Ísland


Ísland - 31.05.1898, Blaðsíða 3

Ísland - 31.05.1898, Blaðsíða 3
ISliAND. 87 svo að þau urða eíðan að litiu liði. Annað þeirra var eitt af stærstu skipuui Spánverja, ■jjeiua Ckristina. Eitt af skipum Spánverja sökk með öllu seni á var; fórust skipverjar allir. Lauk orustunni svo, að Bandamenn eyddu öll skip Spáuverja, ýmist kviknaði i þeim eða þau sukku; önnur gáfust upp óvíg. Cavitevígið spreingdu þeir í loft upp. Af Spánverjum særðust á fjórða bundrað og jafnmargir voru óvígir af sárum. Með- al þeirra, sem særðust, var foringi Spán- verja, Montojo admiráil. Spánverjar vildu þóekki gefa upp borg- ina og taka bana með valdi viidi Dewey ekki, eða skjóta á hana; segist þógetatekið hana bvenær sem hann viiji, en þykist liðfár til að haída henni fyrir árásum af landi. Af Bandamönuum fjellu eingir en fáeinir særðust. Sigur þessi var mikil fagnaðart.íðindi Bandamöncum og vildu þeir sýna Dewey hershöfðingja aliau sóma. Hanu var þeg- ar gerður að aðmírál, þingið þakkaði hon- um opinberlega og veitti 10,000 doll. til að kaupa lranda honum sverð sem menja- grip og slá heiðursmedalíur til að útbýta meðal allra þeirra, sem þátt tóku í orust- unni. Bandamonn sendu þegar hermenn til Filip- pnseyja til að taka Manila cg lagði skip- ið með þá á stað frá San Fransisco 13. f. m. Eru mest líkindi tii að Bandamenn taki eyjarnar. Landkostir eru þar góðir, en illa notaðir af Spánverjum. Þær eru nú orðið höfuðeign Spánverja í öðrum heims- álfum og eru á stærð við Bretland og ír- land til samans. Stærsfca eyjan, Luson, er á stærð við ísland. Þar er höfuðborg- in Maniia með 150,000 íbúum. Alls eru eyjaskeggjar 6 miljónir. Á Cuba verða fá tíðindi og ekki bólar þar á spanska flotanum eun. Vita menn ekki hvort honum hefur verið haldið vest- ur eða eigi. Eitt skip hafa Spánverjar skotið tii skemmda fyrir Bandamönnum við Cuba, en þó varð því bjargað áðnr þvi yrði gjöreytt. Nokkur smærri vígi á Cuba hafa og Bmdamenn skotið niðurfyr- ir Spánveijum. Tvö smá-kvæði. Eftir Guðm. Guðmundsson. I. Taktu sorg míua, svala haf! Taktu sorg mína, svala kaf, — svæfðn’ hana’ í öldum þínum! Berðu’ haua’ á brjóstunum þínum, byrgðu’ hana’ í sölunum þínum! Drekktu’ henni’ í djúpum þínum! Syngdu nú grafljóðin, hljómsterka haf, yíir helgustu vonunum mínum, vænstu’ og ljúfustu vonum mínum! Taktu sorg mína, sól, — og brenn sorg mína’ í geislum þínum! Brenndu’ hana’ á bálstraumum þínum, berðu’ hana’ á ljósörmum þínum! Eyddu’ henni’ í eldi þínum! Hve feginn jeg geng á það bál og hrenn með björtustu vonunum mínum, vænstu’ og kærustu vonum mínum! Taktu’ sorg mína, vinfast vor, — vefðu’ hana örmum þ'mum! berðu’ hana’ á blævængjum þínum burt undir himninum þínum! Svæfðu’ hana’ á svanbrjóstum þínum! Leggðu blómin þín, Ijúfasta vor, á leiði’ yfir vonunum mínum, — viðkvæmu, síðustu vonunum núnum! Taktu sorg mína, góði guð! — Gleð mig af krafti þínum! Lýs mjer með ljósnnum þínum, lyft mjer að hjartastað þínum! Mig hælí’ eg í barmi þínum. Láttu mig gleyma, ljúfi guð, látnu vonunum mínum, — veslings bráðkvöddu vonunum mínum! II. Var — verður ekki! Sárt væri’ að líta þig liðna og líkblæjum sveipta, sárt væri’ að horfa’ á þig hverfa í hyldýpi grafar. — Þó væri sárara’ að sjá þig frá sakleysi þínu villta, og ást þína unga af eiðrofum drepna Seint mun jeg gleyma þjer, góða, þð gæfan mín verði ef til vill undir því komin, að eg fái gleymt þjer. En heldur við ógæfu oina og eymd vil jeg húa en það, að muna’ ekki alit af hvað ást þín var hugljúf. Dví að jeg huga minn hvili við hjartfólgna minning um það sem var, þótt jeg viti það verður ei aftur. Og þótt nú sje gleðin mín gengin og gráti jeg stundum vegna þín, — vegna þín oinmitt jeg verð aftur glaður! Geislinn þinn er það, eem gyllir mjer grátdögg á hvarmi; skugginn þinn er þaf, Bem skyggir á skrúðreiti vors míns! — Þökk fyrir allt!.....mjer er orðið svo örðugt um málið! ... .. vonirnar .... vonirnar! ... góða! Vertu nú blessuð! Um drauma. Eftir Alexander Kjelland. Þegar jeg hugsa um drauma, er það ætið tvennt, sem sjerstaklega vekur at- hygli mína; annað er það, hve ósjálfráðir draumarnir eru, hitt er það, hve misjafn- ir þeir eru að krafti og áhrifum, misskír- ir eða Ijósir. Það sem menn dreymir, er oft óskiljan- leg vitleysa, sem ekki er unnt að koma í nokkurt samband við það, sem menn hafa hugsað um í vöku. Og monn gleyma mestu af því, sem þá dreymir, en muna þó einstöku drauma svo ljóst og skýrt eins og það sem fram hefur komið í vöku og virkilegleika. Jeg var 13 ára gainall drengur, þogar jeg veitti því fyrst eftirtekt, hve Ó9jálfrátt mönnum er, hvað þá dreymir. Maður, sem nýlega hafði misst konuna síua, sagði svo jeg heyrði: „Undarlegir eru þessir draumar11! „Það er sagt, &ð menn dreymi um það á nóttunni, sem þeir hafi hugsað um á daginn. Eu nú hef jeg ekki hugsað um annað á dagiun en konuua mína sáltigu; — hún hefur aldrei vikið úr huga mín- um; — og þó dreymir mig á nóttunni tóma vitleysu, samhengislausa, aldrei neitt um hana“. Á þessu hef jeg byggt athuganir mínar og það sem jeg — hálfgort í spaugi — kalla kenning mína um drauma. Til að skýra fyrir mjer verknað heilans nota jeg mjög óvísindalega hugmynd. Jeg hugsa mjer efuið í heilanum þannig, að það við áreynslu utan að, eða hreifing (hugsun, lærdóm) víkki út, þrútni, —líkt og þegar hrært er í eggjasnafsi í glasi. Þegar okkur er skipað að læra í æ3ku, t. d. grísku og latinu, þá þrútnar sá hluti heilans, sem einkum er notaður á meðan á lærdómnum stendur, en að því búnu hjaðnar hann aftur, dregst, saman og ligg- ur síðan meir eða minna hreifingarlaus á eftir. En endurminningin eða afl viljans getur aftijr sett hann í hreifingu svo að fram koma leifarnar af þeim lærdómi, sem þar er geymdnr, me.ir eða minna Ijóst ogskýrt, og fer það eftir þyf, hve efnið er upp haflega gott, og líka eftir þvi, hve vel það hefur verið hrært í byrjuninni. Síðarmeir á æfinni verða fleiri og fleiri hlutar heilans fyrir sömu meðferðinni, og jafnframt og þekking okkar og reyusla vex legst lag við lag í heilanum af full- hrærðu efni, sem viljinn svo hefur ráð yfir. Þar er hvíldarstaður endurmianing- anna og þar er leiksvið ímyudunarafls- ins. Á hverjum degi hrærum við í heilauum; það er hugsanlífið. Hjá mönnum almennt er það ekki mjög fjölskrúðugt; þess vegna dreymir ekki heldur þá menn, sem vinna óbrotna vinnu eða hugsa um hið sama dag eftir dag, mikið; draumar þeirra eru óljósir og reika frá einum hluta heilans til annars, alveg ósjálfrátt, svo að eigi virðist unnt að gera sjer neioa grein fyr- ir því. En öðru máli er að gegna þegar eitt,- hvað ákveðið hefur verið umhugsunarefni allan daginn, einkum þegar með sjerstakri ákefð hefur verið hrært í litlum, ákveðn- um hluta heilans. Yið skulum iíta aftur til manusins, sem missti konuna. Sá hluti heilans, sem nú var fyrst tek- inn til vinnu, er konan dó — eð*, ef menn vilja heldur hngsa sjer það svoieiðis: sá hluti heilans, sem nú var hrærður um, — sem áður geymdi hina ánægjulegu með- vitund, sem bundia var við konuna i lif- anda lífi, en nú á að geyma sorgina og söknuðinn, — hann er fyrstu sorgardag- ana eftir konumissinn svo mikið brúksð ur, svo þreyttur, að undir eins og svefn inn fær völdin, heimtar hann hvílu eins og eðlilegt er. Ea allir aðrir hlutar heilans höfðu svo gott sero verið starflausir allan daginn, og þeir höfðu meira að segja ekki verið starflausir á sama hátt og við hugsunar- l&usa hversdagsvinnu. Heilinn hafði oin- mitt, lagt f’-am mjög mikið starf við eitt einstakt atriði, og við það færðist meira líf í allt kerfið. Nú flugu dagsins al geingu áhrif gegntim höfuð maunsins svo, að hann tók enn minna eftir þeim en nokkrn sinni endrar nær; þan liðu hugsunarlaust og afllaust um þá mörgu staði í meðvitund lians, sem þurfti á að halda við þau störf og þá viðburði, sem fyrir korou þann dag. Jeg skýrinúfyrir mér drauraa-fjarstæð- nr haiis á þennan hátt. SA hluti heilans, sem hagsunarlíf dags- ins hefnr haft áhrif á, mun þreytast, og örmagnast — kólna í svefninum og ekki eiga eftir neinn stað óáreittan handa draumnum að haldast við á. En þau margvísiegu hrif, sem hafa þann dag borist með skilningarvitunum gegn um höfuðið, munu hjer og þar hafa lauslega ert einhvern depil á þann hátt, að þegar viijinn sefur, munu hin snortnu t&uga-frumhylfi komast í titring og skapað sjálf ruglungslegar og sam- heiugislausar draum-myndir. Því meiri vinnu, sem varið hefur verið um daginn á einhverju litiu sviði, þvi fjör- ugri verður hreyfingin um nóttina á öðrum stöðum heilans. En jafnvel eftir regluleg- an vinnudag mun sú regla vera í gildi, að draumarnir ieiti sjerstaklega þángað, eem hið vitaudi hugsunarlíf um daginn hefur að eins kornist að lauslega. Nokkrar undantekning&r eru tií, sem undir eins ber mikið á: Ástfangna menn dreymir þá, sem þeir unna — en reyndar hvergi nærri eins oft og elskendnr segja hver Öðrum. Eu hjer er þá dæmi þess, að það, sem roenn hafa h ift hug&nn mjög fastan við á daginn, kemnr aftur fram um nóttina í draumi. Þó má ekki gleyma því, að þessir draumar eru mjög líkamlegir og eiga lítið skylfc við störf heilans. Þaimig er þ/ð, að þegar ántarþörf iíkamans ieiðir draum- ana með sjer, þá er það nokkurs nokkar ofríki; og þeir beinast alls ekki æfinlega að unuustunni, þó að maðurinn hafi haft hana í huganum allan daginn; þeir hlýða að eins að því ieyti, sem þeir stefna' að ást; en oft kemur þ(-ð fyrir, að tryggur unnusti fyrirverðar sig, þegar hann vakn ar, af því að í draumi hefur haun háls ð og kyst Guunu í st&ð Stínu. Enn fremur er undantekning, að því er spil snertir. Þegar menn hafa setið við spil fram eftir öllu kvöldi, liggja menn oft bálfa nóttina og kveljast út af kóng- um og fúlhundum. En það er svo matgt, sem rökstyður þessa spiladrauma, að þeir eru ekki eius áhrifamiklir sem undantekningar. Fyrst og fremst er það, að spilakvöld- um fylgja oft tóbaksrcykingar og vín drykkjur og aukageta tii kvöidverðar; eu við þetta kemst heilinn í óeðlilegt ástand og starfar því ekki eins og hsnn hefði annars gert. En jafnvel án þessara áhrifa verður hngsunarvinnan við spilin óeðiileg. Því &ð þó að spilin geti skifst svo óend&nlega margvíslega, að allt af verði tilbreytiug í spilinu, þá er þó það verksvið sjáift, þar sem heiliun starfar og beitir of miklu kappi, mjög þr&ungt, og sama aðferðiner sífellt endurtekin í hverju spili. Þetta getur jafnvel án hins æsandi matar og drykkjar hleypt svo mikilii æsing í þann Iitia hluta heilans, þar sem spilakunnátt- an hefur aðsetur sitt, að hvíld komist ekki á fyr en eftir langa kæiingu. Loks ekai þess getið, að það er vafa- iaust, sð augun sjálf eiga mikinn þátt í spiladTaumunura. Míðurinn hefur setið í margar klnkkustundir í mikilii birtu og starað á þessi blöð — með svo mikium áhuga, að þegar hann ieggst til svefns jaínskjótt sera hann hættir að spila, eins og venjan er á spiiakvöldum, þá muu ó- sjálfrátt bora fyrir augun spiiaroyndir, sem fylgja breytingunni úr vöku í svefn og laða draumana í þá átt. Þannig er svo margt óeðlilegt við spiladraumana, að jeg tel þá alls ekki sem hættulega undan- tekning. Ekki geta heldur þeir draumar, sem kalla mætti mentarlega, taiist til veru- legra undantekninga. Þannig er það, að þegar skólasvein dreyrair iexíur, sem hanu kann ekki, og önnur skólavandræði, þá vetður ekki sagt, að þetta sje dæmi þets, að menn dreymi þ’ð, sem þeir hugsi um á daginn. Því að skólasveinnian er ekki allan daginn að hugsa utn það, að hann sje skólasveinn; en draumur huis feilur inn á það hugmyndasvið, sem honum er tamt; dreymi sjómenn ilia, er það um skipstrand og sjávarháska o. s. frv. En að því leyti, sem hugsunariíf okkar í vöku á dagina verður efnið í draumum

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.