Ísland


Ísland - 12.04.1898, Blaðsíða 1

Ísland - 12.04.1898, Blaðsíða 1
II. ár, 2. ársfl. Reykjavík, 12. apríl 1898. 15. tölublað. Pöntun upp á 10 krónur. Þeir raenn út um land, sem panta Tefnaðarvörur af einhverju tagi fyrir minnst ÍO krónur hjá mjer, fá þær sendar sjer kostnaðarlaust með pðst- skipunum til allra hafna, er þau koma við á, ef þeír senda borgunina með pönt- ununum. Sje eitthvað ofborgað verður það sent til baka með vöruaum, sem pantaðar eru. Pöntuninni verður að fylgja sem ná- kvæmust lýsing á því, sem um er beðið, og til hvers það á að notast. Ef til- búin vinnuföt erupöntuð, verður að senda mál af þeim, sem þau á að nota, tekið yfir manninn efst undir höndunum. Hlut- ir, sem ekki líka, eru teknir til baka fyrir fullt verð, ef þeir eru sendir bingað um hæi mjer að kostnaðarlausu og ef þeir eru i jafngóðu ásigkomuiagi og þeir voru, þegar þeir voru sendir hjeðan. Lán veit- ist alls ekki.— Jeg kem til að hafa miklu meiri birgðir af alls konar þýskum og frönskum vefnaðarvörum þetta ár en að undanförnu og með mjög lágu verði. Menn geta pantað hvaða vefnaðarvörutegund, er menn óska og sem vant er að flytja hjer til Reykjavíkur. Reykjavík, 23. mars 1898. Björn Kristjánsson. Minnisspjald. Landsban'kinn opinn dagl. kl. 11 árdegis til 2 slðdegis. — Bankastjóri við kl. ll'/2—1‘/2. — Annar gæslustjóri við kl. 12—1. Söfnunars'jóöurmn opinn i barnaskðlanum kl. 5—6 slð- degis 1. mánud. i hverjum mánuði. LandsbókasafniÖ: Lestarsaiur opinn daglega frá kl. 12— 2 siðd.; á mánud, mvkd. og ld. til kl. 3 sd. — Útlán sömu daga. Fomgripasafniö opið mvkd. og ld. kl. 11—12 árdegis. Bæjarsjórnar-íawlir 1. og 3 fmtd. i mán., kl. 5 siðdegis. Fátækranefndar-fundir 2. og 4. fmtd. i mán., kl. 5 siðd. Náttúrugripasafnið (í Glasgow) opið hvern sunnndag kl. 2—3 siðdegis. Ókeypis lækning á spitalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11—1. Ókeypis augnlækning á spítalanum 1. mánud. í mánuði hverjum. Ókeypis tannlækning hjá tannlækni V. Bernhöft (Hótel Alexandra) 1. og 3. mánudag 1 mánuði kverjum. Land úr landi. 29. f.m. fóru fram kosningar í borgar- stjórnina í Kaupmannahöfn og unnu vinstri- menn og socialistar þar algerðan sigur, svo að borgarstjórnin er nú eingaungu skipuð flokksmöunum þeirra. Þingkosu- ingar áttu að fara fram í byrjun þessa mánaðar, en af þeim eru frjettir enn ekki komnar hingað. Þó er taiið víst, að vinstrimenn sigri einnig þar og muni því Rumps ráðaneytið víkja frá, en vinstri- menn komast tii valda. Það er sagt, að Rússland, Prakkland og Eingland sjeu nú ásátt um að gera Georg Grikkjaprins að landstjóra á Krít, hvort sem Tyrkjasoldán vilji fallast á það eða ekki. Henrik Ihsen er nú 70 ára og var fæðingardagur haus (22. mars) haidinn hátíðlegur með mikilii viðhöfn í Kristjaníu og víðar; þennan dag og næstu daga á undan og eftir voru leik- rit hans leikin á heistu leikhúsunum um alla norðurálfu og heillaóskir streymdu til hans svo hundruðum skifti úr öilum átt- um. Gyidendais bókaverslun í Khöfn er byrj- uð að gefa út skáldrit Ibsens í einui heiid; er þeira þar raðað eftir aldri og eru fyrstu heftin komin út. Þar verða þau miklu ódýrari en áður og útgáfan þó mjög vönd- uð. Öll heildin á að kosta 25 kr. og fylgir þar mynd af Ibsen og ritgerð um hann eftir Georg Brandes. Tvö leíkrit frá æskuárum Ibsens, sem ekki hafa áður verið preutuð, eiga að koma út í þessu safni. Um mánaðamótin síðustu var Ibsen staddur í Khöfn, ætlaði að ferðast tii Þýzkalands, en fór eigi leingra en til Hafnar, ráðgerði að halda þaðan til Stokk- hólms og síðan heim tii Kristjaníu. í Höfn voru honum sýnd margs konar virðingar- merki. Hauu fjekk stórkross dannebrogs- orðunnar, áður hafði hann að eins verið riddari. Síðan herskip Bandamanna „Maine“ sprakk í loft upp á höfninni í Havanna hefur öðru hvoru verið talið víst, að til ófriðar mundi draga milli Bandaríkjanna og Spánar. Ekkert hefur sannast í þá átt, að Spánverjar muni valdir að skaðaa- um. Bæði forseti Bandaríkjanna, Mac Kiuley, og Sagasta, ráðaneytisformaður Spánverja, tala friðsamiega og Spáuar- drotning hefur beðið stjórnendur stórveld- anna að hiutast til um, að afstýra ófriði. Þó er enu óvíst, hvernig málinu lýkur, hvort heldur með stríði eða friðsamiegum samningum. Mac Kinley vili, að Spán- verjar láti Cuba alveg lausa og fái í skaðabætur frá uppreistarmönuum 200 miil. doilara, aðrir segja 100 milliónir. Frjettir ná að eias fram yfir mánaðamót- in, en búist var við, að afráðið yrði 9. þ.m. hvernig málið skyldi leitt til lykta. Enn stendur til, að ný för verði fariu í sumar til að ieita norðurpólsins og er það nú ítalskur prins, sem leggur á stað í leitina, Ludvig prins af Savoyen; haun er ungur sjóliðsforingi, fæddur 1873, en hefur farið víða. í vetur kom haun til Kristjaníu til að ráðgast um förina við Priðþjóf Nansen. Hefur þetta fyrirtæki vakið mikla eftirtekt í Ítalíu. Hann ætl- ar að halda á stað um mitt sumar og ráð- gerir að vera burtu 3 ár. í vetur ætlar hann að dvelja á Prans Jósefslandi og halda þaðan á sleðum til pólsins. Hann hefur með sjer 20 Ítalí, nokkra orðlagða leiðsögumenn úr Alpafjöliuuum, sem vanir eru svaðilförum um jöklana þar, nokkra Eskimóa og fjölda af hundum. Umbertó Ítalíukouungur leggur x/a nailiión líra til ferðakostnaðar og sjálfur leggur Ludvig prins til aiiar rentur af eigum sínum, sem er 151,000 iira árlega, og kveðst, ef til þurfi að taka, ekki horfa í að skerða höfuðstóiinn. 27. f.m. var uadirskrifaður í Peking samningur milli Rússa og Kínverja, sem heimilaði Rússum í 25 ár yfirráð yfir Port Artur og Talienval ásamt landinu þar um- hverfis. Enn fremur er Rússum leyft að teingja hafnirnar með járubrautum við Síheríubrautina. Það er talinn mjög mik- ill hagnaður fyrir verslunina, er Talieuval- höfn er opnuð, einkum þar sem hún kemst í samband við Síberíubrautina. Sagt er, að Kínverjar hafi nýiega látið af hendi við enska auðmenu landspildu, um 10,000 ferh.mil. á stærð, í hjeraðinu Schausi. Landamerkjaþræta hefur staðið yfir milli landanna Chili og Argentina í Vestur- heimi. Chili vill nú láta gerðardóm gera út um málið og er haldið að Argentina láti sjer það boð Iynda. Annars sækir Chili sitt mál með ófriði. í Yolo í Þessalíu var hinn kaþólki æðsti prestur, Delezios að nafni, nýlega myrtur í svefnherbergi sínn af tyrkneskum her- mönnura. Tyrkneskir herflokkar hafast enn við í Þessalíu. Hann er griskur þegu og hafði orðið fyrir reiði Tyrkja af því að hann gekkst fyrir þakkarhátíðí tilefni af því, að Georg Grikkjakonungur komst heill úr klóm morðingjanna í vetur. Tyrkir höfðu ekki viljað Ieyfa þakkarhá- tíðiua, eu biskup hjelt haua eingu að síð- ur í kirkj’j. sinni með vernd sendiherra Frakka. Utan við kirkjuna safnaðist sam- an mikill fjöldi fólks og hrópaði: „Leingi lifi Georg konungurl“ Hin katólska kirkja þar eystra stendur undir vernd Frakk- lauds og er því líklegt að þessa morðs verði ekki látið óhefnt. Brjef til „íslands“ (frá París). (Framhald). Þriðjudaginn 28. dag ágústmánaðar voru leikin í „Opera Comique“ tvö leikrit. Aan- að var „Werther" eftir þýska skáldið Goethe, snúið og breytt í ljóðrit, í þrem- ur þáttum, en saunglögin eru eftir „ Maua- netu, eitthvert hið besta saunglagaskáld Frakka nú á dögum. Hitt heitir Phryné, í tveimur þáttum. Hljóðfæraslátturinn er þar stórkostlegur og honum aðdáanlega vel stýrt í leikhúsi þessu, og leiksvæðis- tjöldin snilldarverk. „Werther“ og „Char- lotte“ eru ágætlega leikin; eu Charlotte er ekki eins fríð sýnum eins og jeg hafði búist við eftir myndum af leikkonu þeirri, er Ijek hana. Nokkrum kveldum síðar var jeg í öðru leikhúsi, er heitir Gymnase- leikhús. Þar sá jeg léikrit frá nútíman- um, „Carriére11, og átti að iýsa lífi sendi- herra Frakka við hirðir í norðurálfanni. Það var mjög skemmtilegt og hefur verið leikið meira en hundrað sinnum i rennu í haust er var. Einu af aðalleikendimam stældi föðurbróður Rússakeisara, og kvað gera það svo vel, að allur salurinn endur- hljómaði af fögnuði áhorfendanna í hvert skifti og hann kom fram 4 leiksviðið. 9. dag októbermánaðnr var jeg í hinu mikla saungleikahúsi. Að utan 6r það eitthvert hið fegursta hús í Parísarborg og að inn' n sjálfssgt eitthvert hið fegursta leikhús í heimi. Það, sem jeg dáðist mest að, voru marmarariðin, er liggja upp að leikhús- stúkunum. Það kvað vera eptirstæling eftir leikhúsinu í Bordeaux, sem þykir bera af öðram leikhúsum. Hjer er það allt stórkostlegra og alstaðar myndastyttur eftir fræga listamenn. Einnig i þetta sinni hafði jeg eitt af bestu sætunum í leikhús- inu, en þau kosta um 17 franka hvert Jeg sá þá hinu fagra saungleik eftir Meyerbeer, sem nefnt er „Hugenottar". Eins og nafnið að nokkru leyti ber með sjer, er það trúarbragðastyrjöldiu á Frakk- landi á 16. öldinui, eða ölln heldurundir- búningurinn undir hana, sem þar er sýnd- ur. Hijóðfærasiátturiun og saungurinu hrífur menn alveg með sjer, og ekrúð- tjöldin eru aðdáanleg. Þeim verður ekki lýst með orðum. Það verður að sjá þau til þess að geta skilið, að auðið sje að mála himin og trje, hús og hallir svo ííkt frummyndunum, og þó svo fagurt sem fremst veíður hugsað; að jeg ekki nefni ána Signu, sem sýaist renna eftir leik- sviðinu með bátum uppljómuðum af biys- um og fullum af veislufólki. Nei, það er al.lt of fagart til þess. Öanur leikhús virðast svo lítilfjörleg á eftir. Sú heitir frú Breval, er Ijek ætlunarverk aðalkon- unnar; húa er mjög fríð sýnum; en sú leikkonan, sem dró hina ungu Pr«rísarbúa þetta kvöld í ieikhúsið, heitir jungfrú Hirsch, hiu frægasta dansmey í Parísar- borg. í 3. þætti sjónarleiks þessa komu inn um 20 yngismeyjar og 10 uugir sveiuar til að daasa, því að þar er skotið itm í sjónleikinn bendinga-dansleik (Ballet). — Yngismeyjan Hirsch er mjög ófríð sýnum, eu húu kann að dausa, og það með svo mikilli fimni og snilld, að áhorfendunum verður að finnast að liana vauti eiunngis vængi til að geta flogið. Því miður hafði jeg í haust ekki tæki- færi til að lcoma í „Theatre francais11-, jeg á það til góða ef tii viíl til vorsins. Yerið getur, að mjer auðnist þá að sjá leikrit það, sem verið hefur lofað svo mjög í vetur og sem telja má meðal helstu at- riða í bókmenntunum þennan veturinn. Það heitir „Cyrano de BergaraP, leikrit í þremur þáttum, eftir ungan rithöfund að nafni Edmond Rostand, og tileinkað Coquélin, hinum fræga leikara, 3em leiknr aðalraamiinn í leiknum. Leikur þessihef- ur átt slíkum viusældum að fagaa, að

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.