Ísland


Ísland - 01.03.1898, Blaðsíða 1

Ísland - 01.03.1898, Blaðsíða 1
II. á, 1. á Reykjavík, 1. mars. 1898. 9. tölublað. Munið eftir að pantá ísland. Minnisspjald. Landsbankinn opinn dagl. kl. 11 árdegis til 2 slðdegis. — Bankastjðri við kl. llVs—lVt- — Annar gæslastjóri við kl. 12—1. Söfnunarsjóðurinn opinn i barnaakðlanum kl. S9— slðdegis 1. mánud. 1 hverjum mánuði. Landsbókasafnið: Lestarsalur opinn daglega frá kl. 12—2 siðd.; á manud, mvkd. og ld. til kl. 3 sd. — Útlan sömu daga. Forngripasafnið opið mvkd. og ld. kl. 11—12 árdegis. Bœjarsjórnar-tanáii 1. og 3 fmtd. i man., kl. 5 síðdegis. Fátækranefndar-íaniir 2. og 4. fmtd. i mán., kl. 5 siðd. Náttúrugripasafnið (1 Glasgow) opið hvern sunnudag kl. 2—3 síðdegis. Löggjöf, rjettarfar, reglu- gjörðir m. m. Framhald. IV. Kafli: „Um vorsmalanir". — Eftir 21. gr. má einginn reka saman fje nje leita fjár í „af- rjettum eða heimalöndum einstakra manna án leyfis hreppsnefndar eða landráðanda, úr því 6 vikur eia af sumri". Brot varða 10— 20 kr. En líklega hlýðir eing- inn þessu, og eftirlit er ómögu- legt. V. Kafli: „Um rekstra" — Síðust 3 greinarnar í þessum kafla eru nm sektir fyrir brot gegn reglagjörðinni í heild sinni, um máls meðferð út af brotum á henni og um ógilding hinnar eldri reglugjörðar. En aðrar 3 grein- ar í honum hljóða um reglur fyrir sauðfjárrekstrum um hjerað- ið, sem eingin vanþörf er á, ef í lagi væri og þeim skeytt, sem ekki mun hafa borið á um, og er þó oftast að „vendir sópa best nýir". Vegna þess að reglur þessar áhræra menn út um land, er kunna að reka fje um sýslur, en fáir lesa Stjórnartíðindin, set jeg þær hjer orðrjettar (hver veit nema farið verði að beita þeim, þegar minnst varir): 23. gr.: Allt fje á rekstrum skal merkt með rekstrarmerki, er sje svo glöggt, að það sjáist tilsýndar í björtu, og svo traust, að það máist ekki af, þótt vot- viðri gangi [2—200 kr. sektir]. 24. gr.: Varast skal að rekstr- um lendi saman við annað fje, ef hjá verður komist. Eigi má halda áfram með reksta þá dimmt er orðið nema nauðsyn sje. Nú ber svo til að öðru fje lendir saman við rekstur, skal þá stöðva rekst- urinn, ef á ferð er, ella halda kyrru fyrir, þangað til að búið er að rannsaka hann af tveim skilríkum mönnum tiikvóddum. Getur einginn skorast undan slíkri rannsókn, sem til þess er fær, og ber að gjöra það ókeypis, ef það tekur ekki upp yfir 2 klukku- stundir, ella ber rekstrarmönnum að greiða þóknun fyrir, eftir úr- skurði sýslumanns, ef að á grein- ir; en aðgang eiga rekstrarmenn að fjáreigendum með borgun, ef þeim hefur ekki sjálfum verið um að kenna [1—200 kr. sekt]. 25. gr.: Verði einhver sannur að því, að hafa tekið annars fje í rekstur heimildarlaust, skal hann bæta honum það að fullu, eftir samkomulagi eða eftir mati óvil- hallra manna, er sýslumaður nefn- ir til ef með þarf. Sannist það, að slíkt hafi verið gjört af skeyt- ingarleysi, varðar það að auki sektum, 1—5 kr. fyrir hverja kind, sem þannig er tekin, er gangi í sveítarsjóð þess hrepps, er land á, þar sem brotið er fram- ið, nema því að eins að brotið heyri undir almenn hegningarlög". Margt í reglum þessum er ým- ist óhagkvæmt (ópraktist), ósann- gjarnt eða óframkvæmanlegt. Hvernig fer með eftirlitið? Hver stöðvar reksturinn gegn mótþróa 6—8 rekstrarmanna? Hver til- kveður rannsóknara? Ósanngjarnt að tefja menn í 2 stundir borg- unarlaust og hversu sem á stend- ur, t. d. ferðamann í læknisleit í lífsnauðsyn. Snúningasamt að ná borgun hjá mönnum, sem bregð- ast, úr fjarlægum hjeruðum. Er- vitt að sanna skeytingarleysi margra ára. Vafningar og mála- rekstur út af því, hver hrepp- ur hafi átt land þar sem kind kom í rekstur, og eigi að hljóta einnar krónu sektinal m. m. fl. En þess væri hin mesta nauð- syn, að framkvæmdarsamt eftirlit yrði haft með sölufjárrekstrum á leið til Rvíkur. Eru mörg dæmi til að kindur hafa slæðst í þá, og farið misjafnlega með skilin. Mun það hafa átt sjer stað í haust er leið, eigi síður en áður, þrátt fyrir hina nýju reglugjörð. Samvisksamlega er þess gætt, að ákveða <%blaði því (Ukt Berlingatíðindum!), sem stjórnar- auglýsingar eru birtar í, auglýs- ingarjettinn, og það enda að smölr Míiarauglýsingam. En aftur á móti hefur gleymst að taka tillit til þess, að Reykjavíkurbær á hlut í upprekstrarlandi í sýslunni, og heimaland sem smalað er til einnar lögrjettarinnar. Mundi því bæjarstjórninni hafa borið að taka þátt í samningi reglugjörðarinnar, ef hún ætti að vera bindandi fyr- ir bæjarbúa; en nú mun það varla vera; gætu þeir því farið eftir öðrum reglum. Af því sem jeg hefi tilfært úr reglugjörð þessari; mun vera auð- velt að sannfærast um, að margt í henni er verra en eingin lög. Hefði jeg getað fundið að mikið fieiru, en þótti það of langt mál. En geta vil jeg þess, að sumt, t. d. í III. kafla, mun vafasamt að eigi komi í bága við gildandi lög. Q. 8. Trjemaðkurinn o. fl. Eftir Bjarna Sœmundsson. Það mun mörgum þilskipaeig- endum og sjómönnum hjer kunn- ugt, að fyrir nokkrum árum varð eigi Iítið vart við trjemaðk i fá- einum fiskiskipum, er legið höfðu um veturinn á Reykjavíkurhófn, Skerjafirði eða Hafnarfirði, og í geymsluskipinu „Randers". Þar eð ekki er ómögulegt, að maðkur- inn hafí á einhvern hátt borist frá útlöndum í skipin og að eins lifað skamma etund í þeim, líkt og hann berst hingað í rekavið, þá er það allmerkilegt, að jeg fann haun í íyrra haust (1896) í plaunk- um neðst í steinbryggjunni í Rvík (áður veit jeg ekki til að hann hafi fundist hjer í fóstum við í sjó), og hafði hann þegar jetið plank- ana alveg í sundur. Plankarnir höfðu verið látnir þar nýir og 6- skemmdir fyrir 4 árum þá. í sumar er leið var hann enn lif- andi í bryggjunni og hafðiþannig þolað að vera upp úr sjó í tölu- verðu frosti í stórstraum einum í fyrra vetur. Þetta sýnir, að hann getur lifað hjer. — Þetta allt gerði þilskipaeigendur hjer all-áhyggju- fulla, sem von er, því trjemaðk- urinn hefur oft verið sönn plága í útlöndum, bæði í skipum og trjám, sem rekin eru niður í sjó, t. d. í hafnargörðum og flóðgörðum (þann- ig ógnaði hann á 18. öld fylkjun- um Zeeland og Friisland í Hol- landi með tortýningu, með því að jeta sundur trjen í flóðgörðunum). Að hann gæti gert stórtjón á skip- um hjer, var því mjög eðlilegt að menn hyggðu. Jeg hjelt í fyrra vetur fyrir- lestur í skipstjórafjelaginu hjer í bænum um nátturu trjemaðksins og hin helstu ráð, er vænleg eru til þess að verjast honum. Ogaf því að jeg hygg, að fleiri enþeir, er þar voru viðstaddir, viJdu gjarn- an vita nokkuð um þetta efni, þá ætla jeg að lýsa honum hjer í stuttu máli. Hann verður 6—12" langur, er langur og mjór einsog ormur, en er þó náskyldur skelfiskum (telst til þeirra) og hefur, eins og þeir, 2 skeljar, en þær eru mjög Iitlar og eru á framenda dýrsins. Yfir- borð þeirra er líkt og á þjöl og notar hann þær til þess að bora með. Aptur úr honum ganga 2 stuttar pípur samhliða og við rætur þeirra eru einnig 2 litlar spaðamyudaðar skeljar, sín hvoru megin. Við þær styðst hann í smugunni. Liturinn er hvítleitur. Smugurnar eru mjóstar yzt, svo þær sjást naumast utan að, en víkka eptir þvi sem lengra kem- ur inn í trjeð og eftir því sem maðkurinn verður eldri. Þær eru að innan þaktar kalkskurni, sem maðkurinn gefur frá sjer. Að eins yngsti hluti þeirra (botninn) er kalklaus. Maðkurinn smýgur trjeð oftast lárjett og smugurnar eru að eins bústaður hans (Jíkt og bergbúi býr í steinum og smyrsl- ingur í leir), því hann lifir ekki af trjenu, heldur af ósýnilegam smádýrum í sjönum, sem berast með vatnsstraumi inn um aðra pípuna aftan á honum, en út um hina fara trjespænir og saurindin. Hann getur ekki lifað í mjög vatnsblönduðum sjó og ekki lengi ofan sjávar. Hann smýgur jafnt hörðustu og linustu viðartegundir, en málma ekki. Æxlunartíminn er í Hollandi (og eflaust hjer lika"> júní, julí og ágúst. Eggin frjóvgast í smug- unni og 4 dögum eftir frjóvgun ina fer unginn (Iirfan) út úr henni, er þá á stærð við títuprjónshaus og hefur sundfæri. Hann sétur sig þá á trje eða skip, ef hann finnur það fyrir sjer (en drepst annars) og 14 döguin síðar hefur hann gert sjer litla smugu og fengið fulla mynd, en svo vex hann eftir því sem hann jetur sig inn í viðinn. Þess vegna er smug- an mjóst yst. í september er æxlunartíminn úti og ungu maðk- arnir þá komnir hver í sína holu. Hættutíminn fyrir skip er því júní—ágúst. Á skipum sest hann helst á strákjölinn (dragið) og í nótirnar og þar sem tjaran eða farfinn er af, og þaðan jetur hann sig svo leingra inn. Þá eru ráðin til að verjast hon- um. Hið eina ugglausa er, að koparverja skipin, en það er dýrt. Svo er að bera koltjöru og „pat- ent"-farfa á þau. Jeg hygg að patent-farfarnir gefi ekki miklu meiri tryggingu en koltjara, því jeg hef tekið eftir því, að þótt ekkert af því, sem vanalega sest á skip í sjó (hrúðurkarlar, hels- ingjanef, þari og polýpar) setjist á nýlega patent-máluð skip, þá eru þau þó, þegar frá líður, alþakin af því, og svo geta „patent- farfarnir" einnig slitist af. Mest er uudir því komið, að bera vel og vandlega á skipin í lok vetrar- og vorvertíðar og sjerstaklega at- huga vel í veiðitímalok þau skip, er eiga að fljóta að vetrinum, og bera vel á þau þá. Best er og að skipin liggi þar sem sjór er vel vatnsblandaður. Það sem Hollendiiigum hefur gefist best, til að vernda flóðgarðastaura með, er blanda af 2/s koltjöru og Vs a* kreósótolíu* Svo liggur næst að spyrja: Vofir mikil hætta yfir skipum vor- um af maðkinum ? Jeg held ekki, og byggi jeg það á því: 1) að maðkuriun í hinniumgetnubryggju hefur ekki aukistþar, heldur þorr- ið. 20. maí í vor er leið fann jeg einn maðk með eggjum í sjer, en jeg leitaði 8 sinnum að ungum frá 30. apríl til 28.júni til ogfrá umhöfnina ,einkum umsteinbryggj- una og „Randers" og fann eingan. Svo gat jeg því raiður ekki hald- ið áfram að leita, af því jeg varð að fara burtu. 2) Skoðaði jeg botninn á „Randers" í fyrra vetur og þar fann jeg ekkert nema nokkrar gamlar smugur í strá- kjölnum. 3) Hef jeg að eins sjeð einstaka smugu í staurum, sem leingi hafa verið í bryggjum hjer og einga nýja maðka getað fundið í bryggjum í Reykjavík nje í Hafnarfirði. En menn mega þrátt fyrir það vera á verbi og gæta skipanna vel, bæði hjer við Faxa- flóa og annarstaðar, á þann hátt, sem jeg hef tekið fram. Enbæði vegna þessa og annars væri mjög æskilegt, að skipin gætu legið á þurru á veturna. Áður en jeg lýk máli mínu, ætla jeg að taka það fram, að bæði hrúðurkarlinn og helsingja- nefið, sem setjast á skipin, eru algjörlega óskaðleg. — Bryggurnar íReykjavík hafa um langanaldur orðið fyrir miklum skemmdum („rújetist") af krabbadýri einu, sem er ca. */*" *ð leingd og nefn- ist limnoria terebrans. Það jetur l'" víð gaung í trjeð, þannig, aifr gaungin eru svo þjett, að utan á trjenu er eins og börkur, allur sundur jetinn; heldur það þannig áfram þangað til trjeð er jetið upp. Bryggjurnar jetast hjer um bil 35" lóðrjett upp frá stór- straumsfjöruborði. Jeg hefíundið dýrið með eggjum og ungum (um 20 hjá hverju) frá því í miðjum apríl og fram á haust. Jeg hef *) Jeg hef ekki getað feingið að vita verð á henni enn, en býst við að það liði ekki á laungu.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.