Ísland - 26.02.1899, Side 3

Ísland - 26.02.1899, Side 3
ÍSLAND. 15 þetta mál nú þegar, er einkum þessi ofangreindi bakki. Öldurnar standa þar allt of vel að vígi. Leirinn skolast svo auðveldlega burt undan bakk- anum, og það, sem ofan á Iiggur, hrynur níður. En því hef jeg bent á þetta, að mjer virðist ekki vanþörf á, að verkfróðir menn athuguðu, hvað er hægt að gjöra tii að varna skemmdum á land- inu. 21/2 — 99. Helgi Pjetursson, cand. mag. Hrefna. Einn jeg hými foss við fætur, foss, sem ýmist hlær og grætur eptir því sem lífið lætur. — Löngun tendrar þú með skæra strenginn; hjalar þýtt um heiðar nætur, hjúfrar blítt við klettarætur; alira misstra óska bætur, ástar fyrsta sælan endurfengin. Kveður fossinn, hjartans Hrefna, um hinnsta kossinn okkar stefna. Þá var ljett að lofa’ og efna, langtum sælla’ en nokkur reyna mnndi. Enn þá finn jeg nautn að nefna nafnið minna krapta: Hrefna. Enn þá geymi’ eg orðið gefna, aldrei gleymi’ eg þessum sæla fnndi. Þú, sem áttir augun bláu, undramáttinn hinna fáu, opin fyrir öllu háu, áður stjörnublik á himni mínum, kenn mjer hátt að hugsa’ í smáu, hata fátt af öllu lágu. Ljúfust stjarna’ á lopti bláu, lýstu hjarnið kalt með geislum þínum. Þú, sem áttir hjartað hreina, Hrefna, láttu mig nú reyna að þú sjert sú eina, eina, sem ekki gefur fyrir brauðin steina. Ef jeg kynni’ í kvæði’ að greina kvalir minna hjartans meina, ekki þarf jeg því að leyna, það er arfur frá þjer, stjarnan eina. Stjarnan allra stjarna minna, stóra barnið, lát mig finna sama á orðum augna þinna eins og forðum, vorið glaða’ og bjarta. Sömu rósir sje jeg kinna, sömu ljósin augna þinna. Ljúfa drottning drauma minna, djúpa lotning færi’ eg þjer og hjarta. H. Um nautgriparækt og landbuuað á íslandi. Eptir Júlíus Gumilaug'sson. Hjer á landi hafa allmargir verið mótfallnir nautgriparæktinni, en haldið fram sauðfjárræktinni og tekið hana langt fram yfir hina; þeir segja, að sauðfjenu sje fljótar komið upp, og svo sje það arðsamara og skemmtilegra í búinu. Þetta getur átt sjer stað; en ekki er það almennt, að jarðir sjeu til hjer á landi, sem miklu betur sjeu fallnar til sauðfjárræktar, en það er þar sem vetrarbeit er, og landskostirgóðir;geturverið aðsauðfjehafi ekkistaðið Iangt að baki nautgripum hvað arðinn snertir til verzl- unar rjett þau árin, sem það seldist bezt í Eng- landi, áður en innflutningsbannið skall yfir. En svo er aðgætandi, að sauðfje er undirorpið meiri vanhöldum en nautgripir. Það er því ofmikið á tvær hættur lagt, að reiða sig mestmegnis á sauð fjárræktina sem aðalbústofn landsins. Enginn skal þó skilja orð mín svo, sem jeg sje mótfallinn sauðfjárræktinni, eða vilji gjöra lítið úr henni. Langt frá því. Það er álit mitt, að sauðfje þurfi ekki að fækka í landinu, þótt nautgripum fjölgi að mun. Hjer er mest undir því komið, að bænd- ur hirði og noti áburðinn undan húsdýrunum, sljetti og rækti tún sin betur en víða er gjört. Það er óviðfelldið og sorglegt að sjá túuin karþýfð, áburðarlítil og illa ræktuð rjett í kringum bæina, og þúfnakollana gægjast þar upp, þessa gömlu minnisvarða ódugnaðarius, Búnaðarfjelögin ættu að sýna það með meiru en nafninu tómu, að þau sjeu búnaðarfjelög, þar sem þeim er veitt töluvertfje úr landssjóði, og þannig haldið í þeim líftórunni; væri styrkurinn til þeirra afnuminn, er útlit fyrir, að þau líði undir iok, að minnsta kosti sum þeirra. Landbúnaðurinn hefur nú á síðari timum ekki verið sem gíæsilegastur hjer á landi. Menn hafa við mörg ervið kjör að búa, þótt ekki hafi geng- ið yfir landið aðrir eins manndauðar, sem stund- um fyr á tíðum, því sveitabúskapurinn er nú á lágu stigi, og sumir bændur aðþrengdir af skuid- um og þröngt í búum þeirra; þeir hafa við margt aðstríðaog í mörg horn að Iíta,;og hafa því all- margir þurft að flýja á náðir kaupmanna og biðja þá um lán og fá umlíðun á skuldunum, sökum hins afarlága verðs á sauðfjenu hin síðari árin. En afleiðingin er sú, að margir hafa hætt búskap og orðið að selja eignir sínar fyrir lítið verð, og flutt hópum saman utan af landsbyggðinni og inn í bæina, og iifa þar á lítilli og óvissri daglauna- vinnu, því þeim hefur fundizt, að landbúnaðurinn alls ekki borgi sig. Það er allt dýrt, sem bónd- inn þarf að kaupa; svo hvíla á honum þung út- gjöld og skattar, en búsnytjarnar aptur í lágu verði. Menn segja: „iandbúnaðurinn borgar sig alls ekki; það má til að hætta við hann“. En það sannast lijer máltækið: „þeir vita hverju þeir sleppa, en ekki hvað þeir breppa“. Jeg er sannfærður um, að landbúnaðurinn getur borgað sig að meira eða minna leyti vel, ef menn að eins breyta til um búskaparlagið og velja sjer þann bústofn, sem fastastur og stöðugastur er. Bændur þurfa að verzla meira innbyrðis og við náttúruna. Það mus verða happadrýgra, en ganga í búðir kaupmanna og eyða þar tíma til að fá stundum lánaðar sumar þær vörur, sem þeir einmitt gætu svo ósköp vel fengið hjá sjálfum sjer. Landið okkar hefur ekki fengið orð fyrir það, að það væri akuryrkjuland, en til eru þó á því akrar; það eru kaítöflugarðarnir, sem opt hafa gefið af sjer þrítugfalda eða jafnvel fertugfalda uppskeru, og allir, sem ræktað hafa rófur og kál, þekkja nytsemi þess og búdrýgindi; en því miður eru þau heimili allt of fá, sem hafa matjurtagarð, heldur kaupa að gaiðávexti. Það er sorglegt til þess að vita, hvað menn eru hugsunarlitlir með grasræktina, einkum túnræktiua, sem er eitt af mestu velferðarmálum landsins. Og óskandi væri, að bændum væri það sem ljósast, svo þeir reyndu heldur að færa út tún sín en iáta þau ganga saman, svo nautgriparækt- in jykist, sem áreiðanlega er hin fastasta og viss- asta grein landbúnaðarins bæði til afnytja og frá- lags. Það er vankunnáttu að kenna, ef bændur hafa yfirleitt ekki jafnmikinn eða öilu heldur meiri arð af kúabúunum en sauðfjárbúunum, ef þau væru stunduð jafnmikið. (Niðurl.) Búfræðingafundur í Itvík. Að afloknum búnaðaifjelagsfundi Suðuramts- ins hjeldu 6 búfræðingar fund með sjer 28. jan- úar í Oood Templarahúsinu lijer í Rvík, og komu þeir sjer saman um að boða til búfræðingafundar fyrir alt land, á næstkomandi sumri, fyrir alþingi, til þess að ræða um ýms mikilsvarðandi málefni landbún&ðarins, sem geta haft þýðíngu fyrir al- þingi og Iandbúnaðinn í heild sinni. Var sam- þykkt á fundinum að fara þess á leit við allar sýslur á landinu, að þær styrktu, að minnsta kosti einn búfræðing úr hverri sýslu, til þess að mæta á fundi þessum. Verður seinna í blöðunum boðað til fundarins, og þá ákveðið nær hann skuli verða. Búfræðingar þeir sem fyrir þessu gangast, og sem vinna sem ein nefnd í þessu eru: Benjamín Benjamínsson, Björn Björnsson, GisliÞorbjarnarson, Jón Jónatansson, Kristinn öuðmundsson og Sigurð- ur Þórólfsson, sem kosinn var formaður fjelagsins. Síðan þessi grein var sett hefur „ísl.“ verið beðið fyrir svolátandi Fundarlboð. Vjer undirritað leyfum oss hjer með, að boða til almenns búfræðingafundar fyrir land alt í Reykjavík, fimtudaginn 29. júní næstkomandi. Fundurinn hefst kl, 8 árdegis, (en áður verður birt, hvar húsrúm er fengið). Tilgangur fundarins er að ræða um ýms bún- armál, er væntanlega verða lögð fyrir næsta al- þingi, og að búfræðingar geti borið saman skoðanir sínar í ýmsum atriðum, er að búnaði lúta. Ætlazt er til að allir búfræðingar hafi jafnan rjett til að mæta á fundinum, en geta skulum vjer þess, að öllum sýslunefndum landsins hefur verið send áskorun um, að veita af sýslusjðði, að minnsta kosti einum búfræðing, ferðastyrk til fund- arins, og gjörum vjer ráð fyrir að þeir sem óska slíks styrks, sæki um hann. Vjer Ieyfum oss að skora á búfræðinga lands- ins að sækja fund þennan, og treystum því, að þeir láti eigi smámuni aptra sjer frá, að styðja að því að hin fyrsta 'hreifing í þessa átt megi verða að tilætluðum notum. Að endingu skal þeas getið, að vjer munum annast húsrúm til fundarins, og einnig munum vjer sjá um að fundarmenn geti fengið hentuga og ó- dýra gistingu meðan þeir þurfa að dvelja hjer í Reykjavík. p. t. Reykjavík 17. febr. 1899 Benjamín Benjamínsson (úr Eyjafj.sýslu) Ctísli Þorbjörnsson (úr Borgarfj.sýslu) Kristinn Guðmunússon (úr Árnessýslu) Björn Björnsson (úr Kjósarsýslu) Jón Jónatansson (úr Isafj.sýslu) Sigurður Hórólfsson (úr Barðastrandasýslu) Iiyöldskeiutun í Studentaljelaginu. Pimtudagskvöldið 16. þ. m. bauð Stúdentafjeiagið ýms- um bæjarmönnum til kvöldskemtunar i Iðnaðarmannahúsinu til að hlýða á söng, bljóðfæra slátt og kvæðaupplestur. Skemt- unin byrjaði með því að formaðurinn, cand. Vilhj. Jónsson, laB upp eptirfarandi Prologus Eptir Guðm. Guðmundsson. Lyptu þjer, andi vor, lyptu þjer hátt, lypt þjer frá öllu því smáa, leik þjer um heiðloptið ljómandi blátt, líð yfir tindinum háa; — sýndu, að volduga vængi þú átt, vekjandi, hrífandi, lýsandi mátt, — lypt þjer frá öllu því lága! * * * Þeir segja, að okkur vanti líf, en vin sje hjer nðg, — við vorðum bara’ að álíta þvílíkt tóman róg! þeir segja’, að margt sje lalað, en minna sje hjer gert og meira’ að segja, að fjelag okkar, — það sje einskisvert! En fyr við höfum sýnt það og sýna skulum enn, i sannieika’ að við erum andans menn, að stúdentar við erum með íslenzkt hjarta’ og blóð, að okkar fjelag miðar til heilla landi’ og þjóð, að andlegur þróttur er þessum brjóstum í, — já, þó við stundum fáum okkur neðan í þvi! Og heilir og velkomnir halir og sprund, í hóp vorn, á íslenzkra stúdenta fund! Við skulum reyna’ að lypta’ ykkur, láta ykkur sjá, að ljós er í þeim sölum, sem menntagyðjan á, að hennar synir erum, að hana elskum við, — úr hinu’ að skera sjálfir á eptir verðið þið, hvort í okkur er barasta eintómur vínandi eða andi, sem er lifandi, vekjandi, skínandi. ísland! Island! Þú ert ungt, en það leikur sjer ljós um dal og hlíð, Ijós sem varð, sem skín frá Snorra og Jönasar tíð. Aldna gígju’ og sterka þú átt hjá leiðum grónum, — unga strengi’ og þýða með fjölda’ af nýjum tónum! En minna’ er það, þó sögunnar sól þjer skini hjá, en að sól hins nýja tíma þjer roða slær um brá; að geyma forna sögu er göfugt, satt er það, en göfugra’ er og stærra’ að skapa nýja’ i hinnar stað. Og það er nú þitt hlutverk, þú unga íslands þjóð, þjer orðsins menn, þjer starfsins menn, með krapta fullan sjóð, að skapa nýjar hugsjðnir, færa fornum líf, að flytja’ þær út i þjóðlífið, vera þeirra hlíf, að hirða’ ekki’ um, þó eitthvað sje maldað í móinn,

x

Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.