Ísland


Ísland - 17.08.1898, Blaðsíða 2

Ísland - 17.08.1898, Blaðsíða 2
130 ISLAND. „ÍSLAKTD44 kemur út á hverjum þriðjudegi. Koatar í Reykjavík 3 kr., út um land 4 kr., erlendis 4 kr. 50 au. Ritstjóri: Þorsteinn Gíslason Laugavegi 2. Afgreið.sla blaðsins: Þingholtsstr. -4=. Prentað i Félagsprentsmiðjunni. ruhe Ea ekki lót haun pólitíkina aí- skiftulausa fyrir því og fiuttu „Hamborg- tíðiudi11 heiminum stöðugt frá honum Bkarp- ar árásir á stjórn eftirmanns hans, Cap- rivis. B. var mikill maður á velli og höfðing- legur, höfði hærri nn aðrir mean. Hann var af samtíðarmönnum sínum talinn fremstur stjórnmálamaður á meginlandi Norðurálfunnur og hefur meiru komiðþar til leiðar en nokkur annar á þessari öld. Þjóðhátíðin í Keykjavík. Blöðin. — íþróttasýningarnar. — Almonn vitleysa. Blöðin í Reykjavík hafa sum undanfar- andi verið að henda gaman að ýmsu, er ekki tókst svo höndulega á þjóðhátíð R.- víkur sem óskandi hefði verið. En þau hafa alls ekki athugað orsakirnar; var þeím það þó skylt, því þau bæta ekki neitt úr með því, að draga dár að, ef eitt- hvað mistekst; þau gera ekkert með því, nema ef vera kynni það eitt, að enginn fengist framvegis til þess að starfa að því að halda þjóðhátíðinni uppi, og er von- andi, að fáir álíti það vel farið. Frækn- astir í því, að hæðast að, ef einhverjar misfellur verða á hátíðahaldinu, eru auð- vitað þeir, sem ekkert hafa gert til að styðja að því, að þjóðhátíðin gæti farið vel fram, hvorki í fyrra né nú, og þekkja þar af leiðandi ekki við hvaða örðugleika þeir hafa að stríða, sem veita hátíðinni forstöðu. Dað er auðveldara að standa hjá með höndur í vösum og ávirða aðra fyrir gjörðir þeirra, heldur en að gera betur sjálfnr. Og þetta hefur sjaldan kom- ið greinilegar í Ijós en við þetta tækifæri. Það lítur svo út, sem menn ætlist tii, að forstöðunefndirnar skapi menn til að gera ýmislegt til skemtuuar á hátíðinni á þessum hálfsmánaðartíma, sem þær hafa til undirbúnings. Þær eiga t.d. að búa til nokkra hrausta og velvana kappróðramenn, svo að kappróðrarnir geti farið sómasam- lega fram, og að íslendingar liggi okki í skitnum fyrir Danskinum og ekki þurfi að fá Dunska menn til að taka þátt í slíku! Kapphlaupanefndin þ&rf að búa til svo sem 10—20 ágæta kapphlaupamenn, svo dálítið sé gaman að horfa á kapphlaupin! Leikfimisnefndin á náttúrlega, á svo sem vikutíma, að skapa eina 20 fyrirtaks leik- íimisíþróttarmenn, sem sýna alls konar í- þróttir! Líka væri gott, ef nefndin hefði getað komið með vel æfðan fótboltaflokk og Krikket-leikara! „Það er ekkert varið í þetta, það er svo ósköp lítilfjörlegt; þá var munur að sjá til þeirra í Skotlandi hérna um árið, þegar ég var þar“, segir einn af áhorfendunum. „Já, það er alveg satt“, segir annar við hlið hans, „það er er ósköp ómerkilegt“; þó hann hafi kann- ske aldrei séð betra á æfi sinni og þetta flytst mann frá manni. — Þegar aðglím- unum kemur, þá eetur einn gamall öld- ungur á sig mesta spekingssvip og segir: „alt öðruvísi glimur eru þetta en þær, sem tíðkuðust í mínu ungdæmi“. Ogsvona er með fleira og flelra. Að vanþakka alt og skýta aðia út fyrir það, sem þeir gera, það er sannarlega „hæst móðins" nú á dög- um, hvort heldur er um skemtanir að ræða eða annað. En mönnum er skyltað líta á kringumstæðurnar og gæta að, hversu mikið er sanngjarnt að heimta og út frá því eiga dómarnir að ganga. Menn eiga t.d. að sjá það, að ómögulegt er að búa til góða kappræðara, kappróðrabáta og kappsiglingabáta á einni viku. Mönn- um ætti líka að skiljast það, að eigi er hægt að búa til frækna leikfimismenn á 7—10 dögum. Vita ættu menn það einn- ig, að ómögulegt er að skapa æfða fót- boltumenn og „Krikket“-menn á örstutt- um tíma. Og ekki getur heldur hver og einn tekið þátt í kapphlaupum, sem aldrei hreifir sig árið um í kring meira en svo, að miða má á honum sólina. Svona má halda áfram að telja svo lengi sem vill. Það var auðséð á öllu á þjóðhátíð Rvíkur, að hver nefnd hafði gert eins og fyrir hana hafði verið lagt eftir föngum. Menn söknuðu sérstaklega frá í fyrra, að „Leikfimisklúbbur Reykjavíkut“ sýndi ekkí leikfimi nú. En verkfæri þeirra fé- laga eru biluð og hefur enn ekki orðið bætt úr því; menn bjuggust líka við, að hr. Magnús Magnússon frá Cambridge mundi mæta þar með heilmikið lið íþrótta- manna. En það varð ekki af því. Hr. James Ferguson prentari gat samt, þegar hann var hér, sýnt margt og mikið mönn- um hér til skemtunar, eftir að hafa æft flokk sinn 2—3 mánuði. Hann fékk þó engan landssjóðsstyrk til þess, heldur lagði talsvert fé til þess úr sínum eigin vasa. Hann hafði áhuga á leikfiminni og það varðar eflaust mestu. Það hefði auðvitað verið laugt um nær að veita „Leikfimis- klúbb Rvíkur“ 600 kr. styrk á ári, held- ur en að fleygja þeim í mann, sem jafnvel er svo veikur, að hann getur ekki gefið sig við noinni leikfimi. En þingmennirnir bæta vonandi úr þessu glappaskoti næst. Það er vonandi, að þeir sjái það, þegar þeir eru búnir að reka sig á það, þó þeir ekki sæju það þegar þeim var bent á þstta í fyrstunni. Að endingu má taka eitt fram, sem dreg- ur mjög úr framkvæmdum í þessa átt við skemtanir á þjóðhátíðinni, og það er, hve menn eru tregir til að taka þátt í nokkr- ura sköpuðum hlut. Menn fást til dæmis ekki til að hlaupa spotta. Er það ekki uudravert, að að eius 2 — S8gi og skrifa tveir — menn fengust til að taka þátt í kauphlaupunum. Af því að það getur nú skeð, að einhver verði fljótari en t.d. Pét- ur, þá fæst hann ómögulega til að hlaupa. Það er eins og hann álíti það óbætanlega miukun fyrir sig, ef einhver verður fljót- ari en hann. Hann heldur víst, að hann geti eftir á talið mönnum trú um, að hann hefði haft það ef hann hefði bara reynt sig! Að kvennfólk, sem komið er yfir fermingu, hlaupi, þorir enginn að nefna á nafn. Það voru holzt börn, sem tóku þátt í kapphlaupunum, og þó voru þau ótrú- lega fá. Það er vonandi að þetta lagist með tímanum, og að menn komist í skiln- ing um, að þetta er hraparlegur misskiln- ingur. Á svona hátíð eiga menn að vera eins og á góðuog skemtilegu heimiii, þar sem hver leggur ófeirainn sinn skerf til skemtunarinnar. — En þeirri spurningu skal ekki svarað hér, hvenær Reykvíking- ar geta þetta. T. Bréf frá Bjó'rgvin. (Niðurlag). Á aðra hönd við aðal-höllina eru marg- ar byggingar, svo sem pósthúsið, matar- húsið, norska fiskisýningin, baðhúsið o.s.frv. Lengra burtu í sömu áttina eru 2 „Meje- ri“ (mjólkurhús), verkfæra- og vélahallirn- ar og fleira. Enn fremur er þar blóma- og plöntusýningin, og lengst í burtu er söngfélagshúsið, sem rúmar um 3000 manns. — Verkfæra- og vélasýningin er mjög fjölskrúðug, og er sannarlega lær- dómsríkt að sjá sig þar um. Þar eru alls konar verkfæri, stór og smá, bæði jarð- yrkjuverkfæii, alls konar mjólkuráhöld og mjólkurvélar, garðyrkjuverkfæri o.s.frv. Að minnast frekara hér á þessi margs- konar verkfæri hef ég ekki tíma til í þetta sinn. En yfir hötuð er sýningin í heild sinni mjög lærdórasrík og merkileg að allra dómi, og Norðmönnum til hins mesta sóma. Það er almæli, að þessi sýning standi ekkert á baki þeirri, er haldin var í fyrra í Stokkhólmi. Sýningin á búpeningnum, eem stóð yfir í 5 daga, var einnig mjög merkileg, og ó- efað sú bezta, sem haldin hefur verið í Noregi. Á þessari skepnusýningu voru nautgripir, ungir og gamlir, hestar, sauð- fé, geitur, svín og alifuglar. Ég man eigi eftir, að neinn af hestunum eða hryssun- um fengi 1. verðlaun. En aftur voru það ekki svo fá hross, er fengu 2. og 3. verð- laun. Fáeinar kýr fengu 1. verðlaun; en margar voru þær ekki. Féð var flest af Cheviot kyninu, og fengu 3 hrútar 1. verð- laun af því kyni, en 1 af „Sortfjcesu-kyn- inu, sem fékk sömu verðlaun, enda voru miklufærri kindur af því kyni. Það varð eigi annað sagt, en að flestar skepnurnar væru fallegar; en Bum nautin voru reynd- ar alt of feit. Landbúnaðarfundurinn stóð yfir í 4 daga, 1.—4. júlí. Voru þar til umræðu 9 mál- efni, en þess utan voru 3 mál, er tekin höfðu verið á dagskrá, en sem ekki vanst tími að ræða. Hvert málefni var fyrst innleitt með fyrirlestri, en síðan voru um- ræður, og tóku þær oft langan tíma. Mál- efni þau, er tekin voru til umræðu, voru þessi: 1. Um framfarir landbúnaðarins í Nor- vegi hin síðari ár. 2. Um engja- og túnrækt. 3. Um kaup og sölu á landbúnaðarvör- um, einkum kraftfóðri, áburði, fræi o.s.frv. 4. Um sýslu- og amtssýningar á skepn- um, einkum nautpeningi, og eftir hvaða mælikvarða beri að verðlauna skepnur. 5. Um berklaveikina í nautgripum. 6. Hvaða þýðingu hefur skógurinn fyrir jörðina og búnaðinn. 7. Um garðrækt, og hvað gera eigi henni til framfara. 8. Um ávaxtartré og berjarunna. 9. Um skaðsomi skorkvíkinda og svampa í plönturíkinu, og ráð til að útrýma öliu þess háttar. Fundurinn var mjög fjölsóttur og fylgd- ust menn með málefnunum með áhuga og eftirtekt. Umræðurnar stóðu yfir frá kl. 10 árd. til 2 síðd. og svo frá kl. 5—9 síðd. — Seinna í sumar á að halda fiski- veiðafund 18,—21. júlí, og 22.-23. s.m., handiðnafund 1. ágúst og næstu daga á eftir, kvennfélagsfund 9.—13. ágúst, kenn- arafund um saraa tíma o.s.frv. Söngfélagið hélt samsöng 26. júní til 3. júlí, og þótti það fara ágætlega. — Beztu sæti kostuðu 10 krónur fyrir allan tím- ann, en einstök sæti, það er eitt kvöld í senn, kostuðu 3—5 krónur. Standandi rúm kostuðu 1 kr. Þar var ég einu sinni og var það óneitanlega góð skemtun, enda hefur verið látið mjög mikið af því, hvað söngurinn hafi farið vel. í þetta sinn, sem ég var, voru nokkur kvæði sungin „SoIo“, eftir Ivar Aasen, og þótti fara vel. Seinasta vísan er þessi: „De er mange nog, som vil Domer vera, og iæ aat alt, som dei andre gjera. Og Lyte finna dei rundt i Kring, og sjölve gjera dei ingen Ting“. Var stórt klapp á eftir og söngraaðurinn kallaður þrisvar sinnum fram, og mátti hann nauðugur, viljugur syngja þessa vísu þrisvar sinnum, og þó voru menn ekki á- nægðir. Bréfið er nú orðið nokkuð langt; en áður en ég skilst við það, vil ég geta þess, að ég er nýkominn frá Stend. Þar er, eins og mönnum er kunnugt, búnaðar- skóli, og hafa ekki svo fáir íslendingar verið þar og lært búfræði. Meðal annara eru þeir skól&stjórarnir Jósep Björnsson á Hólum og Jónas Eiríhsson á Eyðum, og margir fleiri. Þar er nú eiun íslendingur, nafni minn, Sigurður Sigurðsson frá Drafla- stöðum í Fnjóskadal. Haun hefur sérstak- lega lagt stund á slcógarrœlct og garðyrkju. Hann hefur í hyggju að fara heimí haust. Á Stend er mikið snoturt og viðkunnan- legt og skólinn í góðu áliti. Sigurður frá Draflastöðum hefur verið í vor á skógræktarskóla upp við Stenlcer fyrir norðan Þrándheim og er nú nýlega kominn aftur til Stend. — Meðan ég stóð þar við, fór fram próf á sláttuvélum og rakstrarvélum frá ýmsum verksmiðjum. Voru þar reyndar bæði einhesta og tveggja hesta sláttuvélar, og var það álit manna, að flestar vélarnar ynnu vel, og sumar á- gætlega. Þeir sem hugsa um heima að fá sér heyskaparvélar, ættu að mínu áliti helzt að velja þær sláttuvélar, sem eru fyrir einn hest; auðvitað geta uadantekn- ingar átt sér etað. Það er auðvitað afarmargt fleira, sem vert væri að minnast á, en nú læt ég hér staðar nema. En það er mitt álit, að þessi sýning hér í Björgvin sé bæði merki- leg og fróðleg, bæði fyrir menn og konur, bæði fyrir sjómenn og sveitamenn, hand- verksmenn, málara o.s.frv. Með „Agliu komu hingað fyrir stuttu um 30 Færey- íngar á sýninguna, og nokkrir höfðu ver- ið hér áður. Þykir þeim sem fleirum hér vera margt að sjá og læra, enda mun það koma í ljós síðar, að þeir hafa ekki farið hingað til ónýtis. Færeyingar eru dug- andi menn, og gætum vér íslendingar lært margt af þeim, hvað snertir fiskiveiðar og sjávarútveg. Sigurbur Sigurdsson frá Langholti. Fyrir hundrað árum. Eftir Hjálmar Sigurðsson. (Framh.). Merkasti viðburður í sögu lands vors gerist þetta ár á Þingvelli. Þar kalla kirkjuklukkurnar alþingi saman í síðasta sinni. Þing þetta er að sönnu orðinn hé- gómi einber, það er máttvana dómstóll, lítils metinn. Löggjafarvald þess er löngu

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.