Ísland - 26.02.1899, Blaðsíða 1

Ísland - 26.02.1899, Blaðsíða 1
ISLAND. 1. ársfj. Reykjavik, 26. febrúar 1899. 4. tölubl. Hjer með tilkynni jeg lieiðruð- um Yinum og Yiðskiptamönnum þá sorgarfregn, að faðir minn elskulegur, H. Th. A. Thomsen kaupmaður, antlaðist í Kaup- mannahöfn 8. þ. m. Yerzlunum þeim, sem um lang- an tíma liafa verið reknar í Reykjavík og á Akranesi undir nafni föður míns sáluga, verður haldið áfram undir sama nafni, ogán nokkurrar breytingar, og vona jeg, að heiðraðir skipta- vinir sýni verzlununum sömu velvild og sama traust, sem að unanförnu. Reykjavík, 19. d. fekrúar 1899. D. Thomsen. Nokkur orð um sjáyarútyeg og skipagjörð. Eptir Bjarna Þorlcelsson. Þó mikið og margt sje um sjávarútveg ritað nú í seinni tíð, er þó venjulega gengið fram kjá einu atriði, er virðist vera mjög varðandi, ef eigi mest varðandi, og það er skipagjörð eða smíði skipa og lag á þeim. Auðvitað er mjög eðlilegt, að ákugi og atkygli manna sje eigi nægilega vatnað á þessu, þar sem keita má, að íslendinga vanti með öllu fullaægjandi þekkingu eða kunnáttu á þessu atriði; en þekkingin eða kunnáttan er þó ávallt fyrsta skilyrðið fyrir því, að geta bætt úr því, sem ábótavant er, eins og þörfin er órækasta bendingin um, að ábótavant sje í einu eða öðra. Eu varla er von, að oss íslendingum sje auðið að afla oss þeirrar þekkiugar, sem kjer að lítur, með því að til þess þarf mikinn tíma og fje, svo í nokkru lagi sje, nema með styrk af landsfje, en reynslan virðist nú bafa sýnt, að aiþingi sje mjög svo mislagðar hendur í því, að efla verklogar framfarir í landinu. Þó verður það naumlega talið tii ofmikils ætlazt, að alþingi hefði veitt eða veitti nokkrum efnilegum og þar tii hæfum mönn- um styrk til þess, að geta farið utan og numið hið nauðsynlegasta er að þessu lýtur, t. a. m. með ársdvöl erlendis. — Til þess að kynna sjer skipa- lag og fleira í þá átt, mundi oss heppilegt að leita til Norðmanna. Jeg á hjer við þilskip, og þarf varla að taka það fram. Auðvitað er það, að brúkun á opnum bátum hefur á síðustu árum gengið mjög mikið til þurð- ar í sumum veiðistöðum landins, svo sem við Faxaflóa, en aptur eru sumir staðir á Iandinu, þar sem full vissa er fyrir, að fiskiveiðar á opnum bátum haldi sjer að öilu leyti, eins og verið hef- ur, um ókomnar aldir. Á öllum slíkum stöðum, þar sem jeg til þekki, þarf bæði bátalag og segla- útbúnaður umbóta við hið bráðasta. Q-eta má þess, að með þeirri aðferð, sem tíðkazt hefur, og enn er almennt höfð við bátasmíðar, verður smíðið tiltölu- lega dýrt, sakir þess, hve mjög það er gjört af handahófl og aðferðin seinleg. Jeg hef mína eigín reynslu fyrir mjer í þessu, þar sem jeg hef mörg undanfarin ár smíðað skip eptir hinni al- mennu rsglu hjer á landi, sem er sú, að byggja fyrst byrðinginn bandalausan og af handahófi. Bæði er þáð, að aðferð þessi er mjög óþægileg og seinleg, og svo er ávallt hætt við, þegar hún er við höfð, að báturinn verði meira eða minna skakkur. Jeg hef fyrir 2 árum síðan byrjað á því, að smíða báta eptir vissu máli, þannig, að jeg hef smíðað grindurnar og slegið byrðinginn utan á þær. Mjer telst svo til, að jeg sje þriðjungi fljótari að smíða báta með þessari aðferð. Auk þess er full vissa fyrir því, að bátarnir verða óskakkir. Auð- vitað verður mönnum útmæling á skipum mjög erfið viðfangs, þegar ekki er kostur að fá kennslu í því. Hvað þilskipa smíðum viðvikur, þá virðist allt benda á það, að oss íslendingum væri óumflýjan- lega nauðsynlegt, að hafa sjálfir í landinu vel- kunnandi þilskipasmiði, sem bæði væru færir um, að taka að sjer þilskipa-smíðar og að kenna þær öðrum; því, eins og kunnugt er, hefur þilskipaút- vegur aukizt mjög hjer á landi siðustu undanfar- in ár, og eru, eins og eðlilegt er, allar líkur til, að hann muní enn stórlega aukast, Það er skaðlegt og jafnvel skammarlegt, að skip verða hjer á landí venjulega að strandi, opt fyrir mjög litlar skemmdir, og það á þráfaldlega, ef eigi nær altjend, rót sína í því, að það eru ekki til neinir þeir menn, er hafi kunnáttu og verkfæri til þess að gjöra að skipunum svo í lagi sje. Þessi tilfelli geta þó valdið einstök- um mönnum stórtjóni, sem eru skips-eigendur, og hafa skip ekki vátryggð nema sem nemur tveim- ur þriðjungum verðs þeirra. Það gefur að skilja, að þetta getur valdið mönnum alveg óbærilegu tjóni. í staðinn fyrir, að mörg skip, sem á land rekast og laskast, verða að engu, eins og nú stendur, mundi, ef slíkir skipa-smiðir væru til í landinu, skip, þegar svo stæði á, geta fengið fulla aðgjörð, og skipseigendur, þegar eins stæði á og hjer er ávikið, ekki bíða neitt tilfinnanlegt tjón, en á- byrgðarsjóðurinn vinna við það, að þurfa ekki að greiða þá upphæð, er skipið var tryggt fyrir, því eðlilega ætti eigi að framfara aðgjörð á skipinu, ef hún álitist nema meiru en helmingi þess verðs, sem skipið er tryggt fyrir. (Niðurl.). Jeg sá í sumar í ísafold, að einhverjir prestar eystra höfðu falið sra. Valdemar Briem að hrekja ummæíi einhvers alþýðukennara um Helga-kver, og var ekki annað að sjá, en að hann hefði tek- ið það að sjer. Hve nær kemur það? Mörgum mundi þykja gaman að sjá, hvernig sra. Valdemar, þótt skáldmælturj og ímyndanaríkur sje, klárar sig frá því vandaverki. Eða á það svona að „lognast útaf“? Bezt væriþað í efnalegu tilliti. Pjetur eí ekki Páll. Þættir um íslenzkar bókmenntir. II. Sæmundaredda. (Frh.). Sem dæmi um mannlýsingarnar í hetju- kvæðunum má taka nokkur erindi úr kviðunum um Sigurð Fofnisbana, Brynhildi og Niflunga. Þær eru kveðnar eptir sögnum af Þjóðverjalandi. Brynhildur Buðladóttir var valkyrja, er Sigurður hitti á Hindarfjalli, þá er hann hafði vegið Fofni. En Brynhildur festi ást á Sigurði. Hann giptist síðan Guðrúnu Gjúkadóttur, systur Gunnars og Högna. Þeir voru kallaðir Niflungar. Gunnar bað síðan Brynhildar. Hún hafði vafurloga um skemmu sína, og hjet að giptast þeim manni ein- um, er þyrði að ríða vafurlogann. Þeir Sigurður og Gunnur skiptu þá litum og reið Sigurðut vaf- urlogann og gekk að brúðkaupi með Brynhildi, en hún hugði hann vera Gunnar. En Brynhildur unni allt af Sigurði. Þær Guðrún möttust eict sinn um það, hvor þeírra ætti vaskari mann, og komst þá Brynhildur að því, að hún hatði verið svikin til að glptast Gunnari og eggjaði hann þá á að drepa Sigurð, en Gunnar fjekk til þess bróður sinn. Sigurður var veginn sofandi í sæng hjá Guðrúnu. Hjer er Brynhildi lýst, er hún heyrði, hverju fram fór: Hló þá Brynhildur Buðladóttir einu sinni af öllum hug, er hún til hvílu heyra knátti gjallan grát Qjúkadóttur. Guðrún sat yfir Sigurði dauðum; hún grjet eigi sem aðrar koaur, en hún var búin að springa af harmi: Gjörðit hún hjúfra nje kveina um nje höndum slá aem konur aðrar. Menn og konur gengu til að hugga Guðrúnu; Gullrönd systir hennar svipti blæju af líki Sigurð- ar. Frá því segir svo: Á leit Guðrún oinu sinni, sá hún döglings skör dreira rnnna, fránar sjónir fylkis liðnar hugborg jöfurs Brynhildur kom og til urðar. TJm það segir svo: Stóð hún und stoð, hjörfi skorna. Þá hnje Guðrún höll við bólstri; haddur loBnaði hlýr um roðnaði, en regns dropi rann niður um knje. Gaðrúnar og sá lík Sig- eldur úr augum, strengdi hún elri, eitri fnæsti, brann Brynhildi er hún sár leit Buðladðttur á Sigurði. Brynhildur lagði sig sverði í gegnum og fylgdi svo Sigurði dauðum. Guðrún var síðan gipt Atla konungi, bróður Brynhildar. Hann bauð til sín Niflungum, Gunn- ari og Högna, og drap þá. Ljet hann skera hjarta úr Högna kvikum, en setja Gunnar í ormagarð og binda hendur hans á bak aptur. En Gunnar sló hörpu með tánum og tældi frá sjer ormana nema nöðru eina; hún hjó gat á brjóstið og saug sig fasta á lifrina og drap Gunnar svo. Guðrún hefndi svo bræðra sinna, að hún drap tvo unga sonu þeirra Atla og matreiddi handa honum, en sagði honum sjálf frá á eptir: Tók ek þoirra hjörtu Einn þú ollir, ok á teini steiktak, ekki rjestu leiía, seldak þjer síðan; töggðir tíðlega, sagðak kálfs væri! trúðir vel jöxlum. Eddukvæði hafa haft mikil áhrif á íslenzkar bókmenntir. í fornöld voru samdar eptir þeim sög- urnar um Yölsunga og Niflunga o. s. frv., og við þau studdist Snorri Sturluson, þegar hann samdi goðafræði sína. Á síðari öldum, eptir að farið var að ransaka hin norrænu fræði, hafa áhrif þeirra orðið miklu víðtækari. 1644 þýddi Stefán Ólafs- son Völuspá á latínu. 1758 gaf professor í Altona, G. Schulze, út nokkur brot af Sæmundar-Eddu í latueskri þýðingu og ritaði um mismunandi hugs- unar-hátt hjá fornskáldum Grikkja og Norðurlanda- búa. Herder, hinn alkunni þýzki rithöfundur, (f. 1744) getur Eddu og kallar keltneskt kvæði; hefur hann hana upp til skýjanna. Hin þjóðlega germanska er þá að brjótast til valda í kveðskapn- um. Á 18. öld fara íslenzk skáld að nýju að yrkja í Eddukvæða stýl, Eggert Ólafsson, Gunnar Pálsson o. fl. Einkum er það þó rómantiska stefnan í skáldskapnum, sem hefur rutt Eddukvæðunum braut til þess vegs, sem þau hafa náð í bókmenntum nú- tímans. Bjarni Thórarensen yrkir flest beztu kvæði sín í anda og krapti Eddukvæðanua; eins má sjá áhrif þeirra í kvæðum Jónasar Hallgríms- sonar og síðau flestra íslenzkra skálda.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.