Ísland


Ísland - 12.04.1898, Blaðsíða 2

Ísland - 12.04.1898, Blaðsíða 2
58 ISLAND. „ÍSLAÍÍD* kemur ftt á hverjum þriðjudegi. Kostar í Reykjavík 3 kr., út um land 4 kr., erlendia 4 kr. 50 au. Ritstjðri: Þorsteinn Gíslason Laugaveg 2. Reikningshaldari og afgreiðslnmaður: Hannes Ó. Magnússon Austurstræti G. Prentað i Pjelagsprentsmiðjunni. ekki hefur verið öðruœ auðið sð sjá hann ea þeim, eem pantað hafa sæti heilum mánuðum á undan. Edmond Rostand er 28 ára gamall. Hann kvað vera mjög auðugur, og hefur verið sæmdur riddara- krossi heiðursfylkingarinnar fyrir þetta leikrit sitt. Kona hans er ung og fríð, og virðist þvi sem hann hafi alia ástæðu til að vera ánægður með lífið; en sagt er, að lofið, sem hann hefur feirigið á þessnm vetri, hafi haft sorgleg áhrif á heii.iun í houum; og væri það mjög ilia farið, því að bók hans ber vott urn mikla andiega hæfilegleika. Þá er ekki er farið í ieikhúsið, þá er farið á dansleiki eða í veislur, og skal jeg lýsa einum miklnm dansleik, sem jeg var á. Dansleikurinn byrjaði kl. 91/,, um kveidið. Vagninn staðaæmdist fyrir utau hús hershöfðingja D. Þjónn eiun í ein- kennisbúningi opnaði vagnhurðiua og vjer stigum út og 8tóðum í anddyrinu, sem allt var prýtt blómum og græaum greinum. Annar þjónn flýtti sjer að opria dyrnar að sal nokkrum og nefndi um leið nöfn vor. í salnum stóð hershöfðingi D. og frú hans; þau eru bæði um sjötugt. Hann var í eiokennisbúningi og hún í hvítum kjól úr þykksilki, niðurskornum um hálsmálið og ermastuttum, og stirndi á gimsteinana, sem hún bar í hárinu, eyrunum og um hálsinn. Þau buðu mjög innikga gesti sína velkomna, og svo hjeldum vjer áfram inn í næsta sal, og voru þar þegar aii- margir gestir. Á stuttum tíma fylltust salirnir af hcrmannaforingjum í skrautleg- um eiukennisbúningi, og konum nr.gum og gömlum, skrautbúnum; allar voru þær í kjólum niðurskornum um hálsmáiið, hvort þær voru he'.dur ungar cða gamlir. Þar mátti sjá knipplinga og girnste.ina, sem námu margra þúsunda króna virði. Um kl. 10 byrjaði hljóðfæraslátturinn, og fór hann fram í hliðarsal. Þeir, sem ljeku á hljóðfærin, voru 50—60. Óðar en hljóð færaslátturinn byrjaði, var þegar orðið svo fulit á gólfinu af dansendum, að varla var hægt að snúa sjer við. Þar voru dans aðir ýmsir dansar. Sá dans, sem Danir nefna „Q-aIopade“, var þar ekki stiginn; hann er hjer alveg geinginn úr tísku, og eins það, sem nefut er í Reykjavík að „marchere“, enda væri lítil skaði að því, þótt það úreitist. Hið sama er að segja um „túrana“ á Ríykjavikurmáli. Þeir eiga sjer að eius stað í þeim dansi, sem nefndur er Cotillon, og á honum end .r hjer æfiaiega dansleikurinn. Á íslandi er það talinu heiður að vera fyrstur i röð- inni í fyrsta dansinum; en á Frakklaudi er heiðurinn að enda dansleikinn, það er að eegja, að stýra síðasta dansinum. Þá eru dansaðir ails konar „túrar“ og dans- endum gefnir ýmsir munir: brúður, kæli- vængir, blóm o. s. frv. Á dansleik þess- um endaði siðasti dansiuo (Cotillon) með því, að hverri konu var gefinn dýrindis- vöndur af lifaudi blómum, og er það mikils virði hjer að vetrinum til. Dansleikurinn endaði kl. Á1/^ um nóttina með kveldverði, (hefði eiginlega átt að heita morgunveið- ur), som allir neyttu standandi; og var það góð hressing eftir að hafa dansað aila nóttina, akstnrinn heim í góðu veðri þægi- leg tilbieyting frá hitanum í danssölunum, og rúmið æskileg höfn eftir allt saman. 3. dig nóvembermán.aðar hjelt jeg til Orleans, og mun jeg líklega geta sagt ýmislegt um þessa gömlu borg, sem að mörgu ieyti er einkenniieg og hefur stað ist straum breytinganna, svo að mjer finr.st stundum sem það hafi verið í gær, að Jóhanna d’Arc, eða mærin frá Orleans, hreif hana úr höndum Englendinga, þótt það væri á fyrri hiuta 15. aldarinnar eði 1431. Þóra Friðriksson. Btínaðarbálkur. Nitragin og Alinit CNiðurlag). „Alinitu nefnist efni, sem nýlega hefur verið ?.uglý8t i verslunum, og sem sagt er að hafi svipaðar verkanir og „nitraginu að því er kornplönturnar snertir. Þetta efni á, eftir því sem sagt er, að geU hjálpað kornplöntunum til að taka til sín híð óbundna köfnunarefni loftsins, og nota það á iíkan hátt og belgplönturnar. Tii- raunir þær, er gerðar hsfa verið með „alinit“, eiu iangt frá að vera fullkomnar eða fulinægjand’. Fyrst var það frakkn- eskur maður, að nafni Berthelot, sem með tilraunum þótti t hafa fundið, að korn- plönturnar gætu með aðstoð gerils fært sjer í nyt köfnunarefnið úr loftinu. Ea það virðist mjög flókið, hvernig, eða á hvaða hátt, það gengur fyrir sig. Með þessum tiiraunum kom það í ljós, að hver korntegund þarf sjerstaka gerilsteg.md, og ekki nóg með það, heldur verða þessar gerlaíegundir að verka í samfjelagi með öðrum geril, armara tegunda, tii þess ?,ð geta haft þau áhrif, að plantan taki tii sín köfnunarefnið og byggi sig npp af því. Annar roaður að nafni Winagradsh-y hefur einnig feingist við svipaðar tilraunir með „alinit“. Eu báðir þossir vísinda menn fara mjög varlega í sakirnar, er þeir skýra frá árangrinum, og þair gera alls ekki uppskátt, hvort þessar rannsókn- ir þeirra muni ieiða til veruiegra gagns- muna, eða hvort þessi uppgötvun rnuni hafa praktisks þýðingu í för ineð sjer. Eu alit öðru vísi er því varið með athug- anir og tilraunir þýaks jarðeiganda að nafni Caron, er hann hefur gert átin 1892— 95. Hann hefur gert marg- breyttar tilraunir með ótal gerilstegundir, ýniist í jurtapottum eða úti á akrinum. Hartn kveðst hafa orðið þess var, að ýms- ar af kornplöntunum hafi vaxið hraðara og betrr, ett hann eptir atvikuro gat bú ist við, t. d. þar sem lítið eða ekkert var af köfnuuarefni í jarðveginum eða mat- jörðinni. Þetta þikkar lmm gerlum, sem aðstoði plönturnar í því, að færa sjer í nyt köfnunarefnið úr loftinu. Eu sjer- staklega hefur hann orðið var við þessar veikanir hji gerilstegund, er hann nefnir „Bacillus Ellenbachensis Alfau. Þessi ger ílstegund hefur nú verið hreinræktuð og nefnist „alinitu, og fæst hjá F. Beyers lit- unarverksmiðju í Elhenfeld á Þýskalandi. Þessar rannsóknir Carons hafa vakið mikla eftirtekt. Hann hefur fullyrt, að kornpiönturnar þyrftu ekkí að fá köfnun- arefníð í áburðinum, því þær gætu með hjáip áðurnefnds gerils tekið þ%ð frá loft- inu. Til þess að'fá rannsóknjr sínar enn betur staðfestar, hefur haun snúið sjer til hins þýska landbúnaðar „miuísterium", sem aftur hefur skorað á ýmsar tilraunastofn- anir að taka þetta atriði til yfirvegun- ar og frekari rannsóknar. Hið fyrsta og eina, sem mjer vitanlega er enn komið fram, að þvi er þessar seinni rannsóknir snertir, er frá dr. Hartleb, aðstoðarmanni við tilraunastöð í Bonn. Hannhjeit fyrir lestur um þetta efni og tiirauuir sínar viðvikjandi „alinit“ í náttúrufræðisfje- lagi í Brunschweig 21. seftember síðast- liðið ár. Eu eftir skýrslu hans voru til rauuir þær, er hnnn hefði gert, sigeriega á móti því, sem Caron hafði haldið fram. Nú sem stendur eru því fiestir von- daufir um, að þessar uppgötvanir hans fái nokkra þýðingn, þegar miðað er við á- rangnrinn *f tilraunum Hartlebs. En Caron heidur fast. við sinar skoðanir og gerir enn þá tilrrunir í eömu átt. Að svo vöxnu máli verður eigí sagt með neinni vissu, hvernig þetta fer, fyr en frekari tilraunir hafa verið auglýstar. En, ef það nú skyldi sannast, að tilraunir Carons hefðu við rök að styðjast, þt hefði það afarinikla þýðingu í akuryrkjulönd unum, og það hlyti sömuleiðis að hafa áhrif á hornverðicl. Köfnunarefnið er hið dýrasta af öllum áburðarefuum, en eftæk- ist að fá þ-ð frá ioftinu, þá yrði þsð stór sparnaður, sem eins og áður segir, hlyti að koma fram á kornvörunum. Reynist þetta svo, þá raá segja, að uppgötvuuia hefði aimer.ua þýðingu. Sigurður Sigurðsson. Island erlendis. „ísland“ hefur feingið svo hljóðandi brjef frá, Bergen í Noregi, ritað á norsku: „Hjer í Noregi er nú á ferð íslendingur einn, er nefnir sig S. Jónassen og ar að halda fyrirlestra um ísland, náttúru þess, þjóðlíf o.s.frv. Hr. S.J. vill auka bræðralag með Norðmönnum og íslend- ingum. Af fyrirlestrum hans heyrum við, að íslendingum er mjög vel til okkar Norðmanna og gleður það okkur, þar sem okkur einnig er mjög hlýtt í huga til fslands. En þvi miður erum við Norðmenn ófróðir um allt ástand á ísiandi. Það gladdi okkur því að eiga kost á að heyra fyrirlestra hr. J. S., sem að snmu leyti voru fróðlegir og skilmerkilegir. En við efumst um, að lýsingar hans á þjóðlífinu á íslandi sjeu sem áreiðanlegastar. Hann segir meðal ann- ars: „Áíslandi eru eingar trúarvingls-heingilmæn- ur og eingir bindindismenn. Yið toddyglös og púnsbolía eru allar hátíðir haldnar á íslandi. Sunnudagana halda menn á sumrin helga við hin- ar heitu uppsprettur og þar tekur það ekki lang- an tíma að hita í einu toddyglasi. Yetrarhátíðirn- ar, t.d. jðlin, halda menn í fjelagsskap við vía og spil. Þar er spilað og drukkið til kl. 4 um nótt- ina. Degar menn vakna aftur um morguninn, er byrjað á sama hátt. Hinir frjálsu fslendingar drekkja öllum sorgum sínum í vínglasinu" o.s.frv. Brjefritarinn, sem kveðstvera kennari í Bergen, spyr, hvort lýsingln sje sönn. Hann lítur allt öðr- um augum en landinn á þá kokti íslendinga, sem lýst er í fyrirlestrunum, vantrúna og drykkjuskap- inn. „ísland" þekkir ekkert til hr. S. J., sem fyrir- lestrana heldar. En það er gott, að íslendingar sem erlendis dvelja, geri sem mest til að vekja eftirtekt útlendinga á íslaudi. Hitt er mjög leiðin- legt, þegar flón og flysjungar verða til þess að takast það starf á hendur. Dr. i’innur Jónsson er gerður prófessor við há- skólann í Khöfn. Brjef frá Minneota 3. mars ’98: Minneota er smáþorp suðvestarlega í rikinu Minnesota. í- búatala þess er um Bjö til átta hundrnð. Og þar af eru rúmlega tvö hundruð íslendingar. Eru það flest Austfirðingar, að eins 8 Sunnlend- ingar og ein fjölskylda af Yesturlandi og fáeinir Þingeyingar. Af þessum íslendingahóp reka 9 verslun fyrir eigin reikning. Einn gefur út enskt vikublað og íslenskt mánaðarblað, einn er læknir, einn prest- nr. einn hefur á hendi meginpartinn af vöruflutn- ingum um þorpið og einn er umboðssali á timbri fyrir timburfjelag, einn er málfærBlumaður, einn ljósmyndari. Þrír lifa að mestu af landbúskap og tveir eru skóarar. Hinir, sem atvinnu leita, ern húsasmiðir, þjónar kaupmanna eða daglaunamenn. Aliflestir eiga þeir dásnotur íveruhús. En hve margir eiga þau skuldlaus, get jeg ekki um sagt. Mitt álit er, að einginn þeirra sje rikur. Og eing- inn líður nauð. Álit kunnugra er að margir íslenskir bændur hjer í kring sjeu betur efnum búuir en við þorps- búar. En svo eru líka í þeim hóp nokkrir sem vart eiga fyrir skuldum. Ejelagslíf íslendinga er aðaliega innan vjebanda kirkjuflokksins eða með öðrum orðum: hjer er ekkert íslenskt fjelag starfandi nema safnaðafjelögin og smáfjelög þeim tiiheyrandi, svo sem: kvenfjelög, meyjafjelag og unglingafjelag. Halda þau uppi skemmtunum „fyrir fóikið“ og taka i staðinn fje til guðsþakka. Annars hafa þau nú ekki gjört mikið að því í vetur. Þó rumakaðist kouufjelagið hjer hinn 15. febrúar. Því þá kom hingað fröken Ólafia Jðhanns- dóttir. Hún talaði hjer um kvöldið 15. febrúar „um frelsisþrá mannsins og meðalið henni til uppfyll- ingar“. Sagði að margir vildu frelsi fyrir sjálfa sig, en hætti um leið við að vilja undiroka aðra. Sagði það ekki Ieiðina til að verða frjáls að eign- ast frelsi. Heldur að frelsiö eignaöist einstakling- inn. Það er: að frelsis og jafnaðarhugmyndin gagn- tæbi svo manninn að hún rjeði öllum tilfinningum og athöfnum hans. — Taldi hún leiðina til að ná því stigi eiumitt í gegnum bróðurkærleika kristin- dómsins. Hún gat þess að eftir sínum dómi væru ís- lendingar ekki og hefðu aldrei verið kristin þjóð. En hún vonaði ef þjóðin ætti nokkra æfi fyrir höndum, að hún yrði það. Og mörg fleiri falleg orð talaði hún þá, er jeg nenni ekki upp að teija. Síðar fór fröken Ólafía Jóhannsdóttir um íslend- ingabygðirnar hjer í kring og flutti þar erindi bindindisins. Hinn 18. febrúar, var hún aftnr hjer í Minneota og hjelt hið íslenska kvennfjelag þá samsæti og var fröken Ólafía boðin þangað sem heiðursgestur. Var það samsæti hið veglegasta og margar ræður flut.tar sem Minneota-ræðuskörungum er títt. Eu er veislugleðin stóð sem hæst, var fröken Ólafíu rjettnr hringur úr rauða gulli, sem vinsemdar- og virðingargjöf frá kvennfjelagí St. Páls safnaðar — en svo er nafnið á Minneota konnfjelaginu íslenska. Og nm leið óskuðu kvenn- fjelagskonurnar þess, að eins og hringurinn væri án enda, eins mætti samvinnu- og systur-bandið á milli austur- og vestur-íslensku-kvennfjelaganna verða. Þakkaði fröken Ólafia það með snoturri ræðu. Kvöidið næsta á eftir flutti Ólafía erindi á ensku um bindindi og þótti mælast vel. Og yflrleitt þótti hún koma myndarlega fram og hjerland hlöð hafa hælt henni, sjerstakiega fyrir dugnað og kjark. Hinn 20. febrúar fór hún alfarin hjeðan til Nýju Jórvík. Og jeg heyri sagt, að hún ætli að leggja á stað þaðan heim í maí. Veðrátta hefur verið óvanalega góð hjer í vetur. Jörð nær auð meginpart vetrarins og frost væg. Einginn þjóðkunnur hefur dáið í þessum byggðar- lögum nema Þorgrímur G. Laxdal sem andaðist hjer í hauBt. — Hann mun mörgum á Próni kunnur síð- an haun var umferðabókBali fyrir örím föður sinn. Hann var þrekmaður til sálar og líkama. Atvinna lítil í vetur fyrir daglaunamenn. En útlit fyrir að hún lifni með vorinu. — Nýtt dansk-íslensk klutafjelag í Kköfn. „Politiken" frá 27. f. m. skýrir frá þvi, að þá sje nýstofnað í Kaupmannahöfn hlutafjelag, sem ætlar sjer að reka verslun og fiskiveiðar hjer við land. Ekkert stendur það í sambandi við fiski- veiðafjelag það, sem stofnað var í Danmörku í vetur og áður hefur verið getið um hjer í blaðinu. Vjer tökum hjer frásögn danska blaðsins. „Pjelag það, sem hjer er um að ræða styðst aðal- lega við stórt dánarbú íslenskt, og á þegar nokkr- ar verslanir á vesturströnd ísiands. Auk þess, sem það ætlar að reka fiskiveiðar á þilskipum, ráðgerir það einnig að gera út eitt eða fleirignfu-

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.