Ísland


Ísland - 13.12.1898, Blaðsíða 4

Ísland - 13.12.1898, Blaðsíða 4
196 ISLAND. Domino og dýr sein gyada. Domino stærri og albnrn mynda og ótal fleira er þar að sjá. Reykjavík. Sdjó mikinn hafði sett hér niður, en í gærkvöld gerði hiáku með stormi og hef- ur snjórinn sigið mikið síðan. Á sunnudagskvöldið var hér stofnuð ný öood Templarastúka og skírð „Dröfn“ nr. 55. Stofnendnrnir voru 120, flest skip- stjórar og aðrir sjómenn; eru yfir 80 af stofnendunum nýir félagsmenn í G. T,- reglunni, en hinir komu tii úr eldri stúk- unum. Þetta er fimta stúkan hér í bæu- um. Nær allir skipstjórar af þilskipum Reykvíkinga eru í þessari stúku. Stúdentar hér í bænum eru nú að ráð- gera að stofna leikfimisfélag og er talað um að fá afmældan blett suður á melun- um, ryðja hann og búa þar út leikvöli. Thorvaldsensfélagið hélt Tombðlu í Iðn- aðarmannahúsinu á iaugardags- og sunnu- dagskvöldið. Halldór Þórðarson bókbindari hefur leg- ið veikur 2 undanfarna daga; meiddi sig litið eitt í hendi nýlega og varð þetta úr. Hann er nú fremur í afturbata. Jóhanues Hansen kaupmaðnr hefur lengi legið sjúkur, en er nú á batavegi. öafuskipið „Mors“ á að fara héðan á morgunmáliau austur til Eskifjarðar og þaðan til útlanda. „ísafoid“ flytur á laugardaginn grein um íslenzku tímaritin í ár. Greinin er yfir höfuð aðfinningar. Sumt af því, sem þar er tekið fram er rétt athugað, enda hafa fyr heyrst samskonar óánægjuyfirlýs- ingar um þau tímariun, sem styrkt eru af almannaíé, einkum tímarit bókmenta- félagsins. En það vautar, að höf. skýri frá á hvern hátt hann hugsar sér að bót yrði ráðin á því, sem honum finst fara aflaga, hvernig fyrirkomulag tímaritanna ætti að vera, til þess að þau næðu betur tiigangi sínum. Út á einstakar greinir, sem fram hafa komið í tímaritunum, hefur biaðið þó ekk- ert að setja, telur þær flestar góðar nema fyrirlestnr Jóns Ólafssonar „Um Ameríku“ í „Sunnanfara“ og svo það sem birst hef- ur frá Guðmundi Friðjónssyni í því riti. En greinar Jóns Ólafssonar í „Sunnan- fara“ og eins kvæði öuðmundar Friðjóns- sonar eru einmitt það bezta, sem komið hefur fram í tímaritum okkar í ár. Rit- dómar Jóns Ólafssonar um orðabækur þeirra séra Jónasar og Geirs Zoega eru einu ritdómarnir, sem skrifaðir hafa verið um þær bækur og nokkur veigur hefur verið í. Og þessir ritdómar, og svo kvæði öuðm. Friðjónssonar í „Sunnanfara" eru meðal hins sárfáa, sem taliðverður að hafi bókmentalegt gildi af öllu því, sem staðið hefur í íslenzku tímaritunum í ár. Þetta munu flestir verða að játa, sem nokkurt vit hafa á því efni. Tvö af tímaritunum, Tímarit Bmfél. og „Eimreiðin“ hafa þó einkum átt að hafa það markmið, að vera bðkmentarit. Það er annars kynlegt, að þar sem „ísafold“ er nú að fárast um hlutdrægni í fyrirlostri Jóns Ólafssonar í „Snf.“, skuli honum aldrei hafa verið mótmælt þar í blaðinu. Engum hefði þó staðið það nær en meðritstjóra „ísaf.“ í blöðununi vestra hefur fyrirlestrinum einmitt verið hrósað fyrir það, hve hlut- drægnislaust væri litið þar á mál Vestur- íslendinga og hag þeirra. Og margir sárt þín minnast og mun það sorglegt finnast hve brátt svall banaund. En guð einn má þá gleðja, er grátnir nú þig kveðja í von um sælan vinafund. Á bjartan sigurbjarma er blakti um móður hvarma myrkt dauðaský upp dró; því harðast nístir hrygðin að hana banasigðin í lífsblómgunar leyftri hjó. Farðu vel í fegri heim fríði kvennablómi ástarperlur göfgar geym öuðs í helgidómi. Þinnar elsku ylmhrein spor er í minning skína, minni á’ eilíft ástar-vor alla vini þína. X. ]§=»©ÍIT af kaupendum „ÍSLANDs“, sem fengið hafa ofsent nr. 44 og 46 af þessu ári, eru vinsamlega beðnir að endur- senda þau blöð hið allra fyrsta. ATVINNA óskast helzt við barnakenslu, skriftir eða aðra hæga vinnu. Heimsins ódýmstu og vönduðustu ORGEL 01FORTEPM0 fást með verksmiðjuverði beinu leið frá Cornish & Co., Washiagton, New Jersey, U. 8. A. Orgel úr hnottré með 5 oktövum, tvö- földu hljóði (122 fjöðrum), 10 hljóðbreyt- ingum, 2 hnéspöðum, með vönduðum org- elstól og skóla, kostar í umbúðum c. 133 krónur. Orgel úr hnottré með sama hljóð- magni kostar bjá Brödrone Thorkildsen, Norge, minst c. 300 kr., og ennþá meira hjá Petersen & Steenstrup. Öllfullkomn- ari orgel og fortepíanó tiltölulega jafn- ódýr og öll með 25 ára ábyrgð. Flutn- ingskostnaður á orgeli til Kaupmanna- hafnar c. 30 krónur. Allir væntanlegir kaupendur eiga að snúa sér til mín, sem sendi verðlista með myndum o. s. frv. Eg vil biðja alla þá, sem hafa fengið hljóðfæri frá Cornish & Co., að gera svo vel að gefa mér vottorð um, hvernið þau reynast. Fulltrúi félagsins hér á landi: Þorsteinn Arnljótsson. Sauðanesi. Harrisons Prj ónavélar. Beztar, vandaðastar og tiltölulega ódýrastar. Einkasali 1‘yrir Island Asgeir sigurðsson. REYKJAVÍK. f Solveig Ólafsdóttir. F. 17. okt. 1861, d. 24. júní 1898. Sjm eik fyrir elding félli með ylmrík blóm að velli svo b átt þitt lát að bar. Og sá;t þin ekkill saknar, og sorg hjá börnum vaknar, — sú hönd er köld, sem hlý þeim var 221 122 223 224 (Hjá hæstu seljum hygðarinnar. Hæíirbakvið öræfl. Það er rigning. Brandur og fólbið — karlar, konur og börn — kemur upp bæðirnar). Brandur Fram, fram, möti sigri’ og sól ! Nú sveypar þoka dal og hól en niðri sýður dökkgrátt djúp og dylur bæði hlíð og gnúp. Úr dauðans skuggum! Skundum enn, og skeiðið vinnum, Drottins menn. Maður einn Föður minn hefur ferð sú þreytt — Annar maður Frá því í gær ég át ei neitt — Aðrir fleiri Já, fá oss bæði fæði og drykk! Brandur Nei, fyrst yflr þennan kjöl i rykk. Kennarinn Hvern veg. Brandur Hver leið er bezta braut, sem ber oss gegnum stríð og þraut. Fylg mér! Maður nokkur Það klungurs-klif er ljótt; yið komumst aldrei fyrir nótt! Klukkarinn ískirkjan liggur líka þar. Brandur Bn leiðin þessi skemmri var Kona Æ, barnið veikt! — Önnar Mér blæðir sár! Þriðja Æ, býður engin drykkjar-tár! Klukkarinn Seð fólkið! Hér er hungurs-feikn. Margir menn Já, heyrðu prestur, gjörðu teikn! Brandur Ó, hversu þungt er hlekkja-hýðið, þið heimtið launin fyr en stríðið! Nei, burt með óp og eymdar-köf, eða’ aftur heim í sömu gröf! Kennarinn Jú, rétt fer hann, við hljótum stríða, og hnossins fyrst í trúnni bíða Brandur Já fólk, þín von skal vissa gjörð, eins víst og Drottinn stjórnar jörð! Margir Við hlýðum; sjá við höfum spámann! Einn maður Hvar er sigurinn? Ég vil fá hann! Annar Verður ei stríðið voða-skætt? Einn annar Verður ei lífi mínu hætt? Kennarinn (1 hálfum hljóðum) Þarf ég að hugsa’ um harða raun? Annar maður Hver eru mér nú boðin laun? Ein kona Ég vona iífs að sjá minn son? Klukkarinn Br sigursins á morgun von? Brandur (lltur 1 kringum sig) Um hvað er spurt með hræðslu-kvíða ? Klukkarinn Um það, hve lengi þurfi að stríða, og því næst um hvað kosti raunin, og Bíðast, — hver sé sigurlaunin. Brandur Þeir æskja svars ? Kennarinn Já, áð’r en fóru, í öðrum þönkum flestir vóru. Brandur Svo hlýðið til! Múgurinn En hef þú tal! Brandur Hve lengi stríðið standa skal? Það standa skal til lífsins enda, uns þér haflð allar fórnir fært, og forðast undanbrögðin lært, — nns viljans kunnið bogann benda, og boðorð Drottins : Gef þú alt! í hverri sálu hljómar snjalt! Hvað kosti stríðið? Gjörvöll goðin, alt hálfverks-skran sem hugann fyllir, hvert holdsins band, er syndin gyllir, alt vana-slen, sem vermir doðann. Og sigurlaunin? Sálin hreina, hinn sanni vilji, trúin beina, sem fyrrist enga fórnargjöf, en fagnar tárum, deyð og gröf, — og þúsund brodda þyrnikrans, — þetta’ eru sigurlaun bvers manns! Múgurinn (óður og ær) Tælt, logið, hrakið, hrætt og svikið Brandur Hef ég bak orða minna vikið? Einstakir Þér hafið sðl og sumri heitið, en sigri nú í fórnir breytið. Brandur Ég hét því víst — og segi’ og sver að sigur skuluð vinna þér. En hver sem reynir fremstur fal, hann falla mun með sæmd í val; en hver sem hygst að hlífa sér, skal hopa fyr en barist er. Því fallið er til foldar merki ef fylgir ekki viljinn sterki, og fölnir þú á fórnarsvæði, er feigð þín vís þó hvergi blæði !

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.