Ísland - 26.02.1899, Side 4
16
ÍSLAND.
að mæna’ ekki stöðugt á hauga’ og leiði gróin,
að hirða’ ekki’ um, þó misjafnt sje margt um ykkur sagt,
að metast ekki’ um, hvað er í sölurnar lagt!
Og til þes9 höfum öll við safnazt hjerna saman,
að sameiginleg verði’ okkar allra þrá,
að andi okkar sameini alvöru’ og gaman,
að okkur verði ljettara’ að skilja og sjá
hvað við erum, hvað við getum, svo við förum risafetum,
þegar forlög heimta eining og mest liggur á.
* *
*
Vjer, sem að erum hin þrautseiga þjóð,
þjóð, sem er vöknuð úr drunga, —
vjer, sem að eigum mörg ágætis ljóð,
eldbrak og sæniðinn þunga, —
vjer, sem að knýjum úr hömrunum hljóð,
höfum svo lifandi, ólgandi blóð,
vjer erum ísland hið unga!
* *
*
Þá hjelt formaður stutta ræðu og las upp nokkur kvæði
eptir ýms skáld. Þá las Guðm. skáld Guðmundsson upp
kvæðaflokk eftir sig, sem prentaður er í 2. hepti „Sunnan-
fara“ frá síðastliðnu ári, „Sigrún í Hvammi“, og var gjörð-
ur góður rómur að. En þeir, söngkennari Steingrímur John-
sen og kand. Árni Thorsteinson skemmtu með söng, og
Boilleau baron ljek á „violoncol11, en fröken Ásta Sveinbjörnsen
Bpilaði undir á hljóðfæri. Skemmtu áheyrendur sjer vel,
Einkum var mönnum nú orðið nýnæmi að heyra spil Boilleaus
baróns; hamj hafði leikið hjer á hljóðfæri á opinberri skemmt-
un í hittifyrra og þótti þá takast mjög vel, en ekki síður
nú.
8. þ. m. andaðist í Kaupmannahöfn H. -Th. A. Thomsen
kaupm., f. í Kelflavík 14. okt. 1834. Hann var einn af
merkustu kaupmönnum íslenzkum og átti stærstu verzlunina
hjer í bænum, auk nokkurra annara verzlana hjer á Suður-
landi. Hann hafði staðið fyrir verzluninni frá dauða töður
síns 1857, yfir 40 ár, með miklum dugnaði og aukið stórum
viðskipti hennar og álit. Lík hans verður fiutt upp hingað
og jarðsett hjer í Keykjavik, samkvæmt ósk hans.
19. þ. m. andaðist hjer i bænum Árni Einarsson, fyrrum
hreppstjóri á Vilborgarstöðum í Vestmannaeyjum, faðir Ein-
ars verzlunarstjóra við Thomsens verzlun og Jóns verzlun-
armanns við Brydes verzlun. Jarðarför hans fór fram í gær
Aðfaranótt 22. þ. m. andaðist hjer í bænum Guðbrandur
Finnbogason konBúll og verzlunarstjóri við Fisohers verzlun.
Suemma í þ. m. andaðist hjer í bænum tómthúsmaður
Sigurður Þórðarson; greíndur maður og vel látinn af öllum
sem hann þekktu.
01-kofraþáttur.
Það er nú sagt, að ýmsir Templarar ætli að gjöra gang-
skör að því, að skoðað verði betur en áður í pokahornið bjá
reglubrðður þeirra, Birni Jónssyni. Eins og áður er sagt,
hefur orðrómurinn um það, að hann væri ekki sem hreinastur
Templari Iengi gengið í hvíslingum munn frá munni innan
Beglunnar, en karl hefur látið sjer það í ljettu rúmi liggja
og tvístigið framan í almenningi í hlaðvarpa „ísaf.“ sem
eínlægur bindindismaður. Vinirhans í Keglunni vilja þó, að
sögn, fyrir hvern mun bæla þetta umtal niður og Jón Ólafs-
son kvað hafa fundið upp á því sujallræði, að royna að fá
hann valinn fyrir Stór-Templar í vor, ef hægt verði að koma
í veg fyrir kærurnar.
Á fundi í stúkunni „Verðandi“, sem telur Björn enn með-
al fjelaga sinna, mætti Jón með hann nú á þriðjudagskvöld-
ið var og hafði Björn þá ekki komið á stúkufund, að sögn
Templara, í 9 eða 10 ár. Karlinn mætti þar klæddur eins-
og trúður, segja þeir, og þótti vel við eiga og fyndið af
Jóni, að leiða hann þarna fram í loddaragerfi, enda kvað
hann nú spila með Björn á ýmsan hátt. Jón veit vel, að
sumir af beztu mönnum fjelagsins hafa megnasta ýmigust á
Birni í Reglunni, og það er að líkindum ekki til annars,
eins og nú stendur, en að spilla fyrir málstað hans, að vera
að ota honum fram á fundum. Hviskrað hefar verið um það
meðal Templara, að kæra hafi komið fram gegn Bírni á
þessum fundi, en ekki verið lesin upp. Má það merkilegt
kalla, ef almenningur í stúkunni og fjelaginu lætur slíkt
viðgangast.
Andlegt gjaldþrot.
Það Jítur út fyrir að þeir hafi verið síðustu fjörbrot hins
andlega lífs hjá kuuningja okkar „lsaf.“-Birni, kippirnir,
sem hann tók nú eptir nýárið. Síðan hefur færzt yfir hann
einhver dvali. Hann er andlega gjaldþrota, maðurinn.
Steingrímsfirði 27. jan. Verzlun hefur verið hjer mjög ó-
hagstæð næstl. ár og hefur verið hart gengið eptir skuldum
af verzlununum á Hólmavík og Borðeyri, sem reyndar er
hvorttveggja sama verzlunin. Allt er hjer mjög dýrt, einkum
kramvara, þar á ofan fást ekki bjer við verzlanirnar um há-
kanptíðir algengustu munir, sem heimilin þarfnast, og öll
matvara þrotin fyrir miðjan vetur. Það er sorglegt dáðleysi
og framtaksleysi, að menn skuli ekki reyna að koma svo ár
sinni fyrir borð, að þeir þurfi ekkert að byggja á slíkum
verzlunum. Það eru þó engin vandræði, að nálgast vörur
frá fjarlægari kauptúnum eptir að strandferðabátarnir eru
komnir á. Vonandi þó að þetta lagist með tímanum, þvi
margir eru farnir að sjá, að ekki er við slíkt verzlunará-
stand unandi, sem nú er hjer.
TaKiö eptir.
Munið eptir þessum alþekta skó- og vatnsstíg-
vjelaáburði sem hvergi fæst betri í bænum en hjá
Jóhannesi Jenssyni
2 Kirkjustræti 2.
Þessar bækur fást til kaups meö litlu
verði: Álþingistíðindin frá upphafi í
bandi, íslendingasögur (Sig. Kr.) í
bandi, Fornbrjefasafnið óbundið, Biblíu-
Ijóðin í skrautbandi, Ritstj. vísar á
seljanda.
Hjá undirskrifuðum eru eins og að undanförnu
hinar miklu byrgðir af Sjóstígvjelum, Karlmanns-
skóm og Dömuskóm, sem alt er unnið á minni al-
þekktu vinnustofu. Sömuleiðis fást aðgerðir á slitn-
um skófatnaði mjög fljótt og vel af hendi leystar
og þar að auki er allt seit mjög ódýrt mót borg-
un út í hönd.
Til þess að sem flestir geti fengið þetta góða
úrval af skófatuaði, má borga helming í innskript,
sömuleiðis á aðgjörðum, en þeir sem borga allt í
peningum fá mjög háar prósentur.
Virðingarfyllst.
£3 K-irlijustr. 2.
Jóhannes Jensson,
skósmiður.
Til kaupenda „íslands“.
öjaldkeri blaðsins, cand. phil. Einar Gunnars-
son, Kirkjustræti 4, hefur á hendi innheimtu á öll-
— í Almanaki, sem út kom í Winnipeg í vetur er með-
al annars ritgerð með fyrirsögninni: „Safn til landnámasögu
íslendinga í Vesturheimi". Þar er ágrip af sögu landnáms-
manna í Nýja íslandi eftir Guðlaug Magnússon, einn af elstu
innflytjendum þangað. Kitgerðin er fróðleg þótt hún sje
stutt.
um skuldum þess, eldri og yngri, og eru menn vin-
samlega áminntir um að borga blaðið til hans hið
fyrsta. — Kaupendum innanbæjar verða sendir
heim reikningar fyrir yflrstandandi ársfj. þegar þetta
tölublað er komið út.
Til kaupenda „Sunnanfara“.
Iunheimta á útistandandi skuldum Sunnan-
fara hefur cand. phil. Einar Gtunnarsson, Kirkju-
stræti 4. og áminnast menn um að borga nú þegar
eða semja við hann. Sömuleiðis eru útsölumenn
beðnir að senda honum sem fyrst, það sem kann
að liggja hjá þeim óselt af Sunnanfara.
Náttúrusafnið
er opið á sunnudögum kl. 2—3. (Ekki í illviðrum
né ófærð). Menn eru beðnir að reykja ekki.
Ben. Oröndal.
Alþýðuskólinn í Ileykjavík.
Þar er nú byrjað að kenna teikningu (til
aprílloka). Noti menn nú góða og ódýra Jcennslu.
Taliiö eptir.
Hjá undirskrifuðum fæst ágæt og ódýr Ma-
skínuolía.
Jóliannes Jensson
2. Kirkjustræti 2.
Ritstjóri: Porsteinn Gíslason, Laugaveg 2.
Afgr.maður: Þorvarður Þorvarðarson, ÞingholtBstr. 4.
Beikningsskil og innheimtu annast:
Einar Gunnarsson cand. phil., Kirkjustræti 4.
Hvar á Islandi eru flest ÚR, margbreyttust
og ódýrust, saman komin á einn stað?
Það er hjá PJETRI HJALTESTED írsfflii Í Reykjavík,
sem í vetur hefur farið til útlanda til þess að geta ejálfur valið bæði þá vöru og aðrar handa skipta-
viuum sínum og boðið þær fyrir bezt verð.
á boðstólum fyrir margar þúsundir króna.
Eins og úrin eru mísmunandi að
verði, þar sem þau eru frá 8 kr. til
150 kr., eins eru þau líka ólík að
útliti, gæðum og skrauti.
stærð við YESTIS-HKAPP.
GULLÚR, karla og kveuna 14
og 18 karat. — Gull-Double-Úr. 14
karat. — Ameríkönsk, óþekkjanleg
frá ekta gullúrum. — Silfurnikkel-,
stál- og Emaille ÚR.
Hin minnstu ÚR á
Menn geta sent pantanir og sjálfir ákveðið verðið, því heita má, að úria sjeu með einnar
krónu verðmun frá átta til hundrað og flmmtíu króna, og eru þó mörg til af hverri gerð.
Ennfremur til sölu:
IS.llllS.Klir, margbreyttar, frá 3—90 kr., þar á meðal hinar ágætu „SKIPSKLUKKUR11
fyrir að eins 0 l3L.r. ÚRKEÐJUR af mörgum teg. fyrir samtals fleiri hundruð kr., mis-
munandi verð. KAPSEL af ýmsri gerð. — Mjög mikið af EKTA SILFUR-MUNUM fyrir karla
og konur, þar á meðai alls konar Brjóstnælur.
Trú, von og Kærleili. má kaupa fyrir lítið verð.
Hljóöfæri: svo sem Guitarar frá 8—36 kr. Violin frá 6—30 kr. — Spiladósir, Líru-
kassar, Harmonikur, Munnhörpur, Ocarinur, Flautur, Fiageoletter, Accord-Zitherar, Columbria Zitheraro.fi.
Loptþyngdarmælar — Hitamælar — Kíkirar. — Litmyndir — Litografl
Allar pantanir eru fljótt og vel afgreiddar.
Pjetur Hjaltested.
Prentað í Fjolagsprentsmiðjunni.