Ísland


Ísland - 17.05.1898, Blaðsíða 3

Ísland - 17.05.1898, Blaðsíða 3
ISLAND. 79 eftir, kom fyrir mig dálítið atvik, sem jeg get eigi stilit mig um að segja frá, og sem sýnir, að í jafnstórri borg og Orleans er töluverður smástaðabragur á ýmsn. Dag- ins eftir var, eins og Iög gera ráð fyrír, sagt frá samsaungnum í einu helsta blaði bæjarins, og talað ura, hve fjölmennt þar hefði vorið, og endaði greinin með þessum orðum: „Þar var jafnvel ein íslensk stúlka“. Hvernig blaðstjórinn hafi feingið að vita um mínar ferðir eða þangað-komu, hef jeg eigi getað uppgötvað enn þá. Þöfa Fritíriksson. Fyrsta tárið. Ef jeg vildi „væmið“ stof velja þjer úr eigu minni ærið nðg af efni’ eg hef í einum fingri á hendi þinni. Af honum kann jeg eina sögu, efni’ i marga góða bögu. Kossi betri er kossinn þinn, kinnin mjftk og hálBÍnn hvítur; en annað er það, sem andi minn í eigu þinni sjer og lítur. Fannst það oft í fyrstu tárum er fólgið var á góðum árum. Þessi sjóður það er þitt þrek og máttur til að styðja, eiga stríð við eðli mitt, afl þitt til að vaka og biðja. Ber var jeg að baki mínu en bróður fann í tári þínu. Oft jeg launa illu gott — eðli spilltu svo er varið — en ef jeg gæti vildi eg vott í verki sýna að nú er farið þyngsta sporið — þetta eina — þú munt skilja hvað jeg mðina. Æakan flýr í önnur lönd, ellin markar daga þína. Hrukkar kinn og kreppir hönd, kallar moldin hljóð á sína. Þá er gott að geymatárin, geyma’ og muna liðnu árin. — S. Mælum þarft eða þegjum. í 7. tölubl. ísafoldar þ. á. stendur rit- gjörð undirskrifuð af Þorsteini Jónssyni lækni í Vestmannaeyjum með yfirskriftinni: „Sveitarútsvarslögin lögin frá 1889 og rússneskan á Austfjörðum". Hr. Þ. J. þykist hafa óyggjandi sönc- un fyrir misbeiting laganna frá 9. ág. 98. hjer eystra í ritgjörð landritara J. Magnússonar (Sjá Tímr. Bókm.fjel. 1897. bis. 100—112). Bitgerð sú er skoðun ein- staks manns, auðvitað skynsaml. sett fram, eins og við mátti búast, en ekki dómur; er því i eingu rjetthærri en skoðun annara lögfróðra manna, sem öðruvisi líta á málið. Landshöfðingjabrjef til oddvita Vestmann- eyahrepps frá 29. des. 1896 tekur heldur eigi af tvímælin um það, hvernig nefnd lög beri að skilja. Aftur er það Ijós vott- ur um tvíræði og óglöggleik laganna, hve misjafnlega þau hafa verið skilin bæði af lögfróðum mönnum og ólögfróðum, og hefur Þ. J. eingan rjett til að nefna skiln- ing annara og meðferð á þeim eigingirni, frekju, liarðneskju eða ribbaldaskap. Andi Iaganna og bókstafurinn togast hjer sem oftar á um yfirráðin. En í þessu sam- bandi mætti athuga þá hugsun löggjaf- anna, er rekja má gegnum lög umbæjar- stjórn kaupstaðanna Bvíkur, ísafjarðar og Akureyrar, eins og líka lögin frá 9. ág. 89, — að láta bæja-og hreppafjelög þau, er í er stunduð arðsöm atvinna eða fyrirtæki Vs úr árinu af mönnum, er ann- arstaðar eiga þó lögheimili, — njóta út- svars þess, sem eftir ástæðum má leggja á slíka gjaldstofna. Hr. Þ. J. getur þess, að jafnað hafi ver- ið niður útsvari í Mjöafirði á menn, sem eigi höfðu dvalið þar fulla 4 mánuði, en útsvarinu skilað aftur þeim, sem kœrðu yfir því. Hann vissi ekki að útsvarið var þeim gjört eftir áeggjan lögfróðs manns, nje heldur hitt, að hreppsnefnd sú, sem hann vænir svo megari rangsieitni, end- urgalt einnig þeim, sem án kæra óskuðu þess. í frásögninni um viðskifti hreppsnpfnd- arinnar í Mjóafirði og sunnlenskra sjó- manna út af sveitarútsvari næstl. haust hefur hr. Þ. J. hlaupið svo hvatvíslega á hundavaði og hailað rjettu máli skjólstæð- ingum sínum í hag, að eigi má ómótmælt standa. Að Konráð Hjálmarsson hafði neitt sjómenn sína til að greiða útsvar- ið með hótun um elía að halda eftir öllu kaupi þeirra, er tilhæfulaust. Menn þessir höfðu allir neitað að borga útsvarið, eins og líka að setja tryggingu fyrir því til gjalddaga við burtför þeirra, og sumir jafnvel svarað gjaldheimturaanni illa og ókurteislega. Einginn þeirra vildi við hafa hina einn rjettu aðferð, að borga og kæra síðan yfir útsvarinu á venjulegan hátt, þótt þeim væri bent á það. Þess vegna var útveguð löghaldskipun á útsvarinu, og kostnaði, sem af henni leiddi; en til að fara sem vægilegast að við mennina fór K. H. til þeirra eftir ósk gjaldheimtumanns með kyrsetningarskipunina og sýndi þeim hana, jafnframt og hann benti þeim á, að löghaldið færi fram á þeirra koatnað og því myndi betra að gjalda án frekari undanfærslu. Þetta fjellust þeir á, fóru á fund gjaldheimtumanns, sömdu við hann um útsvarið og ferðakostnaðinn til Eski- fjarðar eftir löghaldsskipuninni og vísuðu honum á hvortveggja hjá húsbónda þeirra K. Hjálmarssyni. Um upphæð útsvarsins segir Þ. J., að það hafi verið ósanngjarnlega hátt í sam- anburði við útsvar Mjófirðinga. Slíkt er sleggjudómur, og eðlilega þekkir hr. Þ. J. ekki efnahag manna og ástæður í Mjóa- firði, til þess að geta dæmt um það. Allar aðrar sagnir hans um Mjófirðinga eru álika staðgóðar og það, sem að framan er talið, og iíkt mun vera um frásagnir úr öðrum sveitum hjer eystra. Það lítur út fyrir að hr. Þ. J. vilji aftra austurferðum Sunnlendinga. Hann gjörir mikið úr vanskilum þeim, er Sunn- Iendingar hafi orðið fyrir á kaupgjaldi hjer hin síðari ár. Fiásögn hans um það virðist mjer mjög ósanngjörn. Þeir eru tiltölulega fáir, sem tapað hafa umsömdu kaupi í samanburði við þá útvegsmenn hjer, sem orðið hafa fjelausir fyrir hald arðlausra sumarmanna, er þeir svo hafa útleyst að haustinu með aleigu sinni og oft með tómu lánsfje. Eg þekki ekkert vanskila tilfelli, að eigi hafi fátækt hús- bóndans valdið. Það er trú mín, að Sunnlendingar sæki til Austfjarða meðan þar býðst hærra kaup en annarstaðar, hversa andrikar sem rússneskuhugvekjur hr. Þ. J. kunna að verða. Þeir hafa um mörg ár feingið hjer hærra kaup en annar staðar, og sótt hing- að björg heimilum sínum, og margir nýt- ir dreingir að sunnan hafa ótvírætt lýst ánægju yflr viðskiftum við oss Aust- firðinga. En — eftir á að hyggja — hvað á Þ. J. við er hann talar um „rússnesku“ á Aust- fjörðum? Bússnesk tunga eða rússneskir landshættir, venjur og stjórnarfar á eigi heima á Austfjörðum. Aftur hafa skilrik- ir menn sagt. mjer, að nokkuð muni rúss- neskulegt ríki læknisins á Vestmanneyum, er nú um tíma hefir sem dálítill czar drottnað yfir flestum málum eyjarskeggja. Mun nú Þ. J. hafa leitað langt yflr skammt er hann hugðist að finna mynd og líkingu rússneskunnar á Austfjörðum. Mjóafirði i April 1898. Sveinn ólafsson. Konungleg kennsla. Eftir William Morris. Það er sagt um Mattías Corvinus Ung- verjakonung, að hanu frjetti einu sinni (að eins einu sinni?), að nokkrir (að eins nokkrir, vinur?) bændur, þegnar hans, hefðu mikið að gera og of lítið að borða. Hann gerði þá boð eftir ráðaneyti sínu og nokkrum borgarstjórum í hinum auðugu borgum og nokkrum ríkum jarðeigendum ásamt ráðsmönuum þeirra eða fógetum, og spurði þá um þetta; og þeir sögðu allir hið sama, hver á sinn hátt, að bændurnir væru sterkir og vel vinnufærir og hefðu gnægð matar og drykkjar sem sveitadón- um hæfði, og að bæði þeir og drottnar þeirra hefðu illt af því, hversu lítið sem ljett væri á þeim vinnunni; því að þess meira sem dónarnir feingju, þess meiru vildu þeir gína yfir; enn fremur skyldi það sannast, sögðu þeir, að ef bændur kæmust íefni, þá mundi þeim líka lærast fljótt að sóa þeim aftur. Konungur sat og var hljóður meðan þeir töluðu; en hann grunaði að þeir færu með lygi. Síðanvar þeirri ráðstefnu slitið og hafði hún ekkert að gert; en konungur festi þetta í huga sjer, því að hann var, eins og sagt er, að ýmsir aðrir konungar sjeu, rjettsýnn og góður maður, auk þess sem haun var hrauatari en flestir aðrir, jafnvel á þeirri gullöld ljensmannavald8ins. Nokkrum dög- um seinna segir sagan, að konungur lét kaila til sín þá landsdrottna og ráðgjafa, sem honum þóttu best til fallnir og bauð þeim að búa sig til ferðar. Og þegar þeir voru búnir, reið hann af stað og þeir með honum, yfir holt cg hæðir og allir prúð- búnir, í litklæðum, eins og siður var í þá daga. Þeir riðu leiðar sinnar þar til þeir komu að þorpi nokkru og riðu um þorpið og út að hálsunum þar sem víniðóx; þar var fólk við vinnu í brekkuuum, sem lágu móti sól og suðri upp með fljótinu. Saga mín segir ekki frá því, hvort það var Theiss eða Doná eða hvaða fljót það var. Nú, nú, jeg ímynda mjer að þetta hafi verið seint um vorið eða snemma um sum- arið og að vínberin hafi einmitt verið ný- sprungin út á vínviðnum; því í þessum löndum vaxa vínberin seint og sum eru ekki tekin fyr en eftir fyrstu frostanótt- ina; vínið úr þeim verður við það sterk- ara og sætara á bragðið. Hvað sem því líður, þá voru þarna bændur, karlar og konur, dreingir og ungar stúlkur og unnu öll saman baki brotnu, sumir pældu með jarðhöggi moldina milli vínviðanna, sumir báru körfur fullar af áburði upp brekkuna, svo brött sem hún var, allir unnu á ýmsa vegu fyrir þeim ávexti, sem þeir máttu aldrei smakka á og fyrir víninu, sem þeir máttu aldrei drekka. Þangað stefndi kóng- urinn, steig af baki og fór gangandi upp eftir brekkunni, þó bröttværi. Þeir, sem með honum voru, gerðn eins og furðuðu sig mjög á þessu og langaði til að vita hvað konungur hefði í hyggju; en hann sneri sjer að þeim, senf fóru næstir honum og sagði brosandi: „Mínir herrar, í dag skemmtum vjer oss við nýjan leik og af honum munum vér fá nýjan fróðleik“. Og herramennirnir brostu, en dálítið fýlulega. En af bændunum er það að segja, að þeir voru næsta hræddir við þess háværu, prúðbúnu herra. Þeir þekktu ekki kon- unginn, hugsa jeg, því það er ólíklegt að nokkur þeirra hafi nokkurn tíma sjeð fram- an í hann, og þeir höfðu að eins frjett af honum, i þeirra augum var hann hinn mikli faðir, hinn voldugi hermaður, er hamlaði Tyrkjanum frá að ræna þorpið þeirra. í rauninni stóð það sannarlega á sama, hvort Tyrkinn eða Ungverjinn ætti yfir þeim að ráða, því að hvorum tveggja urðu þeir að borga jafnmarga vinnudaga um árið, og vesalt var það viðurværi, sem þeir gátu aflað sjer þá dagana, sem þeir unnu fyrir sjer og konum sínum og börn- um. Nú, að öllum líkindum þekktu þeireigi konunginn; en meðal þessara voldugu herra þekktu þeir landsdrottinn sinn og við hann voru þeir næsta hræddir. En þeim var ekki til neins að flýja undan þessum sterku mönnum og sterku hestum — því þeir höfðu unnið baki brotnu frá því fyrir sóiarupprás og nú var lítið meir en ein stund til hádegis. Þar að auki fylgdi konungi og herramönnunum flokkur hermanna með lásboga, — ítalir úr fjöll- unum, manna skygnastir og ágætar skytt- ur. Því satt að segja hugsaði hver og einn með sjálfum sjer: „Ef jeg verð ekki drepinn, þá hef jeg okkert að borða á morgun nema jeg vinni af alefii í dag; og hver veit nema jeg geti' orðið verk- stjóri, ef einhverjir hinir verða drepnir". Núkemur kóngurinn til þeirra og segir: „Góðir menn, hver ykkar er verkstjórinn?" Þá svaraði sterklegur maður, sólbrennd- ur, gráhærður og nokkuð við aldur: „Jeg er verkstjóri, herra!“ „Páðu mjer jarðhöggið þitt“, segir kon- ungur; því nú ætla jeg sjálfur að stýra verkinu, því þessir herrar vilja leika nýj- an leik og langar til að starfa að vín- yrkju eftir minni fyrirsögn. En stattu hjá mjer og segðu mjer til ef jeg stjórna þeim öðru vísi en vera á. Bóndinn vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið og gaut hornauga til landsdrottins síns og herra; sá kinkaði til hans kolli með illúðlegum svip, eins og sá sem segir; „gerðu það hundurinn þinn!“ — Þá fjekk bóadinn konungi jarðhögg- ið; og konungurinn tók til starfa, segir fylgdarmönnnm sínum fyrir verkum, skift- ir þeim jafnt milli þeirra. Og nú hefðirðu átt að sjá þegar þeir vörpuðu af sjer flau- eliskápunum og þegar þeir fleygðu skikkj- unum úr fínu flæmsku skarlati niður í rykið, er þeir háu herrar og riddarar bjuggu sig til vinnu. Nú tóku þeir til starfa og unnu af kappi, og flestura þeirra fannst vínrækt vera góð- ur leikur. En einn þeirra bar undir skar- latsskikkjunni persneska treyju ofna úr gulli og silki; slíka getur hvergi nú á dögum; efnið, sem nún var gerð úr, var mörg hundruð flórína virði. Honum fjekk konungur þann starfa að bera mykju upp brekkuna í stærstu og hrörlegustu (gisn- ustu) körfunum, sem til voru. Konungi stökk ekki bros, en höfðingjarnir hlógu

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.