leikið „Eitt kvöld í klubbn- um“, lítinn og Iaglegan leik, eftir Bjarna Pálsson frá Götu“. Oddeyri 29. jan.: „Tíð hefur verið góð í vetur, frostalítil en vindasöm, úr- komur ekki til muna. Leikfjelag Akureyrar, sem kaliar sig „ Grleðileikafjelag", hefur leikíð 2 leiki, „Skálkapör Sehapiens" eftir Moliere og „Happið“, eftir Pál Jónsson, en þeir verið fremur lint sóttir og til lítillar gleði „fyrir fólkið" eða fjelagið; nú er verið að æfa leik eftir Pál, sem heitir „Skjaldvör“. Það segja kunnugir að muni vera sorgarleikur, því „Skjaldvör" skal drepin á leiksviðinu og þyrfti þá fjolagið að skifta um nöfn um tíma, ef þetta reynist satt. Spítala allmikinn á að reysa upp á hæðunum fyrir ofan Akureyri og er þeg- ar byrjað á grunntilbúningi eða undir- stöðum, og breiður krókastígur — akfær fyrir Mkvagna — er nú fullger upp að hússtæðinu. Mörgum þykir staðurinn miður valinn, þar sem á Oddeyri — ein- hverju fallegasta bæjarstæði á landinu — er nóg pláss f yrir heíla borg, enda er sá hluti kaupstaðarins í miklum vexti, en hinn stendur nær því í stað. Hinn væntanlegi spítali verður frægur fyrir víðsýni. Það verður Iíklega hinn eini í lieimi, þar sem miðnætursól sjer á sumr- um. Tóvinnuverksmiðjan er nú fyrir nokkru farin að kemba og spunatækin í undir- búningi; vatnið var ótamt í fyrstu, en eftir nokkra gönnspretti Ijet það leiða sig til húsa; allir spá nú og óska fyrir- tæki þossu góðs geingis. Kombiug kost- ar 28 aura fyrir hvert ullarpund. Gránufjelagið hefur feingið nýjan verslunarstjóra, Jón Norðmann, Halldór Gunnlaugsson, sem fór frá, byrjar að versla í vor. Pöntunarfjelagið — formaður Davíð Ketilsson — fjekk skip upp á gamlárs- dag, som heitir „Krouprinsesse Yictorie“; með því kom steinolía o. fl. Saungfjolagið — „Gýja“ — hefuroigi haldið samsaung í vetur enn sem komið er; það er fjölmennt nú og æfir sig mikið í saung. Good-Templarafjelagið hjelt 14 ára af- mæli 10. jauúar, stúkan heitir „ísafold- Fjallkonan" nr. 1. Æðati tcmplar er Jón Chr. Stephánsson Dbrm. Kvennfjelagið hjelt skemmtun fyrir börn milli jóla og nýárs með jólatrje og öðru góðu.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.