Ísland


Ísland - 05.04.1898, Blaðsíða 4

Ísland - 05.04.1898, Blaðsíða 4
56 ISLAND. einhvern tíma undir lok maímánaðar, eða enn síðar“. p. t. Breiðabðlstað. T. Þ. Holm. Guðlangur Guðmundason sýslumaður Skaftfeli- inga hefur nú kveðið upp dðm í sakamálinu gegn síra Bjarna Þðrarinssyni og dæmt hann í 8 mán- aða einfalt fangelsi og til að endurgjalda lands- sjðði það fje (á 4. hundrað kr.), sem hann hefur ranglega af honnm haft. Hvalveiðaskip af Yestfjörðum, „Nora“, kom hing- að á föstudaginn var að flytja veikan mann og fór aftur um kvöldið. Með þvi var Sigurður Iækn- ir Magnússon. Með „Nora“ barst sú fregn, að hafís værimikill 5 vikur sjávar undan Horni, en um þetta leiti mnn hann venjulegast vera þar í nándinni. Proclama. SýBlumaðurinn í ísafjarðarsýslu skorar 20. jan. á alla þá, sem til skulda telja í dánarbúi Bjarna Bjarnasonar frá Laugabóli í Auðkúluhreppi, sem drukknaði á flskiskipinu „E>ráinn“ á síðastliðnu sumri, að sanna fyrir sjer kröfur sínar áður liðnir eru 6 mánuðir frá síðustu birtingu þessarar aug- lýsingar. Einnig skorar hann 20. jan. á þá, er til skulda telja í dánarbúi Jóns Jónssonar frá Seljabrekku- naustum í Eyrarhreppi, er drukknaði 4. nóv. síð- astliðinn, að sanna kröfur sínar fyrir sjer innan 6 mánaða. Sýslumaðurinn í Skagafjarðarsýsln skorar 2. mars á þá, sem til skulda telja í þrotabúi Guðmundar bónda Gislasonar á Hryggjum í Staðarhreppi, að sanna kröfur sinar fyrir sjer innan 6 mánaða. Oddeyri 16. mars ’98: Tiðin er inndæl og hefur verið svo það sem af gðu er liðið, frostlítið og kaföld nær eingin. Saungfjelagið „Gígja", sem síst vantar veglegt nafn, hjelt þrjá samsaungva í röð um fyrri helgi, alla fremur linsótta. Það er fjelag, sem þörf hefði á leiðbein ingu ekki síður en „Musikfjel. Kvíkur“ en hjer vantar til þess færan mann, enda er það á allt of lágu stigi til að þola gagnrýni. Verslunarmannafjelagið er nú komið á fót og fjelagar e. 20. Tillögin eru 2 kr. við inngaungu og síðan 1 kr. á ársfjórðungi, þar af fellur helmingur í styrktarsjóð. Eormaður er Jðn versl- nnarstjðri Normann. Yerslnnarstaður Gránufjelagsins á Oddeyri hefur skift um heiti við verslunarstjðraskiftin. Áður hjet haun „Grána“ en nú er hann oftast nefndur Normandí og þykir það rjettnefni og láta vel í cyrum. Akureyrarhöfn var að sögn í fyrri tíð kölluð „Hafsbót“; nú kallast nokkur hluti hennar, milli Oddayrar o'g Torfunefs „Siðabðt11. Sýslunefnd Eyflrðinga heflr setið á fundi á Akureyri frá 10.—14. þ. m. — En ekkert hefur þaðan frjest, sem markvert megi heita. Nýlega er dáinn hjer í bæ gestgjafi Ólafur Jðnason, rúmlega sextugur. Hann var mörgum að góðu kunnnr, einkum fyrir það, hve glað- lyndur hann var og þægilegur í víðraóti við gesti sína. Mjög tíðrætt hefur verið hjer þessa dagana um frjettakaflann í „íslandi“ síðast og eru margar getur leiddar að því, hver muni hafa skrifað hann. Miðlunin frá ’89 virðist eftir blöðum og brjefum að dæma alltaf vinna meiri og meiri hylli út um landið. Valtýskuna mun nú óhætt að telja dauða og menn eru smátt og smátt að læra að skiija, að þðtt þeir vildu halda fram gamla endurskoðunar- frumvarpinu, þá væri það leikur en ekki alvara, vegna þess að einkis samþykkis frá stjórnarinnar hálfu getur þar verið að vænta. Þær hinar poli- tisku ritgerðir, Bem blöðin eru smásaman að flytja, miða litið til þess að skýra málið fyrir almenn- ingi en eru flestar fullar rembings og úlfúðar gegn einatökum mönnum og mun aiþýða manna nær hætt að líta i þær. Þó flytur „Nýja Öldin“ nú á laugardaginn góða ritgerð um politíkina og verður nánar minnst á efni hennar siðar. Reykjavík. Þýðunum er nú lokið að sinni og komin hörku- frost með hreinviðti og norðanstormi. Ef dæma skyldi eftir kuldanum, er ekki ðlíklegt að ís sje kominn að norðurlandi. í dag fer fram jarðarför Patersons konsúls. Á laugardagskvöld bjelt hjálpræðisherinn skemti- samkomu í Iðnaðarmannahúsinu til að afla sjer fjár þess, sem til vantaði kostnaðarins við gisti- húsið. Hús var troðfullt. Þar skemmti Helgi kaupm. Helgason með hornleikaraflokki sínum, Björn Jónsson ritstjóri talaði um starfsemi hers- ins og hvatti menn til að liðsinna hoDum, cand. phil. Árni Thorsteinsson saung sóló og auk þess talaði hersirinn sjálfur (á dönsku) um herinn og fyrirætlanir sínar hjer. Sálmasaungur, sem byrjað var með, fór allur út um þúfur. Ársrit hins íslenska garðyrkjufjelags er nú kom- ið út og hefur inni að halda greinar um garð- yrkju eftir fyrv. landlækni Schierbeck og Jðnas skðlastjóra á Eiðum, grein nm ræktun reynis, birkis og víðis eftir Árna Thorsteinsson landfógeta og grein um sáðreiti eftir Aðalstein Halldðrsson. Síðast eru smágreinir um garðyrkju eftir Einar Helgason. Kitið kostar 20 aura. Búnaðar- og sveitafjelög fá 8 eintök, hvort heldur öll frá saraa árinu eða fleiri árum, sjersend með pðsti fyrir 1 kr. Ritið er þarflegt og ætti að vera keyft. Botnverpingur, nýlega kominn frá Einglandi, kom hjer inn á höfnina um helgiua. Helstu frjett- ir, sem hann færði utan að, voru þær, að Glad- stone væri hættuiega veikur. Hafði læknir hans sagt honum, að sá sjúkdðmur hlyti að leiða hann til bana innan lítils tíma. Um stjórnarskrármálið kemur bráðum út bækl- ingur hjer í Reykjavík eftir síra Arnljót Ólafsson á Sauðanesi. Um helgina drapst hjer einn hestur úr miltis- brandi. „Vasakver handa kvennmönnum — nokkrar bend- ingar og varúðarreglur um heilsufar kvenna" — heitir dálítið kver, sem dr. Jónassen landlæknir hefur nýlega geflð út. „Sunnanfari" er nú kominn út, 1. hefti VII. árs (jan.—mars). Leingsta greinin í heftinu er: „Frá Ameríku“, eftirJón Ólafsson, fyrirlestur, sem hann flutti hjer í Rvík rjett eftir að hann kom upp hing- að í fyrra vor. Þá eru þar ritdómar eftir Jón Ólafsson um orðabækurnar nýju, ensku orðabókina eftir G. Zoega og dönsku orðabókina eftir sjera J. Jónasson, ritdðmur um Grettisljðð, eftir Guðmund Eriðjðnsson, grein urn skáldskap eftir sama, kvæði eftir Guðmund Eriðjðnsson og Sigurjón Friðjóns- son og nokkrar greinir fleiri um útlend efni. Mynd- ir eru þar af Ben. Sveinssyni og dr. Valtý Guð- mundssyni, Pjetri Guðjohnsen organista og Stgr. saungkennara Johnsen. í dag eru fæddir Árni Thorsteinsson landfógeti (1828) og Hallgrímur biskup Sveinsson (1841). í morgun kom timburskip frá Noregi til Björns kaupmanns Guðmundssonar. Hafði verið 12 daga í hafi. Til minnis fyrir pðstmeistarann í Reykjavík skal prentuð hjer upp lítil klausa úr 1. gr. auglýsing- ar um pðstmál á íslandi frá 3. d. maíraán. 1872, hvar eftir hann er skyldugur sjer að begða: „Póstmeistarinn er skyldur að hafa skrifstofu, og skal hún opin 8 stundir hvern dag í 10 daga næst á undan hinum almennu burtfarardögum póst- aana frá Reykjavík, og í 4 daga næst á eftir að póstar eru komnir þangað; á öðrum tíma árs skal húu vera opin 2 stundir á degi hverjum, nema á sunnudögum og helgidögum“. Öunur lítil klausa stendur í niðurlagi 6. gr. í sömu augl., og ætti pðstmeistarinn líka að þekkja hana; hún hljóðar svo: „Til þess að sendingar komist með fyrsta pósti, skal þeim vera skilað í síðasta lagi 2 stundum áð- uren póstur leggur á stað frá pðststofunni" o.s.frv., þar sem hann hefur neitað að taka á móti send- ingum á pðsthúsinu eftir kl. 5 daginn áður en pðstskip skai leggja hjeðan á stað, en burtfarar- tími þess er ákveðinn kl. 12 á nóttu, þá verða menn að ætla honum þá afsökun, að hann hafi gleymt því, sem hjer erprentað honum til minnis. Þess var getið í næst síðasta blaði „íslands“, að Gunnar Þorbjarnarson kaupmaður hefði komið með „Laura“. Nú hefur hann opnað búð sina að nýju. Menn kváðu vera að stinga saman noíjum um það á strætum og gatnamótum, að gott verð og vörugæði sjeu þar samfara. Tapast hefur úti við Iðnaðarmanna- húsið jakki úr gráu vaðmáli, með einskeftufóðri; finuandi skili honum í hús Ara Autonssonar við Lindargötu. Ný-útkominn er dálítill pjesi um berklasðtt, þýdd- ur og aukinn af Guðm. lækni Björnssyni. Hann er gefinn út á kostnað landssjððs og honum útbýtt gefins. Ættu sem flestir að ná í hann og lesa. Hitt og þetta. — Stjörnufræðingar, sem skoðuðu sólmyrkvann 22. jan. í vetur segja að rannsóknirnar hafi tekist fremur vel. Meðal annars var sólmyrkvi þessi sýni- legur á Indlandi. Almenningur skoðaði myrkvann sem fyrirburð og þýddi svo sem hann boðaði þar lausn undan yfirráðum Englendinga. — Grikkir hafa það orð á sjer að vera öllum þjððum svikulli í viðskiftum. Á Frakklandi er sá sem Bvíkur í spilum kallaður grec (grikki). ÓDÍBASTA BOBIfl er eina og fyr hj4 u n d i r s k r i f u ð u m i Uafnarstr. S- Af vörum nýkoumum með „Lauru“ og „Vestu1* akal sjerstakiega tekið fram: svört atlask- og moiré-slips, alls konar biúndur, nýmóðins mittisbönd handa kvenn- fólki, mjög fía lík kransabönd, alhvít og hvít með BVörtum röndum, flöjelsbönd af ýmsum breiddum, silki í svuntur, alla vega lit siíkibönd og yflr höfuð alls konar vefnaðarvörur, að minnsta kosti 20 °/0 ódýrari en hjá nokkrum öðrum hjer í bæn- um. Ekki má heldur gleyma nýkomnu ullartaui í barnakjóla nje tilbúnum karl- mannafötum (alfatnaður 10—20 kr.). Karl- mannahattar, dreingjahattar og húfur, kvennhattar, reiðhattar, barna-„kysur“, alullarsjöl, borðdúkar og gólfteppi og ótal- fleiri ágætar og ódýrar vafnaðarvörur. Virðingarfyllst. Holger Clausen- Eldiviður. Uppboð verður haldið næstkomandi laugardag (fyrir páska) ld. 11 f. m. hjá bryggjuhúsi W. FISCIIEH’s verslunar. Seit verður: Tjörubrak, spítur, tóm- ir kassar, tunnur o.íl TaKiö eftir. Keglusamur, ungur, duglegur maður getur feingið vist á „Hotel ísland“ frá 14. maí næstk. Hátt kaup. Petta er óheyrt verð. Versiun B. H. Bjarnason’s selur mjög gott Cognac kr. 1.20 flöskuna. Fínt Cognac, ágæt teg. á kr. 1.60 flöskuna. Whisky og aðrar víntegundir tiltölu- lega ódýrar. Einginn kaupmaður í allri Reykjavík getur boðið jafngóð vín fyrir svo lítið verð. íslenzkar Þjóðsögur, I.—II. B., ósk- ast tii kaups. — Ritstj. vnar á. Silfur-torj óstnAl fundin í Ártúnum. Eigandi vitji á skrifstofu „íslanda“. V erslun 6 AQalstrætif6 s e ! u r: K.£lffi, exportkaffi, kandís, meiís (höggv. og óhöggv.), stautaðan melís, púðursykur, rúaínur, sveskjur, gráfíkjur, kaffibrauð, hveiti, hrísgrjón, bankabygg, matbaunir og sagogrjón, allt af besta tagi. Mikið af KT iðursoönum matveelum (C o n s e r v o s), Hindber, Kirseber og Ribssaft á heilum og hálfum fl. Spegepölse góð og ódýr. Chocolade, brjóstsykur og Confect. Alls konar vínfaung, mjög ódýr eftirgæðum. Vinclla (24 teg.) mesta og t>esta "ÚL1“'Ví bænam. Margs konar „Cigaretter“, reyktóbak og ágætt rjól. Kína-lífs-elexír. Leir- og glerrörur af ýmsu tagi. Járnvöru, þar á meðal ágæt. enskar hefiltannir, sporjárn í settum, vasahnífa, skæri, skrár o.m.fl. Heröasjöl, mjög falleg af ýmsum stærðum og litura. Kvennbelti. Mikið af fiÖfUÖfÖtUm bæði handa;börnum og fullorðnum. Hvita og mislita karlmannskraga, flibba, karlmannsslipsi, hálsklúta, vasaklúta og handklæði margs konar. G-lysvarning fásjeðau Gaungustafi. Handsápur, margar teg. góðar og ódýrar. Grænsápu, sóda og blákku í dósnm. Nyjar tegunair af Olíulömpum, spritt- og Olíumaskínum, sem er óofað hið fullkomnasta af því tagi, sem nokkurn tíma hefnr flust hingað. Fullyrða má, að hvergi eru á boðstól- um Vandaörl nje betri vörur; er þó ‘V er Ö 33.iÖ ISOgSta, er gerist hjer í bænum. Allar þær vörur, seai hjer eru uefndar, og margt fleira, sem of langt yrði upp að telja, komu með „Laura“ síðast. Til Bíldudals. O duglegir verkamenn geta feingið at- vinnu við landvinnu á Bíldudal til hausts; óskað eftir, að þeir komi vestur með strand- ferðaskipinu „Skálholt", sem fer hjeðan 16. apríi. Góö lsjör i fioði. Menn gefi sig frara hið allra fyrsta við Th. Thorsteinsson. Reykjavík. Til leigu eru tvö herbergi, stór og rúmgóð á besta stað í bænum fyrir einbleypa frá 14. maí næstkomandi. — Ritstj. vísar á.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.