Ísland


Ísland - 06.12.1898, Blaðsíða 2

Ísland - 06.12.1898, Blaðsíða 2
186 ISLAND. „xsLAisrr>“ kemur út á hverjum þriðjudegi og föstudegi. Kostar í Reykjavík 3 kr., úti um land 4 kr., erlendis 4 kr. 50 au. Ritst jðri: Þorsteinn Gíslason, Laugavegi 2. Afgreiðsla blaðsins: Þingholtsstr. -át. Prentað í Félagsprentsmiðjunni. (bonless Cod) í tré- og blikkkössum, eða pressaður saman í bagga með vírböndum í þar til gerðri pressu, saltflskur, síld, lýsi og gúanð o. s. frv. Saltflskur Norð- manna var flestur fremur Ijótur (eftir vorum ,,smekk“) blakkur og iítið saltað- ur (en það er víst eftir ósk Spánverja), eða mikið saltaður og annars ekki vel verkaður, blóðugur eða illa þurkaður. Pækilsaltaður þorskur í tunnum (Yærra- torsk) var aftur mjög fallegur — Þ4 má nefna ógrynni af niðursoðnum og reykt- um fiski, biísling (,,ansjóser“), síld ýmis- lega verkaðri einkum frá verksmiðjum í Stavanger. Fiskiskóli ríkisins í Bodö sýndi og ýmislegt þesskonar. Þessi skóli er stofnaður 1892 og kennir ýmislegt, er lýtur að meðferð á flski, tilbúning á veið- arfærum, ýmislegt um fiskiveiðar, teikn- ingu og ágrip af efnafræði og dýrafræði. Tilraunastöðin (Forsögsstationen) í Berg- en hafði beykistöðu sína á sýningunni. Þessi stofnun er einnig mjög ung og gerir tilraunir með ýmislegt, er snertir geymslu og verkun á fiski. Hún hafði frystiklefa á sýningunni eftir ameríkönsku sniði. Alt þetta bendir á, hve langt vér stönd- um Norðmönnum að baki í mörgu, er snertir meðferð á fiskinum og einkum á því, að nýta alt, sem úr sjónum fæst. Ég hitti að máli forstöðumann tilraunastöðv- arinnar Hinrik Bull, til þessaðtalaviðhann umýmisiegtviðvíkjandifrystihúsum, því mér var áhugamál, að fá bendingar frá honum í þá átt. Hann lét þær og góðfúslega í té. Ég vil nefna hér hinar helztu. Hann sagði, að það væri nú álitið sjálfsagt í Noregi og Ameríku, að kuldinn í frystin- 181 Kennarinn, Já. Klukkarinn. Alt að einu í yðar tali hreinu, beinu mér dylzt ei timans iðu-ðlga, og ólga nðg er hér um Bvið, og einkum þesai kurr og kðlga sem kastar öllum fornum sið, Kennarinn. Því túna skal ei grið; hið rotna er hina unga næring og öldin þjáist hér af tæring; ef hroðanum upp ei hðstað fær á hún að setja upp allar tær. En BÍzt þarf mikil sjðnargler að sjá að talsverð ölga’ er hér. Pann dag er kirkjan vesla valt, það var sem henni fylgdi alt, og alt til foldar félli þá, sem fólkið bygði líf sitt á. Klukkarinn. Og flestir eins og féllu’ í dofa. En fyrst þeir æptu: Rífið, rífið ! En þögn kom eftir þrumu-rofa, sem hræddust menn að missa lífið. Peir störðu smeykir, stóðu hremdir, er hyrja skyldi bana-rof við bygðarinnar forna hof ; og sumir kváðust hræðast hefndir. um vari aldrei miuni en 6° C, en vissi þó eDgin ráð til þess að verjast því, að fita þránaði, nema að hafa sem mestan kulda; hattn hafði þó ekki reynslu fyrir eins langri geymslu og vér. Ennfremur, að hann undanfarið ár hefði gert tilraun- ir með ýms efni, er brúkuð eru, eða mætti brúka til að troða með veggi á íshúsum. Hann komst að raun um að þur dýja- mosi og baðmull (,,vatt“) sé bezt, en sag (sem er algengast hér) lakasta efnið til að troða með. Þetta munu Norðmenn víst brátt reyna. Hann sagði og að áríð- andi væri, eins og vér erum nú gengnir úr skugga um, að það sem geyma ætti væri nýtt, þegar það frysi, og áleit bezt, að taka innan úr síld, ef ekki væri hægt að frysta hana glænýja. Ýmsar tegundir af beitu voru og sýnd- ar. Auk þeirrar beitu, sem hér er algeng, má nefna kuðung (bobba), sem Norðmenn brúka mjög, og þurkaðan smokk, og skera (maðkamóðir). Síldarbeitan var miklu stærri, en hér tíðkast fyrir þorsk. Fiski- klakstöðin í Flódevigen sýndi mikið af þorsk-ungviði, sem var klakið út þar, á ýmsu aldursskeiði; 1891—1898 hefur hún klakið út 1900 millj. af þorskhrognum auk annara fiskhrogna (síld, kola) og kostar nú 2—3 aura að klekja 1000 eggj- um. Kostnaðurínn er nú 7—10 þús. kr. á ári. Svo þykir nú, sem fiskur hafl aukist í Kristianíu-firðinum, síðan farið var að klekja út, en því miður ekki auð ið að sanna, að það sé eingöngu klakinu að þakka. Bæði þessi sýning og margt annað sýn- ir, að Norðmenn eru komnir vel á veg með flest, er að fiskiveiðum lýtur og þeir eru ekki bágir á, að gera tilraunir með margt nýtt, sem þeir ætla, að megi koma að notum. Þeir hafa líka myndað mörg félög til eflingar fiskiveiðum, og eitt öflngt alsherjarfélag, Selskabet for de norske fiskeries Fremme (félagið til eflingar norskum fiskiveiðum, sem hefur að- setur sitt í Bergen; það reynir með verð- Iaunum, fjárstyrk og útgáfu tímarits, að efla og styðja allar framfarir í fiskiveið um. Tímarit þess, Norsk Fiskeritidende, er ágætt rit og mjög ódýrt, (kostar 3 kr. með póstgjaidi) og verðskuldaðl meiri út- breiðslu hér, en það hefur. Eins og áður er tekið fram, sýndu fá- einir einstakir menn frá löndum, er ekki tóku opinberan þitt í sýningunni. Helzt voru það nokkrir brezkir verksmiðjueig- endur og var leitt, að Bretar voru ekki opinberlega með, því þi hefðu menn feng- ið margt gott að sjá. Ég vil sérstaklega nefna The great Grimsby Coal, Salt and Tanning Company, er sýndi mikið af öilu er til fiekiveiða lýtur, alt frá sjóvetling- um upp að fiskigufuskipalíkunum; leit alt út fyrir að vera vel vanduð. I. & W. Stewart, Esk Mills Musselburgh, Scotland, sýndi netagarn og síldarnet. Yerksmiðjan hefir stsðið síðan 1812 og hefur 700 verkamenn. — Edwards Brothers, North Shields, England, gufuskipasmiðir sýndu mörg líkun af flskigufuskipum, þar á meðal af skipum, er ganga til íslands. Þeir hafa smíðað als 93 fiskigufuskip. — Holzappels Compositions Company, Itd, Newcistle sýndu ýmiskonar farfa á skips- botna, þar á meðal koparfarfa á tréskip. Stykki úr skipsbotni, alsett stórum hrúð- urkörlum o. fl., sýndu þeir sem dæmi uppá skip, sem ékki væru máluð með þeirri samsetningu, en voru svo hygnir að sýna ekkert, er hefði verið málað með henni. Þetta fékk þó æðstu viðurkenningu á sýningunni. Það voru þó ýmsir fleiri, frá Ameríku, Svíþjóð og Noregi, er sýndu þesskonar samsetningu. En hve góðar þær eru skal ég láta ósagt um, Hvorki Fleischer, Erichsen né Drechul kapteinn, er ég hitti á sýningunni, gátu nefnt mér neinn þann botnfarfa, er gæfi neina trygg- ÍDgu fyrir trémaðki. Norðmenn brenna oft skip sín utan og bika þau svo með koltjöru, er soðin hefur verið í 4 tíma. — í sambandi við þetta vil ég geta þess hér, að ég nefndi í „íslandi“ 1. marz þ. á., að Hoflendingum gæfist bezt blanda af koltjöru og kreosótolíu, til að smyrja með flóðgarða8taura. Síðan hef ég fengið að vita, að kreðsótolía er sama sem „karbó- llneum“, sem fæst hér í verzlunum. Frá Þýzkalandi sýndu nokkrir, t. d. Woltereck & Robertson, Hamburg, segldúk og kaðla. — Frá Spáui var aðeins sýnt Ibiza-salt. Ég hef þá reynt að skýra stuttlega frá því helzta, er ég sá á fiskisýningunni, einkum því, er ég held, að roætti oss að gagni verða og ég hef viljað vekja at- hygli á. Ég hef því tiigreint nöfn og heimili ýmsra macna, ef einhver vildi biðja þá um verðlista, eða aðrar upplýa- ingar. Það mætti vel nefna fieiri, sem ég get tilgreint, ef einhver æskir þess sér- staklega; einnig hef ég nokkra verðlista frá veiðarfæra- og kaðlakaupmönnum í Bergen og útbýti þeim til þeirra er óska. Annabel Lí. Eftir Edgar Poe. Síðan eru nú ótal ár að á eyjunni sænum í lífði stúlka, sem nú er nár, að nafni Annabel Lí. Er hennar ég roinnist, þá hníga mér tár og harmur minn ýfist á ný. Við vorum ung, höfðum ekkert reynt þar á eyjunni sænum í, en við unnum hvort öðru svo undurhreint ég og hún Annabel Lí, að englar á himnum í öfund leynt sáu ofsjónum yfir því. Af þessu leiddi það eitthvert sinn þar á eyjunni sænum í, að ofanAskali bylur, er beit svo kinn, að hún bliknaði’ hún Annabel Lí; en háborin ættmenni himnum af hrifu’ hana Annabel Lí úr faðmi mínum og frammi við haf þau fólu’ hana gröfinní í. Englarnir komu, var almælt þar á eyjunni sænum í, af öfund tómri, því ekkert var sem ást okkar himniuum í; og náttbylinn þessvegna niður bar sem nísti’ hana í hel, hana Aunabel Lí. En sigrast mun ást okkar ást þeirra á, sem eldri þykjast en við, 182 183 184 Kennarinn. Hinn gamli andi ótal bönd um allra vafði sál og hönd á meðan ný og háreist höll ei helguð yrði, björt og snjöll, menn velktust bseði’ í von og kvíða og voru að skoða merkin tíða, og mundu til hins mikla dags með merkisstöng hins nýja hags, sem kæmi Btór og góður gestur; en þó er kirkjan stðð með stöng tók strax að draga’ úr vonar söng, og nú, já, nú er flúinn frestur. Klukkarinn. (hendir) Nei, hvaða sægur, heilla vinur er hingað kominn. Kennarinn. Púaundir. En kyrðin }iá ! Klukkarinn. Og þó finnst dynur, sem þjóti’ úr hafi stinnings-byr. Kennarinn. Já, þjóðar-hjartað hrærist, stynur. Það er sem gangi gegnum lýðinn sá grunur nú, að stór sé tíðin ; það er sem hlaupi örvarboð, að eigi menn að skipta’ um goð. En presturinn ? — Mér óglatt er, ég óska helzt ég væri’ ei hér. Klukkarinn. Ég segi eins. Kennarinn. Á slíkri stund vér sjálfra vor ei þekkjum lund ; í hverju djúpi’ er dimmra undir, menn dragast, hopa, rétta mundir. Klukkarinn. Heyr, vinur ! \Kennarinn. Hvað þá ? Klukkarinn. Hm ! Kennarinn. Þér bliknið ! Klukkarinn. Ég held ég tali rétt, þér viknið! Kennarinn. Hver, ég ? Nei ! Klukkarinn. Varla, — varla ég. En vottorð eins eru trúanleg. Kennarinn. Nei, við erum ei sem landsins lýður, og lifið heilir! Skólinn bíður. (fer). Klukkarinn. Mig dreymdi1 um stund sem heimskan hrók, en hef nú aftur girzt í brók og stend sem læst og lokuð bók. Ég starf mitt rek með egg og oddi, því iðjuleysi’ er fjandans koddi. (fer að hengja upp hiuu megin). (Organið hefur liljómað lágt og þungt meðan þetta samtal stóð, en nft hljómar pað hatt og ógurlega, en pagnar snögglega með drynjandi hj&ræmi. Að vörmu spori kemur Brandur út úr kirltjunni). Brandur. Nei, mig forðast hljöðið hreina, hvenær sem ég fer að reyna; spilíð snýst í hvin og óp. Líkt sem veggir, loft og hvelfing loki sig með dróma — skelfing sorgarþungt um sönginn snauða svo hann verði feigðar-óp niðri’ í kistu násins dauða. Einn ég stóð sem elding lostinn, organ mitt var tóna-laust; beindi minni bænar-raust; en hún rumdi röng og brostin, og sem klukka rifnuð rymur raddar minnar hási ymur aftur gegnum brjóst mitt brausts. Og mér sýndist herrann hár horfa til mín ínst úr kðrnum, benda móti bænarfórnum, benda fram með reiðar brár! Byggja vildi’ ég herrans hús, hugur minn var stór og fús; alt ég reif að rauðri jörðu, ruddist um með kappi hörðu; — nú má unnið afrek sjá. Allir hrópa: Lítið á !

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.