Ísland


Ísland - 23.09.1898, Blaðsíða 3

Ísland - 23.09.1898, Blaðsíða 3
ISLAND. 147 skrautker, &lt skreytt upphleyftum liljum, og voru handarhöldin einnig í blóraaliki. Fyrir framan sig hafði stúika þessi Iifandi blóm til að mynda eftir. Þaðan gengum við Inn í annað herborgi, þar sátu karl- menn og bjuggu tii alls konar dýramynd- ir, og á meðal þeirra apaketti í alls kon- ar stelliugum; höíðu þoir litinn apakött i vínanda til fyrirmyndar. Eftir það geng- um vér herbergi úr herbergi, og yrði það of langt mál, að skýra nákvæmloga og segja frá myadum þeim, er verið var að gera; einungis verð ég &ð lýsa yfir að- dáun minni yfir þvi, b.ve v&ndlega reynt var að líkja eftir náttúrinni. En verk- smiðjan á líka stóran garð og fallegan, þar sem listasmlðirnir geta eigi einungis fengið fyrirmyndir smíða þeirra, heldur einnig neytt morgunverðar sins á fögrum stað í heiinæmu loftí, sem eykur matar- lystina eftir kyrrseturnar, er vinna þessi heimtar. í verksmiðjunni er einnig her- bergi eitt fult af fuglameisum með alls konar lifandi söngfuglum, og að auki út- troðnum fuglahömum og dýrum í vínanda. En þótt lögun mynd&rinnar aé fögur, þá er hún * eigi einiilít til að tryggja henui hylli almenníngs. Til þess þarf pentuuin einnig að vera fögur og eðlileg, og vér verðum að muna oftir, að það eru ein- ungis þrír litir, sem nota má, og jafnvel þeir breytast við brennsluna. E»að er þvi ávalt með ugga og áhyggju, að nýtt ker er tekið út úr brennslu-ohnnum, og vel getur svo farið, að vonln bregðist, og smíðin verði alls eigi eins og til var ætlast. Loksins komum vér inu í vinnustofur hinna nafnkunnu llstamanna, en það eru bæði karlar og konum, sem vinna fyrir verksmiðjnna, og er gert elnungis eltt ein- tak af hverjum grip, er þeir búa tii. Þeir hafa hver sitt herbergi og sáum vér þar mjög fagrar krukkur og skrautker, þar sem þessum listamönnum hefur tekist að búa til raeð einum þremur litum fagrar og hugvitssamur myndir, svo sem útsæ- inn, þar sem stórkostleg blóm vaxa upp úr sjávarbotninum, en skip þjóta fyrir fullum seglum áfram eftir yfirborðinu, eða þá turna Kaupmannahafnar í kveldbirt- unni, og stórar ieðurbiökur fljúgandi í loftinu. 49 AU var þettagertmeðmikilli saild,uppdrætt- irnir voru svo Hprir og liðugir, iltirnir svo líkir liíum fru!>'myndarinnar. En það er eigi hægt að lý.ia þelm; hver og einn veiður að sjá alt þetta með elgln augum. Ég flýti mér því yfir það. Þótt það sé auðvitað eitthvað hið merkilegasta og skemtilega8ta, er fyrir augun ber í verk- smiðjunni. Þaðan gengum vér inn í herbergi þau, þar sem geyrad ern eintök af öllnm þeim hlutum, er gerðir eru í verksmiðjunni, ýmislegur borðbúnaður, kaffibollar, könnur, krukkur og disk&r, og það sætir undrun, hversu margar og ýmislegar gerðir hér má sjá; en herra D&lgas sagðí mér líks, að verksmiðjan ætti 1700 ýmisleg mót. í einu herberginu var svo að segja heilt náttúrugripasafD. Þar voru birnir, hákarl- ar, kettir og krókódílar, alt fallegt bæði að lögun og lit, sem nota mátti sumt fyrir öskjur, blómglös eða því um líkt, en snmt einungis til prýði á dragkistum og borð- um. Vér komum inn í herbergi eitt, þar sem oss vorn sýnd skrautker úr einkenni- legn postulini, er líkist fremur gleri, og sem hafa verið gerðar tilraunir með í mörg ár. Það á að verða hin mikla nýj- ung frá verksmiðjunni á sýningunni í Parísarborg árið 1900. Sýnishornin eru skrautker úr postulíni, eu þau eru líkari því sem væru þau úr gleri, og líta út sem glergluggi á vetrardag, þá er hann er alþakinn fögrum frostblómum. Önnur tegund var grænleit, og virtist eigi í fyrstu neitt markverð; en ef betur var að- gætt, þá léku alls konar litir á postulíni þessu, og var það eigi ólíkt gleri, er hr. Dalgas sýadi mér, sem var nýfundið í Ameríku og er enn þá selt mjög dýru verði. Enn var eftir að skoða hina nafn- kunnu skrautdiska, sem komið hafa út síðan 1898 sem nokkursskonar hátíðarit, ef ég má svo að orði komast, við alla merkilega viðburði í Danmörku, svo sem við brúðkaup kouungsbarnanna, fagnaðar- hátíðir o. s. frv. Þar sá ég einnig disk þann með mynd af St. Georg og drekan- um sem í fyrra var gerður og seldur til ágóða fyrir holdsveikisspítalann i Laugar- 50 nesi. Herra Diigas sagði mér, að einmitt þá dagana væri verið að fullgera hiua svo nefndu „íslands-diska1*, sem „Odd- Fellowar“ hefðu pantað til hátíðar þoirrar er þeir héldu 29. dag júnímánaðar, og lofaði að sýna mér þá síð&r, en fyrst vildi hann gangi með mér inn í þá deildiaa, þar sem pentnnin fer frem á sama hátt og í öðrum slíkum verksmiðjum i Evrðpu, það er að segja eftir að glerungnrina er kominn á. Vér komum þá inn í herbergi eitt, þar sem verið var að búa til hinn 8V0 nefnda „Flora-Danica“ - borðbúnað. Blómin eru eins og ég þegar gat um, pentuð eftir að glerungurinn er þegar brendur á, og hér er því hægt að viðhafa alla liti. Reyndar er pentunin einnig brend, en eigi við svo mikinn hita. Ég tók eftir því, að gyllingin Iítur út sem hún væri svört, áður en þessi brensla fer fram, en þegar hún er orðin þurr í ofnin- um, kemur gullliturinn fram, en til þess að gera hana gljáandi og haldbetri, er hún nugguð með blóðsteini og agat steini. Hið síðasta, sem ég sá, voru „íslands-diskatn- ir“, hver með sínum uppdrætti. Hekla, Geysir og Skógafoss; en á öllum var merki „Odd-Féllowannau, dreki, og var snildarlega komið fyrir í uppdráttunnm: Fyrir neðan fossinn t. a. m. myndaði hann kletta o. s. frv.; þótti mér þessi diskurinn fallegastur. Að eudingu skal ég segja nokkur orð um sögu verksmiðjunnar. Húu var áður eign ríkisins, en árið 1867 komst hún í hendur einstakra manna, en ieyft var að hún mætti halda nafninu: Den honglige danske Porcellainsfabrik11. Undir stjórn hins núverandi forstöðumanns hennar hr. etasráðs Schows og aðstoð ötulla lista- manna hefur hún tekið miklum framför- um og merki verksmiðjunnar er kunnugt og frægt nm alia Norðnrálfu, en merkið er þrjú blá stryk, og tákna hin þrjú sund í Danmörku: Eyrarsund, Stóra-belti og Lilta-belti. Þóra Friðriksson. Frá fjallatindum til íiskimiða. Bjarni Sæmundason fiskifræðingur kom 51 frá sýningunui í Bergen upp tii Aust- fjarða 6. ágúst og hefur síðan ferðast þar um firðina, frá Djúpavogi og norður til Vopnafjarðar í fiskiveiðarannsóknum. S?gir hann fiskiveiðar Aastfirðinga töluvert ó líkar fiskiveiðum hér syðra og líkar því, sem gerist hjá Færeyingum og Norðmönn- um. Haun fór og app um Fljótsdalshér- að og allt upp að Haliormsstað, og skoð- aði Lagarfljótið. 58 faðma dýpi mældi hann í fljótinu undan Hallormstað. Það er borið til baka að cand. theol. Friðrik Hallgrímsson verði settur prestur á Hofi í Vopnafirði. Þóroddstaðaprestakall í Kinn í Snður- Þingeyjarprófastsdæmi er nú laust og augl. 19. þ. m. Það er metið 1005 kr. Uppbótiu til brauðsins, 200 kr., er með ráðherrabréfi 1. júlí 1891 útlögð í jörðum. Brauðið veitist frá Fardögum 1899, en umsóknarfrestur er til 20. nóv. Fiskur er óðum að stíga í verði ytra. Spítalahúsið á Seyðisfirði er nú nær fullgert og sagt fallegt hús og reisulegt. Kristján Hallgrímsson gestgjafl á Seyðis- firði er í sumar að reisa Hótel stórt þar í kaupstaðnum, á Öldunni. Nýiega rak hval á Núpskötlu, nálægt Presthólum í Núpasveit. „Hó!ar“ höfðu fest í hvalinn norðanvið Langanes, en mistu liann og rak hauu þá þarna upp rétt á eftir. Laugarnesspítalinn er nú fuliger og tók landshöfðingi hann út á þriðjudaginD. Hr. F. A. Bald, sem reist hefur húsið fyrir eigin reikning, fær fyrir 109,000 kr. og segja þó sumir að hann græði ekki á byggingunni. 59 sjúklingar hafa nú sótt ura inntöku á spítalann og vantar þá að eins 1 til þess að sú taia sé fylt, sem npphafiega var ætla8t til að spítalinn gæti tekið. Ekki hafa þó enn allar sveitir, þar sem kunn- ugt er um að til séu holdsveikir hrepps- ómagar sent umsóknarbréf. 62 þau, sem horfðu æðið á, enn ei skilja hvað þau sjá, þau, er sálarflekk þann fengu, fljót og höf sem burt ei skola, og til elli, lengi — lengi, lýtið illa bera, þola; þau, sem hera þetta’ í minni þúsnnd ár þð fram hjá rynni; þau sem draga’ í dagsins soll dauða-verksins nætur-hroll; þau, som aldrei úr sér hrenna út það níðings hræva-bál, — þau hann sýndiat sízt að kenna svo sem þá, er höndnm spenna einmitt glæpsins eptirmál! Kannske aftnr út frá þeim æxlist synd um víðan hoim. Því? Ó, hása heljar svar: hann því faðir þeirra var! Hvað mun jafnast hels i tðmi? Hvað inun gefið upp í dómi? Hvenær byrja börn að gjalda brota-sekt, er feður valda? Hvílíkt þing, er þar að rekur þegar herrann dæma tekur! Hver skal vitna? Hver skal kæra? Hver og einn með saka-vef; — hver mnn dirfast fram að færa fylgiskjöl og erfða-bréf? Muu þá gilt og gott það svar: Gjaldið mínum feðrura bar? Stðra gáta, myrkri máða, maður enginn kann þig ráða! Fjöldinn, fjöldinn engu anzar, yfir grafarbakka dansar. Sálin mætti blikna, bifa, — hundraðasti hvor ei skilur hvíiikt syndafjall sig dylur í því eina orði’: að lifa! (Nokkrir bænclur koma til móts við hann). Maður 1 annað sinn við hittumst hér. Brandur En hann þarf ekki neins hjá þér. Maðurinn Já, hann er sjálfur sæll, en þð þar sitja þrír með hungur nðg. Brandur Og því? Maðurinn Af okkar skorua skamt við Bkiftum með þeim okkar jafnt. Brandur Ef líf þitt heilt þú hefur ei veitt þá hefurðu ekki gefið neitt. Maðurinn Ef maður sá, sem nú er nár hér nærri landi hrepti fár, og æpti’ af kjöl um hjálp og hlíf, í hættu setti jeg mitt líf. Brandur En sálarinnar þraut og þörf? Maðurinn Hér þreyta mest vor dagleg störf. Brandur Því snúið ekki ykkar sýn frá ásnum, hvaðan sólin skín, en vendið ykkar vinstra auga frá veröldinni, meðan hitt til foldar snýr og hennar hauga, þar hver einn dregur okið sitt. Maðurinn Við bjuggumst við þú byðir ráð að brjóta sundur okið smáð. Brandur Já, freistið þess. Maðurinn í þitt vald lagt er það. Brandur í mitt? Maöurinn Oss títt var sagt og sýnt hvar vegur væri beinn, þeir vísuðu á, þú gekst hann einn. Brandur Þú meinar víst? Maðurinn Á vorri storð eitt verk er meir en þúsnnd orð. Sá vandi’ er á, oss vantar mann i vorri sókn, og þú ert hann! Brandur Hvað viljið þið ? Maðurinn Við viljum prest. Brandur Hvað, mig? Maðurinn Það sárið svíðnr mest vor sókn og hygð er prests-manns laus. Brandur Nú skil ég — Maðurinn Nú er fóikið færra, því fyr var kallið míklu stærra; en óár kom og kornið fraus; þá kvöldu sóttir menn og fé, þá feldi tiðin flest á kné og fár og neyð hér bústað kaus; þá varð á fáum voða lot, þá varð hér líka 'prestaþrot. Brandur Biðjið mig alls, en ei um slíkt, því æðra starf mig bindur rikt; ég heimta lífsins opið eyra, svo allir iýðir megi heyra. Ég vil ei festast, fjöllin þrengja, í fjötur verður orð hvert lagt! Maðurinn Nei, fjöllin herma, hækka, lengja hvert hjartnæmt orð sem snjalt er sagt! 4 4*

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.