Ísland


Ísland - 12.04.1898, Blaðsíða 3

Ísland - 12.04.1898, Blaðsíða 3
ISLAND. 59 skip til fiskiveiða. Sjerstaklega ætlar fjel. að stunda kolaveiðar. Verslunarhúsið Salmon Davidsen hefur gengist fyrir fjolagsstofnuninni og hefur stjðrnina á hendi hjer í Khöfn. Framkvæmdarstjðri fjelagsins á ís- landi verður hinn duglegi íslenski kaupmaður Björn Sigurðsson, sem mörg ár hefur stýrt verslun- um þeim, sem fjelagið á yfir að ráða á lslandi“. Frá fjallatindum til fiskimiða. Skip það, sem átti að flytja hingað viðina í hóldsveikraspítalann, strandaði á leið frá Englandi til Khafnar rjett áður en það skyldi leggja á stað upp hingað. Verður fjelagið að leigja nýtt skip og hefur því orðið dráttur á komu spítalaviðanna. 1 stjðrnartíðindunum eru nú auglýstar 3 sýslanir við holdsveikraspítalann og er umsðknarfrestur til 1. júli. Það er: ráðsmaður með lóOO kr. árslaun- um, gjaldkeri með 600 kr. og ráðskona með 300 kr. árskaupi. Sagt er að sjera Jóhann ÞorsteinsBon íStafholti sæki um ráðsmannssýslanina. Hann var hjer syðra á ferð fyrir skömmu. Úr brjefi úr Húnavatnssýslu 19. mars: Á Blönduósi gekk mikið á vikuna frá 6. til 13. þ. m., því þá var þar haldinn sýslunefndarfundur sem byrjaði þann 7. og stóð hann til laugardags- kvelds. — Var þó sagt að fremur hefði verið vel að verið og fundi vel stjórnað af hinum nýja sýslu- manni, sem strax í byrjun kom því á, að fastar fundarreglur yoru settar, sem ekki hefur átt sjer stað fyr. Það sem mest leingdi fundinn var fjall- skilamálið og kvennaskólamálið. Fjallskilareglu- gjörð var að vísu til, eigi all gömul, en menn höfðu hitt og þetta út á hana aö setja, og sýslu- nefndir hafa aldrei mikið á móti því að spreyta sig á lagasmiðinu, var því reglugjörðin gjör alveg upp að nýju, en hvort menn verða ánægðari eftir en áður, er ekki gott að vita, það er ekki gott að gjöra öllum til hæfis og koma allri hreppapólitík í samciningu. Ytrleyjarskólinn. Kvennaskólamálið þótti að ýmsu leyti merkilegt í þetta sinn, þar sem það hafði komið áskorun frá Eyfirðingum til stjóruarnefndar kvennaskólans hjer, um að sameina Ytrieyjarskóla við skóla Eyjafjarð- arsýslu, og virtist undir niðri í þeirri áskorun, sem nærri hótun um að ef eigi væri geingið að sam- einingunni, þá mundi þingið ekki veita Ytrieyjar- skóla fje framvegis. Það er næsta eðlilegt, þegar litið er á hina fjárhagslegu hlið, að Eyfirðingum sje annt um þetta, því fjárhagur kvennaskólans hjer má heita í besta lagi, þar hann auk góðs bókasafns, mun eiga í eignum og peningum minnst 6000 krónur. Sýnir þetta að stjórn kvennaskólans hjer að þessu leyti hefur farið í allgóðu lagi, þó einatakir ómerkir menn hafi í Stefni verið að ó- frægja hana ; einginn efi á að fjárhagur kvenna- skóla Eyfirðinga er ekki nærri því eins blómlegur og þetta, mun hann þó i fyrstu hafa haft langt um meiri gjafir við að styðjast því til hans var safnað um land allt og mikið frá útlöndum, svo allt það mun fieiri þúsundir króna. Svo hefur Ytrieyjarskóli ætíð frá því fyrsta verið í besta á- liti og því mikil aðsókn til hans af öllu landinu og þessu áliti heldur hann enn. — Það væri því næsta ólíklegt að þingið, — þó auðvitað þingmenn Eyfirðinga þykist geta ráðið þar lögum og lofum í fjármálum og öðru, hætti að styrkja Ytrieyjar- skólann, Bem bæði hefur farið vel með fjárstjórn sína og hefur á sjer almenningsálit. Skagfirðingar, sem hafa verið með Húnvetning- um um kvennaskólann hjer, áttu einnig að láta álit sitt í Ijósi um sameininguna, og lá þetta nú fyrir frá sýslufundi þeirra. Þeir vóru eftir því hlynntir sameiningunni, þó með þvi móti að skól- inn yrði hús- og bústjórnarskóli, væri ekki í kaup- stað, heldur á einhverri tjörð nærri einhverjum þeim stað, sem gufuskipin kæmu við á. Voru sumir, sem hjeldu að þetta gæti átt vel víð Sauðá, sem liggur rjett við Sauðárkrók. Þar sem eigi var mikið að græða á alþingistíðindunum um kvennaskólamálið, og af þeim varð ekki sjeð, hvað þingmenn hjer hefðu afrekað í því máli, því þeir höfðu enn eigi haldið leiðarþing, hafði verið skorað á þá að mæta á sýslufundi, bæði til þess að skýra frá aðgjörðum sínum í því og eins til þessað’vera sýslunefndinni til Ieiðbeiningar. Báðir þingmenn voru því mættir og hugðu nú margir að koma mundi til stórræða, því þíngmenn hefðu lint varið kvenuaskólamálið. En hjer varð minna úr, þegar þingmenn skýrðu frá aðgjörðum sínum i þvi, og var eigi að sjá annað, en sýslanefndin tæki það allt gott og gilt. Um sameininguna urðu eigi langar umræður að þesau búnu, henni var algjörlega hafn- að. Þó ljet einn sýslunefndarmaður það í ljósi, að hann þættist sannfærður um að sýslunefndin hjer væri hlynnt sameiningunni ef skólinn yrði settur hjer í sýslu, og þar sem einginn baf á móti þessu, munu fleiri ef ekki allir hafa verið á þessu máli, því það eru fleiri en Eyfirðingar og Skagfirðingar sem vilja hafa skóla hjá sjer. — Onnur mál er útkljáð voru á fundinum voru eig markverð, svo jeg sieppi að geta þeirra. — Þð var eitt merkilegt og var það að einn sýslunefndar- maðurinn, sem nú er alblindur sat, fundinn frá upphafi til enda. — Þetta var umboðsmaður og dannebrogsmaður Benidikt Blöndal í Hvammi sem hefur orðið fyrir því slysi, við fall reiðhests síns, að roissa alveg sjónina, en áður var hann blindur á öðru auga. Hann er nú gamall maður og hefur ætið verið sveitarhöfðingi og hinn mesti þrekmað- ur og sá það enn á. Sumir haida að Þorleifur Jónsson fái umboðið eftir Bonidikt. Jeg er nú á þeirri skoðun að næst lagi væri að veita umboðið einhverjum þeim bóndanum er hefði sýnt sjerstakan dugnað og stjórnað búi sínu vel og með sóma, því líklegra væri að slíkur mað- ur kynni að geta hatt góð áhrif á landseta sína, svo þeir sýndu fremur framtakssemi í búnaði og jarðabótum. Alla 6 dagana sem sýslufundur stóð yfir voru á hverju kveldi sýndir sjónleikir á Blönduósi, þótti skemmtun að og takast vonum framar. Leikið var „Den stundeslöse11 eftir Holberg er hafði verið snarað á íslensku og kallað Tímaleysinginn — og Búrfelisbiðillinn. — Búrfellsbiðillinn var sjerstakt atriði úr „Piiti og Btúlku“ en þar vantaði höfuð og hala; þó var sagt að það sem leikendur gátu aðgjört, þá hefði það farið veí fram. Kvillasamt hefur verið hjer og vont kvef hefur gengið ásamt lungnabólgu. — Það er líka eins og meira beri á veikindunum síðan nýji læknirinn, Sigurður Páleson, settist að á Blönduósi, þvi það má heita að hann sje einlægt á ferðinni um sveit- irnar, og oft er hann sóttur af tveimur í einu svo hann má fara úr einum etað í annan áður ea hann kemur heim aftur. Er hann mjög ótrauður til ferðalaga og almennt í miklu afhaldi bjer, enda er það eingin furða, því ljúfmennska hans og viðmót er einkar aðlaðandi. Um pólitík er ekki mikið talað, en býsna marg- ir rnuuu ekki sem best ánægðir með þingmenn vora, og vildu víst breyta til að einhverju leyti ef kostur væri á nokkrum er líklegur þætti til þingsetu. Nú þrá menu mjög komu Yeetu, því vörubyrgðir í kaupstöðum eru hjer með minna móti, og voua að hún kunni að bæta úr því eitthvað. —“ Dómur er fallinn i hæstarjetti í laxveiðamáliuu úr Kjösinni. Það mál hafði sjera Þorkell á Reyni- völlum höfðað móti Þórði á Hálsi og Þórði í Görð- unum hjer við Bvík fyrir netalagning utan við ármynni og hafði unnið málið bæði í hjeraði og eins fyrir yfirdómi, en í hæstarjetti fjell málið á sjera Þorkel. Mótpartar hans voru sýknaðir og málskostnaður lagður á almannafje. Reykjavík. Nú hefur aftur hlýnað í veðri og hefur tíð verið góð undanfaraudi; stundum rignt lítið eitt. í dag eru hlýindi og besta veður. Mikið hefur verið um akipaferðir hingað til Bvíkur þessa vikuna. Um helgina kom inn fjöl.li af fiskiskipum og lágu hjer á hötninni á páskadag- inn, en hjeldu út aftur á annan. A laugardaginn kom hiugað franskt herskip „Caravan“ og hefur það legið hjer síðan. Á laugardaginn kom einnig varðskipið „Heim- dallur“ og hefur legið hjer á höfninni síðan. Hann hafði komið við i Færeyjum, en þsr geingu þá mislingar og sýktust nokkrir af skipverjum. „Heim- dellingar hafa því eingin viðskifti haft við Rvík- inga enn og ekki feingið að koma í land. Póstur- inn var rekinn nm borð aftur af bryggjunni, en kom þð í land aftur á annan. Um næstu helgi kvað sóttvörninni lokið. Sumir telja það ekki rjett að verja mislingasótt- 52 „Ekki held jeg, að hén sje að sníkja. Fátækleg er hún að vísu, en hún lítur samt ekkert sníkjukindarlega ut“. „Jæja, já; hleypið þjer henni inn“. Það var lág kona vexti og keingbogin, er inn gekk; andlitið hrukkótt og magurt, hárið grátt. Hún var í gömlum, svörtum silkikjól og hafði stráhatt með upplituðum böndum á höfðinu. Hún hjelt á hliðartösku á handleggnum, en í hinni hendinni hafði hún eitthvað, sem var vandlega vafið innan í pappír. Vinnukonan fór út. G-amla konan stóð fram við dyrnar í hálfgerðu ráðaleysi og hneigði sig djúft nokkrum sinnum. Henni miklaði3t sýnilega, hve allt var skrautlegt og viðhafnarmikið í herberginu. Lórenz stóð upp og ýtti fram einum stólnum. „Gterið þjer svo vel! Viljið þjer ekki setja yður niður?“. „Þakka yður fyrir“. Hún krafsaði með fótuuum eins og hæna, sem er að leita að grjónum og þegar húa þóttist hafa þurkað nógu vel af sjer, trítiaði hún að borðinu og settist á röndina á einum stólnum. Hann settist beint á móti henni. „Dæmalaust er þetta skemmtilegt herbergi". „0 já, það er fremur skemmtiiegt“. „Og stólarnir eru svo Ijómandi fallegir“. „Já, þeir eru fremur laglegir". „Þeir hafa víst ekki verið gefnir“. „Nei, þeir kostuðu töluvert". „Það þarf víst að yrkja mörg kvæði til þess að geta keyft svona dýra stóla“. „Jeg hef feingið þá að erfðum“, sagði hann og gerðist nú ærið óþolin- móður. „Já, jeg sje að þeir oru með fornu sniði“. Lórenz var tekinn að snúa upp á gleraugnasnúruna í óða önn. „En hvernig var það? — Sögðuð þjer ekki, að þjer þyrftuð nauðsynlega að tala við mig? Ef yður Ieikur hugur á stólunum minum, þá er óþarft að íara frekar út í þá sálma; þeir eru ekki falir“. 49 og ósamanhangandi, en breyttist brátt í sárt og óslitið óp mjög undarlegt og ónáttúrlegt. Þessi óhljóð líktust kveinstöfum, sem Ijetu jafnframt í Ijósi sambland af ótta og gleði; þau gátu naumast komið annars staðar frá ea úr Helvíti, sem angistarkvein hinna útskúfuðu og fagnaðaróp púkanna, sem gleðj- ast yíir kvölum þeirra. Jeg þarf ekki að lýsa því, 'hvað mjer bjó í brjósti áður en jeg hnje með- vitundarlaus upp að hinum veggnum. Lögregluþjónarnir stóðu sem steini lostnir í stiganum meðau á þessu stóð, rjeðust því næst allir á múrveggiun og rifu hanu niður. Blóði dritið og hálf- rotnað lík lá frammi fyrir þeim. Á höfði þess sat kattar-andstyggðin með gapandi gin og stóðu gneistar úr auganu, sem ekki var nema eitt í hausn- um. Þetta var kötturinn, sem olli því, að jeg framdi morðið, og sem ofur- seldi mig nú böðlinum. Jeg hafði grafið hann með líkinu. Þýtt af I. G. Skáldlaun. Eftir L. Dillingr. Lórenz Falk var skáld, og eins og þjer vitið, er það inndælt að vera skáld — einkum í Noregi. Að vísu fá menn ekki svo marga lesendur að ritum sínum, að hætta geti verið á því, að þeir verði stór-auðugir, þótt þeir fáist eitthvað viðskáld- skap; en úr því er bætt á þann hátt, að ungum og efailegum skáldum er veittur ríflegur styrkur af almanna fje. Ef hinn ungi skáldritahöfundur er frjálslyndur, veitir Stórþingið honum skáldlaun, en ef hann er íhaldssamur, veitir eitthvert legatið honum 400 krónur til utanferðar. Svo kemst hann í skuldir og dvelur eitt ár í Rómaborg og París, sækir fundi hins skandinaviska fjelags og snuðrar um á listasöfnunum, og þá er

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.