Ísland


Ísland - 08.11.1898, Qupperneq 2

Ísland - 08.11.1898, Qupperneq 2
í SL AND. 166 «*> „I S L A N D“ kemur út á hverjum laugardegi. Kostar í Keykjavk 3 kr.? út um land 4 kr.; erlendis 4 kr. 50 au. Ritstjóri forsteinn Críslason Laugavegi 2. Afgreiðsla blaðsins: Þingholtsstr. 4. Prentverk Jóns Olaissonar. FRÁ ÚTLÖNDUM. —0— Kph. 12. okt. 1898. Liít Louise drottningar. Fregnin um lát Louise drottn- ingar mun hafa náð póstskipinu áður það fór frá Skotlandi síðast. Drottningin andaðist 29. f. m. kl. 5Y2 f- h. Hafði hún lengi áður verið mjög lasin, svo að læknarn- ir hugðu henni ekki líf; þó klædd- ist hún oftast nema síðustu dag- ana. Þá fékk hún oft andköf og yfirlið og smámsaman dvínuðu lífskraftarnir. Daginn áður og nóttina lá hún oftast meðvitund- arlaus; var alt konungsfólkið, er dvaldi á Bernstorff, í herbergi drotningar og vakti yfir henni um nóttina, með því það bjóst við dauða hennar á hverri stundu. Af öllum blöðum hér í Höfn kom út aukanúmer um morguninn með mynd af drottningu og ágripi af æfiferli hennar. Hægri blöðin voru með svörtum röndum. Fánar blöktu á hálfri stöng og sjónleikir voru ekki haldnir. Síðar um dag- inn (þ. 29.) skipaði konungur fyr- ir, að landsorg skyldi haldin til 6. okt. Mátti á þeim dögum ekki leika eða halda aðrar opinberar skemmtanir, eigi má heldur leika daginn fyrir útför drottningar og útfarardaginn. Hirðsorg skal vera í 24 vikur, og hefir verið gefin út tilskipun um þá sorg, er hófst '2. þ. m. og skipað fyrir hvernig „dömur og herrar", er að 'ein- hverju leyti heyra hirðinni til, skuli klæðast, eiga náttúrlega að vera svört frá hvirfli til ilja all- an þann tíma, en þó einkum 12 fyrstu vikurnar, því þá er „djúp“ sorg. Eigi munu það þó eingöngu hirðmeyjar er dökkna þessa dag- ana, því þá mættu þær.vera býsna margar eftir Hafnargötum að dæma; með degi hveijum heflr sorgarklæddum konum fjölgað á götunum, svo að þær hafa orðið býsna dökkar á að líta. Sam- kvæmt skipun frá kirkjumálaráð- herranum er öllum kirkjuklukkum í Danm. hringt 2 klukkutíma á dag (10—11 f. m. og 4—5 e. m.) þar til útförin verður. Næstu dag- ana eftir dauða drotningarinnar komu til konungs samhrygðar- skeyti úr öllum áttum. Helztu menn borgarinnar streymdu dag- ana á eftir upp á Amaliuborg og rituðu þar nafn sitt á skjal eitt, er lagt var þár fraih, og vottuðu þar með konungi samhrygð sína. Sendu mörg félög þangað fulltrúa sína til að rita nafn sitt þar á og bera fram hluttekningu félags- manna með því. Nú er búið að ákveða hvenær útförin verði gerð, og hvernig henni skuli hagað. Drotningin hafði sjálf óskað þess, að hún yrði með sem mestri kyrð að unt væri, og því heflr líkið ekki verið flutt hingað til borgar- innar. Á íöstudaginn kemur kl. 2 verður drotning flutt með járn- brautarlest frá Gentofte til Hróars- keldu og fylgir alt konungsfólkið þangað, en fer svo aftur um kvöld- ið til Bernstorf, og daginn eftir fer það svo aftur til Hróarskeldu og þá verður útförin gerð, og kist- an . sett meðalkristna annara kon- ungborinna manna, er þar hvíla. Útlendir höfðingjar streyma hing- að til að vera við athöfn þessa, og meðal þeirra er sjálfur czar- inn rússneski, er kom hingað á laugardaginn. Blómsveigar, svo hundruðum skiftir, verða eðlilega sendir á kistu drotningar; meðal þeirra er senda blómsveig, má nefna hið íslenzka Bókmentafélag; aðrir skulu ekki taldir hér upp, því það yrði of langt mál. Ann- ars verður alt það, er útförina snertir, að bíða næstu frétta. Sem nærri má geta, hafa öll helztu blöðin í Evrópu getið láts drotningarinnar, og hafa blöð flestra þjóða farið hlýjum orðum um hana og látið hluttekningu sína í ljósi gagnvart hinum aldur- hnigna konungi, nema nokkur þýzk blöð; þar heflr kveðið við annan tón. Búast má við, að mönnum þyki fróðlegt að heyra, hvað þau hafa fundið hinni látnu drotningu til foráttu, og skal því tilfært nokkuð úr þeim. Berliner Tageblatt getur þess, að drotning- in og dætur hennar hafl verið fremstar í flokki með alla viðleitni f’jóðverjum í óhag, en nú sé við dauða drotningarinnar farin sú, er hafi verið líflð og sálin í þessu Kaupmannahafnar-þriggjakvenna- sambandi. Vossische Zeitung seg- ir, að fyrir stjórnkænsku Bismarks hafl öll hrekkjabrögð gegn Þjóð- verjum orðið að engu, en ávalt hafi þó í Kph. verið politisk sam- særishirð, og þar hafl á sumrin, er börn, barna- og tengda-börn voru þar samankomin, ávalt verið eitt- hvað nýtt upphugsað, til þess að vinna Þýzkai. tjón. Blaðið segir og, að drotningin hafi róið undir í Krítarmálinu, og þrátt fyrir alla sína viðieitni Þjóðverjum til ógagns hafl henni þó oftast brugðizt að geta komið nokkru af stað. Hún hafl og blándað sér talsvert inn í málín í Danmörku og meðal ann- ars Verið stoð og stytta Estrups- ráðaneytisins, en fyrir þá sök hafi hún verið örsök í því, að fjöldi manna gékk í lið með vinstrimönn- um og jafnaðarmönnum, og með því að styðja af fremsta megni lútersku kirkjuna hafi hún rutt kaþólskunni braut inn í landið. Að lokum getur blaðið þess, að hún hafl verið vitur, mentuð og góðgerðasöm kona, en góðgerðir hennar hverfl nálega þegar þær séu boinar saman við annað, er hún gerði. Við sama tón kveður í Beidiner neueste Nachrichten; þar segir þó að drotningin hafl með sínu ein- dregna fylgi við lútersku kredd- urnar verið óbeinlínis orsök í út- breiðslu vantrúarinnar 1 Danm. Berlinerzeitung, málgagn frelsisvina, getur þess, að eigi hafi það verið ástæðulaust, þó Þjóðverjar litu illu auga til pilsnapólitíkurinnar við dönsku hirðina, en hún hafi þó engu illu getað komið af stað. Starfsemi drotningarinnar heyri því fremur til smásögum í sögunni, en sjálfri sögunni. Eitt blaðíð endar þannig grein sína um drotn- inguna: „Nú liggur hún á bör- unum, og brátt munu þeir tímar koma, að Danir sjálflr bera til grafar von sína um að vinna aft- ur Slésvík". Flest blöðin sam- hryggjast þó gamla konunginum, að hann skuli hafa mist drotningu sína, er hann hefði lifað svo lengi og hamingjusamlega með. Louise drotning fæddist 7. seft. 1817 í Kasselá Þýzkalandi. For- eldrar hennar voru Wilhelm land- greifl af Hessen og Charlotta kona hans. Þau bjuggu oftast nær í Khöfn. og ólst drotningin þar upp hjá þeim. Fékk hún þegar í æsku góða mentun, sérstaklega var iögð mikil áherzia á að kenna henni tungumál. Þá nam hún og söng- list og málaralist og naut tilsagnar hinna beztu kennara í því. Þótti á þeim tímum það heyra til fyrir ungar prinzessur að leggja stund á slíkt. Haustið 1841 trúlofaðist hún prinz Kristjáni af Glucksburg, er þá var foringi iífvarðarriddar- anna, og stóð brúðkaup þeirra 26. maí 1842, Þau vóru þremenning- ar. Eftir Slesvíkurstríðið 1848 var tekið að hugsa um ríkiserfingja eftir Friðrik 7., er var barnlaus, og þótti móður Louisu, er var dóttir Friðriks erfðaprinz sonar Friðriks konungs fimta, standa næst til ríkiserfða. En hún og börn hennar afsöluðu sér ríkistil- kallinu, en gáfu það prinzessu Louisu. Skömmu áður hafði Niku- lás fyrsti Rússakeisari, aðalmaður hólstein-gottorpsku-ættarinnar á Varsjárfundinum 5. júní 1851 geflð Kristjáni prinz tilkall það, er hann kynni að eiga til Hoisteins, og nú gaf Louisa manni sinum sitt til- kall til ríkis í Danm. Urðu því stórveldin og Svíþjóð og Noregur á það sátt á Lundúnafundinum 8. maí 2852, að Kristján skyldi koma til ríkis eftir Friðrik 7. látinn, og 31. júlí 1853 voru hin nýju ríkis- erfðalög útgefln og var þar ákveð- ið að ríkið skyldi ganga í erfðir til prinz Kristjáns af Glucksburg og afkoménda hans í karllegg með prinzessu Louise af Slesvík- Hol- stein- Sönderburg- Glúcksburg. Er nú talið að þau eigi als 69 lifandi afkomendur. Dreyfus-málið. Blöð Dreyfusfjenda urðu bálreið þegar ráðherrarnir ályktubu að láta málið ganga til ónýtingar- réttarins og kölluðu það glæp 0g stjórnlagarof. Eftir áreiðanlegustu fréttum af ráðgjafafundinum 26. f. m., mun akuryrkjumálaráðherr- 117 118 119 BRANDUK Hvert þá? (bendir á garðshliðið og svo á húsdýmar) Þessa? — eða þeBsa leið? AGNES (hopar undan hrædd) Barnið, bamiðl BRANDUR. Fékk ég fyr föðurnafn en prests, — ég spyr? AGNES (hopar undan lengra) þö mig skyldi þruma slá, þessu svara ég ei má. BRANDUR þú ert móðir, þvi er þitt þessu að svara, ekki mitt! AGNES Eginkona er ég, mitt er að hlýða’, en skipa þitt! BRANDUR Kjóstu, tak nú kaleik minn! AGNES (fer á bak við hríslu í garðinum) Kjósa skal ei móðirin! BRANDUR Dynja heyri’ ég dóminn ljósa! AGNES (með áherzlu) Dæmdu, hvort þú átt að kjósa! BRANDUR Aftur sannleiks svar mér gail! AGNES Seg mér, skilurðu Drottins kall? BRANDUR (grípur hönd Agnesar) Já, og ömgt eg þér fel úrskurðinn um lif og hel. AGNES Þú átt köllun, — veg þinn vel. (Þögn um hríð). BRANDUR Komum, nú er hvildar skeið. AGNES (lágt) Hvert þá? BRANDUR (þegir) AGNES (bendir á garðshliðið) Þessa? BRANDUR (bendir á húsdyrnar) Þessa leið! AGNES (lyftir baminu hátt og segir) Guð minn! Fyrst mín fóm er þetta fram ég dirfist hana rétta! Leiddu mig þá ljósið þver! (fer inn í húsið). BRANDUR ’ (Starir fyrst þegjandi, fær svo grát mikinn, gríp- ur höndum um höfuð sér, kastar sér niður á riðið og hrópar): Lýstu, Jesús Kristur, mér! Fjórði þáttur. (Aðfangadagskvöld fyrir jól á prestssetrinu. Það er dimt í stofunni. Dyr á bakveggnum; gluggi til annarar handar og dyr þar andspænis. Agnes stendur við gluggann og starir út í myrkrið). AGNES Enginn enn, og enginn enn! Ó, hvað þó er langt að bíða! Vera að hvísla: Senn og senn! Svara, spyrja, þreyja, kvíða! — Órkoman er ekki hætt, eins og dánar-líni klætt drúpir kirkju-kofa þakið (hiustar) Þey! Ég heyri hurðarbrakið! Fast er stigið; maður minn! (hieypur að innri hurðinni og lýkur upp) Maður minn? —- Æ, komdu inn! (Brandur kemur alsnjóugur; fer úr vosklæðum meðan þau tala saman) AGNES (faðmar hann) Æ, þú varst svo voða-lengi! Vertu hjá mér, farðu’ ei frá mérl Sértu burtu, sé hér engi, svart er alt og napurt hjá mer. Ó, sú nótt og nöpm dagar,

x

Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.