Ísland


Ísland - 01.03.1898, Qupperneq 2

Ísland - 01.03.1898, Qupperneq 2
34 ISLAND. „ÍSLAKTID^ kemur út á hverjum þriðjudegi. Áskrift bindandi 6 máuuði, í Rvík 3 mán. Kostar fyrirfram borgað til útg, eða pðst- stjórriarinnar 3 kr. 20 au., annars 4 kr. í Rvík 3 kr., erlendis 4 kr. 50 au. Ritstjðri: í»orsteinn Gíslason Xaugaveg 2. Reikningshaldari og afgreiðslumaður: Hannes 6. Magnússon Austurstræti O. Prentað i Pjalagaprentsmiðjunni. og fundið það í Hafnarfirði, en ekki á Akranesi eða í Borgarnesi. Basta ráðið til að verja bryggjuna, er að slá borðum uœ kláfana og klæða svo með járnþynnum það af þeim, sem er neðst í sjó, svoryð- skorpur geti myndast, því þær jetur ekki, eða smyrja kláfana vel með kreósót-koltjöru. Þetta dýr jetur ekki skip. Brjef til „ÍSLAKDs“. m. 15 dagar í Parfe. (Niðurl.) Hið fyrsta safn, sem jeg sá, var safnið í Luxemburg-höllinni. Fyrsti salurinn, sem komið er inn í, er fullnr af líkneskjasmíðum úr marmara og eirblendingi. Úr þess- nm sal ganga dyr í allar áttir inn í litmyndaeöfnin. Einn sal- urinn er ætlaður útiendum lit- mynduœ nútímans. Þar var stór mynd eftir norska litmyndapent- arann Edelfeldt, „En Lœgprædi- kant“ minnir mig hann hafl kall- að það. Einnig voru þar myadir eftir Unde og fleiri nafnkennda litmyndapentara útlenda. Annar salur er ætlaðnr frakkneskum Iit- myndum nútímans. í þriðja saln- um eru allar litmyndir eftir sarna mann, o. s. frv. Jeg hafði þar í fyrsta sinni tækifæri tii að sjá íitmyndir stefnu þeirra, er nefndir eru „Impressionisteru, og voru þær harðia einkeuuilegar. í tiltekinni birtu geta oss sýnst trjen hafa blá blöð, en að sjá það á litmynd er ótrúlegt, en það er eiumitt mark og mið þessara litmynda- smiða, að peuta alla hinti einsog oss sýnast þeir vera, en ekki eins og þeir eru í raun og veru, og þoss vegna má þar sjá hið und- arlega8ta sambland af iitum. Inn- dæli garður er áfastur Luxem- borgar-höliinni, og ersagt, aðþað sje uppáhaldsstaður allra skálda Parísarborgar; þar gangi þeir sjer til skemmtunar, og þar fæðist hin fögru kvæði, sem síðan fljúga út í heiminn og gleðja alla þá, sem anna skáldskap og fögrum listum. í Luxemburg er safn nútímans, en eins og nútíminn getur ekki jafn- ast við fornöidina og miðöldina í lisíasmíðum, svo getur þetta safn heidur ekki jafnaat við söfnin í Louvro, sem geymir ógrynni af listasmiðum fornaldarinnar, frá öll- um löndum og allra tegunda. — Fyrst verða fyrir liatasmiðar, þornaðlr, smurðir líkamar, líkkist- ur, vopn o. s. frv., frá Egyftalmdi, frá dögum Ramses konungs 2., 2000 árum fyrir Kristsburð. Marg- ir salir geyma uppgrafna muei frá Egiftalandi, en svo kemur fornöid Grikkja, Rómverja, sögu- Ieg söfn Frakka. Þar er ailt. sem hugsast getur, margir salir að eins með giervarcingi og borðbúnaði frá hinni frægu postulíusverk- smiðju í Séures; aðrir með hús- gögnnm frá dögum Lúðviks 13. og 14. Eitt af því, sem mjer þótti fegurst í þeasum hluta safns- ins, voru herbergi þau, þar sem sœámyndir eru geytndar. Það er ekki hægt að hugsa sjer neitt smágjörðara en myndir þessar. Þær eru pentaðar á fílabein, og voru mikla tíðkanlcgri fyr meir á Frakklandi en nú á dögnm. — Þar má sjá heiiar raðir afbrjóst- nálum, tóbaksdósum, o. s. frv., hverri annari fegnrrJ. Oftast er það kvennhöfuð með hárið vafið upp, eins og tíðkaðist á dögum Lúðvíks 14. En stórkostlegast af öllu eru hinir stóru salir með lit- myndunum eftir hina frægustu lít- myndapentara heimsiós. Einkum var það Rúbens, sem mjer þótti mest koma til, þessi mikli meist ari Niðnrlanda. Hann á svo fagra og sterka iiti, ímyndunarafl hans er svo stórkostiegt og fjörugt, að jeg varð öldungis gagntekin, og mjer fannst hinar myndirnar vera eins og tunglskin á eftir giaðasól- skini. Ekki þó svo að skilja, að jeg dáðist ekki að Murillo, Van Dyk, Micliael Angelo og hinum öðrum sniilingum, sem hjer eru saman komnir; en þegar jeg ætla að njóta oudurminningarinnar um þessar stundir, er jeg dvaidi í Iit- myndasafninu í Louvre, og jeg læt aftur augun til að sjá í hug auum listasmíði þessara sniilinga, þá er það ávalltRubens, sem kem- ur fyrstur. Jeg hafði alveg gleymt tím# stundirnar liðu sem mín- útur, og þegar jeg stóð á jörð inni, það er að segja: fyrir utan þetta mikla stórhýsi, fann jeg fyrst, að jeg var óttalega þreytt og svanng; en það tjáði ekki að æðrast. Mjer hafði verið útveg- aður aðgaungumiði til að sjápen- ingasmiðjuna, og með því að það eru að eins tilteknir dagar í mán- uði, sem auðið er að sjá hana, var mjer nauðugur einn kostur að fara þangað þegar, ef jeg vildi sjá hana. Til allrar hamingju var vegurinn þangað ekki langur. Jeg þarfti að eins að bregða mjer yfir Signu og ganga með fljótinu dálítinn spotta. Peningasmiðjan stendur á bökkum Signu og fylg- ir henni safn af peningum. Jeg skoðaði fyrst safnið. Þar eru peningar frá öllum lönduin, og með líkri gleði og þeirri, er menn finna til, þá er þeir hitta gamla kunnÍDgja, heilsaði jeg upp á dönsku krónurnar vorar og aur- ana. Jeg fann sjálf, að það ljek bros yfir alit andlitið á mjer, þótt jeg væri ein, og jeg held nærri því, að jeg hafi kinkað kolii til þeirra. Einkennilegastir eru kín- versku og japönsku peningarnir, svo ólögulegir, með hinum skringi- legu stöfum. Því uæst gekk jeg niður í verksmiðjuna. Fyrst verð- ur fyrir nokkurs konar framdyri, þar sem verið var að vega eitt- hvað, er í fyrsta bragði líktist tígulsteinum. Þá er jeg gætti bet- ur að, var það skírtsilfur, ogvar það undariegt, að sjá því staflað upp eins og öðrn húsa-efni, og að hugsa til, hve mikið vald það hef- ur í heiminum. Nú gekk það koll af kolli. Fyrst er verkstjóri, þar sem þessum tigulsteinum er breytt í steingur, í næstu verkstofunni eru stengurnar flattar út í þynnur; því næst er sú verkstofan, þar sem kringiótt smástykki eru skorin úr þynnunum, og loksias salurirtn, þar sem mynd og staflr eru slega- ir á. í þessurn sal mátti sjá stór- ar fötur fuilar af gullpeningum og siifurpenirtgum. í öðruœ sal voru búnir til alís konar minnis- peningar; en jeg var þá orðin svo þreytt og svaung, að jeg varð fegin, þegar mjer var sagt, að nú væri ekki meira að sjá þar. Jeg flýtti mjer inn í bakarabúð eiua, keyfti mjer þar brauð og mjólk, hvíldi mig þar dálitla stund, og hressti mig því næst á &ð líta ofan í kassa bókasölamanna. — Þassir bókasölumenn á bökkum Signu eru nokkuð einkennilegir, og verð jeg því að iýsa þeim dá- lítið. Signa rennur miklu lægra en strætiu eru; beggja vegna með fram henni eru hair steinveggir eins og varnargarðnr. Á þcssum varnargarði steadur kassi við kassa, og allir eru þeir fullir af gömlum bókum. Yjer getum haft endaskifti á bókunum eftir eigia viid, leitað og lesið. Konan eða karlina, sem lifir á að kaupa og selja gamlar bækur, segir ekkert orð, og oft má með þessu móti kaupa fágætar bækur við Iitlu verði. Mjer þótti gaman að blaða í þessum skruddum, og gjörði það oft og eiuatt, þá er leið mín lá þar fram hjá. Orleans, í janúar 1898. Þóra Friðrihsson. Sleggjudómur. Af nokkrura flelagsmönnum úr „Leikfjelagi Reykjavikur“. befur „ísland“ verið beðið um rúm fyiir þetta: „Um Þ. Þ. skal jeg vera fá- orður. Hann hefur sýnt það í þeim leikjum, sem hann hefur komið fram í, að hann hefur eingan leikgáfuneista og er með öllu óhafandi í „Leihfjélagi Reyhja- víhur11, því að hann hefur eingan skilning eða þekking á því hlut- verki, sem honum er í hendur feingið". Þetta segir V. J. í „Þjóðólfl" 25. f. m. Setjum nú svo, að hr. Þ. Þ. hafi ekki iag á að leika; sje ekki efnilegur leikari. Af því yrði þó alls ekki ályktað, að hann liefði eingan skiluing nje þekking á því hlutverki, eem honum er í hendur feingið, heldur að eins að h. un hfi ekki iiæfileik i til að gera skilning sinn sýnilegan á leiksviði, því eihS og hr. V. J. veit, þarf þetta tvennt einganveg- inn að fyigjast að. Þ&ð hafa jafa- vel margir ágætir leikritahöfniid- ar og leikdórnarar fyrst reynt sig sem leikeiidur, en reynst ó- hæfir til þe38. — En um þstta skulum vjer ekki þrátta við hr. V. J. — En við skulum ieyfa okkur að benda honum á, að hr. Þorv. Þorvarðarson - hefc r ekki tranað sjer fram til að leika neitt eða sótst eftir því. En þsð eru iög í Leikfjelagimi, að hver fjelags- maður er skyldur að leíka það hiutverk, sem þar til kjörinn mað- ur úthiutsr iionum, eða greiða sekt ella. Sem fjelagsmanni er því hr. Þorv. Þorvaiðarsyni skylt að hlýða og leikn, hve nauðugt sem honum kynui að vera það. Að hr. Þorv. Þorvarðarson eje „óhafandi í Leikfjelaginu“ þykir okkar ástæðulaus dómur, þó að hann kursni að vera miður fallinn tii að leiha. Hann hefur veað einn nytssti og framtakssamasti fjeÍHgsmaður í „Leikfjelaginu11 og það án alb tiliits til þess, hvort haun hefði nokkru sinni leihið nobk- uð eða ekkert. Það er fleira að gera í fjelaginu en að leika. Þessa hefur hr. V. J. ekLi gætt og er því þessi dómur hans sleggjudómur. Nohhrir fjélagar. í dauðsmannsbrekku1. Dauf er vist í DauðsmannBbrekku: dofna fingur, kala tær, gaular maginn, frjóaa ílíkur, fyliir augu’ og nasir snær. Hræsoltnir mig hrafnar elta, hlakka yfir væntri krás, brýna gogga’ á skafia skörum; fikolli felfit í urðarbás. Kraftar eru’ að komnir þrotum kvölda fer, og blæs í mót, afdrep hjer er ekkort leingur, okki ejer til vegar hót. Hvildar þarf jeg — ætli’ eg ætti ekki’ að hafa náttstað hjar ? þá er víst að eingum yrði ami framar neinn að mjer. Bu — nei, jeg má áfram halda áfram meðan bæri fót; skyldan kallar: börnin — börnin bíða mín og elsknð snót. Þeirra vegna’ eg verð að lifa, verð að starfa þeim í hag meðan blóð í æðum iðar og á himni sje jeg dag. Dauflegt er í Dauðsmannsbrekku, dragast hjeðan burt jeg verð ; skyldan býður: áfra.n — áfram yfir klakann held jeg ferð. Bj'árn Bjarnarson. Frá fjallatindum til fiskimiða. Qufubáturinn „Reykjavík" á að koma ') Dauðsmannsbrekka er á miðjum Reynivallahálsi við þjóðgötuna. hingað frá Noregi um mánaðamótin apríl —maí og byrja þá ferðir sínar hjer um flðann. Mikið hefur verið gert við bát- inn í vetnr að sögn, sett í hann ný gufu- viuda, gert nýtt þilfar o.fl. Á aðgerðin að hafa kostað um 16,000 kr. Góður afli er nú sagður á Eyrarbakka. Á Miðnesi hefur einnig undanfarandi daga afiast töluvert. Illt útlit er með beyforða víða hjer nærsveitis. í Kjósinni eru monn farnir að skera af heyjum, hafa þau reynst íjett í vetur. Reykjavík. Nú undanfarandi hefur verið bjart veð- ur og sól skinið; jörðia eins og náhjúp- ur, svo langt sem augað eygir og sjer vart á dökkan díl nama hamrahrúnir og klettasnasir í fjarska, sem stauda fram úr fannhvítum fjallakinnunum. Það hef- ur litíð snjóað; en vindarnir leika sjer að lausamjöllinni og skafrenningsjel dansa eftir fönnunum. Bojesen, formaður frelsisherBins er nú að safna samskotum um bæinn til að búa út gistiherbergi handa utanbæjarmönuum, sem hjer þurfa að vera nætursakir. Þau eiga að vora í kastala hersins og 4 fyrst að setja upp 15 rúm og þau eigi að kosta nema 10 au. um nóttina. Þar í kastaianum eiga feíðamenn einnig að geta feingið morgunkaffi keyft mjög ó- dýrt. Þetta fyrirtæki hersirs er þarft. Einkum mun það geta komið að góðum notum haust og vor, þegar lestamanna- umferð er hjer mest. Áður munu flestir ferðameun hafa leitað gistingar hjá ein- stökum mönnum út um bæinn eða þá legið úti hjá farangri sínum. Því þó ó- dýr rúm hafi feingist á „Hotel Island“, á 25 au. um nóttina, þá hafa þau ekki verið notuð jafn mikið og við mætti bú- ast, líklega af því, að menn hafa sjeð í að láta 25-eyringinn. Á föstudaginn var 40 ára afmæli H. Th. A. Thomsens sem verslunarmanns hjer í bænum. 25. fehr. 1858 fjekk hann borgarabrjef og tók við versluninni eftir föður sinn, Ditlev Thomsen, sem drukkn- aði undir Svörtuloftum 26. nóv. 1857. Verslun H. Th. A. Thomsens er nú ein hin stærsta hjer í bænum og verslunar- hús, sem hann hefur reist hið ásjálegasta. Sjálfur hefur hann nú leingi búið á vetr- um í Khöfn, en dvalið hjer á sumrum. í minningu þessa 40 ára verslunar-af- mælis gaf hann dðmkirkjunui stunda- klukkuna nýju, sem getið hefur áður verið hjer í blaðinu. Áður, á 25 ára verslunarafmæli sínu, hafði hann gefið töluvert fje til barnaskólans hjer, til styrktarsjóðs versluaarmanna og fleiri stofnana. Hjer var afmælisins minnst með fána-nppdrætti víða í bænum, og kaupmenn hjer sendu honum með „Laura“ sxðast ávarp með heillaóskum, er afhend- ast Bkyldi á afmælisdaginn. Sagt er, að sonur H. Th. A. Thom- sens, Ditlev Thomsen, muni taka við versluninni af föður sínum næstk. sumar. Á morgun prjedikar biskupinn í dóm- kirkjunni. Paterson konsúll hefur um tíma legið sjúkur og er nú þungt haldinn. Það stendur nú til, að þilskipin fari að leggja úr höfn, þegar veður leyfa, og eru nokkur þeirra komin úr vetrarlæg- inu inn hingað. Sagt er, að um þúsund manns leggi núút meðþeim, mikill hluti þeirra hjeðau úr Reykjavík, en þó eru

x

Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.