Ísland


Ísland - 07.06.1898, Blaðsíða 2

Ísland - 07.06.1898, Blaðsíða 2
90 ISLAND. „ÍSLADNTD^ kemnr út á hverjum þriðjudegi. Kostar í Reykjavík 3 kr., út nm land 4 kr., erlendis 4 kr. 50 au. Ritstjðri: Porsteinn Gíslason Laugavegi 2. Afgreiðsla blaðsins: Þingholtsstr. -áfc. Prentað i Pjelagsprentsmiðjunni. Aldur mannkynsins eítir Joseph Prestwich. Sú skoðan urn aldur mannkynsins, sem kom næst á eftir hinni gömiu, blindu trú á sexþúsund ára aldri þess, er ung en var fljót að breiðast út. Byiting þessi varð á árunum 1859—60. Árið 1858 yar óbifanleg trú á tímabiii biflíunnar, þó margt það hefði fundist, er beialínis mót- mælti slíku; en lærðir menn gáfu eigi gaum að því og þar af leiddi, að aðrir voru því ókunnugir. E>eir fáu menn, er dirfðust að álykta eftir sönnunum þeim, er lágu fyrir, að mannkynið væri eldra, voru einir sins liðs. Engir gengu í lið með þeim. Vísindamennirnir vildu eigi hlusta á þá. Þeir voru álitnir að fara með hugarburð og hégóma. Árið 1828 hugðust tveir franskir nátt- úrufræðingar hafa fundið í kalksteinsholti á Suður-Frakklandi innan um bein af út- dauðum dýrategundum, mannabein og vopn eðnr verkfæri tilbúin af mannahöndum. Árangurinn af uppgötvun þeirri varð þó ekki svo mikili, að menn veittu því at- hygli. Um sama leyti gerði dr. Schmer- ling likar uppgötvanir í Belgíu og sömu- leiðis katólskur prestur í Kent á Eng- landi. Árið 1847 neitaði jarðfræðingafé- lagið enska að gefa út ritgerð um þetta efni; ritgerðin var óhrekjandi sönnnn fyrir því, að menn hefðu verið til meðan fer- fætlingar, sem fyrir löngu síðan voru dauðir út, hefðu verið lifandi og að aldur mannkynsins hlyti því að vera hærri eu 6000 ár. Slík sönnun þótti um það leyti háðuleg árás á áreiðanleik guðs orðs og á trúna. Eu þegar byltingin kom, þá kom hún eins og reiðarslag. Á fáum árum var skoðun alls heimsins á þessu máli breytt og það var ekki einn einasti vísindamað- ur, sem trúði lengur á hina gömlu Gyð- ingakenningu um aldur mannkynsins. Höfundur byltingarinnar var frakkaesk- ur maður, er Boucher de Perthes hét. hann bjó nálægt Abbeviile í Norður-Frakk- landi og var fornfræðingur, en ekki jarð- fræðingur. Pað var og skrítíð, að einmitt hin fasta trú Pertes á frásögu biflíunnar um þroska og sögu kynslóðar vorrar varð orsök til slíkrar uppgötvunar, sem hefir breytt hugmyadum vorum um aldur mann- kynsins og alveg gert út af við þá trú, sem leidd var af frásögu biblíunnar. Pertes áleit syndaflóðið sögulegan sanu- leika. Af löngun til guðfræðis og forn- fræðisrannsókna fór hann að grafa niður í sandinn meðfram bökkum árinnar Somme í von um að finna þar einhverjar leifar af mönnum þeim, er til hefðu verið fyrir syndaflóðið. Það voru einmiít guðfræðing- arnir, sem hann ætlaði að styðja og styrkja með því fundna, ef það annars yrði nokk- uð, í baráttu þeirra móti vantrúnni. En „maðurinn spáir, guð ræður". Uppgötv- anir hans urðu hreinn og beinn sigur tyrir hina svokölluðu vantrú. Þær kollsteyptu algerlega og um tíma og eilífð hinni gömlu skoðun um, að mannkynið hefði verið skapað austur í Eden fyrir 6000 árum. Þær gerðu alveg út af við frásögn Gyðinga um liðnar aldir. Og það svo fuilkomlega, að hinar gömlu hugmyudir jafnvel ekki reika sem afturgöngur fyrir innan svigrúm vísindanna. H&nn fann lika ásamt með beinum út- dauðra dýrategunda, svo sem raammúth- dýrsins og hins l&nghærða nashyrnings, steinverkfæri, er gerð voru af mannahönd- um. Þetta fanst l&ngt fyrir neðan seinni tíma jarðlög; það fanst í þeim jarðlögum, er báru vott um, að verkfærin væru mjög gömul. Þetta var árið 1841. Þó gerðu vísinda- mennirnir fyrst gys að því. Það var fyrst á árunum 1858 og 1859 að hinir fundnu munir voru með mikilli nákvæmni rann- sakaðir af dr. Falconer og höfundi greiu- ar þessarar (Joseph Prestwich), sem full- yrtu að ekki gætu verið skiftar skoðanir um málið. Að trúa því að aldur mann- kynsius á jörðinni væri einungis 6000 ár v&r eigi auðið framar. Hinar fundnu leifar, er áður hafa nefndar verið, voru nú aftur rannsakaðar og niðurstaðan varð hin sama. Yí^indamennirnir komu, Iögðu hendur sínar í naglaförin og urðu að trúa. Byltingin var fultkomiu og varð nálega á einu augnabliki. Sannanirnar uxu ávalt. Lík, bein og verkfæri fundust mjög viða á jörðinni. Og sumstaðar fanst ekki ein- ungis hin illa smíðuðu steinverkfæri, heldur einnig það, sem var enn þá meiri sönnun, en það voru uppdrættir og út- skurður í beini og horni. Og þessir upp- drættir sýndu að menn voru þá til, er þessi dýr lifðu á jörðinni. Hvað þurfti nú framar vitnanna við? — Tímatal Gyð- inga með þess 6000 árum var nú til dauða dæmt. Þegar litið var til jarðfræðinnar, urðu menn að álíta, að þessar mannleifar væru miklu eldri. Það er margt, sem mælir með hinum háa aldri þessara leifa, en það er jarð- fjæðin, sem færir mestar sannanir fyrir því. Eins og kunnugt er, myndast yfir- borð jarðarinnar af mörgum jarðlögum. Hveit þessara jarðlaga svarar til tímabils í þroskunarsögu hnattar vors. Hin fyrstu, sem ekki eru greinilega sundurskift, eru af bergtegundum, svo sem granit og öðru þess konar og mynduðust þau meðan jörð iu var glóandi. Svo kemur hvert lagið á fætur öðru, eftir því sem jarðskorpan vex af áhrifum vatns, lofts og hreyfinga. Að visu eru lögin ekki greinilega greind hvert frá öðru, því að oft kemur það fyrir að þau hafa gengið á misvíxl og takmörk því nokkuð óljós sumstaðar. Aftur á móti eru takmörkin annarsstaðar mjög greinileg. Lögin liggja heldur ekki jafnt hvert ofan á öðru í sömu röð. Byltingar í jarðskorpunni hafa brotið og rifið þau sundur, skotið þeim inn á milli annara, velt þeim hvort yfir annað, sett þau upp á endann og gert þau skáhöll o. s. frv. Öll lögin eru heldur ekki allstaðar. Það er komið uudir sögu viðkomandi staðar, hvaða breytingar þar hafa á orðið. Þannig finnum vér oft hin elstu eða neðstu iög koma í ljós í fjöllunum án þess önnur yngri lög hylji þ&u. Dýramyndir þykjast menn hafa fundið í öllum þessum lögum nema hinum elztu, frumlögunum, sem myndast hafa af áhrif- um hitans í innýflum jarðarinnar. Eo í elztu lögunum fynst einungis hið fyrsta Iífsmark. í þeim lögurmm, sem mynduð eru seinna, verðum vér fyrst varir við hærra dýralíf. Þau dýr eru fyrst af öðrum tegundum, en þeim sem nú iifa. í enn þá yngri jarðlögum finnum vérþekt- ar dýrategundir, ásamt ókunnum, og í hinum allra ýngstu jarðlögum verða fyrir oss einungis kunnar tegundir. Þannig er í jarðlögum þessum saga lífsins á nnetti vorum, rituð af sjálfri náttúrunni. Hér getum vér séð eins og í opínni bók í hvaða reglu og röð lífið hefir fullkomnast og vaxið frá eíani mynd til annarar. Með því að mæla þykt jarð- laganna, reikna og ákvarða frá einhverju vissu tímatakmarki, getum vér gert oss hugmynd um þann tíma, sem hvert lag hefir þurft til að myndast, og þá einnig um tímatalið í lífssögunni. Þó er það onn þá mjög bygt í lausu lofti um lengd tímabilanna og vér fetum oss áfram með líklegnm getgátum. Skakkinn milli skoð- ana vísindamannanna getur oft numið hundraðþúsundum ára. En nokkuð getum við þó fengið áreiðanlega að vitaum hina liðnu tíma. Það er auðvelt að skilja, hversu mikla þýðingu það hefir, að finna mannleifar í vissu jarðlagi innan um vissar dýrateg- undir. Það gerir það að verkum, að vér fáum að vita, að maðurinn hefir verið til á þessum og þessum tima í sögu hnattar vors, enda þött tímaákvörðunin milli þessa tíma og vor verði mjög erfið. Vér getuin t, a. m. i tilfelli því, er hér liggur fyrir, sagt lítið meira, en að sá aldur mannsins seni raenn áður töldu, — 6000 ár — sé mikið of skammur. Á svo stuttum tíma geta ekki þær dýrategundir, er þegar hafa fundist, hafa horfið og aðrar komið í staðinn, sem vér þekkjum, og sem á sögutímanum hafa þektar verið. 0g á svo stuttum tíma geta eigi slíkar breytingar í jarðskorpunni hafa orðið, en vér vitum þó að þær hafa átt sér stað, þar sem jarð- lög hafa myndast, er bera vott um þær. Abbeville leifaraar hafa geymst i sand- og smásteínslagi, sem myndast hefir eftir hina svo kölluðu stóru ísöld ea á undan því tímabili í jarðsögunni, sera vér lif'um á. Jarðiög þau, er þá hafa myndast eru þykk og liggja ofan á sandlögum þeim, er leif- arnar fundust í. — Sandlög þessi eru með fram fljótsbökkunum, en 80—100 fet yfir fljótsbotninum eíns og hann er nú. Það er auðséð, að fljótið hefur fyrr á tímum myodað sandlög þessi með framburði sín- um, áður en það hafði grafið sér þenna núverandi farveg, og meðan það eftir ís- öldina hafði mikíu meira vatnsmegn, heldur en það nú hefur. — Hvað langt sé síðan þessir menn voru uppi, verður að dæma eftir því, hvað gömul lögiu eru og hvað langt er síðan ísöldin endaði. Fyrir 35 árum, þá er hið gamla tíma- tal var dæmt ónýtt, voru menn alldjarfir í fyrstunni með að ákveða aldur mann- kynsins, og það svo úr hófi keyrði, því sumir töldu hann alt að 200,000 árum. Jarðfræðingarnir álitu sem sé, að hin seinni jarðlög hefðu myndast með jafnmiklum hraða, og að þau hafi þurft jafnlangan tíma til að myndast sem jarðlög þau, er myndast nú á tímum. Þessi skoðun og rannsóknir þær, er þá voru gerðar, settu byrjun ísaldarinnar miljón árum á undan vorum timum. Eftir hana kom hið svo kaliaða „postglaciale“ (eftirísaldar) tíma- bil, og í lögum þess tímabils urðu Abbe- villeleifarnar til. Á því tímabili, sem á að hafa staðið yfir o: 200,000 ár, lifðu því þeir menn, er veiddu mammúthdýrið og gerðu myndir af því. En skoðun sú, er tímabii þetta var bygt á, var eigi sera föstust fyrir. Það getur ekki átt sér stað, að myndun jarð- arskorpunn&r hafi orðið meðjöínum hraða ávalt. Óefað hafa komið stórar byltingar við og við. Þess vegna kituðu jarðfræð- ingar, er ekkert víst höfðu ákveðið, full- tingis hjá stjömufræðinni og eftir stjörnu- fræðislegum tímareikuingi ákvað dr. Croll byrjun ísaldariunar 240,0000 ár á uudan vorum tímum og að „postglaciale" tíraabilið hafi end ið 80,000 árum á undaa vorum tím- um. Þar eð ísöldia átti að hafa staðið í o: 150,000 ár, ætti tímabil Abbevílle- leifanna að vera fyrir 80—90,000 árum. Það er álit höfundarins, og tekur hann þar tillit tií aiira híutfalla og fer eftir nákvæmum útreikningum og gotgátum, að menn þessir hafi lifað frá því fyrir 20— 30,000 árum og alt þar til fyrir 10—12, 000 árum.* **) Þessir menn eru nefndir „palæolitiskir“ í mótsetningu við ,.neolitiska“ manninn, er kom síðar og Lelst til vors jarðartíma- bils. Það eru „ueolitisku“ mennirnir, sem nálega um allan heim hafa látið eftir sig steinverkfæri og steináhöld. Báðír mann- flokkar þessir heyra því steinöldinni til, en eteinöldin verður samkvæmt þessu að skiftast í tvo flokka: hina eldri (palæo- litiska og hina yngri (neolitiska). Hvað menningu snertir er allmikíll mismunur á „palæolitÍ8k&“ mannflokkinum og „ueo- Iítiska“; „neolitisku" mennirnir, sem voru uppi á þeirri steinöld er vér þekkjum vel, gerðu hagleg og fáguð vopn og verkfæri úr steini. Þeir voru oft ali-miklir lista- menn. Hinir „palæolitisku“ menn kunnu hins vegar ekki að fága; verkíæri þeirra voru illa gerð og oft vont að greina þau frá steinum, sem lagaðir eru af náttúr- unnar völdum. Nú þykist höfundurinn — og það er það nýstárleg'a í grein hans, — hafa fund- ið örugg merki þess, að menn hafi lifað á enn þá eldri jarðartímabilum, sem sé aunað- hvort á sjálfri ísöldinni eða jafnvel á undan henni; að þannig hafi veiið til „per- glacialskui“ m&ður eins og „postglacialsk- ur“. Ean þenna mann kallar hann hinn Tíeolitiskaíí manniun.* Uppgötvunin var gerð af manni nokkr- rum, Benjamin Harrison að nafni, í Kent á Englandi árið 1892. í fyrsta lagi fund- ust hér samskonar verkfæri og þau er fundust hjá Abbeviile; en jafnframt fjöldi annara verkfæra, sem eftir hinu klúra smíði, sem er klúrara en á hinum, og lögun og legu þeirra í jarðlögunum að dæma, tilheyra miklu eldra tímabili. Þau eru í þunnu leirlagi efst í kaík- hásléttu. í hásléttu þessa hefir regnvatn- ið smámsaman gert djúpar sprungur og dældir og eftir þeim rennur það nú norð- ur af sléttunni út í Thamesfljótið. í lög- um þeim sem vatnið hefir myudað í dæld- um þessum eru verkfæri írá „palæolitiska“ tímanum. Dældirnar eru miklu yngri en ofsti hluti hásléttunnar og þess vegna hljóta líka verkfæri þau, er í honum finn- ast að vera eldri en þau, er fundin hafa verið í dældajarðlögunum. Verkfærin eru svo klúr og illa gerð, að það er oft harla erfitt að greina þau frá steinum, sem lag- *) Tölnr þesaar eru þó nokkuð lægri, en alment er álitið af víBÍndamönnum. **) Hugmyndin um hinn eolitiska mann er að vísu ekki ný, en höf. þykist hér hafa að tilfæra hina öruggustu sönnun fyrir tilveru hans.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.