Ísland - 26.02.1899, Side 2

Ísland - 26.02.1899, Side 2
14 ISLAND. III. Skáldakvæðiu. Svo kallast mikill bálkur í hinum forníslenzka kveðskap, og nær hann yfir fjórar aldir, eða frá því land byggðist og fram undir lok 13. aldar. Til hans eru taliu höfðingjakvæði, tækifæriskvæði, manvisur, háðvísur og níðvísur. Guliöid þessa kveðskapar er hin 10. og 11. öld, eða hinn sami timi, er yngstu málfræðingar telja Eddukvæðin ort á. Höfundar flestallra þessara kvæða eru meira eða minna kunnir, og koma þeir mjög við forn- sögurnar. Mikill hluti kvæðanna er kveðinn áður ritöld hefst; hafa þau þvi geyrazt í munnmælum eins og Eddukvæðin. En höfundar þessara kvæða kváðu um samtímis-viðburði, er þeir opt og ein- att voru sjálfir sjónarvottar að, eða við riðnir. Þau segja frá afrekum konunga og höfðingja, lýsa or- ustum, vígaferlum og hirðglaumi. Þau voru því hin heizta uppspretta og bezta stoð sagnaritunar- innar, þegar hún hófst. Um sögu þessarar kveðskaparstefnu vita menn það, að hún var hafin í Noregi þegar ísland byggð- ist, svo sem áður er frá sagt. En lítill var vöxt- ur hennar og viðgangur meðal Norðmanna, en íslendingar kváðu um konunga þeirra og orrustur. Á blómatíma þessa kveðskapar stendur enn vík- ingaöld um Norðurlönd. Þá voru róstutímar, en samgöngur tíðar milli landa. ísienzkir höfðingja- synir fóru þá á yngri árum víða um Norðurlönd, svo og um England, írland og Suðureyjar; þeir voru og í Væringjaliði í Miklagarði og eptir að ferðir hófust til landsins helga, voru þeir og þar í förum. Voru þeir ýmist í víkingu eða á mála hjá konungum. Sumir voru undir eins víkingar og kaupmenn. Þótti gott að framast í útlöndum, og lítt þótti sá að manni, er eigi sá nema sitt föður- land. Þeir, sem skáld voru, fluttu þá konungum kvæði til að ná vingan þeirra og metorðum víð hirðina, og kváðu um afreksverk kouunganna og orustur, en hirðin hlýddi á. Höfðingjum þótti mikil sæmd að vera lofaðir í kvæði, því sá var þá eini vegurinn til að lofið geymdist og verk þeirra yrðu lengi í minnum höfð. Guldu þeir skáldun- um vegleg skáldlaun og opt vináttu sína. Bezt tóku Noregskonungar og norskir höfðingjar kvæð- um, og voru sumir þeirra allgóð skáld, svo sem Haraldur harðráði. Opt staðfestust íslenzk skáld lengri eða skemmri tíma hjá konungum ytra og gjörðust hirðskáld þeirra; þó tíðkaðist þetta eigi fyr en eptir miðja 10. öld. Ein af ástæðunum til þess, að kveðskapur þróaðist svo mjög á íslandi er sú, að hann hjálpaði þeim, er utan íóru, svo mjög til frama og gengis erlendis; auk þess sem kveðskapurinn þótti fögur list, var hann þeim og nytsamur. Hann má kalla einn af atvinnuveg- um íslendinga í fornöld. Heima fyrir ortu þeir mankvæði til ástmeyja sinna og tækifæriskvæði um það, er við bar, einkum víg og vopnabrak, en háð eða níð ura óvini síua. Margt er nú týnt af kvæðum þessum, og af öðrum eru aðeins brot til. Tækifæriskvæðin eru færð til til og frá innan í sögunum. í íslendingasögum er eigi ætíð áreiðan- legt að þau sjeu ort af þeim, sem þau eru þar eignuð, og geta þeir, er síðan fóru með söguna, hafa ort þau inn í. Þó er þetta sjaldgæfara. Þegar kemur fram yfir aldmótin 1100 fer þess- ari kveðskaparstefnu að hnigna. Kristindómurinn, „hinn nýi síður“, er þá farinn að festu rætur, og kveðskapurinn fer jafnframt að verða andlegs efnis; þá fara menn og meir að gefa sig að sagna- ritun, en Ijóðagjörð. Þó er kveðskaparstefna þessi vel lifandi bæði á 12. og 13. öld. En um 1300 koma upp rímurnar, sem eru framhald hennar í annari mynd. En jafnframt þessum kvæðabálki verða til Eddukvæðin, sem áður er sagt frá, og andleg kvæði, er síðar verður lýst. Á elztu skáldakvæðunum eru hinir sömu brag- arhættir og Eddukvæðunum, en meginhluti þessara kvæða er þeim ólíkur að því, að hjer er ytri bún- ingur mjög vandaður. Braglist er svo mikil hjá þessum skáldum, að aidrei hefur lengra komizt, og dýrleiki rímsins og orðaglamrið ber efnið víða of- urliði. Nú skal nefna hina allra-helztu hætti, sem skáldakvæðin eru ort undir: „Kviðuháttur“ er gamall og líkur fornyrðalagi og myndaður af því, svo að einni samstöfu áherzlulausri er hleypt burt úr hinum stöku Þetta er kviðháttur og Njóti aldrs ok auðsala konungr ok jarl, þat er kvæðislok; vísuorðum (1., 3., 5., 7.). er eptir Snorra Sturluson: falli fyr fold í ægi steini studd en stillist lof. En göfugastar þótti hinn „dróttkvæði“ háttur; hann er mjög hljómfagur, þegar dýrt er kveðið, og þótti bezt sæma höfðingjakvæðum. Hann er mynd- aður af fornyrðalagi svo að aukið er tveim sam- stöfun við hvert vísuorð og er hin fyrri ætíð löng og hefur áherzlu, en hin síðari er áherzlulaus (—x). Hver vísufjórðungur hefur tvo stuðla og höfuð- staf eins og í fornyrðalagi. En þegar dýrt er kveðið eru tvær hendingar í hverju vísuorði, en hendingar kallast samstöfur, þar sem sömu samhljóðendur fara eptir hljóðstafinn, t. d. fall, snjall, mín, þín. Ef hljóðstafur er hinn sami í báðum samstöfum, heita hendingarnar aðalhending- ar, t. d. mín, þín, en ef hann er ekki sá sami, þá heita þær skothendingar, t. d. fall, svell. Skot- hendingar standa í hinum stöku vfsuorðum, aðal- hendingar í hinum jöfnu. Síðari hendingin stend- ur ávalt í næstsíðustu samstöfu. Þetta er drótt- kveðið: Hlakkar hagli stokkinn Svá, gól endr, þá es unda hræs, es kemr afsævi; eiðs af fornum meiði móðr krefr morginbráðar hræva gaukr, es haukar már valkastar báru bildinga mjöð vildu. Þessum hætti má breyta á ýmsa vegu. Sje auk- ið við hvert vísuorð tveim samstöfum, heitir það „hryndhenda“ eða hrynhendur háttur. Sje síðustu samstöfu kippt aptan af hvarju vísuorði, heitir hátturinn „stúfur" o. s. frv. Sjeu hendingar sett- ar í fornyrðalag, heitir það „Töglag“, en sjeu þær settar í málahátt, heitir hann „Haðarlag“- Sjeu hendíngar ekki hafðar inni í vísuorðum held- ur í enda hvers vísuorðs og þau þannig rímuð saman, heitir það „runhendur háttur“ eða „run- henda“ hvort sem vísuorðin eru fleiri eða færri samstöfur. Hvert kvæði hjet annaðhvort drápa eða flokkur; einstakterindivísa; fleirtalan „vísur“ er oghaftísömu þýðingu og flokkur, Stutt drápa hjet „dræpling- ur.“ Drápu-nafnið hyggja menn komið af því, að kvæðin eru jafnan um dráp og vígaferli. Mest þótti vert um drápurnar. Einkenni þeirra var stefið, en það er viðkvæði, sem eudurtekið er hvað eptir annað með nokkru millibili. Stefið er ýmist tvö eða fjögur vísuorð, og stendur efni þeirra ekki í beinu sambandi við efni erindanna í kring; stef- ið er eins og laus vísa, sem skotið er inn í dráp- una. Stundum er stefinu skipt, svo að skotið er inn erindum úr kvæðinu milli stefjahlutanna, en þó halda þeir saman að efni; þetta heitir klofa- stef. Stefið skiptir drápunni í þrjá aðalhluta; upphaf (sá hluti hefur ekki nafn í fornu máli), áður steíið er kveðið, stefjabálkinn, sem er allur miðkafli kvæðisins, cg slæmur, en svo heitir síð- asti kaflinn, sem á eptir fer, þegar stefið erkveð- ið í síðasta sinn. Fiokknr eða vísur kallast öll þau kvæði, sem ekki hafa stef. Til að skilja hinn fornnorræna kveðskap, og einkum þó til að geta notið hans, er það fyrsta og helzta skilyrðið, að fá þekkingu á hinu svo- kallaða skáídamáii, eða skáldskaparmáli. Það hef- ur verið svo á öllum tímum, að kveðskapurinn hefur verið orðríkari en hið lausa mál; því valda örðugleikar þeir, er ríminu fyigja; verða skáldin opt að nota fátíð og gömul orð, eða mynda nýyrði, vegna rímsins. Málskrúð hefur og jafnan verið samferða ríminu, og skáldin gert sjer jafnt far um að mynda skrautyrði sem hendingar og hljómandi orð; svo myndast mörg lýsingarorð í mál- unum. En svo sem kveðskapargáfan er bæði fólg- in í orðríki og líka hinu, að geta leitt tunguna fram klædda rími og málskrúði, svo er skáldskap- argáfan bæði fólgin í hugmyndaríki og einnig í því, að geta gert hugmyndasmíði sitt svo úr garði, að það sje eptirtektavert og ásjálegt. Það heitir skáldlist svo sem hitt heitir rímlist. Háfleygar hugsanir eru ekki allt af klæddar hljómandi orðum eða skrautlegu máli; því hagmælska og hugmynda- flug er ekki allt af samferða. Hugmyndasmíðið er eigi síður verkefni heimspekingsins og vísinda- mannsins en skáldsins. En Vísindamaðurinn þarf að eins þess að gæta, að allt sje hjá honum rjett smíðað, vel fellt saman og í föstum skorðum, hvað sem líður ytra útlitinu, stýlnum eða framsetning í formi og máli. Þetta er verkefni skáldlistarinnar, en rímlistin og allur hagleikur í búningi málsins er þáttur af henni. Rímlistin á að auðga og fegra málið, skáldlistin að auðga hugmyndalífið, fegra og göfga hugsunarháttinn. Til þess að geta skilið þessa skáldskaparstefnu og notið þeirrar listar, sem hún hefur að bjóða, verða menn að finna þá leiðarstjörnu, sem höfund- arnir hafa farið eptir í myndun orða, í málskreyt- ingum og framsetning hugmyndanna; menn verða að leita eptir því samræmi og þeirri fegurð, sem höfundarnir sjálfir hafa viljað ná með þeim stýl, sem þeir hafa valið sjer. Stýll norrænuskáldanna er einkennilegur og sjerstakur, einkum í skálda- kvæðunum. Kveðskapúr þeirra er myrkari og flókn- ari en dæmi sjeu til annars staðar. Gæti dýrleiki rímsins verið orsök þess, því margt mátti skáldun- um detta í hug meðan þau Ieituðu eptir hending- um til að ríma, áður en skáldamálið sjálft kom þeim til hjálpar í því efni. Fyrsti vísir til bók- mennta hjá öllum þjóðum, sem bókmenntir eiga, er kveðskapur, eða bundið mál, og hlutverk hinna elztu skálda er þá einkum að yrkja og rækta tung- una, gera hana hæfa til kveðskapar og til búnings fyrir skáldlegar hugmyndir. (Framh.). Ileykjíivík að sökkva? Reykjavík stendur á gömlum sjávarbotni. Malar- kambarnir og hjallarnir á hálsunum og holtunum hjer fyrir ofan sýna það eins áreiðanlega og mað- ur hefði sjálfur heyrt sargið í hnulluugunum í brimsoginu. Síðan þessir malarkambar voru lifandi, ef svo mætti að orði komast, hefur landið risið fram und- ir 140 fet úr sjó. En nú er það að sökkva aptur. Jeg fæ að minnsta kosti ekki betur sjeð. En? set jeg, afþví að jeg álít, að þetta mál þurfi frekari rannsóknar við. Sumarið 1897, er jeg var við jarðfræðisrannsókn- ir á Glrænlandi, hafði jeg gott tækifæri til að kynna mjer strandlengju, sem er að sökkva í sjó. — En það er sannað með mælingum, að Vesturströnd Grænlands er að sökkva. — Þegarjeg kom ti! Reykjavíkur í fyrra-sumar ept- ir nokxurra ára burtuveru, þóttist jeg sjá sömu merkin og á Grænlandi um það, að flóðið væri að smáhækka á landinu, þó hægau færi. Það þarf varla að taka það fram, hvaða hætta vofiryfir miðbænum, sje þetta rjett athugað. Eins og nú er ástatt, berst þangið upp að Austurvelli, þegar stórstreymt er, og landið þarf ekki að sökkva mikið til þess, að tjörnin verði vogur úr hafinu eins og hún var áður. En það er bezt að vita af hættunni; því að eins er hægt að sjá við henni. Jeg ætla að biðja menn að skoða marbakkann niður undan Hlíðarhúsastígnum; það er einna bezt að skoða hann í nánd við Kríustein. Neðst er sendinn leir en ofan á honum mólag. í mónum er mikið af birkifauskum, sumstaðar svo mikið, að það má heita fauskalag. Fauskarnir eru þetta 3—4 þuml. að þvermáli, en ýmsir meir. Eptir því, sem hjer gjörist, hefur þarna verið stæðilegur birkiskógur. Nú nær sjórinn að skola um þetta gamla skógar- stæði og hefur þegar tekið mikið af því burt. Það mundi hann ekki gjöra, ef landið væri eigi að sökkva. Menn geta nú að vísu komið með þá mótbáru, að hærra land kunni að hafa legið fyrir framan, sem sjórinn sje nú búinn að brjóta burt; þessi forni skógur þurfi aldrei að hafa verið fyrir ofan flóðmark. En sú mótbára hefur í mínum augum iítið gildi; það er of margt, sem bendir í 8ömu áttina. En jeg vil ekki fara út í það hjer; jeg mun rannsaka þetta mál betur og skýra frá því, ef ástæður leyfa. Það, sem hefur komið mjer til að minnast á

x

Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.