Ísland


Ísland - 25.08.1898, Blaðsíða 2

Ísland - 25.08.1898, Blaðsíða 2
134 ISLAND. „X SI31. Jk. 3XT33“ kemur út á hverjum þriðjudegi. Kostar í Eeykjavík 3 kr., út um Iand 4 kr., erlendis 4 kr. 50 au. Ritstjöri: Porstelnn Gíslason Laug-avegri 2. Afgr6iðala blaðsins: Þingholtsstr. -áb. Prentað i Félagaprentsmiðjunni. ar tekið á brestum þeirra en auðmann- annal<1. Ef þú þekkir ekki meiri fjarstæður en þessa, þá hafa þær eigi orðið margar á vegi þínum. Sumt í aálmum Davíðs og Jobsbók er þessu líkt. Er ekki svo? Ég á erfitt með að skilja þráttun þína um þes3i kvæði á annan veg ea þann, að þú berir í bætifláka fyrir þig og þrætir móti betri vitund. Ef svo væri, þá hefur þú iumað á dálitlu af ósvífní í horninu á guðsorðapokanum. Meðal annars: Hverjireru þessir „sönnu játendur“ Jesú Krists, sem þú minnist á í grein þinni. Eru það þeir, sem prenta „privat“-samtöl, rangherma þau, bregða flestum utan síns flokks um illt siðferði og þræta fyrir bláberan sannleikann. Máske „fræðir þú mig“ um það í næsta svari þínu. Vísurnar „Snati og ÓIi“ vissi ég vel að voru ekki í Þyrnum. Ég hef lesið af þeim próförk. En þegar talað er um skiia- ing á „Þorsteini vini rnínum", þávona ég að mér sé heimilt að taka hverja vísu sem ég vil eftir hann. Þá er alls eigi verið að tala um Þyrna heldur Þorstein. — Hvort skilst þjer þetta? Hvor er nú sá sem buslar með ölium fótunum fjórum — á hundavaðinu — ég eða þú? Hvað dóm manna um skáldastyrk Þ. E. snertir, þá náðu ummæli mín til Norðlend- inga einna, en annars hefði ég ekkert haft á móti orðum þínum. í hinum fjórðung- unum er ég lítt kunnugur; en Norðlend- inga þekki ég engu síður en þú oggagn- ar þér smátt tilvitnanir í þingtíðindadálka. Annars finnur þú engu síður meðmæli en mótmæli í þeim, þó andmælin hafi Ioðað þér betur í mínni og blessuð dálkatalan. Annars á ég þingtíðindin og keypti þau hjá Friðbirni Steinssyni, þó ótrúlegt sé. Af kvæðum Þ. E. hefur selst á einu ári hátt á þriðja þúsund eintök og eru þau uppsold nú, þrátt fyrir að flest vora áðar prentuð. Virðist þér ekki þetta benda á almenningsáiitið? (Nlðurl.). Lýsing á botnvörpuskipi. Þar eð mér er kunnugt að hugmjndir ýmsra manna um botnvörpur og botnvörpu- skip eru mjög skakkar og af því, margii hafa spurt mig um þessi skip, þá vil ég reyna að lýsa þeirn stuttlega, þó ég efist um að mér takist að gjöra mönnum allt skyljanlegt sem ég vildi. Ég ætla fyrst að iýsa skipunum sjálfum. Botnvörpuskip þau, er nú eru almennust, eru lítil gufuskip c: 120—130 fet á lengd. Fáir af skipstjórum þeirra vita með vissu hve margar smálestir þau eru, en sönnu næst munu þau vera 60—70 tons netto, ’) Þessa skýringu gaf Þ. E. mér á síðasta er- indinu eitt sinn. en c: 120 t. brútto. þau skip sem eru frá Huli hafa nál. öll „brúna“ (Commando- brúna eða réttara stýrishúsið) fyrir fram- an reykháfinn, en örimsbyskipin hafa hana fyrir aptan hann. Á hliðum skip- anna eru sterkar járngrindur, tvær hvoru megin, sem hallast lítið eitt út frá hliðunum. í þessum grindum eru stór hjól, þar sem vírtaugin, sem heldur hlerum þeim, sem spenna vörpuna út, leikur í og upp að þessum grindum eru hlerarnir „halaðir11 þegar botnvarpan er dregin upp. Á þilfarinu miðju er stór gufuvinda, sem kostar c: 120 pd. strl. (2160 kr); hún fær gufuna úr aðalkatlinum, því þessi skip hafa ekki sérstaka katla (Donkeys) fyrir vindur. Lestin sjálf er mjög djúp og til beggja handa eru hólf eða skápar og mjór gangur á milli; í þessa skápa er kolinn látinn; fyrst eru látin 3 lög af kola, með nægilegnm ís, síðan eru fjalir lagðar þar ofan á, svo aptur 3 lög og svo fjalir, o. s. frv. og gengur þetta þangað til fullt er orðið. Hver fiskitegund hefur sitt hólf, lúða, koli, rauðspretta, flúra og grallarar etc. Fremst í lestinni eru nokkrir tugir smálesta af ís, sem frosinn er í hellu og mulinn niður í hvert skipti, sem hans þarf við. Fyrir framan aðallestina eru menn á hinum nýjustu skipum farnir að hafa nokkuð stórt rúm til þess að salta í vænsta þorskinn, og tekur það margar smá- lestir. Fyrir aptan aðallestina eru kolin í sérstöku rúmi og tekur hvert skip með sér til ferðar frá 100—130 smálestir af þeim. Þar fyrir aptan er vélin sjálf. Hún er mjög mismnnandi útlits í hinum ýmsu skipum, en er þó byggð eftir sama „principi“. Vélarnar hafa fiestar sama snúningshraða og sama afl. Þegar verið er að fiska, þá er gufuþristingurinn inn í katlinum c: 175 pd. á hverjum □ þumlungi og vélinferþá vanalega 62—68 snúninga á mínútunni, en betra þykir að fara með 62 en 64—68, því við það sem hraðinn eykst við fleiri snúninga, iyptist neðri teinn vörpunnar upp og fer yfir flatfiskinn. Þegar skipin fara heim eða koma hingað og eru að flýta sér þá er þrístingurinn 275 pd. á □ þuml- ungnum og má enn bæta 25 pd. við ef á liggur, en sem sjaldan er gjört; þá fer vélin 112 snúninga á mínútunni og það framleiðir 12 mílna hraða á klukkustund- inni (enskra). Káetan er aptast í skipinu, mjög falleg og þægileg; þar borða allir ea sofa aðeins 4. Þar sem járnplötur eru í optinu á henni, eða í hásetaklefanum, þar er látið mulið kork saman við farfann, sem þær eru málaðar með og lýtur það út eins og grófur sandsteínn, en það var al- gjörlega sagga. Skipin eru tvímöstruð og botnverpingur þekkist fljótt á því, að hann hefur nálega ávallt uppi „mezanseglið“, en engin skylda er það eins og ég hefi heyrt marga segja; það styður aðeins skipið. Skrítið er að apturmastrið á mörgum þessum skipum skuli vera reykháfur elda- vélarinnar og ofnsins í káetunni, en það er til mikils þrifnaðar; reikurinn fer út um göt við gözzið. Skip þessi kosta með öllum útbúnaði um 90,000 krónur. Hlerarnir 4 kosta 30 pd. st. = (540 kr.) 15 pd. st. fyrir hvera hlið. Varpan sjálf mun varla kosta meira en 15—20 pd. st. (270—360 kr.). Á 130 föðmum geta botnverpingar fiskað en vilja helzt fiska á grunnuvatni. Varp- an er 94—98 fet á lengd útspennt. Henni þarf ég ekki að lýsa; það hefur svo opt verið gjört, en ég vil geta þess, að hún fer mjög létt yfir botninn, sem gefur að skiija, þar sem strengirnir sem liggja á ská upp að skipinu, hljóta að létta hana og undir teininum er einungis mjó keðja vafin kaðli. Hún getnr því ekki verið neinn plógur eða eins og beitukraka, sem mér virðist sumir ætla. Meðalhraði skip- anna þegar varpan er í botni er l1/,, míla ensk á kl.st. Ég læt þess getið hér, að flest skipin brúka ekki meir en c. 6 skpd. af kolum á sólarhringnum meðan á fiskiveiðum stendar. Ég hef nú lýst þessu ein« stuttlega og ég hefi getað, og ætla nú að drepa á laun og viðurværi skipverja. Kaupið er: 1 Skipstjóri heflr engin föst laun, en premíu sem í meðalafla gefur 6 pd.sterl. á viku. 2 Stýrimaður (second hand) engin föst laun en meðalafli gefur 4 pd.sterl. á viku. 3 Bátsm&ður 24 Shillings á viku og 9 kr. i lifrarpeninga. 4 1. háseti (third hand) 21 Sh. á viku, 9 kr. í lifrarpeninga. 5 2 háseti (spare hand, hann vinnur á dekki að fiski, en á heimleið og leið hingað mokar hann kolum) 20 Sh. á viku, 9 kr. lifrarpeninga. 6 1 meistari 2 pd.sterl. á viku og premíu af aflanum. 7 2 meistar 30 Sh. á viku og premíu af aflanura. 8 Kolamokari 16—18 Sh. á viku, ekkert annað. 8 Matsveinn 20 Sh. á viku. Lifrarpeningar eru 9 kr. Stendur svo leiðis á þeim, að eigendur skipanna leggja til svo margar tunnur að lifrin, sem er látin í þær, nemi þessari upphæð og það fá hásetarnir. Auk þessa fær hver mað- ur um borð 10 Sh. í aukagetu (allowance) fyrir hverja ferð til íslands, jafnvel 1 fé- lag í Hull gefur 13 Sh. í aukagetu, en sum gefa ekki neitt, en þá eru launin líka hærri. Það þykir má ske óþarfi að skrifa um mataræði þessara manna, en ég ætla samt að gjöra það. K1.7 á morgnana er borðað- ur steiktur fiskur, brauð nýbakað, ágætt smjör (annað ekki haft), ostur og „the“ með mjólk í. KI. 1 steikt nýtt kjöt (úr (ís, jarðepli, enskur býtingur með ídýfu (golden sirup) te eða kaffi með. Kl. 6 e. m. saltkjöt með „uppstúfuðum11 jarðepl- um eða súpa af niðursoðnu kjöti, brauð, smjör og ostur. Aila nóttina er til heitt te eða „cocoa“ og allir mega fara niður og borða þegar þeir vilja á milli mála. Auk þessa er gnægð af öllu kryddi, svo sem mustarður, pipar o. s. frv. Þessi matarlisti er fyrir alla vikuna. Brauðið er bakað á hverjum degi. Svefntími er lítill, en þar sem góð hýbýli eru til að hvíla sig í þegar hvíldin fæst og góður og vel til búinn matur að borða, þar má þola talsverða vinnu. Ég hef séð prentað í „Andvara11 eptir hr. Bjarna Sæmundsson, að varpan væri stundum svo full af fiski, að það yrði að skera á hana; það er rétt, en hún er ekki skorin fyr en hún er komin inn á dekk og þunginn svo mikill að bandið fyrir pokaendunum verður ekki leyst; þá er skorin dálítil ræma til að létta hana. Það er ekki rétt að botnverpingar leggi aðra vörpuna meðan hin komi upp. Sé ekkert rifið er sama varpan lögð, því hitt er 6- mögulegt, að leggja aðra um leið og hin fer upp. Stærri varpan er á stjórborða, hin á bakborða og þær eru brúkaðar til skiptis. Botnverpingum er illa við að fiska þar sem mikið er af þorski eða ísu, því við þrísting þann, sem fiskurinn verð- ur fyrir, drepst hann og biæs upp; við það vill hann fljóta og lyptir um leið pokanum upp og einnig undirteininum, sem þá fer yfir kolann, sem er sú fisk- tegund, sem borgar sig fyrir þá að ná í. Skrifað 21. ágúst 1898. Sveinbjörn Á. Egilsson. Iílómið og döggin. Blómið: Nú vakna ég af vetrarblund mig vermir sól í fögrum lund, mér fagnar bæði fold og sær, mér fagnar árdags-blær, mér svalar dögg um sumarnótt með sætum kos3 þá alt er hljótt; nú vakna ég af vetrarblund um vorains fögru stund. Döggin: Ég svíf tií þín um sumarnótt og svala þér þá alt er hljótt og blunda Iétt á blöðum þín unz blessuð ársól skín; þá rís úr dvala foldin fríð — úr faðmi þínum burt ég líð, en ef að tár mitt á þér frýs, þá er þér dauðinn vís. Blómið: Ég veit ég dey og fölna fljótt, ef frýs þitt tár um sumaruótt, ég visna sól þó vermi mig ef vantar að eins þig; þín kristals-perlu-tárin tær, er titra á mér silfurskær, þau vökva mig og næra nóg í nætur blíðri ró. — Böggin: Ég skelf af kviða, kæra blóm, er kveður haustið dauðahljóm, þá hneigðist dapurt höfuð þitt, ó, hjartans blómið mitt; þá visna lauf á veikum baðm og varpa sér í dauðans faðm, þá frjósa tárin fölu mín og fölna blöðin þín. A. V. S. ísland erlendis. Fjórir íslendingar, sem staddir voru á Björgvinarsýningunni, Jósef Björnsson bún- aðarskólastjóri, Sigurður Sigurðsson bú- fræðingur, S. Sigurðsson garðyrkjumaður og Ólafur Felixson, blaðamaður í Noregi, hafa sett eftirfarandi greíní „Bergens Ti- dende“: „Ef bornir eru saman hinir íslenzku munir, sem eru á Björgvinarsýningunni, við t.d. hina grænlenzku muni, þá hlýtur svo að fara, að íslendingar sýnist jafnvel standa langt að baki Grænlendingum, og er slíkt afar villandi. Svo mikið er víst, að munir þeir, sem sýndir eru, eru alls ekki neinn mælikvarði fyrir lífsháttum og framförum íslendinga á þessum tímum. Munirnir eru sendir frá Danmörku, en ekJci frá íslandi, týndir saman af þeira, sem alls ekkert hirða um ísland og hvorki hafa þá þekkingu á landinu og lífsháttum þar, sem æskilegt væri, né að líkindum gera sér mikið far um að auka álit ís- lendinga í augum annara þjóða. Vér skul- um sérstaklega nefna fiskiveiðaáhöld þau og skinnklæði, er þar eru sýnd, að ógleymd- um vetlingum þeim, sem þar eru, — það eru alt löngu úreltir munir, sem að visu voru notaðir fyrir mörgum árum, en samt,

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.