Ísland


Ísland - 10.05.1898, Blaðsíða 2

Ísland - 10.05.1898, Blaðsíða 2
74 ISLAND. „±S3Li^3NrX>“ kemur út á hverjum þriðjudegi. Kostar í íteykjavík 3 kr., út um land 4 kr., erlendis 4 kr. 50 au. Kitstjðri: E»orsteinn Gíslason Laugaveg1 2. Prentað i Fjelagaprentsmiðjunni. ríkt yfir skoðunum og frjálsræði fjöidans, og hve fáir þeir sjea enn, sem trúi á afl og sigur mannvits og sancinda, ef boð og bönn valdsins takmarki ekki allt og bindi. Hjer sjest (í bðkinni), hvað valdið leyfir og hvað það bannar — að menn trúi. Bókina verður að skoða eins og beiaa á- rás á kirkjutrúna; ættu því þeir, sem slíkt finnst vera óhæfa, að forðast hanaaðlesa. Allir aðrir græða stórum á hennar íestri — hvort heidur menn eru höf. samþykkir eða ekki. Hinn nafnkunni Grundtvigs-kennimaður, Christopher Bruun, nú prestur í Kristianíu, hefur og samið mjög raerka bók: „Jesús eins og maðuru. Bruun neitar að vísn ekki guðdórni Krists og eingri kenning kirkjunnar. Hann fer aðraleið. Hanner einn þeirra andríku kennimanna uútímans, sem ekki finnst vert að hneyksia fólk með deilum um „dogmur“, — aliur þorri manna, sem uppfræddir eru af kirkjunnar þjónum, geta ekki hvort sem er án þeirra verið, enda fer ekki ávallt betur þá breytt er til. Bruun er andans og hjartans og „karaktjersins" kennjmaður. Og það er hinn fullkomni maður, sem honum er fyrir öllu, og þar er Kriatur oss eða á að vera í guðs stað. Hann ætiar, að ef klerkar vorir mættu skilja hvað í þessu liggur, o: að Kristur sem maður eigi að sýna oss guð, þá mundu deilurnar fækka um þá hluti, sera eftir eðli sínu ekki er unnt að ákveða neitt um, svo skynsamlegt megi sýnast nú á tímum. Þessi bók hefur það mikla fram yfir hina fyrnefndu, að hún æsir eingar efasemdir, fer ekki leingra en til hjartans og stígur eingum til höfuðsins. Enda er Christopher Bruun eflaust ieingra kominn áleiðis í sönnum vísdórai en Breda prestur. M. J. Bókmenntir. Svar til Jóns Þorkelssonar (ingra). Það er aiveg rjett, sem Jón ingri Þor- keisson athugar við Sturlunguritgjörð mína í 18. tölubl. „íslands" þ. á., p.ð mjer hefur oiðið sá misgáningur á 466. bls. ritgjörð- arinnar að segja, að Svarthöfði Dafgusson „'uafi verið utanlands um 1277 eða nokkru fir og svarið þá firir J'oni erlcibiskupi, að Oddr Þórarinsson heíði beiðst prestsfuudar við dauða sinn, enn náð eigi“. Jeg var búinn að taka eftir þessari villu, áður enn jeg sá grein Jóns Þorkeissonar, og sendi leiðrjetting á henni tii Hafnar með siðustu ferð „Lauru“, sem jeg vona að komist að meðal leiðrjettinga við III. bindi Safns til sögu íslands. í söga Staða-Árna (Bisk. I, 708) stendur, að Svarthöfði hafi unnið eiðinn „firir biskupi“, og getur það ekki verið neinu annar biskup enn Hólabiskup, sem hjer átti hlut að máli. Hins vegar get jeg með engu móti verið samdóma J. Þ. um, að það hafi verið Heinrekur biskup, sem eiðinn tók af Svarthöfða. Honum mun hafa verið fullkunnugt um, að Oddr náði eigi prestsfundi, þar sem Oddur var í banni hans, og þurfti því enginn að sverja það firir honum, enda hafði ha?in, sem var stækasti fjandmaður Odds, enga hvöt tii að leita vitna um mál hans. Heinrekr biskup var heiptrækinn maðnr, og munu honum hafa verið minnis- stæðir hrakningar þeir, er hann varð firir af Oddi í Fagranesi, og varðhaidið á Flugumíri. Hann fór og hjeðan aifarinn af landi burt 1256 (ísl. annáiar; Sturl. HH, 268. 2H, 234), árið eftir víg Odds, og verður honum því ekki dreift við þetta mál úr því. Árið 1263 gerðist Brandr Jónsson föður- bróðir Odds Þórarinssonar, biskup á Hól- um eftir Heinrek biskup, og firir honum higg jeg, að Svarthöfði og Ólafr Oddsson hafi unnið eiðinu. Af Þorgilssögu skarða (Stnrl. HH, 231—232. 2II, 202—203) vit- um vjer, að Brandi sárnaði mjög dráp Odds frænda síns, og þó einkum það, að hann skildi vera „kasaðr í urð sem mel- rakki eða þjófr“. Það má því telja víst, að hann hafi látið það vera eitt sitt firsta verk, þegar hann settist að stóli, að leita vitna um málOdds, til að fá hann leistaa úr banni, svo að h&nn fengi kirkjuleg. Enn Brands naut skammastund að Hólutn — hann dó 1264 — og mun þá málinu hafa verið frestað. Að minsta kosti fjekkst Iausnin ekki fir en.n á dögum Jóns erkibiskups, og mun Þorvarðr Þórarinsson, bróðir Odds, sem þá var annar raestur höfðingi á íslandi, hafa gert gangskör &ð því. Staður sá, sem hjer ræðir um í sögu Staða-Árna, virðist því vera fullkomin sönnun firir því, að Svarthöfði hafi lifað um 1264. Jeg stend því enn viðþað, sem jeg segi í ritgjörð minni: „Jón Þorkels- son ingri hefur eigi tekið eftir þessum stað, þar sera hann segir, að Svarthöfða sje ekki getið eftir það, að hann særðist á Þveráreirum, og muni hann hafa íátist af þeim áverka“. Eða, ef J. Þ. hefur munað eftir staðnum, þá hefur hann ekki skilið hann rjett. Frásögnin um Þverárfund í Sturiungu bendir líka beinlínis til þess, að Svart- höfði muni ekki hafa andast úr sárum þeim, sem hann fjekk í bardaganum. Þar (Sturl. HII, 250. 2II, 219) segir, aðSvart- höfði hafi verið særður „meizlasárum", og tii skíringar bætir sagan við : „högginn um þveit andlitið". Getur J. Þ. sínt mjer nokkurt dæmi þess í sögum vorum, að nokkur maður hafi dáið úr sárum, sem köliuð eru „?neizlasár“ ? Um Starkað er ssgt, að Óðinn hafi gefið honum sigur og snild að hverju vígi, enn jafnframt hafi Þórr lagt þ .ð á hann, að hann skildi fá í hverju vígi „meiðs]asár“ (Fornaldars. III, 33). Hvað irði hjer úr sigrinum, ef meiðslasár væri sama og banasár? Sár í andlitið eru ekki heldur vön að vera mjög hættuleg, enn þau eru sannkölluð meiðsia- sár (sbr. „Sigurðr lamdi hann með hjöltun- um á jaxigarðinn, svá at hrutu úr honum tveir jaxlarnir — var þat meiðslahögg“ B'ornaldars. I, 331). Það stendur hvergi í Sturlungu, að Svarfthöfði hafi orðið „ó- vígur og ósjálfbjarga" í orustunni, enn hitt stendur þar, að hann hafi beðið griða og fengið þau. Eun er það nokkur söan- un firir því, að hann hafi dáið úr sárum sínum? Þvert á móti bondir það til að sárin hafi eigi verið banvæn — hví skildi dauðvona maður biðja griða? — og þar sem sagan getur hvergi um, að sárin hafi dregið hann til dauða, má telja víst, að hann hifi verið græddur. Annar maður, Finnbjörn Helgason, fjekk sár á Þverár- fundi, sem leiddi hann til bana. Um það getur sagan. Hví skildi hún þá þegja um Svarthöfða, ef eias hefði farið firir honum? Jeg get því ekki sjeð neitt því tilfirir- stöðu, að Svarihöfði hafi lifað fr&rn ifir 1284 og geti vesið höfuudur Þórðar sögu kak Ua. Athugasemd J. Þ. um Snorra lögmann er rjett. Mjer hafði ifirsjest máldaginsi i Fornbrjefasafni III, 635. Reikjavík 4. maí 1898. Björn M. Ólsen. Eigum við að koma—? Eigum við að koma og setjast fram við sæ, meðan sói skín 4 grasvaxna bala, og lofa svo þeim hressandi, ljettfleyga blæ okkar logaheitu kinnum að svaia? Eigum við að ganga á afvikinn stað, þar sem öldurnar blasa við að framan, og þar sem allt er rólegt og einginn kemur að og einginn getur hitt okkur saman? Eigum við að liggja í laut, sem þar er, í ljúfasta, blíðasta næði? Svo yrki jeg Ijóð um þá ást, sem jeg ber, og 4 eftir skaltu syngja mitt kvæði. Eigum við að sitja, meðan enn þá er ljóst, og eins þó að fari að rökkva, með vangana saman og brjóst upp við brjóst og í brennandi ást okkur sökkva? Eigum við að kyssast þar heitt — ó, svo beitt, og hvíla þar í faðmlögum saman með taumlausri blíðu, meðan truflar ei neitt?— — Pú trúir ekki, hvað það er gaman. — K. PóstafgTeiðsla með strandferðaskipinu Hólum. Herra ritstjóri! Leyfið mjer að gera fáeimar athugasemd- ir í yðar heiðraða blaði, viðvíkjandi póat- afgreiðslu frá Reykjavík austur og norður um land með strandferðaskipiuu Hólum.— Eingum mun hafa blandast hugur um, að strandferðir þessar væru stofn&ðar til þess að ljeíta undir saragaungur manna á með- al, þannig, að þær gætu orðið að sem best- um notum fyrir almenning; en hjer virð- ist öðru máli að gegna hvað póstafgreiðslu með skipinu frá Reykjavík snertir. — Strandferðaskipið Hólar kom hingað að sunnan áætlun.srdaginn 18. þ.m., en hversu brá mönnum hjer ekki í brúa, þegar allur póstur, sem hingað átti að fara frá Reyltja- vík var afgreiddar þaðan í iokuðum pósti til Eskifjarðar! — Hjer var því ekki um annað að gera en annaðhvort bíða eftir brjefutn og blöðum síuum þar til Hólar kæmi aftur að norðan (14 daga) eða þá gagngert senda til Eskifjarðar, sem líka flestir munu hafa gert, en slíkt hefur ó- þarfa kostnað í för með sjer, sem helst ætti að fyrirbyggja, — og getur enda oft komið sjer mjög illa að þurfa að bíða leingur en nauðsynlegt er eftir brjefum sínnm, þar sem jafn strjálar samgaungur eru og hjer á ísiandi. — Það hefur jafnan verið álit- in siðferðisleg skylda hvers maiins, að greiða fyrir brjefum og blöðum að svo miklu leyti sem hægt hefur verið, og væri þá ekki of mikið að ætlast til, að póst- stjórnin gerði sjer far um að gæta skyldu sinnar í þessu efni.— Það væri reyndar til of mikiis ætlast, ef heimtað væri, að frá póst- stofunni í Roykjavík yrði afgreiddur póstur á hvern fjörð og vík í kring um landið, sem skipið kemur við á, og er það heldur eigi meiningin; en eðlilegt virðist veia, að frá endantöð yrði afgreiddur póstur á hvern þ&no stað, sem póstafgreiðala erfytiráog svo aftur, ð póstafgreiðslumenn afgreidda póst tii nánustn brjefhirðingamanna, þann- ig t.d., að póstur frá Reykjavík, sera hing- að og á suðurfirðiua ætti að fara, yrði af- greiddur til Djúpavogs, sem er póstaf- greiðslustaðnr, og þaðan aífu: á brjefhirð ingarstaði þá, sem liggja millum Djúpa- vogs og Eskifjarðar o.s.frv. Meðsvofelldu móti gætu straiidferði? þessar fyrst komið að tilætluðum notum, og vonast jeg því til, að hin heiðraða póststjórn gefi þessum at- hugasemdum mínum gaum. Keiðarflrði, 2. maí 1898. Virðingaríyilst. r. Málþráðarlagningin. Hvar á að leggja þráðiim í laud? Frá því að það kom fyrst til orða, að málþráður yrði lagðnr bingað tií lands, mun það af flestum hafa verið taiið sjálf- sagt, að þráðurinn yrði lagður í b ndhjer einhverstaðar í nándiuni við Reykjavík, að fyrst og fremst yrði um það hugsað, að koma höfuðst&ð íandsins í málþráðar- samband við önnur lönd. Og ástæðuraar fyrir þeirri skoðun eru Ijósar: Hvergi annaretaðar af landinu eru rekin jafnmikil viðskifti við önnur lönd og frá Roykjavík; þar er því þörfin íyrir máiþráðinn ríkust; þar situr æðvta stjórnin innanlands og þaðan er mest verslun rekin við aðrar þjóðir. Hitt er auðvitað, að þótt þráður- inn kæmist. upp hingað til Reykjavíkur, yrði hann eigi nema að háifam notum á við það sem verið gæti. Notin verða þá fyrst fuUkomin, er einstakir hlutar lands- ins eru sín á milii samtengdir með mál- þræði. Ætti það því að vera eitt hið fyrsta og holata áhugamál íslendinga, að sem flestir landshlutar feingju sem fyrst að njóta þess hagnaðar, sem málþráðar- lagniíigin hefur &ð bjóða. Eins og getið hefur verið um i öðrum blöðum hjer í Rvík („ísaf.1' og „N. Ö.“) hefur dr. Vallýr Guðmuudssoa nú farið þess á leit við „Norræna frjettaþráðafje- lagið“, sem tekið hafði að sjer að leggja þráðiun upp hingað til Rvíkur, að það einnig legði xnálþræði um landið, mót því að sjóleiðin yrði stytt fyrir því og þráður- inn Sagður í lacd á Austfjörðum. Ætlast hann svo ti! að þráðurinn liggi yflr Seyðis- fjörð og Akureyri til Rvikur, eu út úr honum, frá Stað í Hrútafirði, annar þráður til Ísaíjarðar. Kostnaðarinn við þessa landþráðalagning er áætlaður 400—500 þúsnnd kr. Fjelagið býður að leggja til hennar það fje, sem þyí sparast við stytt- ing sjóleiðarinnar, og með því tillagi og öðxum fjárframlögum til fyrirtækisius, er dr. Valtýr hefur von am frá útlöndum, yrði nu hægt að leggja laudþræðiua jafn- framt og aðalþráðurinn er I&gður upp hingað frá útlöndum, ef landið leggur fram 100—150 þús. kr., sem kallast mættu smámunir. En ekki vill fjebigið annast þráðarlaguinguna á landi nje holdur notk- un og viðhald þráðanna, og yrði landið að gera það. Með þessu væri tryggt, að landþráðarlaguingin kæmist á fyr en ella, ef íslendingar ættu að vera einir þar um. Eu bagirm er sá, að þráðurinrt lægi hing- að til landsins á óheutugum stuð. Áleið-

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.