Ísland


Ísland - 01.03.1898, Blaðsíða 4

Ísland - 01.03.1898, Blaðsíða 4
36 ISLAND. Verslun C. Zimsens selur nsjög ódýrt: Bygg grjón, bókhveiti-grjón, sago, hríagrjón, bankabygg, baunir, heilar og hálfar, sago-mjöl, kartöílumjöl. Hveiti, ekta gott. Kaffi, Kandis, Export, melis í toppum, högginn og mulinn, púðursykur, crystal-sykur. Alis konar Kryddjurtir. Te — 3 tegundir — hin besta kostar að eins 2 kr. 40 au. pd. Hana ættu aliir að brúka, þar eð bún er bæði mjög bragðgóð og drjúg. Alls konar sultutau. — Niðursoðna ávexti. Portvin, Sherry, Rom, Sprit, Cognac, Rauðvín, Saft. — Rjól og Rullu. Mjög margar tegundir af ágætum Vindlum, Cigarettum, Reyktóbaki. K.lossarnlr viöfrœgu. Olíulötin. marg-þraöu. Stifti og saumur alls konar. Hlutavelta fyrir hússtjórnarskóiaun verður haldin i Iðnaðarmaunahúsinn næsta laugardag og sunnudag, 5. og 6. mais, frá k!. 5—7 og 8—10 e. h. Þeir, sem vilja svo vel gera, að gefa til hlutaveltn þessarar, eru vinsamlega beðnir sð koma gjöf- um sínum til einhverrar af oss undirrituðum. Elín Eggertsdóttir. Eriðrikka Bricm. Hólmfríður CHsladóttir. PROCLAMA. Með því að Jóhannes bóndi Jóhannes- Bon á Birnunesi í Arnarneshreppi hefur í dag fram selt bú sitt til þrotabÚBmeð- ferðar, þá er hjer með skorað á alla þá, er telja til skuldar hjá nefndum Jóhann- esi, að lýsa kröfum sinum og sanna þær fyrir skiftaráðandanum í Eyjafjarðarsýslu innan 6 mánaða frá BÍðustu birtingu þessarar innköllunar. Skiftaráð. í Eyjafj.s. 17. des. 1897. K.1. Jónsson. UPPB OÐS AUCLÝSINC. Mánudaginn 28. þ.m., 14. og 28. mars næstkom., kl. 12 á hád., verður húseign- in nr. 10 í Austurstræti hjer í bænum, tilheyrandi dánarbúi ekkjufrúar Herdísar Benediotsen, boðin upp og seld hæstbjóð- anda 4 hinu BÍðasta uppboði, efviðunan- legt boð fæst. 1. og 2. uppboð fara fram á skrifstofu undirskrifaðs og hið 3. í húsinu sjálfu. tJppboðsskilmálar verða til sýnis hjer á skrifstofunni degi tyrir hið fyrsta upp- boð. Bæjarfógotinn í Rvík 18. febr. 1898. Halldór Baníelsson. Harðfiskur sanðskinn — hvítkálshöfuð fæst hjá O. Zimsen. SKIPTAFUNDUR i dánar- og fjelagsbúi sjera Kjartans sál. Jónssonar og eftirlifandi ekkju hans Ragn- hildar Gísladóttur á Elliðavatni verður haldinn hjer á skrifstofunni þriðjudaginn hinn 15. n.m. kl. 12 á hádegi. Verður þá lögð fram skýrsla um tekj- ur búsins og skuldir og föst áKvörðun tekin viðvíkjandi skiftum á því. Skiftaráð. i K. og G.br.s. 12. febr. 1898. Franz Siemsen. UPPBOÐSAUGLÝSING. Hjer með auglýsist, að jörðin Skegg- staðir í Bólstaðarhlíðarhreppi hjer í sýslu, 23,8 hndr. að dýrleika, verður eftir kröfu viðlagasjóðs og að undangeingnu fjár- námi hinn 26. þ.m., Bamkvæmt lögum 16. desbr. 1885, 15. gr., seld víð 3 opin- ber uppboð, sem haldin verða miðviku- daginn 20. apríl og 4. og 18. maimán- aðar næstkomandi, 2 hin fyrstu á ekrif- stofu sýslunnar kl. 12 á hádegi, en hið síðasta og 3. uppboð á jörðinni sjálfri kl. 4 e. h. Söluskilmálar verða til sýnis hjer á skrifstofunni nokkra daga fyrir hið fyrsta uppboð. Skr.st. Húnav.sýslu, Kornsá, 31. jan. 1898. Gísli ísleifsson. H. Th. A. Thomsens verslun hefar til söiu: -A. I* CÍ> fyrir fiskifiota Dana og íslendinga, afar-nauðsyaleg fyrir alla útgerðarmefiu og ajómeun. í henni er listi yfir öll fiskiskip íslendinga, alla vita og útdráttur úr lögum þsim, er snerta fiskiveiðar við ísland. Kostar að eins 50 aura. Besti og ódýrasti bindindismannadrykkurinn er hinn nýi svaladrykkur CHIKA fæst hvergi nema hjá H. Tll. _A_. Tliomsen. Allir ættu að reyna þenna ljúffeinga drykk Hvar fáið þjer goða og jafnframt odýra Hana fáið þjer að eins hjá c. Zimsen: Þar fást margar tegundir, svo sem: Aseptinsápa, annáluð, þar eð húu fer svo vel með hörundið; Kaiból- sápa — hvít; Tjörusipa; Rosenolíusápa; Fjólusápa; Ladies-sápa; Möudlusápa og Rosenglycerin-sápa (með áskiift: C. Ziemsen Reykja vík) og er hún bæði góð og ódýr. Þá eru 10 aura stykkin frægu. Öod-Morgen, fyrir 5 aura, og margar fleiri tegundir, sem of langt yrði upp að telja; ekki má s"mt gleyraa Grænsápunui ágætu. Ilmvötn, góð og ódýr eru iíka á boðstólum. Reyniö linndsápui mina og Ilmvötn og þjer munuð komast að raun um, að þetta er ekkert skrum. 34 hafið þíð ætlað að smeygja undan; en þegar konungurinn fær sitt og lögun- um er hlýtt, þá er allt samau löglegt“. Jeg vissi það líka, að það var löglegt. Og svo grípur tollstjórinn í segldúkinn; og þarna stóð hann með segldúkinn í hendinni og starði á hinn ókunna mann í bátnum. Sá sjódauði þagði eins og steinn. Hann var líka löglega afsakaður. Og tollgæslumaðnrinn steinþagði líka, því að nú gekk yfir hann. „Fjandinn fjærri mjer, það er ódaunn af honum“. Og þar með fleygði tollgæslumaðurinn segldúknum yfir hana aftur. Þetta sýndist mjer vera illa viðeigandi, því að maður var hanu þó, þótt hann dauður væri. Svo sagði tollgæslumaðurinn, að Betja skyldi vörð og senda boð eftir bæjarfógeta eða sýslumanni eða amtmanni eða skrifara, — skrattinn má vita hver þeirra það var, en einhvern af þessum kumpánnm átti að sækja ofan úr sveit til þess að gæta að, hvort maðurinn væri nú í raun og veru dauður og hvort allt væri í röð og reglu, og hvort hann flytti ekki kóleru með sjer eða hefði kærustubrjef eða skuldabrjef á sjer, svo að hægt væri að komast fyrir, hver haan væri. Eiagian skyldi dirfast að snerta við honum fyr, sagði tollgæslumaðurinn og hann prjedikaði af svo miklum ákafa um þetta allt saman, að hann steingleymdi að ergja sig yfir því, að það voru eingar aðrar „brellur“, sem við gáfum honum tækifæri til að eiga við. Við ættum að halda dyggan vörð, sagði haun; svo voru okkur feingnar tvær byssur og eiun korði með slíðrum, því að toligæslumaðurinn var gamall undirforingi og gat ekki skilið í, að vopnlaus maður gæti haldið vörð. Við tókumst vörðinn á hendur og eftir því sem leið á kvöldið, hvarf fólkið úr fjörunni. Hjer um bil klakkan 10 kom tollgæsiumaðurinn til þess að njósna, áður en hann færi í rúmið. Jeg var elstur og hafði því sverðið, en hiuir, Jens og Hans, höfðu byssurnar; jeg ljet þá axla þegar toilgæslu- maðurinn nálgaðist og það kom karlinum. „Það er gott!“ sagði hann og lypti við húfunni. Jeg hef sent boð og fyrri partinn á morgun koma yfirvöldin hingað; gætið þið vel að, að halda ykkur uppi og sofaa ekki. Guð sje með ykkur!“ „Má jeg senda Hans upp í veitingahúsið til þess að fá tár á flösku?" spurði jeg. „Á flösku, — og þið með vopnum? Ertu vitlausl" hrópaði hann. 35 „Nú jæja“, sagði jeg með hægð og asaleysi. „Við hættum þá við það; en þessi haustnótt er laung og köld!“ „Mönaum er ekki kalt, þegar þeir standa á verði“, sogir hann og fór burtu síðan. Þegar er hann var úr augsýn, köstuðu þeir Jens og Hans byssunum niður í bátinn til dauða mannsins og Hans tók flöskuna og ætlaði að leggja á stað. „Hvert ætlarðu?“ spyr jeg og bregð sverðinu. „Slíðraðu brauðhniflnn kunningi“, segir Haus. „Jeg ætla auðvitað að sækja eitthvað handa okkur tii að vaka við“. Hann fór, og þegar hann kom aptur, komum við okkur saman um, að skipta varðtímanum þanaig, að hver okkar skyidi halda vörð í þrjá tíma, en hinir hvíla sig á meðan. Jeg átti að byrja, en hinir lögðu sig undir sand- hól og breiddu seglpjötlur ofan á sig. Það hefði auðvitað verið þægiiegast, að leggja sig fyrir í bátnum og breiða stórseglið ofan á sig. En þá langaði ekkert til þess, vegna ókunnuga náungans, sem var þar. Nú var tunglíð komið á loptið og skeiu á ströndina og bátina og sogl- dúkinn, sem hinn dauði maður lá undir. Jeg gekk aleinn fram og aptur með sverðið undir handleggnum og hendurnar í vösunum. Jeg leit út á haf- ið og upp í himininn til þess að gæta að á hvaðan hanu mundi verða á morgun; jeg leit til bátsins og segldúksins og hugsaði með sjálfum mjer, hvað líflð væri erfitt, einkum fyrir sjómanninn, sem aldrei vissi neitt um end- irinn, þegar hann byrjaði á byrjuninni; og eftir því sem jeg hugsaði leingur um þetta, því erfiðara varð mjer að halda vörðinn og uú varð jeg að játa, að Hans hefði verið forsjáll með flöskuna, því nú gat jeg feingið mjer hress- ingu. Síðan geing jeg að Hansi og tek flöskuua upp úr úlpu-vasa hans. Jeg tek væaan sopa og ætla að láta flöskuna á sama stað aftur, þegar Hans opn- ar augun og segir: „Blessaður dreyptu á flöskunni maður!“ „Jeg hjelt þú svæflr Hans“, segi jeg. „Hann er kaldur í nótt. Hvernig fer um þig?“ „Það fer bölvaulega um mig“, segir hann. „Þetta er allt bölvuðum dauða skrjóðnum að kenua. Hvers vegna slepptir þú honum ekki eius og jeg sagði“.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.